Tíminn - 13.09.1986, Side 13

Tíminn - 13.09.1986, Side 13
Laugardagur 13. september 1986 Tíminn 13 BRIDGE jlllllllfi llllllllllllll illlllllllll! Bridgevetrarstarfiö aö hefjast: Eigendaskipti hjá Bridgeskólanum - Guömundur Páll Arnarson tekur við Nú eru bridgespilarar um allt land að skríða út af sólbaðsbekkjunum og huga að vetrarstarfinu. Fyrsta stórmótinu, Bikarkeppninni, er lok- ið með sigri sveitar Samvinnuferða og nú eru félögin öll að hefja vetrar- starfið. Svo er einnig með Bridge- skólann sem nú er að byrja sitt 8. starfsár með nýjum eiganda, Guð- mundi Páli Arnarsyni. Bridgeskólinn var stofnaður af Páli Bergssyni sem keypti einkarétt á amerísku kennsluefni og þýddi það og staðfærði. Síðan hefur hann hjálpað um eitt þúsund manns að taka fyrstu skrefin á bridgebrautinni og nokkrir nemenda hans eru orðnir kunnir í keppnisbridge. f bridgeskólanum eru námskeið fyrir þá sem þekkja varla ás frá Guðmundur Páll Arnarson, nýbak- aður skólastjóri, Bridgeskólans. kóngi, og einnig þá sem kunna helstu undirstöðuatriði í bridge en vantar þjálfun og öryggi í úrspilinu. Hvort námskeið er 11 kvöld, þrjá tíma í hvert skipti og fyrstu nám- skeiðin standa frá 29. september til 8. desember á mánudagskvöldum frá 8-11 fyrir byrjendur, og á þriðju- dagskvöldum frá 30. september til 9. desember fyrir lengra komna. Nám- skeiðin verða bæði haldin í Sóknar- húsinu Skipholti 50a. Það er því kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja læra að spila þetta skemmtilega spil að tala við Guð- mund Pál í síma 27316 eða 27397 og skrá sig í námskeið. Þetta er sérstak- lega kjörið tækifæri fyrir hjónafólk sem vantar tómstundagaman enda verður sérstakur hjónaafsláttur veittur. Heimsmeistaramótið í tvímenning: Þegar þessi orð birtast í Tímanum verður undirritaður ásamt á annan tug íslenskra bridgespilara að búa sig undir keppni í heimsmeistara- mótinu í tvímenning og útsláttar- keppni sveita f Miami í Bandaríkj- unum. Keppni þar tekur tvær vikur og vonandi geta bridgeáhugamenn lesið um hvernig gengur í Tímanum næstu tvær vikur. Bridgedeild Skagfirðinga Sumarbridge A-riðill: Hulda Hjálmarsd.-Þórarinn Andréss. . 222 Ármann Lárusson-Helgi Víborg........ 185 Gróa Guðnadóttir-Guðrún Jóhannesd. . 181 Ásthildur Sigurgíslad.-Lárus Arnórss. . 180 Meðalskor: .......................... 165 B-riðill: Steingr. Jónass.-Vilhjálmur Einarss. . . 103 Erlendur Björgv.son-Guðm. Kr. Sigurðss. . 95 Amar Ingólfsson-Magnús Eymundsson . 86 Karen Vilhjálmsd.-Þorvaldur Óskarss. . . 83 Erna Sigþórs-Sveinn Sigurjónsson.......83 Meðalskor: ............................84 Staða heildarstiga er nú þessi: Huida Hjálmarsdóttir 20 Þórarinn Andréwsson 20 Ármann Lárasson 15 Helgi Víborg 15 Spilað verður næsta þriðjudag í Drangey Síðumúla 35. (Heildarstig Framh.) Arnar Ingólfsson 14,5 Magnús Eymundsson 14,5 Steingrímur Jónasson 14,5 Opna Hótel Akraness mótið Nú stendur yfir skráning í Opna Hótel Akraness mótið sem haldið verður 27. og 28. september n.k. Gert er ráð fyrir 24-30 para móti og hefst spilamennskan kl. 12.00 á Iaug- ardaginum. Spilað verður um silfurstig auk veglegra peningaverðlauna. Þátt- tökugjald er kr. 2.000 á par. Keppnisstjóri verður Vigfús Pálsson en um tölvuútreikning sér Baldur Ólafsson. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist fyrir 20. sept. í síma 93-1080 (Einar) á kvöldin og um helgar. Bridgedeild Breiðfirðinga Vetrarstarf félagsins hefst fimmtu- daginn 18.09. með eins kvölds tví- menningi. Spilamennska hefst stundvíslega kl. 19.30. Spilað er í húsi Hreyfils við Grensásveg og er ísak Sigurðsson keppnisstjóri. Aðalfundur félagsins verður haldinn annan sunnudag, 25.09., í Hreyfils- húsinu kl. 16.00. Bridgefélag Akraness Aðalfundur Bridgefélags Akra- ness 1986 verður haldinn í Kiwanis- salnum við Vesturgötu fimmtudag- inn 18. september n.k. kl. 19.45. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum verður spilaður léttur tví- menningur. T.B.K. Vetrarstarf Tafl- og Bridsklúbbsins, hefst fimmtudaginn 18. sept. n.k. með tvímenningskeppni. Spilað verður í Domus Medica, eins og undanfarin ár og hefst kl. 19.30. Skráning í síma 34611 (Gísli) Stjórnin Auglýsing Dóms- og kirkjumálaráðuneytið auglýsir eftir ein- býlishúsi á Húsavík til kaups. í tilboðum skal tilgreina verð og greiðsluskilmála auk upplýsinga um húsið, þar á meðal stærð þess og gerð. Æskilegt er að útlits- og grunnteikning fyigi- Tilboð skulu hafa borist dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu fyrir kl. 16, 25. september 1985. Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 9. september 1986. Mjólkurbússtjóri Starf mjólkurbússtjóra hjá Mjólkursamlagi Kaup- félags Austur-Skaftfellinga, Hornafirði er laust til umsóknar. Allar nánari upplýsingar um starfið veita Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri eða Eiríkur Sigurðsson, mjólkurbússtjóri. Umsóknar- frestur er til 24. september nk. Mjólkursamlag Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, Höfn, Hornafirði Lagerstörf Verslunardeild Sambandsins óskar eftir starfs- mönnum til lagerstarfa. Bónusvinna Nánari upplýsingar hjá lagerstjóra VERSLUNARDE3LD SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM • SÍMI 681266 Lausar stöður sérfræðinga við Hollustuvernd ríkisins Mengunarvarnir: Staða deildar (efna) verkfræð- ings. Starfssvið: Mengunarvarnir og eftirlit með meng- un frá fiskimjölsverksmiðjum. Rannsóknarstofa: Ein staða matvælafræðings, líffræðings eða aðilja með háskólapróf í skyldum greinum. Starfssvið: Verkstjórn og umsjón með gerlarann- sókn á neysluvörum. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 1. október næstkomandi til formanns stjórnar Hollustuvernd- ar ríkisins, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu, Laugavegi 116, 105 R. ÍMILAUSAR SfÖEXJR HJÁ llvl REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða til starfa hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Forstöðumann fyrir æskulýðs- og tómstundastarf í Seljahverfi. Starfið er laust nú þegar. Menntun á sviði æskulýðs- og félagsmála æskileg og jafnframt reynsla af stjórnunarstörfum. Upplýsingar veitir æskulýðs- og tómstundarfulltrúi, Fríkirkjuvegi 11, sími 622215. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 19. sept. 1986. m IAUSAR STÖÐUR HJÁ 'l; REYKJAVIKURBORG Laus er til umsóknar staða fulltrúa í fjármála og rekstrardeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar. Starfið er fjölbreytt og gefur góða reynslu í skrifstofustörfum. Æskilegt er að viðkomandi hafi stúdentspróf, verslunarmenntun og eða reynslu í skrifstofustörfum. Vinnustaður er Vonar- stræti 4. Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála og rekstrar- deildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Tíininn óskar eftir að ráða blaðamenn í fullt starf, með aðsetur á eftirtöldum stöðum: Akureyri, ísafirði, Egilsstöðum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í blaðamennsku, geti unnið sjálfstætt og sótt námskeið varðandi starfið. Nánari upplýsingar veitir: Níels Árni Lund, ritstjori, í síma 91-686300. Starf fjósameistara Starf fjósameistara við tilraunabúið Stóra-Ármóti er laust til umsóknar. Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist til Egils Jónassonar Stóra-Ármóti Hraungerðishreppi fyrir 1. nóvember 1986. Æskilegt að umsækjendur hafi búfræðimenntun. Upplýsingar um starfið veittar í síma 99-1058. Tilraunabúið Stóra-Ármóti

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.