Tíminn - 19.09.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. september 1986
Tíminn 5
Kauptaxtamir bara fyrir fiskvinnslu- og landsbyggðarfólk:
Dagvinnulaunin um 15-25%
hærri á höfuðborgarsvæði
Allflestir verkakarlar, iðnaðar-
menn og skrifstofukarlar á lands-
byggðinni þurftu að sætta sig við í
byrjun þessa árs að félagar þeirra í
sömu störfum á höfuðborgarsvæðinu
hefðu 15-25% hærri laun en þeir
fyrir dagvinnutímana sína, að því er
fram kemur í nýju fréttabréfi Kjara-
rannsóknarnefndar. Sérstakar ráð-
stafanir sem ákveðnar voru til að
tryggja landsmönnum 0,38% auka-
lega launahækkun (rauða strikið) til
að öllu réttlæti væri nú fullnægt
virðast hálf hlálegar þegar þessi
gífurlegi launamunur í sömu störfum
er hafður í huga. Þá verður fróðlegt
að sjá síðar hvort bróðurparturinn
af þeim 8% launahækkunum sem
nýlega hafa verið „uppgötvaðar"
hafa einnig að mestu lent á höfuð-
borgarsvæðinu.
Á höfuðborgarsvæðinu virðast
kauptaxtarnir gilda fyrir sára fáa
karlmenn nema þá sem vinna í
fiskvinnslunni - aðrir verkakarlar á
höfuðborgarsvæðinu virðast flestir
vera með 30-40 krónum hærri laun á
tímann. Á landsbyggðinni virðast
hinsvegar flestir verkakarlar á eða
mjög nærri töxtunum, enda verka-
mannakaupið þar að meðaltali um
24 krónum lægra á hverja dagvinnu-
stund.
Með launum er hér átt við svo-
Kristján Thorlacius, formaður BSRB:
Marklausar bókanir
um verkfallsrétt
„Ég bendi á að í lögum um
kjarasamninga BSRB þá er ákvæði
um að heildarsamtökin fari með
samninga fyrir ríkisstarfsmenn,
aðalkjarasamning og síðan fara ein-
stök félög með sérkjarasamninga.
Þessum lögum er auðvitað ekki hægt
að breyta með öðru en lagabreytingu
á Alþingi. Þessar bókanir varðandi
verkfallsrétt hjá lögreglumönnum og
tollvörðum eru því marklausar“
sagði Kristján Thorlacius, formaður
BSRB í samtali við Tímann í gær.
„í sambandi við gerð síðasta aðal-
kjarasamnings var gerð bókun
undirrituð af BSRB og ríkinu um að
kjarasamningalögin skyldu endur-
skoðuð, og það er mjög óeðlilegt að
ríkisvaldið skuli vera að semja við
einstök aðildarfélög um breytingar á
samningsréttinum áður en samnings-
réttarnefndin hefur lokið störfum.
Þetta er löggjafaratriði sem á að
undirbúa sameiginlega milli þessara
aðila.“
Sagði Kristján að ef sú staða kæmi
upp að BSRB færi í allsherjarverk-
fall að þá næðisú ákvörðun einnig til
tollvarða og lögregluþjóna, og það
væri kjaradeilunefndar hér eftir sem
hingað til að ákveða hverjir úr
þessum stéttum fengju að fara í
verkfall. Staðan væri því óbreytt, og
ekki hægt að lýsa ákvæðum um
afnám verkfallsréttar í nýgerðum
samningum þessara félaga, öðruvísi
en sem vilj ayfirlýsigu um að dóms-
málaráðuneytið ætli sér að breyta
lögum um lögreglumenn og toll-
verði.
„En við viljum afnám kjaradeilu-
nefndar, vegna þess að við teljum að
hún hafi úrskurðað nánast eins og
atvinnurekendur eða ríkið vill og
förum fram á það í þeirri endurskoð-
un á kjarasamningalögunum sem nú
ferfram," sagði Kristján Thorlacius.
phh
nefnt hreint tímakaup í dagvinnu en
það skýrir Kjararannsóknarnefnd
svo: „Laun án orlofs fyrir dagvinnu
að viðbættum hvers kyns auka-
greiðslum svo sem yfirborgunum,
fæðis-, ferða-, fata og verkfærapen-
ingum deilt með dagvinnutímum."
Hvað verkakonurnar snertir er
munurinn miklu minni milli lands-
hluta, en nokkur þó eða rúmlega 12
krónur á tímann að meðaltali. Það
sama á raunar við um konurnar t'
öðrum starfsgreinum - munurinn er
lítill hvort sem er á höfuðborgar-
svæðinu eða úti á landi - en hins
vegar töluverður þegar þær eru
bornar saman við karla í sömu
störfum.
Af iðnaðarmönnum eru mat-
reiðslumenn þeir einu á landsbyggð-
inni sem skáka félögum sínum í
Reykjavík - um 216 kr. á móti 194
á höfuðborgarsvæðinu. Að meðal-
tali hafa iðnaðarmenn úti á landi
haft um 30 krónum lægra tímakaup
í dagvinnu. Mestur er munurinn um
50 kr. á tímann hjá faglærðum
verkstjórum.
Almenn skrifstofustörf gefa af sér
um 45 krónum meira á tírnann fyrir
karla á höfuðborgarsvæðinu cn úti á
landsbyggðinni. M.a.s. skrifstofu-
stúlkurnar í Reykjavík fara þartölu-
vert fram úr landsbyggðarkörlunum.
Hæstu meðallaun fyrir dagvinnu sem
finnast í úrtaki Kjararannsóknar-
nefndar voru rúmar 432 kr. á tímann
hjá deildar- og skrifstofustjórum á
höfuðborgarsvæði. Ætla má að það
sé citthvað umfram V.R.-taxtana
enda um 139 krónum hærra tíma-
kaup en samverkamenn þeirra á
landsbyggðinn bera úr býtum.
í ljósi þcssa er spurning hvort
umræður um launajöfnun eiga frek-
ar við um jöfnun milli starfsgreina
heldur en jöfnun milli sömu greina á
höfuöborgarsvæðinu annars vcgar
og landsbyggðinni hins vegar, sem
þó hefur undanfarin ár verið samið
fyrir í samfloti um sömu taxtana.
-HEl
starf höfuðb.sv. landsb. misni.
Verkam.meðalt. 162,28 138,30 21,7%
fiskv. 127,46 127,40
hafnarv. 163,97 128,44 22,7%
pakkhús 162,64 123,88 33,1%
byggingav. 163,68 147.55 10.9%
verksmiðjuv. 165,94 132,92 24,8%
slippv. 174,81 139,90 25%
bifr.st. 159,07 143,46 10,9%
lyftarav. 180,00 125,04 44%
óf.v.trésm. 159,32 120,38 32,3%
óf.v. kjötiðn. 159,65 133,20 19,9%
Verkakonur mt. 134,52 121,93 10,3%
fiskvinna 125,51 117,85 6,5%
verksmiðjuv. 131,19 116,69 12,4%
óf.v. kjötiðn. 142.14 124,01 14,6%
Iðnaðarm.meðalt. 218,24 188,34 15,9%
málmsm. 220,93 185,99 18,8%
trésm. 216,94 194,24 11,7%
bifvél.v. 198,19 170,45 16,3%
rafvirkj. 223,98 194,59 15,1%
kjötiðn. 245,38 202,87 21%
vélstjórn 218,06 176,43 23,6%
verkstj.fagl. 264,25 215,07 22,3%
Skrifst.karl.mt. 283,01 233,37 21,3%
alm.skrst.st. 229,40 184,80 24,1%
fulltr. 347,26 288,78 20,3%
d/skrst.stj. 432,31 293,09 47,5%
Skr.st.konur.mt. 198,54 176,59 12,4%
alm.skrst.st. 192,30 173,41 10,9
Afcr.karlarmt. 182,33 166,82 9,3%
dagvöruversl. 152,0! 147,67 2,9%
byggingav. 171,97 141,84 21,2%
versl.stj. 268,47 206,90 29,8%
Afgr.konurmt. 133,70 133,38
dagvöruvcrsl. 131,53 129,09 1,9%
versl.stj. 185,65
Á þessari töflu sést munurinn á meðaltímakaupi í dagvinnu - cins og hann
var á 1. ársfjórðungi 1986 - niilli sömu starfsgrcina á höfuöborgarsvæðinu
annars vegar og landsbyggðinni hins vegar. Seni sjá má er hann mcstur á milli
verkakarla og skrifstofukarla sem hafa 21-22% hærri laun að ineðaltali á
höfuöborgarsvæöinu. En meiri mun má þó víöa sjá milli söniu starfsgreina.
Einnig er athyglivert að bcra saman dagvinnutímakaup karla annars vegar og
kvenna hins vcgar fyrir söinu störf.
„Samrýmist ekki störf um
ákveðinna starfsstétta"
Þorsteinn Palsson um verkfallsrett:
- samningarnir öllum til hagsbóta
Orkumál:
Landsvirkjun kaupir
Kröflu með öllu
- á 120 milljónir króna
I nýgerðum sérkjarasamningum
lögregluþjóna og tollvarða hefur
ríkisvaldið farið inn á nýjar brautir
og boðið þessum félögum verulegar
kjarabætur gegn því að þau afsali sér
verkfallsréttindum sínum. Þeirri
spurningu hefur því skotið upp hvað
ríkisvaldið telji sig vinna með slíkum
samningum og hvort þær aðgerðir til
kjarabóta sem nú standa þessum
félögum opnar, svo sem fjöldaupp-
sagnir verði ekki ríkinu erfiðari við
að eiga en hefðbundin „verkföll"
þessara stétta. Tíminn lcitaði álits
Þorsteins Pálssonar, fjármálaráð-
herra á þessu máli.
„Við erum að gera samninga við
þessa liópa en erum ekki í neinu
stríði og við væntum þess að geta átt
gott samstarf við okkar starfsfólk."
- En af hverju ieggið þið þá
áherslu á að taka verkfallsréttinn af?
„Sannleikurinn er sá að verkfalls-
réttur er takmarkaður skv. lögum og
það hefur verið úrskurðarefni sér-
stakrar nefndar hverjir ættu að hlíta
þessum takmörkunum og um það
hefur alltaf verið mikill ágreiningur.
Við mótuðum þá stefnu í vetur að
gera hér á verulegar breytingar, að
stórum hluta til í samræmi við hug-
myndir BSRB um að færa verkfalls
og samningsrétt út til einstakra fé-
laga. En einnig að taka af öll tvímæli
varðandi hópa sem eðli málsins sam-
kvæmt gegna slíkum störfum að
verkfallsréttur samrýmist þeim ekki.
Við teljum að þessir samningar verði
öllum aðilum til hagsbóta."
phh
Landsvirkjun hefur fest kaup á
Kröfluvirkjun og eignum Jarð-
varmaveitna ríkisins í Bjarnarflagi,
ásamt tilteknum rétti til hagnýtingar
jarðhitaorku á því svæði. Kaupverð
er 120 milljónir. Samningar þar að
lútandi voru undirritaðir fyrir
skömmu.
Landsvirkjun tekur við gufuveit-
unni í Bjarnarflagi til eignar og
rekstrar ásamt skuldbindingum um
afhendingu á gufu til kísilverksmiðj-
unnar við Mývatn, Hitaveitu Skútu-
staðahrepps og Léttsteypunnar hf.
Samningurinn tekur gildi hinn 1.
janúar 1987.
Nýtt ráðgjafa
fyrirtæki
Nýtt ráðgjafafyrirtæki hefur nú
tekið til starfa. Það ber nafnið Ráð-
gjafar- og útgáfuþjónustan og er til
húsa að Hverfisgötu 39,3. hæð. Eins
og nafnið gefur til kynna hyggst
fyrirtækið einbeita sér að hvers kyns
þjónustu við þá mörgu sem standa í
útgáfu og félagsstarfi hér á landi.
Fyrirtækið getur tekið að sér
vinnslu blaða, bóka og bæklinga allt
frá upphafi til enda, - samið texta
séð um útlit, prófarkalestur, fylgst
með vinnu í verksmiðju og annast
samningsgerð þar að lútandi. Fyrir-
tækið er tölvuvætt og tekur að sér
hvers kyns textagerð og ritvinnslu.
hm