Tíminn - 18.09.1986, Side 15
Tíminn 15
Fimmtudagur 18. september 1986
lllllll ÚTVARP/SJÓNVARP
Glænýr vinsældalisti
í nýju formi og umbúðum
Gamlir og nýir aðdáendur vin-
sældalista Rásar 2 ættu að leggja
eyrun að í kvöld kl. 20. því að
listinn hefur nú tekið á sig nýja
mynd, eins og nefnt var íTímanum
í gær. Vonandi hafa engir gleymt
að hringja inn valið sitt í gær, en
það fer nú fram á miðvikudögum
kl. 16-18 bæði á Akureyri og í
Reykjavík.
Fyrsta breytingin sem hlustend-
ur verða varir við, er sú að Gunnar
Þórðarson hefur samið ný stef og
heilu laglínurnar fyrir listann.
Gunnlaugur Helgason hefur nú
alfarið tekið við listakynningunni.
bæði á fimmtudögum og sunnudög-
um. og enn er haldið þeim sið að
kynna 10 efstu lögin á fimmtudög-
um og 30 efstu á sunnudögum.
Gunnlaugur
Helgason
kynnir nú vin-
sældalista Rás-
ar 2 bæði á
fiinintudags-
kvölduin og
sunnudöguni.
Úrvinnsla listans er nú með nýj-
um hætti. Hringingar inn gilda
50%. Rásarmenn hringja sjálfir í
úrtak um allt land og gildir útkom-
an úr því 25%. f>á velja dagskrár-
gerðarmenn á Rás 2 3 lög og þau
hafa 25% vægi.
Rás 2 kl. 23.00: Dyrnar að hinu óþekkta:
Hljómsveitin Doors og Jim Morrison
I kvöld kl. 23 verður á Rás 2
fyrsti þátturinn af þrem um Jim
Morrison og hljómsveitina Doors í
umsjón Berglindar Gunnarsdótt-
ur. Dyrnar að hinu óþekkta er
nafnið sem þessum þáttum hefur
verið gefið.
„Pað er meiningin í þessum
þrent þáttum að rekja feril hljóm-
sveitarinnar Doors, og söngvarans
einkum þó, Jim Morrison, sem var
ein skærsta stjarnan í rokkheintin-
um á 7. áratugnum ofanverðum,"
segir Berglind. Vinsældir hljóm-
sveitarinnar bárust auðvitaö líka
til Evrópu, en urðu þó aldrei jafn
miklar þar og á tímabili í Amcríku
þár sem þær voru gífurlegar.
„Stjarna þeirra lifði ekki mjög
lengi, þetta voru 5 ár, 5 mjög
„intensiv" ár og falla alveg saman
við hápunkt hippatímabilsins og
blómabarnanna með öllu því sem
henni fylgdi, að lifa augnablikið,
uppreisn, breytingar. Pessi hljóm-
sveit er mjög mikið barn síns
tíma."
Jim Morrison dó 1971, aðeins 27
ára gamall. „Það var sterkt lifað og
stutt," segir Berglind.
Berglind Gunnarsdóttir fjallar um
hljómsveitina Doors og Jim Morri-
son í þáttunum Dyrnar aö hinu
óþekkta á Rás 2.
Utvarp kl. 22.20: Fimmtudagsumræðan:
Samningsréttarmál
opinberra starfsmanna
Ný viðhorf í samningsréttarmálum opinberra
starfsmanna er umfjöllunarefni fimmtudagsuntræðu
útvarpsins kl. 22.20 í kvöld.
Umsjón ineð umræðunni hel'ur Eh'as Snæland
Jónsson en þátttakendur verða frá BSRB, BHMR,
Kennarasambandi íslands og ríkisvaldinu.
Rás2sunnudag kl. 15.
Tónlistarkrossgátan
61. Tónlistarkrossgátan verður á dagskrá Rásar 2 á
sunnudaginn kl. 15 og stjórnandi er sem fyrr Jón
Gröndal.
Þátttaka hlustenda í tónlistarkrossgátunni hefur alla
tíð verið góð, hún birtist í 14 blöðum um allt land og
lausnir eru á annað þúsund þegar best lætur.
t
Eiginmaður minn,
Þór Erling Jónsson,
Funafold 15
andaðist þriðjudaginn 16. þ.m.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðný Sverrisdóttir.
t Faðir okkar og tengdafaðir
Jörgen Þorbergsson
fyrrverandi tollvörður lést þriðjudaginn 16. september.
Agnar Jörgensson Jensey Stefánsdóttir
Sigurður Jörgensson Sigrún Gissursdóttir
Svana Jörgensdóttir GunnarTorfason
Ása Jörgensdóttir Einar Þ. Guðmundsson
t
Eiginmaður minn, sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Guðjón Friðgeirsson,
Víkurbakka 40,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju, föstudaginn 19. september
n.k. kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd.
Ásdís Magnúsdóttir,
Friðgeir Þorsteinsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
Jónína Einarsdóttir
frá Berjanesi
Stórholti 23
Verður jarðsungin frá Skarðskirkju Landsveit, laugardaginn 20.
september kl. 2. e.h.
Kveðjuathöfn sama dag í Háteigskirkju kl. 11.00 f.h.
Einar Örn Guðjónsson Ingibjörg Jónsdóttir
Gerður Guðjónsdóttir Sigurjón Jónsson
Guðrún Guðjónsdóttir Sigurður Vigfússon
GunnarGuðjónsson Díana Þórðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Fimmtudagur
18. september
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Morgunvaktin
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
8.30 Fréttir á ensku
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna. „Hús 60
feðra“ eftir Meindert Dejong. Guðrún
Jónsdóttir les þýðingu sina (16).
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleik-
ar, þulur velur og kynnir.
9.45 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Ég man þá tíð“ Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Söngleikir á Broadway 1986. Sjö-
undi þáttur: „Dames at Sea.“ Árni
Blandon kynnir.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 I dagsins önn - Efri árin. Umsjón:
Ásdís Skúladóttir.
14.00 Miðdeglssagan: „Mahatma Gandhi
og lærisveinar hans“, eftir Ved Mehta.
Haukur Sigurðsson les þýðingu sína
<16),
14.30 I lagasmiðju Jónatans Olafssonar.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Frá svæðisútvarpi
Reykjavíkur og nágrennis.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Strengjakvartettar eftir Dimitri
Sjostakovitsj. Kvartett nr. 11 í fís-moll
op. 108. Borodin-kvartettinn leikur.
Umsjón: Sigurður Einarsson.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpið Umsjón: Vernharður
Linnet og Sigurlaug M. Jónasdóttir
17.45 Torgið - Tómstundaiðja. Umsjón:
Óðinn Jónsson. Tilkynningar.
18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Guðmundur Sæ-
mundsson flytur þáttinn.
20.00 Ég man Þáttur í umsjá Jónasar Jónas-
sonar.
21.50 Tónlist eftir Þórarin Jónsson. a.
„Sólarljóð", tónverk fyrir sópran, fiðlu og
píanó. Elísabet Erlingsdóttir syngur,
Guðný Guðmundsdóttir leikur á fiðlu og
Kristinn Gestsson á píanó. b. Orgelsón-
ata. Marteinn H. Friðriksson leikur.
21.20 „Heimboð", smásaga eftir Svein
Einarsson. Höfundur les.
22.00 Fréttir, Dagskrá morgundagsins. Orö
kvöldsins.
22.20 Veðurfregnir.
22.20 Fimmtudagsumræðan - Hvert
stefnir Háskóli íslands? Stjórnandi:
Elias Snæland Jónsson.
23.20 Kammertónlist. Strengjakvartett í G-
dúr op. 106 eftir Antonín Dvorák. Vlach-
kvartettinn leikur.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
RAS
Fimmtudagur
18. september
9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs Tóm-
assonar, Gunnlaugs Helgasonar og Kol-
brúnar Halldórsdóttur. Elísabet Brekkan
sér um bamaefni kl. 10.05.
12.00 Hlé
14.00 Andrá Stjórnandi: Ragnheiður
Davíðsdóttir.
15.00 Djass og blús. Vernarður Linnet
kynnir.
16.00 Hitt og þetta Umsjón: Andrea Guð-
mundsdóttir.
17.00 Einu sinni áður var. Bertram Möller
kynnir vinsæl rokklög frá árunum 1955-
1962.
18.00 Hlé.
20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö
Leopold Sveinsson kynnir tíu vinsælustu
lög vikunnar.
21.00 Um náttmál Gestur Einar Jónsson
stjórnar þættinum. (Frá Akureyri).
22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar
Gests.
23.00 Dyrnar að hinu óþekkta Fyrsti þáttur
af þremur um Jim Morrison og hljómsveit-
ina Doors. Umsjón: Berglind Gunnars-
dóttir.
24.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,10.00,11.00,
15.00,16.00 og 17.00.
Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá
mánudegi til föstudags.
17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykja-
vík og nágrenni - FM 90,1 MHz.
17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni - FM 96,5 MHz.
Föstudagur
19. september
19.15 Á dötinni Umsjónarmaður Maríanna
Friðjónsdóttir.
19.25 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet Ba-
bies) Niu þáttur Teiknimyndallokkur
eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kol-
beinsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Rokkarnir geta ekki þagnað. Rokk-
hátíð á Arnarhóli Svipmyndir frá fyrri
hluta hljómleika á afmælishátíö Reykja-
víkur. Hljómsveitirnar Bylur, Rauöir fletir
og Prófessor X leika. Tæknistjóri: Vilmar
H. Pedersen. Umsjón og stjórn: Marí-
anna Friðjónsdóttir.
21.10 Kastljós Þáttur um innlend málefni.
21.45 Bergerac Níundi þáttur. Breskur sak-
amálamyndaflokkur i tiu þáttum. Aðal-
hlutverk John Nettles. Þýðandi Kristmann
Eiösson.
22.35 Seinni fréttir.
22.40 Úrframandi landi-Jóhannes Pállll
páfi (From a Far Country) Bresk/ítölsk/
pólsk kvikmynd frá 1981. Leikstjóri:
Krzysztof Zanussi. Aöalhlutverk: Warren
Clarke, Sam Neill, Christopher Caze-
nove, Lisa Harrow, Maurice Denham og
Jonathan Blake. Þegar Karol Wojtyla,
pólskur erkibiskup, settist í páfastól sem
Jóhannes Páll II. varð hann fyrsti páfi í
fjórar aldir sem ekki var af ítölsku bergi
brotinn. Atburðarásin snýst fyrst ogi
fremst um nokkra vini og landa hins
upprennandi páfa sem fylgjast með ferli
hans. Myndin er um leið saga Póllands á
tímum heimsstyrjaldar og stjórnarfars-
breytinga. Þýöandi Bogi Arnar Finnboga-
son.
01.05 Dagskrárlok.
Fimmtudagur
18. september
6.00- 7.00 Tónlist í morgunsárið.
Fréttir kl. 7.00.
7.00- 9.00 Á fætur með Sigurði G. Tóm-
assyni. Létt tónlist meö morgunkaffinu.
Sigurður lítur yfir blöðin, og spjallar við
hlustendur og gesti.
Fréttir kl. 8.00 og 9.00.
9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum
nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og
ræöir við hlustendur til hádegis.
Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00
12.00-14.00 Á hádegismarkaði með Jó-
hönnu Harðardóttur. Jóhanna leikur
létta tónlist, spjallar um neytendamál og
stýrir flóamarkaði kl. 13.20.
Fréttirkl. 13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgju
lengd. Pétur spilar og spjallar við hlust-
endur og tónlistarmenn.
Fréttirkl. 15.00, 16.00 og 17.00.
17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í
Reykjavík síðdegis. Hallgrímur leikur
tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við
fólk sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00 og 19.00.
19.00-20.00 Tónlist með léttum takti.
20.00-21.30 Jónína Leósdóttlr á fimmtu-
dagi. Jónína tekur á móti kaffigestum og
spilar tónlist eftir þeirra höfði.
21.30-23.00 Spurningaleikur. Bjarni O.
Guðmundsson stýrir verölaunagetraun
um popptónlist.
23.00-24.00 Vökulok. Fréttamenn Bylgj-
unnar Ijúka dagskránni með fréttatengdu
efni og Ijúfri tónlist.
ÖLL ALMENN PRENTUN
LITPRENTUN
I TÖLVUEYÐUBLÖÐ
!
• Hönnun
I • Setning
i • Filmu- og plötugerð
• Prentun
• Bókband
PRENTSMIDJAN
C^clclí
Cl HF.
3MIÐJUVEGI 3, 200 KÓÞAVOGUR
SÍML45000
við
Ttmann
AUGLÝSINGAR 1 83 00