Tíminn - 12.09.1986, Side 9
Föstudagur 12. september 1986
Tíminn 9
Fiskverð hækkar í Bandaríkjunum:
í kjölfar veikrar stööu dollarans
á gjaldeyrismörkuðum hafa marg-
ar spurningar vaknað undanfarið
að því er varðar fisksölumál okkar
íslendinga. Menn hafa rætt um það
og ritað hvort við eigum e.t.v. að
draga úr fisksölu okkar til Banda-
ríkjanna og leggja heldur áherslu á
sölu á gámafiski til Vestur-Evrópu,
og hversu mikils við eigum að mcta
hefðbundin og rótgróin viðskipta-
sambönd okkar vestanhafs.
Eysteinn Helgason tók við starfi
framkvæmdastjóra hjá Iceland
Seafood Corporation af Guðjóni
B. Ólafssyni nú um mánaðamótin.
Iceland Seafood er eins og menn
vita sölufyrirtæki Sambandsins og
Sambandsfrystihúsanna í Banda-
ríkjunum. Eysteinn er nú staddur
hér á landi, og við lcituðum frétta
hjá honum af því sem er að gerast
í fisksölumálunum vestra.
- Það er tvennt að gerast hjá
okkur, sagði Eysteinn, - annars
vegar eru það verðhækkanir í kjöl-
far hinnar ntiklu og síauknu eftir-
spurnar sem verið hefur allt árið.
t>að má segja að eftirspurnin sé
mjög mikil núna, og nienn, sem
hafa starfað að sölumálum í
Bandaríkjunum í áratug eða
lengur, muna ekki annað eins. En
hins vegar eru birgðir komnar í
algjört lágmark í öllum tegundum,
og sums staðar nálgast þær algjör
hættumörk.
Sem afleiðing af þessu hefur
verðið hækkað, og núna í næstu
viku taka gildi ný verð. Þá verður
hækkun á öllum helstu tegundum.
Á þorski er hún mismunandi
eftir tegundum en verður frá 5 og
uppí lOsent ápundið. Þorskblokk-
in hafði hækkað örlítið áður, þann-
ig að frá áramótum hefur þorskur
hækkað um nálægt 10% í Banda-
ríkjadollar talið.
Aðrar hækkanir eru þær að ýsa
kemur til með að hækka um 5 sent.
Þar ríkir meira jafnvægi á milli
framboðs og eftirpurnar.
Þá gera menn sér ekki alltaf
grein fyrir því að Bandaríkja-
markaður er mjög mikilvægur fyrir
ákveðnar tegundir sem lítið er
látið með dags daglega í umfjöllun
manna um fisksölu á erlendum
mörkuðum. Það eru tegundir eins
og ufsi, grálúða og karfi, og reynd-
ar steinbítur líka. Þetta eru allt
mjög mikilvægar tegundir á mark-
aðnum og þýðingarmiklar í sölu-
kerfi okkar.
Hækkunin, sem tekur gildi í
næstu viku á karfa, verður 10 sent
að jafnaði, og hefur karfi þá hækk-
að um 24% frá áramótum. Þrátt
fyrir þetta hefur verið mikill skort-
ur á karfa og höfum við hvergi
nærri getað annað eftirspurn eftir
honum. Við vonumst til að þessar
nýju hækkanir verði til þess að
framleiðslan fari í stórauknum
mæli yfir á Bandaríkin.
Eftirspurn eftir ufsa er gríðar-
lega mikil. Hann mun hækka um 7
sent pundið að jafnaði og hefur þá
orðið 29% verðhækkun á ufsaflök-
um frá áramótum.
Grálúða, sem ekki er hátt skrif-
uð meðal íslenskra neytenda, er
eftirsóttur neyslufiskur á Banda-
ríkjamarkaði, og hún hefur á liðn-
um árum verið mjög mikilvæg
afurð fyrir íslensku frystihúsin.
Hækkun þar nemur 15 sentum á
pundið, og hefur hún þá hækkað
um 25% frá áramótum. Hið sama
má segja um steinbít, hann er
mikilvægur fyrir frystihúsin, og á
honum liggja nú í loftinu vcrulegar
verðhækkanir.
Mikilvægi
Bandaríkjamarkaðar
- En hvað viltu segja um mikil-
vægi Bandaríkjamarkaðar eins og
málin snúa við í dag?
- Það er afar mikilvægt að menn
geri sér grein fyrir því að Banda-
ríkjamarkaður er og hefur verið
Mikilvægt að
nýta núverandi
meðbyr
- segir Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri
lceland Seafood Corporation
traustum gömlum viðskiptasam-
böndum. Ef þau rofna þá gæti það
tekið okkur langan tíma að byggja
slíkt upp aftur, og það er allsendis
óvíst að hægt verði að hlaupa aftur
inn á markaðinn þegar aðstæður
breytast. Ef okkur tekst að komast
í gegnum næsta misseri eða svo
með samstilltu átaki í sölu og
framleiðslu þá ætti framtíðin að
vera björt.
Fiskneysla er nú að aukast í
Bandaríkjunum, en hún er þó enn
ntjög lítil miðað við flest ríki
Vestur-Evrópu. Hins vegar er
kaupgeta mikil, og almenningur í
Bandaríkjunum gerist nú æ meira
meðvitandi um heilsu sína. Ef rétt
er á spilunum haldið getur fiskur
orðið mun mikilvægari hluti af
neyslumynstri hins almenna
Bandaríkjamanns en nú er. Þetta
kemur þó ekki til með að hafast
mcð því að stökkva inn og út af
þessum markaði. Við verðum að
halda áfram að sýna þá festu og
þann áreiðanleika í þcssuni við-
skiptum sem við höfum sýnt á
síðustu áratugum. -esig
okkar langmikilvægasti markaður.
Með þessum hækkunum cr Ijóst að
framleiðsla fyrir Bandaríkin er
hagkvæmasti vinnslukosturinn sem
frystihúsin standa frammi fyrir.
- En hvað viltu segja um sam-
keppni Bandaríkjamarkaðar við
útflutninginn á gámafiski?
- Það má vera að einstaka aðilar
hafi á stundum verulega hagsmuni
og góða afkomu af útflutningi á
gámafiski. Fyrir þjóðarbúið í heild
er þó alveg Ijóst að full vinnsla í
neytendaumbúðir fyrir Banda-
ríkjamarkað er hagkvæmasti kost-
urinn. Þar er líka að því að gæta að
það er álit íslensku fyrirtækjanna á
markaðnum vestra sem er í hættu.
Það sem íslensku fyrirtækin og
íslenskur fiskiðnaður hafi byggt á í
Bandaríkjunum á undanförnum
áratugum er auk hárra og jafnra
vörugæða fyrst og fremst það að
við höfum notið álits sem áreiðan-
legir-og traustir seljendur, sem
staðið hafa við skuldbindingar
sínar. Ef fram fer sem horfir og
íslenskur fiskiðnaður getur ekki
nýtt sér þá jákvæðu þróun í verð-
lagi og eftirspurn, sem nú ríkir á
Bandaríkjamarkaði, þá erum við
að setja að veði þetta álit okkar í
framtíðinni fyrir stundarhagsmuni
og tímabundið ástand.
Það verður líka að taka það
skýrt fram að allar þessar verð-
hækkanir, sem ég nefndi, eru í
dollurum, og þær hafa náðst þrátt
fyrir það að gengi Bandaríkjadoll-
ars hafi lækkað gagnvart örðum
myntum.
EEBEESSmEffli
- En hvað er að frétta af sölunni
hjá Iceland Seafood nú undanfar-
ið?
- Þar er fyrst og fremst að nefna
að ágúst varð enn einn metmánuð-
urinn hjá okkur. Salan núna í ágúst
varð 15,2 milljónir dollara, sem er
16% aukning frá ágúst í fyrra, og
er þetta stærsti einstaki sölumán-
uður í sögu fyrirtækisins frá upp-
hafi. Þetta er ákaflega ánægjuleg
kóróna á glæsilegum ferli Guðjóns
B. Ólafssonar við fyrirtækið í rúm-
iega tíu ár.
Heildarsalan frá áramótum er
102,8 milljónir dollara, og er það
aukning um 17% frá fyrra ári.
Þessi aukning hefur orðið nokkuö
jafnt í öllum þcim vöruflokkum
sem við verslum með.
Standa þarf vörð um
viðskiptasamböndin
- Og hvernig horfir framtíðin
svo við að þínu mati?
- Það er afar mikilvægt að á
næstu vikum og mánuðum nýti
menn sér þennan meðbyr. þannig
að hægt sé að sinna föstum og