Tíminn - 19.09.1986, Qupperneq 6
6 Tíminn Föstudagur 19. september 1986
lllllllllll ÚTLÖND llllllllllllllillllllllilllllllllllllllllllllllllllllllll ...Illlllllllillilllllllllllllllllllllllllllllllll.Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllill
FRÉTTAYFIRLIT
PARÍS — Sprengingin í
fyrradag, sú fimmta í París á
tíu dögum, varö fimm mann-
eskjum aö bana og særði átján
aðra alvarlega. Um þrjátíu
manns slösuðust að auki í
sprengingu þessari sem eyði-
lagði jarðhæð Tati fataverslun-
arinnar í Montparnassehverfi.
DENPASAR, Indónesía -
Francois Mitterrand Frakk-
landsforseti hætti við að koma
til móttökuathafnar á eynni Bali
og hætti við margt annað sem
var á dagskrá opinberrar heim-
sóknarhans í Indónesíu vegna
hryðjuverkanna i París og
Beirút.
WASHINGTON - George
Shultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og Eduard
Shevarnadze utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna hittast á
fundi í Whashington í dag.
Andrúmsloftið þar er rafmagn-
að vegna handtöku banda-
ríska blaðamannsins Nicholas
Daniloffs og brottvísunar sov-
éskra sendifulltrúa hjá SÞ frá
Bandaríkjunum.
GENF — Afvopnunarviðræð-
urnar milli fulltrúa frá stórveld-
unum tveimur hófust að nýju í
Genf. Háttsettur sovéskur
embættismaður sagði brottvís-
un sovéskra sendifulltrúa hjá
SÞ sýna að Bandaríkjastjórn
vildi einungis skapa spennu í
sambúð ríkjanna tveggja.
BEIRÚT — Hemaðarráðu-
nautur franska sendiráðsins
var skotinn til bana í Beirút og
tveir franskir hermenn úr friðar-
gæslusveitum SÞ særðust í
tveimur aðskildum árásum í
Suður-Líbanon. Óþekktur hóp-
ur hryðjuverkamanna hefur
lýst morðinu á franska ráðu-
nautnum á hendur sér.
TOKYO — Fjármálamenn í
Japan virtu að vettugi beiðni
frá fjármálastjórn Bandaríkj-
anna um að lækka vexti og
sögðu vexti þegar nógu lága.
Satoshi Sumita stjórnandi Jap-
ansbanka sagði hópi við-
skiptamanna að hann sæi
enga þörf fyrir að lækka vexti
eins og málin stæðu.
JÓHANNESARBORG
— Samkvæmt opinberum töi-
um hafa nú meira en þrjú
hundruð manns látið lífið í
átökum í Suður-Afríku síðan
neyðarástandslögunum var
komið á þann 12. júní síðast-
liðinn. Ríkisstjórnin sagði þó
stjórnmálauppþot halda áfram
að vera í lágmarki.
MADRID — Embættismenn
frá Spáni og Bretlandi hófu að
nýju viðræður um framtið Gí-
braltar.
RÓM — Hin 45ta ríkisstjórn
Ítalíu síðan eftir stríð, sem
komið var á laggirnar í síðast-
liðnum júlímánuði eftir að
stjórnarkreppa hafði ríkt, er
þegarorðin völt í sessi. Stjórn-
in fékk aðeins nauman meiri-
hluta í fyrstu mikilvægu at-
kvæðagreiðslunni á þingi.
Litlir kærleikar eru með leiðtogum stórveldanna tveggja um þessar mundir og ekki eru miklar líkur að af leiðtogafundi
verði þetta árið.
Stórveldasambúðin:
- Sovétstjórnin hótar hefndum vegna ákvörðunar Bandaríkja-
stjórnar að fækka í sendiliði Sovétmanna hjá SÞ
Moskvu, Washington-Rcuter
Sovésk stjórnvöld vöruðu í gær
Bandaríkjastjórn við hugsanlegum
hefndaraðgerðum vegna þeirrar
ákvörðunar Reagansstjórnarinnar
að vísa 25 sovéskum sendifulltrúum
hjá Sameinuðu þjóðunum úr landi
fyrir 1. október næstkomandi.
„Bandarískir aðilar hugsa greini-
lega sem svo að þessari ákvörðun
verði ekki svarað,“ sagði Boris
Pyadyshev talsmaður sovéska utan-
ríkisráðuneytisins á blaðamanna-
fundi í gær: „Slíkar aðgerðir verða
ekki framkvæmdar án afleiðinga í
alþjóðaviðskiptum,“ sagði talsmað-
urinn en án þess að nefna nákvæm-
lega hvaða afleiðingar hann ætti við.
Hann var spurður hvernig stjórnin
í Moskvu hygðist svara fyrir sig þar
sem engir bandarískir sendifulltrúar
væru þar á vegum alþjóðasamtaka.
Yfirmaður lögreglunnar í Barce-
lóna á Spáni hefur rekiö fulltrúa sinn
úr starfi fyrir að ráða ekki við að
meðhöndla nýja ofbeldisöldu í þess-
ari höfuðborg Katalóníu.
Luis De Arnoja Santana lögreglu-
stjóri var rekinn og fylgir brottrekst-
ur hans í kjölfar aukins fjölda
sprengjutilræða sem sett eru í sam-
band við tilraunir borgaryfirvalda til
að halda Olympíuleikana þar í
borg árið 1992.
Terra Lliure (Frjálst land) scm cr
hópur katalónskra aðskilnaðar-
„Ég myndi halda að lögmálið um
speglaverkun væri ekki alltaf besta
ráðið,“ sagði sá sovéski í véfréttar-
stíl.
Stjórnarerindrekar töldu líklegt
að afloknum blaðamannafundinum
að færi svo að Bandaríkjastjórn
myndi hvergi víkja frá ákvörðun
sinni myndi Sovétstjórnin vísa ein-
hverjum bandarískum sendiráðs-
starfsmönnum í Moskvu og öðrum
bandarískum ríkisborgurum úr
landi.
Samskipti stórveldanna tveggja
hafa versnað verulega á síðustu
dögum eða eftir handtöku banda-
ríska blaðamannsins Nicholas Dani-
loffs sem sovésk yfirvöld saka um
njósnir. Ákvörðunin um að vísa
sovésku sendifulltrúunum úr landi
þykir benda til að Reagan Banda-
sinna hefur lýst nýlegum sprenging-
um í tveimur bönkum á hendur sér.
ríkjaforseti og stjórn hans ætli að
sýna hörku í samskiptum sínum við
Sovétstjórnina.
Áður en þessi ákvörðun var tekin
hafði Reagan verið gagnrýndur af
hægrisinnuðum stjórnmálamönnum
í Bandaríkjunum fyrir að hafa orðið
á undan að gefa eftir í „Daniloffmál-
inu“.
Utanríkisráðherrar ríkjanna
tveggja, þeir Georg Shultz og Edu-
ard Shevardnadze, hefja viðræður í
Washington í dag í andrúmslofti
sem er rafmagnað vegna deilna
undanfarinna daga. Þeir eiga að
ræða samskipti ríkjanna tveggja svo
og undirbúa leiðtogafund Reagans
og Gorbatsjovs. Sérfræðingar telja
hinsvegar að möguleiki á að leið-
togafundur verði haldinn á þessu ári
sé nú mjög lítill.
Bankar þessir styðja tilboð borgar-
stjórnarinnar í Ólympíuleikana.
Þá særðust þrír borgaralegir þjóð-
varðliðar þegar bílsprengja sprakk
um síðustu helgi. Bæði Terra Lliure
og Aðskilnaðarsamtök baska (ETA)
lýstu þeim verknaði á hendur sér.
Santana fyrrum lögreglustjóri hef-
ur einnig verið gagnrýndur fyrir að
hafa ekki hemil á ofbeldisaðgerðum
síðastliðinn mánudag er hafnar-
verkamenn fóru í verkfall. Þar
slösuðust ellefu verkfallsbrjótar al-
varlega.
Bandaríkin:
Predikari
vill verða
forseti
Washinton-Reutcr
Vakningarpredikarinn Pat Ro-
bertson, sem er með trúarlegan þátt
í bandarísku sjónvarpi, sagði í vik-
unni að hann myndi bjóða sig fram
sem forsetaéfni repúblikana fyrir
næstu forsetakosningar ef nægur
stuðningur fengist.
„ Ef þrjár milljónir kjósenda í
Bandaríkjunum skrifa undir stuðn-
ingsyfirlýsingu við framboð mitt á
næstu tólf mánuðum mun ég á
þessum tíma á næsta ári bjóða mig
fram sem forsetaefni repúblikana,"
sagði Robertson á blaðamanna-
fundi.
Pierre „Pete“ du Pont, fyrrum
ríkisstjóri Delaware, varð á þriðju-
daginn fyrsti einstaklingurinn til að
tilkynna að hann ætlaði sér að berj-
ast fyrir útnefningu sem forsetaefni
repúblikana í forsetakosningunum
1988. Ronald Reagan mun láta af
embætti sínu í janúar árið 1989.
Aðrir sem álitnir eru koma til
greina sem forsetaefni repúblikana
eru Georg Bush varaforseti, Robert
Dole leiðtogi repúblikana í öld-
ungardeild Bandaríkjaþings og hinn
íhaldssami fulltrúadeildarþingmað-
ur Jack Kemp.
Samskipti
Póllands og ísraels:
Tímamóta-
koma
Varsjá-Rcutcr
Tveir ísraelskir stjórnarerindrek-
ar eru komnir til Póllands þar
sem þeir munu hafa eftirlit með
vegabréfsáritunum til landsins
helga. Koma þeirra markar tíma-
mót þar sem þetta eru fyrstu
stjórnmálalegu samskipti ríkj-
anna af þessu tagi eftir að Pólland
sleit stjórnmálasambandi við ís-
rael árið 1967.
Koma tvímenninganna fylgir í
kjölfar samkomulags milli ríkj-
anna tveggja er náðist á síðasta
ári. Þar voru takmörkuð stjórn-
málasamskipti endurnýjuð.
Pólska stjórnin vill ekki taka
upp full samskipti við Israelsstjóm
fyrr en nokkrum skilyrðum er
mætt, þar á meðal að ísraelsher
víki burt frá svæðum sem tekin
voru í stríðinu 1967.
Hollenska sendiráðið hefur
hingað til séð um að veita vega-
bréfsáritanir til Israels og munu
stjórnarerindrekarnir tveir, þeir
David Koren og Alex Ben Zvi.
hafa aðsetur í því sendiráði til að
byrja með eða þar til fyrrum
ísraelska sendiráðinu í Varsjá hef-
ur verið komið í gagnið.
Öll Austantjaldsríkin, utan
Rúmenía, slitu stjórnmálasam-
bandi við ísrael árið 1967. Bæði
pólska stjórnin og nú nýlega Sov-
étstjórnin hafa hinsvegar gengist
fyrir því að taka upp takmörkuð
samskipti við ísraelsstjórn á nýj-
an leik.
Lögreglustjóri fær reisupassa
Barcelona-Rcutcr
Bandarískt læknarannsóknarrit:
Sígarettureykingar valda heilablóðfalli
- og kóladrykkir eru
Boston-Rcuter
Lið rannsóknarmanna í læknavís-
indum birti í vikunni nýjar sannanir
sem benda til að sígarettureykingar
valdi heilablóðfalli,.
Sérfræðingar frá Maryland, Norð-
ur-Karólínu og Hawaii sögðu í
skýrslu, sem birtist í læknaritinu
New England Journal of Medicine,
að rannsóknir þeirra á hópi tæplega
átta þúsund manna sýndu að reyk-
ingarmönnum væri tvisvar til þrisvar
sinnum meiri hætta búin að fá heila-
óheppilegir til drykkjar
blóðfall heldur en þeim sem ekki
reyktu.
Þegar reykingamennirnir hættu
iðju sinni minnkaði hættan á heila-
blóðfalli um meira en 50%.
Heilablóðfall er þriðji helsti
dauðavaldurinn í Bandaríkjunum,
aðeins hjartasjúkdómar og krabba-
mein eru tíðari. Verulega hefur þó
dregið úr tíðni dauða af völdum
heilablóðfalls á síðustu árum t.d.
minnkaði þessi tíðni um meira en
ftir niðurgangssýki
30% á árunum milli 1968 og 1976.
Fækkunin hefur helst verið þökkuð
læknum og öðru fólki í heilbrigðis-
stéttinni fyrir að huga betur að
stjórn of hás blóðþrýstings.
í skýrslu rannsóknarmannanna
voru sígarettureykingar sagðar geta
stuðlað að heilablóðfalli með því að
hækka blóðþrýsting, þrengja blóð-
æðar í heila eða mynda köggla í
heilablóðæðum.
Þá kom fram í annarri grein í New
England Journal of Medicine að
kóladrykkir væru ekki heppilegir til
að ná að nýju upp eðlilegu vökva-
magni í líkamanum eftir niður-
gangssýki. Doktor Z. Weisman frá
Israel sagði Kók, Pepsi og aðra
kóladrykki ekki hafa nægilegt magn
af sódíum og kalíum til að endurnýja
vatnsmissinn. Að hans áliti er það
því þjóðsaga að gott sé að drekka
Kók eða Pepsi eftir slæma niður-
gangssýki.
1