Tíminn - 18.09.1986, Page 4

Tíminn - 18.09.1986, Page 4
4 Tíminn SPEGILL u\/r\T ▼ xji ▼ FATA Á ströndinni og viö ströndina. Mikiö úrval, dýrt og ódýrt, náttúruefni og gerviefni - allt er til. TISKA kaupstefna í París Kvenfatasýningin „Prét á Porter Féminin“ verður haldin í París dagana 27. sept.-l. okt. nk. Þessi sýning er kaupstefna, ætluð kaupmönnum eingöngu, og á hverju ári koma 100.000 kaupendur til þess að skoða og kaupa vörur frá 2.000 sýnendum frá 25 löndum. Áhugasömum íslensk- um kaupmönnum um þessa kaupstefnu er bent á að hafa samband við verslunarfulltrúann í franska sendiráðinu. Á þessari sýningu, sem er sú 52. í röðinni, kennir margra grasa og miðast hún við vor- og sumartískuna 1987. Þar er að finna mikið úrval vörumerkja, bæði þeirra sem þegar hafa unnið sér sess og þeirra sem eru á uppleið, og gefst kaupendum því tækifæri til að bera saman fatnað af ólíkasta tagi. Verðið er líka af öllum tegundum. Kannski verða einhverjar af meðfylgjandi hugmyndum allsráðandi í mannlífinu hér á landi næsta vor og sumar. Fimmtudagur 18. september 1986 ÚTLÖND Sumir eru djarfari en aðrir í fatavali. Franskur fatnaður hefur alltaf notiö einstakrar virðingar, ogekkert síöursásem hægt er aö kaupa beint af slánum í stórverslununum. Þar má líka finna alþekkt vörumerki sem svo margir leggja upp úr. Ekki má gleymá alls kyns fylgihlutum, sem mörgum finnst ómissandi. Og þeir gera oft gamla flík aö nýrri. FRETTAYFIRLIT EVANDER, Suður-Afríka - Óttast er aö rúmlega 180 manns hafi látið lífið í náma- slysinu í Suöur-Afríku í fyrra- kvöld en þá brutust eldar út og ollu eitrun í einni helstu gull- námu landsins. Slysið varö viö logsuðu er olli sprengingu í gaskút. Flestir þeirra er létust voru svertingjar. MOSKVA — Ósamkomulag og stjórnun á vopnakapp- hlaupinu og mál bandaríska blaöamannsins Nicholas Dani- loff, sem stjórnin í Moskvu ásakar um njósnir, gefa ekki góö fyrirheit um árangur af viðræöum þeirra George Schultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Eduard Shevardnadze. Viðræðurnar hefjast á föstudaginn. JURMALA, Sovétríkin - Fólk úr röðum almennings frá Sovétríkjunum og Bandaríkj- unum héldu áfram aö skiptast á skoðunum í gær. Flestir voru sammála um hversu hættuleg- ur ófriður á öllum svæöum jarðarinnar væri. Hinsveaar deildu aöilarnir um ástæour nær allra hernaöaríhlutana, frá Afganistan til Nicaragua. PUNTA DEL ESTE, Ur- uguay - Ráðherrar margra þjóða á fundinum um alþjóöleg viðskipti reyndu aö fá fulltrúa frá löndum þeim sem hafa hvaö ósveigjanlegustu af- stöðuna til ao láta af stefnu sinni í því skyni aö geta hafið aö nýju ýtarlegar viðræður um frjálsa verslun. LUNDÚNjR — Hlutabréf á mörkuðum í Lundúnum voru nokkuð hærri í verði er opnað var í gærmorgun. Að sögn verðbréfasala var ástæðan að hluta til hið mikla verðhrun í fyrradag. LUNDÚNIR — Breska sterl- ingspundið var lægra gagnvart evrópskum gjaldmiðlum en nokkru sinni fyrr, pundið fékkst t.d. fyrir tæp þrjú vestur-þýsk mörk í fyrsta sinn. Olíuverð virðist ætla að lækka að nýju að sögn gjaldeyriskaupmanna. AUSTUR-BERLÍN Daniel Ortega forseti Nicarag- ua ræddi við Erich Honecker leiðtoga Austur-Þýskalands. Viðræðurnar snerust að mestu um efnahagsaðstoð til handa stjórn Sandinista í Nicaragua. BELFAST — Kaþólskur maður var skotinn til bana fyrir utan kirkju eina í Belfast að því er virtist í hefndarskyni fyrir morðið á þekktum mótmæl- anda síðastliðinn sunnudag.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.