Tíminn - 19.09.1986, Síða 3
Föstudagur 19. september 1986
Tíminn 3
Sigurganga íslenskrar
sveitar á HM í bridge
-þráttfyrirtapgegnBandaríkjamönnumeruennmöguleikar á að spila um titilinn
Guðmundur Hcrmannsson, frétlamaAur Tímans
á heimsnieistaramótinu í hridjje á Miami, í
Randaríkjunum
Eftir að hafa verið ein af sex
ósigruðunt sveitum í hópi rúmlega
170 sveita á heimsmcistaramótinu í
útsláttarkepni tapaði sveit Arnar
Arnþórssonar fyrir einni af sterkustu
sveitum Anteríku á miðvikudag.
Sveitin á þó enn möguleika á að
komist í undanúrslit mótsins, því að
í gær tók hún þátt í sérstöku útslátt-
armóti sem í eru þrjár sveitir sem
töpuðu í sex liða úrslitunum og fimm
efstu sveitir úr móti tapsveita úr
aðalmótinu eftir svokölluðu Monr-
adkerfi.
Sveit Arnar, sem í spila auk hans
Guðlaugur Jóhannsson. Jón Bald-
ursson og Sigurður Sverrisson, spil-
aði við brasilíska sveit í fyrstu
umferð niótsins og vann örugglega.
í annarri umferð spilaði sveitin við
pólska sveit sem innihclt tvo af
fyrrverandi sigurvegurum þessa
móts frá 1978. Frenkiel og Wilkotz.
í þriðju umferð vann Örn franska
sveit með aðeins eins impa mun og í
fjórðu umfcrðinni voru Þjóðverjar
fórnarlömbin, þar á meðal landsliðs-
parið Hausler og Splettstösser. í
fimmtu umferð spilaði liðið við
landslið Argentínu og vann með
tveggja impa mun eftir að einn
Argentínumaðurinn tapaði slemmu
í síðasta spilinu sem hann gat unnið.
I sjöttu umferð tapaði svo liðið stórt
fyrir bandarískri sveit.
Þessi árangur íslendinganna hefur
vakið mikla athygli á ntótinu og
víðar. Það má geta þess að þær sex
svcitir sem voru el'tir ósigraðar voru
fjórar sterkustu sveitir Bandaríkj-
anna og franska landsliðið, með
Evrópu- og Ólympíumeistara innan-
borðs, og svo Islendingarnir.
Svcit Þórarins Sigþórssonar, sent
í spila auk hans Björn Eysteinsson,
Þorlákur Jónsson og Guðmundur
Hermannsson, tapaði í fyrstu um-
ferð aðalmótsins fyrir landsliði Taiw-
an og argentínska landsliðinu, en
hcfur síðan staðið sig ágætlega í hinu
mótinu og var í 20. sæti af 170
svcitum þegar spilamennska hófst í
gær.
Meðlintir fimmtíu efstu sveita í
því móti tryggja sérsæti í milliriðlum
heimsmeistaramótsins í tvímenningi
sem hefst að lokinni sveitakeppn-
inni. en Örn og félagar lians hafa
þegar tryggt sér sæti í þessum ntilli-
riðlum.
Þetta mót hefur vakið mikla at-
hygli og beinist hún helst til þeirra
sveita sem eru í efstu sætunum.
Mótsins hefur verið getið í blööum
um allan heim og það tekið fram að
svcit Arnar Arnþórssonar frá lslandi
sé cin hinna sex efstu. Meöal annars
mátti lesa unt árangurinn í New
York Times í gær og er ísland því
komið inn á landakortið í bridge-
hciminum. Nú er að standa sig vel í
tapsveitamótinu og takast að eignast
réttinn að spila í fjögurra liða úr-
slitunum.
Framboðsmál á
Austurlandi:
Tíu vilja
í prófkjör
- af þeim sem til-
nefndir voru í
skoðanakönnun
Tíu manna listi til prófkjörs
fyrir framboð Framsóknarflokks-
ins í Austurlandskjördæmi er nú
tilbúinn, en fyrir nokkru síðan
lauk skoðanakönnun þar sem 509
manns tóku þátt í. Úr þeirri
skoðanakönnun voru 20 sem
fengu flestar tilnefningar og nú er
ljóst að af þeim eru tíu sem gefa
kost á sér. Þeir eru í stafrófsröð:
Birnir Bjarnason Höfn, Einar
Baldursson Reyðarfirði, Guðrún
Tryggvadóttir Egilsstöðum, Hall-
dór Ásgrímsson Höfn, Jón
Kristjánsson Egilsstöðum, Jónas
HallgrímssonSeyðisfirði.Sigurður
Jónsson Seyðisfirði, Vigdís
Sveinbjörnsdóttir Egilsstöðuni,
Þórdís Bergsdóttir Seyðisfirði og
Þórhalla Snæþórsdóttir Egils-
stöðum.
Á auka kjördæmisþingi sem
haldið verður í Valaskjálf á Egils-
stöðum þann 4. október verður
kosið í 6 efstu sæti listans og eru
þau bindandi fyriralþingiskosning-
ar.
Stofnfundur Leikfélags Reykjavíkur 11. janúar, 1897. Leikendur cru Gísii Halidórsson, Steindór Hjörlcifsson
og Helgi Björnsson.
Frumsýning í Iðnó í kvöld:
Upp með teppið, Sólmundur!
Upp með tcppið, Sólmundur! er
fyrsta nýja leikverkið á fjölum
Iðnó ög cr frumsýnt í kvöld. Leik-
stjóri er Guðrún Ásmundsdóttir,
cn hún hefur einnig sett saman
handritið. sem fjallar um fyrstu
spor leikfélags í Reykjavík. Tals-
verður hluti leikritsins cru kaflar
úr fyrstu viðfangsefnum LR og þar
að auki er bætt inn í blaðadómum
á þeim tíma sem margir hverjir
voru óvægnir.
Mikið var til dæmis karpað um
forteppið, sem Bertelscn, húsa-
málari, hafði málað eftir minni
með tjaldið í Konunglega leikhús-
inu í Kaupinhafn sem fyrirmynd.
Berir englabossar voru valdir að
hneykslun bétri bæjarbúa og þótt
iðnaðarmönnum þætti vcrkið fag-
urt var von bráðar skipt um for-
teppi. Greinilegt er þó að Bertel-
sen Itcfur lagt sig fram af alúð við
málningu forteppisins, því svo oft
hafði hann lagfært og endurbætt að
tvo eða þrjá þurfti til að hífa teppið
á loft í stað eins þar sem farðinn
seig í.
Margar þckktar persónur úr
bæjarlífinu um aldamótin koma
við sögu, en aðalpersónurnar eiga
sér ekki stoð í raunverulcikanum,
- nema sem fjöldinn sem aldrei
sést á sviði, cn er ómissandi þáttur
leikhúsl ífsins baksviðs. Það er Sól-
mundur sem sér unt að rcgla sé á
sviðinu og Guðrún sem ruglar
saman reitunum við Sólmund. Þau
leika Guðmundur Ólafsson og
Bríet Héöinsdóttir, en auk þeirra
taka 13 leikendur þátt í verkinu.
LR á stórafmæli í vændum, verð-
ur 90 ára í janúar, og í tilefni af því
var þetta syngjandi fjöruga verk
samið. Raunverulegt umhverfi
verksins er sviöið í Iönó, þar gerist
verkið - á þeint stað sem Leikfélag-
ið hefur alið allan sinn aldur, en er
nú á leið í Borgarleikhúsið.
Máski vcrður ritað vcrk ein-
hvern tímann um þann Sólmund
sem fellir tjaldið í Iðnó hinsta sinni.
þór
Svalbarðseyri:
Kjörland stofnað
Stofnað hefur verið hlutafélag um
kartöfluvinnsluna á Svalbarðseyri og
ber það heitið Kjörland. Að hluta-
félaginu standa KEA sem á 60%,
Ágæti í Reykjavík sem á 20%.
Hlutur hf. sem er félag kartöflu-
bænda í Eyjafirði sem á 20%. Hluta-
fé er alls 1.800 þúsund og reglur
félagsins gera ráð fyrir að félagið sé
ekki rekið með halla.
Samkeppnisstaða íslenskra
kartöfluverksmiðja er mjög erfið
þar sem erlendar unnar kartöflur
eru seldar hingað til lands eftir að
hafa verið niðurgreiddar af þarlend-
um yfirvöldum. Á fundi sem hluta-
félagið Kjörland hélt í gærkvöldi
skiptu menn með sér verkum til að
kanna alla hugsanlega þætti sem
stuðlað gætu að hagkvæmni í rekstri,
m.a. þarf að bæta tækjakost verk-
smiðjunnar.
„Við erum aðallega að skoða
núna hvernig við endurreisum
kartöfluverksmiðjuna. Við erum að
endurskoða gæðamál og finna út
hvernig verður best að vinna
kartöflurnar þarna og pakka þeim,“
sagði Gestur Einarsson fram-
kvæmdastjóri Ágætis. Eitt af vanda-
málum íslensku kartöfluverksmiðj-
anna er að íslenskar kartöflur eru
með lægra þurrefnisinnihald heldur
en verksmiðjukartöflur þær sem
fluttar eru inn ogþví þarf aðgera ráð
fyrir því í tæknibúnaðinum. Það
verður því rannsóknarverkefi nú á
næstunni að ráða bót á þessum
vanda. ABS
Kaffibaunamálið
AFSLÆTTIR
EDA NIDUR-
GREIDSLUR?
Ágreiningur fyrir Sakadómi
Kaffibaunamálið virðist nú vera
að taka nokkuð nýja stefnu. Yfir-
heyrslum og vitnaleiðslum var haldið
áfram í gær og fyrradag, og svo er að
sjá að málið snúist núna fyrst og
fremst um það hvort fulltrúa ákæru-
valdsins takist að sannfæra Sakadóm
Reykjavíkur um það að viðskipti
Sambandsins og Kaffibrcnnslu
Akureyrar hafi verið umboðsversl-
un.
í fyrradag var yfirheyrsla yfir
Arnóri Valgeirssyni, en hann er einn
hinna fimm sem ákærðir eru í mál-
inu. í framhaldi af því voru kölluð
fyrir vitni, og var þar fyrstur Þröstur
Sigurðsson sem var framkvæmda-
stjóri Kaffibrennslunnar á árunum
1979-’81, þegar þau viðskipti hennar
og Sambandsins, sem kært er út af,
áttu sér stað.
Næstur kom fyrir réttinn Guð-
mundur Skaftason hæstaréttardóm-
ari. Hann sat á sínum tíma í fjögurra
ntanna vinnuhópi sem fjallaði um
skiptingu fjármunanna frá Brasilíu á
milli Sambandsins og Kaffibrennsl-
unnar, en á þeim tíma starfaði hann
sjálfstætt sem endurskoðandi og
lögfræðingur. Síðan var kallaður
fyrir sem vitni Sigurður Gils Björg-
vinsson, en hann var aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Innflutningsdeildar
Sambandsins á árunum 1979-’81. f
framhaldi af því var svo Valur Arn-
þórsson stjórnarformaður Kaffi-
brennslunnar væntanlegur fyrir rétt-
inn nú í dag.
Það er Ijóst að fyrir dómnum er nú
mikill skoðanamunur á milli sækj-
anda og verjenda. Snýst hann
annarsvegar um það hvort greiðsl-
urnar frá Brasilíustjórn hafi verið
það sem sækjandi kýs að kalla
afslætti, en verjcndur nefna ýmist
niðurgreiðslur eða jöfnunargjald. Þá
virðist þar einnig vera sams konar
ágreiningur um það hvort Sambandið
hafi komið fram sem umboðsaðili
gagnvart Kaffibrennslunni, eða
hvort það hafi verið raunverulegur
kaupandi kaffibaunanna frá Brasilíu
og þar með seljandi þeirra til Kaffi-
brennslunnar.
Þessi atriöi komu meðal annars
bæði ljóslega fram í þeim spurning-
um sem saksóknari lagði fyrir Arnór
Valgeirsson.
Hann útskýrði gang þessara við-
skipta ýtarlega og fjallaði um málin
út frá því sjónarmiði að jöfnunar-
gjald af fyrri sendingum hafi verið
hluti þeirra greiðslna sem Samband-
ið þurfti að inna af hcndi fyrir síðari
kaffibaunasendingar.
Þá kom það fram í framburði
Þrastar Sigurðssonar að hann hafi
jafnan á þessum árum verið þeirrar
skoðunar að Kaffibrennslan væri í
bestu fáanlegum viðskiptasambönd-
um varðandi kaffibaunir að því er
verð þeirra snerti.
f sókn málsins virðist hins vegar
núna vera lögð á það öll áhersla að
sýna fram á að greiðslurnar frá
Brasilíu hafi verið afslættir og að
Sambandið hafi verið umboðsaðili,
sem borið hafi skylda til að láta
þessa fjármuni renna beint til Kaffi-
brennslunnar. I vörn málsins er því
ekki ósennilegt að mikil áhersla
verði lögð á að sýna fram á að svo
megi líta á að Sambandið hafi íraun
og veru keypt kaffibaunirnar og að
hér hafi ekki verið um venjulega
umboðsverslun að ræða. Líka má
búast við að þar verði leidd að því
rök að greiðslurnar frá Brasilíu hafi
verið jöfnunargjald eða niður-
greiðslur Brasilíustjórnar, sem orðið
hafi að líta á allt öðrum augum en
venjulega viðskiptaafslætti frá fram-
leiðendum eða seljendum vöru.