Tíminn - 18.09.1986, Page 10
10 Tíminn
llililllllllllllil! VETTVANGLJR
Fimmtudagur 18. september 1986
„Framsóknarflokkurinn
er ekki bændaflokkur“
Rætt við Gunnar Helga Kristinsson stjórnmálafræðing
Gunnar Helgi Kristinsson stjórn-
málafræðingur vinnur um þessar
mundir að doktorsritgerð sem fjall-
ar um samanburð á bændaflokkum
í Svíþjóð, Norcgi og íslandi. Vinna
hans felst einkum í því að skoða
hvernig flokkarnir, sem stofnaðir
voru í fyrri heimsstyrjöldinni hafa
fjarlægst stefnu og störf sem
bændaflokkar og hvernig þeim hef-
ur reitt af.
Gunnar Helgi tók BA-próf frá
Háskóla íslands 1981, meistara-
próf frá London School of Econ-
omicsand Political Science 1982 og
vinnur doktorsritgcrð sína í Un-
iversity of Essex í Englandi og
háskólanum í Gautaborg.
Flokkarnir sem Gunnar tekur til
umfjöllunar í ritgerð sinni eru
Framsóknarflokkurinn á íslandi,
Bondeförbundet síðar Ccnterpart-
iet í Svíþjóð og Bondepartiet síðar
Sentcrpartiet í Noregi (þcssir
flokkar skiptu báðir um nafn á
sínum tíma).
Aðspurður um stöðu bænda-
flokkanna tvcggja í Svíþjóð og
Noregi sagði Gunnar að fylgi þeirra
heföi rokkað mjög mikið. Sænski
flokkurinn hefði fengið um 10%
fylgi í síðustu þingkosningum en
hefði hæst komist 1973 og 1976 og
fengið þá um 25% fylgi. Norski
Miðflokkurinn komst hæst í 11%
1973 en hefur nú um 6,6% fylgi og
er annar flokkanna sem nú veitir
minnihlutastjórn ríkisstjórnar
Verkamannaflokksins hlutleysi.
„Gengi norska flokksins hefur
verið hálfgcrð sorgarsaga og hon-
um alls ekki vcgnað eins vel og
þeim sænska. Munurinn á stöðu og
gengi þessara tveggja flokka felst
einkum í tvennu. í fyrsta lagi þá
hefur stefna Jafnaðarmannaflokk-
anna tveggja í þessum löndurn
verið ólík að ýmsu leyti. Sænski
Jafnaðarmannaflokkurinn hefur
aldrei verið mjög vinveittur dreif-
býlinu, á meðan norski Verka-
mannaflokkurinn hefur haft um-
talsvert fylgi úti á landsbyggðinni
og í sveitum og að ýmsu leyti staðið
vörð um byggðasjónarmið. Petta
skapaði sænska Miðflokknum
meira svigrúm að vinna nýtt fylgi.
Sænski Miðflokkurinn náði góðri
fótfestu í stjórnmálum á milli 1960
og 1970 m.a. með hugmyndum um
rétt hinna smáu eininga og vald-
dreifingu, og í kringum 1970 náði
hann einnig til æskufólks í ríkum
mæli með slíkum hugmyndum sem
og með hugmyndum sínum uín
umhverfisvernd. Og það hjálpaði
flokknum auðvitað mikið að hann
var að berjast við jafnaðarmanna-
flokk sem var búinn að vera í
ríkisstjórn samfleytt frá 1933.
Norski flokkurinn missti af þessu
fylgi t.d. meðal æskufólks ekki síst
vegna þess að hann var í ríkisstjórn
frá 1965 til 1970 þegar áherslur í
stjórnmálum breyttust mikið, og
honum tókst aldrei að verða jafn
sannfærandi málsvari hinna nýju
hugmynda og hinum sænska.
1976 myndar svo sænski Mið-
flokkurinn samsteypuríkisstjórn
borgaraflokkanna undir forystu
Torbjörns Fálldin. f þeirri stjórn
missir flokkurinn af lestinni og nær
ekki að halda þeim málum á lofti
sem hann sló í gegn með í kosning-
unum t.a.m. var hann töluvert
gagnrýndur fyrir að hafa ekki stað-
ið við fyrirheit sín um að stöðva
byggingu kjarnorkuvera. Almennt
má segja að hann hafi vinsæl mál á
sinni könnu en njóti lítils trausts.
En hann hefur líkaátt í erfiðleikum
með að fóta sig í stjórnmálaumræð-
unni eftir að efnahagsástandið
versnaði um miðjan síðasta ára-
tug.“
En hvernig þróuðust þessir
flokkar fylgislega séð, dalaði fylgi
þeirra samhliða fækkun bænda eða
tókst þeim að skapa sér fylgi meðal
þéttbýlisbúa?
„Próun þessara flokka er sú að
frá stofnun og fram á fjórða áratug-
inn eru þeir að stækka og jafnframt
auka fylgi sitt meðal bænda. Eftir
það fer að halla undan fæti fyrir
þeim fylgislega séð samhliða fækk-
un bænda, þótt bændur hafi haldið
áfram að kjósa þá í vaxandi mæli.
Þó lenti norski flokkurinn í ýmsum
óhöppum - hann hafði m.a. um
tíma Ouisling í sínum röðum og
kann að hafa tapað einhverju
bændafylgi til Verkamannaflokks-
ins og hinna miðjuflokkanna.
1957 til 1959 kúvenda hinsvegar
þessir flokkar. Meginástæða um-
breytingarinnar í sænska
flokknum, sem reið á vaðið var
minnkandi fylgi og sérstaklega
kosningaósigur 1956. Það varð til
að styrkja þessa þróun í umræðum
um skipulag ellilífeyrismála og í
þjóðaratkvæðagreiðslu þar um
náði bændaflokkurinn töluverðum
stuðningi meðal smáatvinnurek-
cnda og ýmissa annarra hópa í
þéttbýli. Þetta sannfærði flokks-
menn urn að hægt væri að ná fylgi
í þéttbýli án þess að fórna fyrir það
hagsmunum bænda. í kjölfar nafn-
breytingarinnar 1957-58 tók flokk-
urinn í vaxandi mæli að beita sér
fyrir byggðaþróun, valddreifingu
og umhverfissjónarmiðum. Sam-
hliöa þessu minnkaði áherslan á
landbúnað og sveitirnar í áróðri
flokksins.
Gunnar Hedlund sem var for-
maöur flokksins frá 1949 til 1971
hafði forystu um þessar breytingar
og var bæði dyggilega studdur af
ýmsum félögum sínum meðal for-
ystumanna og þó sérstaklega með-
al ungliðahreyfingarinnar sem var
geysilega sterk, raunar um tíma
einna sterkust af ungliðahreyfing-
um sænskra stjórnmálaflokka.
Gegn þessum breytingum var
vissulega nokkur andstaða en
niðurstöður kosninganna 1956 gáfu
flokknum spark og sýndu að ef
flokkurinn ætlaði sér að vera
hreinn bændaflokkur áfram þá væri
hann á leið í pólitíska útlegð og
myndi hreinlega leggja upp laup-
ana.
Norski flokkurinn gerði mjög
svipaðar breytingar á stefnu sinni
og starfsemi og breytti um nafn á
svipuðum tíma eða 1959. Hins
vegar voru áherslur hans ekki jafn
sterkar og hjá sænska flokknum.
Norski flokkurinn varð líka ríkis-
stjórnarflokkur 1965 og hafði ekki
sama trúverðugleika sem nýtt afl
meðal kjósenda og sá sænski. Eins
og ég sagði áðan þá var hann líka
að leggja áherslu á svipuð mál og
Verkamannaflokkurinn hafði þeg-
ar gert.
Þessar breytingar hjá flokkunum,
sem voru mjög svipaðar skiluðu
flokkunum talsvert ólíkum niður-
stöðum."
Hvernig tókst flokkunum að
halda í það þéttbýlisfy lgi sem þarna
skapaðist?
„Báðir flokkarnir hafa haldið
fylgi sínu meðal bænda og jafnvel
aukið það. Milli 1960 og 1970 var
fylgi norska flokksins meðal bænda
hins vegar nokkuð minna en fylgi
Gunnar Helgi Kristinsson stjórn-
málafræðingur.
sænska flokksins meðal bænda á
sama tíma. Hins vegar hafa báðir
flokkarnir tapað töluverðu þéttbýl-
isfylgi sem þarna vannst, en þó alls
ekki öllu. Báðir flokkarnir hafa
stöðugt verið að tapa fylgi frá því
á fyrri hluta áttunda áratugarins.
Þcir virðast að minnsta kosti um
sinn hafa tapað hæfileika sínum til
að laða að sér kjósendur. Sérstak-
lega virðist þá skorta málefni sem
greini þá skýrt frá öðrum flokkum,
en séu jafnframt aðlaðandi í augum
fólks í þéttbýli."
Framsóknarflokkurinn var
stofnaður á svipuðum tíma og þess-
ir bændaflokkar í Noregi og
Svíþjóð. Hversu lengi var Fram-
sóknarflokkurinn hreinn bænda-
flokkur?
„Það er óhætt að segja að frá
stofnun og þar til 1927-30 hafi
Framsóknarflokkurinn verið
hreinn bændaflokkur en mikið
lengur er varla hægt að kalla hann
hreinan bændaflokk.
Fyrir 1930 bauð Framsóknar-
flokkurinn aðeins einu sinni fram í
þéttbýliskjördæmi sem var á Akur-
eyri. Þetta var 1923 en þá bauð
Magnús Kristjánsson sig fram,
fékk tæplega helnting atkvæða og
missti þingsæti sitt. Magnús hafði
áður verið heimastjórnarmaður
áður en hann gekk til liðs við
Framsókn og hafði setið á Alþingi
fyrir þann flokk.
1930 er Hermann Jónasson svo
efstur á lista til bæjarstjórnar í
Reykjavík, nær kjöri og fékk vafa-
laust mun meira fylgi en framsókn-
armenn sjálfir höfðu reiknað með.
Strax upp úr þessu fer flokkurinn
að hugsa sér til hreyfings í þéttbýl-
inu, svo á því sést að Framsóknar-
flokkurinn er þarna tæplega 30
árum fyrr á ferðinni meðal þéttbýl-
iskjósenda en bræðraflokkar hans
í Svíþjóð og Noregi.
í Alþingiskosningunum 1931 þá
fékk Framsóknarflokkurinn mun
meira fylgi en sem gæti samrýmst
því að flokkurinn væri hreinrækt-
aður bændaflokkur. Flokkurinn
fékk þá 12,7% atkvæða í Reykja-
vík í frumraun sinni í þingkosning-
um þar.
Það er hins vegar ekki fyrr en
1949 sem Framsókn nær fyrsta
þéttbýliskjördæmisþingmanninum
inn á Alþingi. Það var í Reykjavík,
þar sem flokkurinn naut góðs af
hlutfallskosningum sem og e.t.v.
efsta frambjóðandanum, Rann-
veigu Þorsteinsdóttur, einu kon-
unni sem kjörin hefur verið á þing
fyrir flokkinn."
Vakti þetta brölt flokksins í
þéttbýlinu ekki andstöðu frá hörð-
um dreifbýlissinnum innan raða
hans?
„Jú vissulega gerði það það í
upphafi og nokkrir flokksmenn
tóku svo afdráttarlausa afstöðu til
málsins að þeir klufu flokkinn
1933. Þetta var að vísu mjög veiga-
mikil ástæða fyrir því að Fram-
..Hermann Jónas-
son fékk váfalaust mun
meira fylgi í bæjar-
stjórnarkosningunum
1930 en framsóknar-
mennsjálfirhöfðu búist
við.“
sóknarflokkurinn klofnaði en ekki
sú eina. Að hluta til var hér einnig
um að ræða andstöðu við aukið
skipulag flokksins og tilraunum
Jónasar frá Hriflu til að koma betri
aga á í þingflokknum.
Það voru fimm þingmenn Fram-
sóknarflokksins sem sögðu skilið
við hann og fjórir þeirra stofnuðu
síðan Bændaflokkinn þ.e. allir
nema Ásgeir Ásgeirsson sem bauð
sig fram óháður í næstu kosningum
í Vestur-ísafjarðarsýslu og náði
kjöri en gekk síðar í Alþýðuflokk-
inn.
Annars má gera ráð fyrir að ein-
og tvímenningskjördæmakerfið
sem þá var við lýði hafi aukið mjög
skilninginn á því innan Framsókn-
arflokksins að vinna þyrfti fylgi
fleiri hópa en sveitamanna. Fyrir
flokk í einmenningskjördæmi næg-
ir ekki að vera stór flokkur - til að
fá þingsæti verður flokkurinn að
vera stærsti flokkurinn í kjördæm-
inu. Eftir því sem þéttbýlisstöðum
í sveitakjördæmum óx fiskur um
hrygg jókst hættan á því að fylgi
bænda einna nægði flokknum ekki
til að verða stærsti flokkurinn í
ýmsum kjördæmum. í þessu efni
greinir ísland sig frá Noregi og
Svíþjóð, en þar höfðu hlutfalls-
kosningar komist á áður eða um
svipað leyti og bændaflokkarnir
urðu til.“
Hver var ástæðan fyrir því að
Framsóknarflokknum tókst strax
um 1930, að ná nokkru fylgi
meðal þéttbýlisbúa?
„Þaö geta veriö margar ástæöur
fyrir þvt'. Vísast hefur þó stjórnar-
seta flokksins 1927-1931, þegar
hann sat einn við stjórnvölinn und-
ir harðvítugum árásum frá hægri
haft sitt að segja. Flokkurinn hefur
oft grætt á því í þéttbýlinu að
mynda skýran valkost vinstra meg-
in við Sjálfstæðisflokkinn. Giska
má á að fylgið sem flokkurinn fékk
í þéttbýlinu á þessum tíma hafi
einkum komið frá umbótasinnuðu
borgaralegu fóiki og svo frá sveita-
mönnum sem nýfluttir voru á möl-
ina.“
Þannig að þú myndir ekki telja
Framsóknarflokkinn hreinan
bændaflokk núna?
„Framsóknarflokkurinn er að
mínu viti í dag hvorki hreinn
bændaflokkur né bændaflokkur
yfirleitt, þótt vissulega hafi hann
mikið fylgi meðal bænda. Þetta er
auðvitað skilgreiningarspursmál,
en þó held ég að fáir myndu kalla
breska íhaldsflokkinn bændaflokk
þótt nánast hver bóndi í landinu
kjósi hann.
Forystumenn Framsóknar-
flokksins hafa alla tíð, nema helst
á fyrstu árum hans, farið mjög
varlega í að tala um hann sem
bændaflokk. Flokksþingið 1937
skilgreindi flokkinn sem flokk
bænda og vinnandi framleiðenda
til sjávar og sveita og við þá
skilgreiningu hélt flokkurinn sig í
nokkur ár. Eftir stríð fer flokkur-
inn síðan að gefa gaum í auknum
mæli ýmsum þjóðernis- og vinstri
straumum, og á sjöunda áratugn-
um má segja að flokkurinn kynni
sig nánast sem hreinan vinstri
flokk, þá í andstöðu við viðreisnar-
stjórnina.“
Hvað er helst ólíkt með þróun
Framsóknarflokksins og Miðflokk-
anna í Noregi og Svíþjóð?
„Ég held að framsóknarmönn-
um ýmsum hafi þótt norski og
sænski flokkurinn helst til íhalds-
samir og víst er að ýmis vinstri
sjónarmið hafa frá upphafi verið
mun veikari í þessum flokkum
heldur en Framsóknarflokknum.