Tíminn - 13.09.1986, Qupperneq 11

Tíminn - 13.09.1986, Qupperneq 11
10 Tíminn Laugardagur 13:september 1986 Laugardagur 13. september 1986 íTíminn 11 Okkur vantar starfsfólk! Vantar þig vinnu? FÓSTRU .... vantar á barnaheimilið LITLAKOT. Börn á aldrinum 1-3 ára. Upplýsingar í síma 19600-297. Alla daga milli kl. 8.00-16.00. STARFSMANN...... vantar á skóladagheimilið BREKKUKOT. Börn á aldrinum 6-9 ára. Upplýsingar í síma 19600-260. Alla daga milli kl. 8.00-16.00. SJÚKRALIÐA.... vantar á allar deildir spítalans. Upplýsingar í síma 19600-220/300. Alla daga milli kl. 8.00-16.00. Reykjavík 14.9.1986. Útboð VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í verkið: Styrking í Mjóafirði 1986. (Lengd 8,6 km, burðarlag 13.400m3, malarslitlag 3.440 m3). Verki skal lokið 10. nóvember 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 16. september. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 29. september 1986. Vegamálastjóri Bókasafns- fræðingur óskast í heilt starf við bókasafn Alþingis frá og með 15. okt. nk. Starfið felst m.a. í því að annast geymslusafn þingsins. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um fyrri störf ásamt Ijósriti af próf- skírteini skulu berast Skrifstofu Alþingis fyrir 20. sept. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður bókasafnsins í síma 11560. f STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren y að stöðvunarlínu er komið. ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR íslandsmótið í knattspyrnu 1. deild: Úrslitin ráðast í dag Úrslit í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu ráðast í dag. Fyrir síð- ustu umferð hefur Fram tveggja stiga forskot, 37 stig en Valur er með 35 stig. Fram og KR leika á Laugar- dalsvelli í dag kl. 14.30 og Valsmenn leika gegn ÍA á Akranesi. Fram nægir jafntefli gegn KR þar sem þeir hafa betra markahlutfall en Valur, en róður Valsmanna verður erfíðari því þeir þurfa að vinna íA og treysta á að Fram tapi. KR liðið lék mjög vel gegn Val um síðustu helgi og eru Framarar langt frá því að vera öruggir með sigur í þeim leik. Hinsvegar hafa Skagamenn ekki tapað leik síðan Pétur Pétursson gekk til liðs við þá og óvíst að þeir séu neitt á því að breyta því. Það getur því allt gerst ef svo má segja, tvö lið geta sigrað, þrjú lið geta náð þriðja sæti og tvö lið geta fallið auk Eyjamanna sem þegar eru fallnir. IA, KR og ÍBK berjast um þriðja sætið og mæta Keflvíkingar léttustu COOPCKT Síur í flestar vélar á góðu verði wwysmHF Jámhálsi 2 Sími 83266 TIORvk. Pósthólf 10180 ALDRAÐIR þurfa að ferðast eins og aðrir. Sýnum þeim tillitssemi mótherjunum ef hægt er að tala um að einhver mótherji sé léttari en annar. ÍBK leikur gegn Þór fyrir norðan og skiptir sá leikur Þórsara engu máli, það breytir í sjálfu sér engu um stöðu þeirra í deildinni hvernig hann fer nema því aðeins að FH vinni Breiðablik. í Garði leika Víðir og ÍBV. Það er helst um þennan leik að segja að hann skiptir litlu máli, Eyjamenn fallnir og Víðismenn á lygna sjónum. Það eina sem gæti hugsanlega breytt einhverju væri það að Víðir tapaði „Sigurðarmálinu" og Breiðablik sigraði FH. Þá féllu Víðismenn. Það er nokkuð langsótt en með því að sigra í leiknum í dag tækju þeir af allan vafa og væru öruggir hvernig sem aðrir leikir og kærur þróuðust. Fallbaráttuleikurinn verður á Kapla- krikavelli þar sem FH og Breiðablik eigast við. Breiðablik þarf að vinna 3-0 til að falla ekki þar sem þeir hafa lakara markahlutfall. Og að lokum er hér staðan í 1. deild fyrir síðustu umferðina: Fram .... Valur .... ÍA....... KR ...........17 iBK...........17 Viðir.........17 Þór...........17 FH ...........17 UBK ..........17 ÍBV...........17 17 11 17 11 17 9 Markahlutf. 2 39-13 37 +26 4 28-9 35 +19 5 31-19 30 +12 3 21-10 28 +11 7 23-24 28 -1 8 20-23 19 -3 8 18-29 19 -11 9 22-34 18 -12 4 3 10 16-33 15 -17 2 3 12 18-42 9 -25 2. deild: Spenna á toppi og botni Staðan í 2. deild er nánast endur- tekning á þeirri fyrstu, tvö lið geta sigrað, þrjú geta orðið í öðru sæti og tvö geta fallið auk þess neðsta sem þegar er fallið. Það eru KA og Völsungur sem berjast um sigurinn, KA hefur 37 stig en Völsungur 35. KA fær Víking í heimsókn á morgun en Völsungur Selfoss. Víkingur og Selfoss hafa bæði 31 stig fyrir leikina á morgun en markahlutfall Víkinga er betra. Einherji er í 5. sæti með 29 stig og keppir því við Víking og Selfoss um 3. sætið. Einherji keppir við KS á Siglu firði á morgun.ÍBI og Njarðvík eru í fallbaráttunni. ÍBl hefur eins stigs forskot fyrir leikinn á morgun. Þeir fá Skallagrímsmenn í heimsókn vest- ur og verða sigurlíkur þeirra að teljast góðar þar sem Borgnesing- arnir hafa ekki fengið stig í sumar. Njarðvíkingar keppa hinsvegar við Þrótt á Laugardalsvelli. Staðan fyrir síðustu umferð er þannig: ka ....... Völsungur Víkingur . Selfoss . . . Einherji . . KS........ Þróttur .. . ÍBÍ ...... Njarðvik . . Skallagr. . 17 11 4 17 11 2 17 9 4 17 17 17 17 17 17 17 9 4 9 2 7 4 7 2 3 6 4 2 0 0 2 53-13 37 4 36-14 35 4 45-19 31 4 32-14 31 6 24-21 29 6 29-31 25 8 35-28 23 8 27-35 15 11 27-48 14 17 4-99 0 Marka- hlutf. +40 +22 +26 + 18 + 3 - 2 + 7 - 8 -21 -95 Áhorfendastúka við knatt- spyrnuvöll portúgalska knatt- spyrnuliðsins Porto hrundi að nokkru leyti í vikunni. Ekki er vitað hvemig á því stóð, en stækkun á henni hafði staðið yfír. Enginn var á leikvanginum þegar þetta átti sér stað. Porto þarf að færa fyrsta leik sinn í Evrópu- keppni félagsliða á annan völl sem er í næsta bæ. Hann tekur helmingi færri áhorfendur og þar er ekki flóðlýsing. V.—5TT~"T^U' & •- , m* ■ ■■ ... «» ?|| ■ p. Island-Sovétríkin: Sovéska liðið eins ogí" '■' Landslið íslands og Sovétríkjanna keppa í Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu á Laugardalsvelli 24. þessa mánaðar. Liðin hafa áður keppt fjórum sinnum, tvisvar hér heima og tvisvar í Sovétríkjunum. Sovét- menn hafa sigrað í öll skiptin og skorað alls 10 mörk gegn einu marki íslendinga. Síðast kepptu liðin í undankeppni Ólympíuleikanna 1976. Sovétmenn sigr- uðu 2-0 í fyrri leiknum og 1-0 í þeim síðari. Liðið sem kemur hingað til lands er skipað sömu leikmönnum og kepptu á Heimsmeistaramótinu í Mexíkó í sumar. Uppistaðan í liðinu eru leikmenn frá Dinamo Kiev. Staða liðsins er mjög sterk, þeir eru að vísu í 6. sæti með 27 stig, þrem stigum á eftir efsta liðinu, en eiga 5 leiki til góða. Staðan í sovésku knattspyrnunni er þannig: Spartak Moskva............... 24 10 7 7 39-19 27 Zenit Leningrad............... 23 10 7 6 34-32 27 Shakhtyor Donetsk ........... 24 9 9 6 35-25 27 Dinamo Moskva................. 22 9 9 4 27-21 27 Dinamo Tbilisi................ 24 9 8 7 26-26 26 Dinamo Kiev................... 19 8 8 3 28-19 24 Eftir jafntefli íslenska landsliðsins við Frakka í vikunni sögðust leikmenn íslenska liðsins ekki hræðast sovéska liðið á heimavelli en þó gæti orðið erfiðara að leika gegn þeim en Frökkum. ■ Guðmundur Torfason jafnaði markamet Péturs Péturssonar í 1. deild um síðustu helgi, skoraði tvö mörk gegn Víði og hefur þá alls skorað 19 mörk í sumar. Næst markahæstur í 1. deild er annar Framari, Guðmundur Steinsson með 10 mörk. (Tímamynd-Pétur) ÍÞRÓTTIR UMSJÓN: Enska knattspyrnan: Mikið um meiðsli yUjJFHKWt Bryan Robson, fyrirliði enska landsliðsins leikur með Manchester United á ný í dag, eftir að hann hefur verið meiddur í 3 mánuði. United veitir ekki af, því liðið hefur aðeins fengið eitt stig í fyrstu fjórum leikjum sínum í haust. Robson virðist vera kominn í ágætis þjálfun því hann skoraði tvisvar í æfingaleik á Norður frlandi á miðvikudag. Líklegt er að Remi Moses sem einnig er nýstiginn upp ur meiðslum leiki einnig með gegn Southampton. Sjúkralistinn hjá Southampton er enn lengri, Mark Dennis og Gerry Forrest hafa verið frá vegna meiðsla og veikinda, Nick Holmes fer í uppskurð á nára í dag, og auk þess hefur Steve Moran verið seldur til Leicester. Efsta lið deildarinnar Wimbledon getur að öllum líkindum ekki teflt fram sóknarmannin- um John Fashanu í fyrsta stórleik liðsins í sumar, gegn Everton. Hann fékk slæmt högg á rifin á æfingu í vikunni. Jeff Clarke varnarmaður með Newcastle verður væntanlega með í dag gegn Coventry en hann hefur ekki getað leikið síðustu þrjá leiki vegna meiðsla í nára. Hins vegar er ljóst að Peter Beardsley getur ekki leikið vegna meiðsla á ökkla og vafasamt er með Glenn Roeder og John Anderson. David Williams hjá Norwich þarf að fara í rannsókn til að láta kanna meiðsli sem hann varð fyrir í landsleik með Wales gegn Finnum á miðvikudagskvöld. ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN ldí Cl H F. SMIÐJUVEGI 3, 200 KOPAVOGUR SIMl45000 LA TTU Tíinann EKKI FLJÚGA FRÁ PÉR ÁSKRIFTARSÍMI 686300 Mary Decker byrjar aftur að hlaupa Mary Decker Slaney, heimsmet- hafi í míluhlaupi kvenna byrjar aftur að keppa í dag eftir barnseignarfrí Hún tekur þátt í míluhlaupi sem fram fer á 5. stræti í New York og er haldið í 6. skipti í ár. Decker segist aðeins ætla að hlaupa sér til ánægju, en hún bætir því við að hún hafi enga ánægju af því að hlaupa nema hún verði framarlega í röðinni. Hún eignaðist dóttur í lok maí og var farin að hlaupa 6 dögum síðar. Mánuði síðar var hún farin að æfa- Decker setti heimsmet sitt í mílu- hlaupi (1609 m) í ágúst í fyrra, hljóp á 4:16,71 mín. Mary Decker Slaney Reykjavíkurmót i körfuknattleik Reykjavíkurmótið ■ körfu- knattleik hefst á morgun með tveimur leikjuin í meistaraflokki karla. í R og ÍS leika kl. 14 og KR og Fram kl. 15.30. Leikirnir fara allir fram í Hagaskóla. Næstu leikir verða næstkomandi fíinmtudag, Valur og Fram leika kl. 20 og IS og KR kl. 21.30. Fyrstu kvennaleikirnir verða næstkomandi laugardag. Sérstakir verðlaunapeningar verða veittir fyrir sigur í mótinu í tilefni af 200 ára afmæli Reykja- víkurborgar. úsr0"' AFMÆUSUTGAFA vegna 70 ára afmælis Guðrúnar Guðvarðardóttur FERÐA- SÖGUR FRÁ VESTFJÖRÐUM NIÐJATAL ÞÓru Gunnlaugsdóttur frá Svarfhóli Álftafirði Guðrún Guðvarðardóttir í tilefni af 70 ára afmæli Guðrúnar Guðvarðardóttur í vor s.l. mun Starfsmannafélag Þjóðviljans gefa út ferðasögur hennar frá Vestfjörðum og niðjatal Þóru Gunnlaugsdóttur frá Svarfhóli. Bókin er væntanleg á markaðinn í október. Þeir sem hug hafa á að tryggja sér eintak geta hringt í síma 681333/73687 (Jóhannes) og 610398 (Jörundur) eða fyllt út pöntunarseðil og sent Starfsmannafélagi Þjóðviljans. Pósthólf 8020, 128 Reykjavík. Nöfn áskrifenda munu birtast í bókinni sem heillakveðja. Bókin kostar kr. 1.300.- til áskrifenda. (Útsöluverð úr búð verður kr. 1.500.-). Pöntunarseðill Nafn Heimili Póstnúmer Sími I LAUGARDALSHOLL Sunnudaginn 14. september efnir Sjálfsbjörg í annað skipti til hjólastólaralls í Laugardalshöll. Þar keppa þekktir skemmtikraftar, arkitektar, sveitastjórnarmenn og hjólastólanotendur. Keppninverðursettkl. 14:00. Á milli umferða verða skemmtiatriði þar sem fram koma hljómsveitin Þokkabót, Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngkona, Anna Guðný Guðmundsdóttir, undirleikari, sýningahópurfrá Karatefélagi Reykjavíkur, Bjössi Bollaog LEYNINÚMER. Aðgangurókeypis. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.