Tíminn - 13.09.1986, Side 2

Tíminn - 13.09.1986, Side 2
2 Tíminn Laugardagur 13. september 1986 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða Bréfbera til starfa við Póst- og símstöðina á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri Pósts og síma á Seitjarnarnesi sími 26175. ^ Innkaupafulltrúi óskast til starfa hjá Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar. Æskileg menntun á viðskiptasviði. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar um starf- ið veita forstjóri og skrifstofustjóri í síma 25800. Umsóknir sem tilgreini aldur og fyrri störf sendist til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar sem fyrst. INNKAUPASTOFNUN reykjavíxurborgar Frfkirkjuvagi 3 — Sími 25800 Kennara - Kennara Kennara vantar að Grunnskólanum Stokkseyri. Æskilegar kennslugreinar íslenska, raungreinar, samfélagsgreinar. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 99-3263 eða 99-6300 og formanni skólanefndar í síma 99- 3266. Rafmagnsofnar til sölu Til sölu plötu-rafmagnsofnar 12 stk. 600 til 1100 wött. Teg. jarnkonst. Ab. landkrosar. Seljast á hálfvirði. Upplýsingar í síma 52743 eftir kl. 6 mánudag og þriðjudag Meinatæknar Meinatækna vantar til starfa við fisksjúkdómarann- sóknir við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum. Upplýsingar í síma 82811. Aiglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig 1 ..— ..■ ■ I ■■■■■■■■■■ !■■ Okeypis þjónusta Iíminn 686300 Tíminn UMFERÐARMENNING^H- Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. UMFERÐAR RÁO Íbúðasmíði hætt á landsbyggðinni % Á þessu súluriti má sjá hvernig íbúðir sem byrjað hefur verið smiði á á árununi 1978-1985 hafa skipst milli kjördæma hvert ár. Efst á súlunum er Vesturland og síðan talið norður og austurum og endað á Reykjanesi og Reykjavík neðst. í grófum dráttum má segja að hlutur landsbyggðarinnar hafi farið úr um 45% á fyrstu árunum niður undir 20% þau síðustu. Vestfirðingar hafa nær ekkert byggt s.l. 3 ár og sömu sögu er að segja um Austurland s.l. 2 ár. Á Norðurlandi vestra hefur byggingahugur manna glæðst nokkuð á síðasta ári eftir um 4 ára stöðnun. Á Norðurlandi eystra hafa byggingar undanfarin 3 ár verið um 5-6 sinnum færri en á bestu árunum, þegar tekið er tillit til þess að færri íbúðir hafa verið í byggingu í heild síðari hluta tímabilsins en þann fyrri. Að íbúðabyggingar séu næstum aflagðar á landsbyggðinni utan suð- vesturhornsins síðustu árin eru ekki svo grófar ýkjur, a.m.k. hvað varðar svæði eins og Vestfirði og Austur- land. Miðað við íbúöir sem byrjað var á var hlutur landsbyggðakjör- dæmanna 6 kominn niður í 21% íbúða árið 1984 og 23% árið 1985. í fyrra var byrjað á innan við 300 íbúðum í þessum 6 kjördæmum meðan grunnur var lagður að um 700 íbúðum í Reykjavík einni, en þá var hlutur „afmælisbarnsins“ kom- inn upp í 55% af öllum íbúðabygg- ingum í landinu. Ef litið er á þróunina síðustu 4 árin var hlutur landsbyggðakjör- dæmanna aðeins um 1.600 íbúðir, eða aðeins um þriðjungur á við hátt í 4.900 íbúðir í R-kjördæmunum. I Reykjavík var á þessum 4 árum lagður grunnur að um 2.900 íbúðum og hátt í 2000 íbúðum í Rcykjanes- kjördæmi. Alls hefur á síðustu 8 árum (1978- 1985) verið hafin smíði á um 14.100 íbúðum á landinu og hefur þeim farið fremur fækkandi ár frá ári, samkvæmt upplýsingum Húsnæðis-. stofnunar ríkisins. Sú fækkun hefur þó öll orðiö úti á landsbyggðinni og meira en það því íbúðum sem byrjað hefur verið á í Reykjavík hefur farið fjölgandi ár frá ári á sama tímabili. Á sama hátt hefur sífellt stærri og stærri hlutur húsnæðislánanna runn- ið til íbúðahúsabygginga á höfuð- borgarsvæðinu. Öðru sinni gengst landssamband fatlaðra, Sjálfsbjörg, fyrir hjóla- stólaralli til áhersluauka á þá kröfu fatlaðra að þeim verði gert kleift í skipulagningu og mannvirkjagerð að komast leiðar sinnar. Hjólastólarallið fer fram í Laugar- dalshöll á sunnudag klukkan 14.00 og er það í formi firmakeppni og er keppt í fjórum flokkum; flokki arki- tekta, skemmtikrafta, sveitarstjórn- armanna og hjólastólanotenda, sem má segja að keppi á heimavelli. í rallinu er gerð tilraun til að líkja eftir helstu hindrunum sem verða á vegi fatlaðra í hjólastól og hreyfihaml- aðra. Þess má geta, að á þessum 8 árum sem grunnur hefur verið lagður að nær 14.100 nýjum íbúðum hefur landsmönnum fjölgað í kringum 17 Meðal keppenda verða Bergþóra Árnadóttir, Felix Bergsson, Jón Gauti Jónsson, Magnús L. Sveinsson og Eiríkur Hauksson. í ávarpi segir Theodór A. Jónsson, sem á sæti í undirbúnings- nefnd hjólastólarallsins: „í langflest- um tilfellum hefur það engan auka- kostnað í för með sér að skipuleggja umhverfið þannig að auðvelt sé að komast um það í hjólastól. Ég vona að hjólastólarallið veki menn til umhugsunar um það á hvern hátt umhverfi okkar þarf að vera til þess að allir komist um það hindrunarlaust.“ Þj þús., þannig að ekki vantar svo mikið á að ný íbúð (c.a. 150 fer- metra) hafi verið byggð fyrir hvern nýjan íslending á þessum árum. Rannsókn Hafskips- málsins að Ijúka? Lítið hefur heyrst af Hafskips- málinu að undanförnu enda hafa sumarfrí hægt þar á afgreiðslu mála á undanförnum vikum. Að sögn Þóris Oddssonar, sem gegn- ir embætti rannsóknarlögreglu- stjóra fram til 1. október, má þó búast við fregnum af málinu um 20. þessa mánaðar. Sagðist hann vonast til að þá færi að sjá fyrir endann á rannsókn málsins af hálfu rannsóknarlögreglunnar. Um framhald málsins sagði Þórir að gögn yrðu fyrst send ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari þyrfti si'ðan að lesa skjölin yfir og sagði Þórir að reikna yrði með nokkrum tíma í það, þar sem gögnin yrðu ekki hraðlesin. Fræðilega hefði ríkissaksóknari síðan nokkurra kosta völ varð- andi áframhaldandi málsmeð- ferð. Hann gæti óskað eftir fram- haldsrannsókn og því endursent málið í heild eða hluta til rann- sóknarlögreglu, eða óskað eftir tilteknum aðgerðum. Til að taka alla möguleika með, þá getur ríkissaksóknari fellt málið niður eða höfðað mál með útgáfu ákæruskjals. Ef hann ákveður að höfða mál, þá er málið sent til sakadóms og síðan er það dómara að tiltaka dag sem að rannsókn hefjist á. Ekki gat Þórir sagt fyrir um hversu langan tíma þetta muni taka, en sagði að það væri ekki hlaupið í það að kynna sér öll gögn málsins, þau yrðu ekki lesin sem reyfari. phh Svavar Gestsson tók þátt í hjólastólarallinu í fyrra. Sjálfsbjörg: Hjólastólarall gegn hindrunum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.