Tíminn - 19.09.1986, Side 8
Tíminn
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavik
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Aðstoöarritstjóri:
Fréttastjóri:
Aðstoðarf réttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrniLund
OddurÓlafsson
Guðmundur Hermannsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-
Skattsvik
þarf að uppræta
í niðurstöðum nefndar sem fyrrverandi fjármála-
ráðherra, Albert Guðmundsson skipaði til að kanna
umfang skattsvika hér á landi og skilaði áliti í apríl
sl. kemur fram að nefndin telur umfang dulinnar
starfsemi sé á milli 5 og 7% af vergri landsfram-
leiðslu. Á síðasta ári nam þessi upphæð u.þ.b. 6,5
milljörðum króna.
Pá kemur einnig fram að tap hins opinbera vegna
vangoldinna beinna skatta og söluskatts hafi mátt
áætla um 2,5-3,0 milljarða króna á síðasta ári.
Ekkert bendir til að þessar tölur séu lægri í ár og
er því ljóst að ríkissjóður verður fyrir gífurlegum
tekjumissi vegna þessa.
Enda þótt ekki sé vitað hvernig fjárlög fyrir næsta
ár líta út, þá kom það fram fyrir nokkru að brúa
þyrfti á einhvern máta um 3ja milljarða króna gat til
þess að afgreiða mætti fjárlög með 1,2 milljarða
króna halla.
Eað virðist því vera-full þörf fyrir ríkissjóð að ná
inn þeim tekjum sem honum ber, sýnist ljóst að betri
skattheimta er þar veigamikill þáttur.
Pá verður heldur ekki framhjá því litið að fólki
blöskrar hvernig sumir virðast komast upp með að
greiða enga, eða svo lága skatta að þeir eru í engu
samræmi við lífsmáta þeirra.
Nú þegar talað er um að bæta þurfi kjör hinna
lægst settu og jafna launamismun horfa margir til
þess óréttlætis sem ríkir í skattamálum. Því verður
að treysta að á þessum málum sé tekið en ekki látið
nægja að gera úttektir og semja skýrslur.
Sé aftur vitnað til skýrslu nefndarinnar kemur
fram að hún „er þeirrar skoðunar að lélegt skattaeft-
irlit sé ein alvarlegasta brotalömin í íslenskum
skattamálum.“ Bent er á að mannafla vanti til að
sinna skattakerfinu sem skyldi, aukin sérhæfing þurfi
að koma til og til þess að fullkomin úrvinnsla geti átt
sér stað þurfi að fá menntað eða þjálfað starfsfólk.
Síðan segir: „í stórum dráttum má fullyrða að-
skattstofurnar séu, eins og málum er háttað nú,
allsendis ófærar um að sinna eftirlitsskyldu sinni.
Áhættan af skattsvikum er mjög lítil, refsing nánast
engin en hagnaðurinn verulegur. Yfirstjórn skatta-
mála er ábótavant og þarf að bæta. Það skortir
markvissa heildarstjórn og nútímaleg vinnubrögð og
þjálfað, menntað starfsfólk.“
Svo sem sjá má er ekki von á góðu enda árangurinn
í samræmi við það. f»að hefur sýnt sig að aukinn
mannafli við skattheimtu og hert eftirlit hefur skilað
árangri.
Búast má við miklum umræðum um þessi mál eftir
að þing kemur saman og þegar hafa verið boðuð
frumvörp sem eiga að miða að betra skattaeftirliti.
Um það er ekkert nema gott eitt að segja, en
markmiðið verður þá að Vúra að bæta skattheimtuna
en ekki sýndarmennskuupphlaup fyrir kosningar.
8 Tíminn Föstudagur 19. september 1986
illllllllllli! GARRI III iii!i!l'!' ,i!iillll 1111 Illl 1 ',|1 ■ i! 'I liliifi! lilliitl !'!! Illíli II
m r:i v i'.
iHeilbrigðisþjónustan
I UllfrmVlldir r,ylul.un.lna v,,™ f
ir>i
tunum.
|,aö aðfur aó sjáiíri v.
f.-.lk j.arf að In.rga nt<-
Sri.«auín»k.-»»M
ni.vt.-n.ia L'anga yfirU-.it ula !
’.Vvl Slii-tt fullfriskt fóiw -
n.lruni
til la*kiu
Lörf fyrir nýjar hugmyndtr
cftir YilhjMm
I i:^il">on
vð.d.j-l
rviiiiU-gt
. i,1 a
ðu-ui áraiin.t A
finlira vruli ga i
uin al.iani.'.tin
u„i-jlt.llOU inann.-
a ..g . l.lri Ih-ssi
ira kallar á aukna
„ ..g margs k.mar
• tiálfti, hins ..|.ii>
,-r að aukin l‘J,,|t-
kvrður na-sta st.’.ra
;,;;l;,i^^.:^;^ákast,á,y.ii^
' rríJírpa.s.'sSí-
*** .« mm
.'a.l islan.1 s«- i fn-nistu r.sV
Lii'knarnir cru
mannlegir
lirun.lvallarvan.linn s.in v'.
.... v irðan.likcstna«hnnafl>J<.n^
•v v„i i».kk,
h,■ai.r.yo,4,J,,
ill in ln-int iafn' austan haf
'vstan V n.i.rguii' tilfrWum
h .’f'a vvit.'ii.lur jijfutustunnar lk>'
i i l i, ,r i ml' m-vti'it.lurnir Ú> •'
. a' .ii hair af livi að kosta
irrrSM'wM. »**
,..rK,,r rikul ,*, ,ryB.nnyut,-
‘■’í'lrr i l;in,l. «« wl l»'kkl
sjúkrnhús »■", n„tn'IW-
sjúkrnhús rru ri'k.n (mW
trirliií ,„ú y„ní» úl tr„ þ«,
KSJto oinslnkru «M>
S^nsltynrnnknun.t^.',,,^
•mkatryggingar fym •■•—• ,
,unda r.-glul.un.ina vmnu og hat.
Íml.-g rfnien op.nlsTar tryginng.
ar'fyrir'al.lraða <>g hina efnainmnL
ÓiuHt « r að fullvrða að Bamlank n
f U” V^JútuSu ’ l'en",n|antrfli-star
hionuslan «r mjog .
“kki iillir „fni ú V«'
„vruslu „ú lB'slu 1 r
Kbrisku k,.rt„l ,-r |,.í h«,;,J»n, ,
, trnmfarir „n „kk, ú
h,„ unna,l mál u.l ),j„nusUn fjr
rh,nu„„rs.siú,uiBumlunk,unun
,T tM-tri i-n viða þar s«-m ah.rslan
,.r á jiifnuð «-n «-kki ga'ð'-
Á undanfi.mum árum hefur
úhuBlkirruB^flo—'
' H.’aUh'’Mauttamani-e <>rk'anaati-
.m heilsuvermlarfolog- I* s. t
,-ru jiannig ui'l’W5
::LuU«r,r „,úk,„nu,„i,
Vilhjálmur Etí»,sson
„Við gætum náð mciri
’árangri á sviði lieil-
brigðisþjónustu.þe.
f**n« ’' nrr °
i.. <ta'rn hlut i ►
stiltala Kl« toi sia
. ' ... t,uA ,-r Itvorkt
T'u„, u,ií|,„„ra„ .*m
,,v, „,i k.„.„,, «„i- m '
,.f„um,nn;, fúlk fú,
Uuyurmn «»l ;„‘k,l„ k" . . ,
|,ú„,llk»„, súuúhunv-,,,,®^
twar fólk IstrgiU »***««" vl11 'K
sina og si.Vir <>• 1 ,,.,^,1
I)a-min >anna hin- • L- • .
ahm-nningur •>>: la-knarmr <
möreum tilf.ll'"" 1,1 ,
að i-vða |Kn,..gu.„ skattjrnmVi. a
i vitÚ-vsu. hað s«-m hKKur t.<l
Uvá«-raðv.Tðl«-gflantts...utuin<;
lyfj:„„yu'„'lr » N,
ht;T"sír,jutn uúk;'’j
t«M-ntnrn h„„V' "1 l**)' ""'j
l.lvrun l„fm þrút' <\r" f 'TVAJ
nunni ynl, n.„:„' „f •„lyfur, Iffj'1
ununt.
Hlcypum almennri
skynscmi að
EINKABISNESS
A SPÍTÖLUNUM
Formaður Sambands ungra sjálf-
stæöismanna, dr. Vilhjálmur Egils-
son, skrífar grein í Morgunblaðið í
gær um heilbrigöisþjónustuna.
I'ar kcnnir ýmissa fróðlegra
grasa, enda víða komið við. í
stuttu máli er þó þéss að geta að
þar koma sjónarmið frjáls-
hyggjumanna varðandi sjúkra-
húsarckstur býsna vel fram, þótt
heiöarleg tilraun sé gerð til þess að
fela þau. Dr. Vilhjálmur segir
meðal annars um heilbrigðisþjón-
ustuna á íslandi:
„Grundyallarvandinn sem rið er
ad etja varðandi kostnaðinn af
þjónustunni er sá að Ijárhagsleg
ábyrgð og ákvarðanir um eyðslu
fara ekki saman. Þetta er revndar
Vel þekkl vandamál við heilbrígðis-
þjónustu um allan heim.jufnt aust-
an hafs sem vestan. I mörgum
tilfellum hafa veilendur þjónust-
unnar (þ.e. hvknar) og neytend-
urnir (þ.e. sjúklingarnir) meslan
liag af því að kosta sem mestu til
þar sem þríðji aðili borgar (þ.e.
ríkið cða tryggingafélög).“
Og formaðurinn heldur áfram:
„Hér á landi eru vel þekkt dxmi
um það að sjúkrahús sem nota
daggjaldafyrirkomulag láti fólk
liggja lengur en þarf til þess að fá
tekjur fyrír fleiri lcgudaga en ella.
Og þar sem sjúkrahús eru rekin
fyrir föst fjárlög má ganga út frá
því að stjórnendur einstakra deilda
reyni að berjast fyrír uuknum fjár-
veitingum og umsvifum, sama
hvort þörfín fyrirslíku erraunveru-
leg eða ekki. Stjómendur sjúkra-
stofnana, læknar og hjúkrunaríið,
lútu nefnilega sömu mannlegu lög-
málunum og við hin.“
Með kærri kveðju
til heilbrigðisstétta
Þar með hafa heilbrigðisstéttirn-
ar, læknar og hjúkrunarfræðingar,
boðskapinn sem formaðurinn læt-
ur sér sæma að senda þeim mcð
kærri kveðju. Garri veigrar sér satt
að segja við því að útskýra þennan
boiVskap nánar á venjulegu íslensku
ináli, og kallar hann þó ekki allt
ömmu sína.
En boöskap formannsins er ekki
lokiö, því að vestur I Bandaríkjun-
um scr hann hina gullvægu fyrir-
mynd:
„Á undanförnum árum hefur
áhugi þeirra Hundaríkjamunua
mikið beinst að því sem þeir kalla
„Health Maintenance Organizat-
ions“ eða heilsuverndarfélög.
Þessi félög eru þannig uppbyggð
að sami aðilinn veitir þjónustu og
trygginguna. Félögin eru flest í
eigu lækna að cinhverjum hluta og
slarfa þannig að þau bjóðast til
þess að annast alla hcilbrígðisþjón-
ustu fyrir viðkomandi gegn föstu
árgjaldi. Mcð því fyrírkomulagi
liafa félogin hag af því að veita
bæði góða og ódýra þjónustu. Ef
gæðin minnka eða efkostnaðurinn
verður of mikill fara viðskiptavin-
irnir annað. “
Ókeypis
læknishjálp
íslendingar hafa um árabil lagt í
það metnað sinn að hér á landi
skuli allir geta fengið þá lækn-
ishjálp sem þeir þurfa, án tillits til
þess hvort þeir séu vel eða illa
efnum búnir. Hér kcmur frjáls-
hyggjan aftur á móti til dyranna
eins og hún er klædd. Eftir kokka-
bókum hennar á núna að taka upp
„frjálsa samkeppni" og
„einstaklingsframtak" á spítölum
okkar. Ætli það verði þá ekki stutt
í það að þeir, sem minna mega sín,
verði farnir að finna til þess hvað,
það geti kostað að verða veikur?
Garri
VÍTTOG BREITT
„Að hafa það skíft...“
Allar götur frá því ég man fyrst
eftir mér hafa menn á íslandi „haft
það skítt" og sama við hvern talað
er að hann hefur það skíttara en
aðrir.
-ásjónum
Þegar ég var ungur að árum á
sjónum var talað um þá sem væru
í landi og hefðu það gott meðan
sjómennirnir sem væru þeir einu
sem sköpuðu þjóðartekjurnaryrðu
að hírast út í ballarhafi allan ársins
hring án þess að hafa nokkuð upp
úr því.
Gamall sæhundur um borð sagði
um þetta mál eitthvað á þá leið „að
svona hefði þetta alltaf verið. Það
er sama hvernig við þrælum hér á
sjónum það skilar sér aldrei til
okkar heldur fer beint í skrifstofu-
pakkið sem er margsinnis yfirborgað
og situr allan daginn á rassgatinu
án þess að gera neitt". Svo spýtti
hann langt út á sjó.
- á skrifstofunni
Ég var ekki fyrr byrjaður að
vinna á skrifstofunni en að annar
sannleikur birtist mér. Þar höfðu
menn það ansi skítt.
Eftir lestur blaðanna kom
nefnilega í Ijós að hásetahluturinn
var allt í einu kominn upp í 250
þúsund eða sexföld mánaðarlaun
okkar sem þar sátum. „Og svo eru
þessir menn að væla. Eru ekki
nema helminginn af tímanum á
sjó, svo eru þeir í útlöndum og
drekka brennivín. Þessir menn
hafa sko efni á að lifa. Það væri
líklega best að fá sér vinnu á togara
í stað þess að drepa sig í bakinu
hér.“ Að svo mæltu fékk deildar-
stjórinn sér kaffi.
- í sveitinni
Ekki tók betra við í sveitinni.
„Aldrei hefur maður upplifað það
betur en nú að það eigi að drepa
bændur. Ætli það sé ekki best að
fylgja skjátunum alla leið í gegn
um sláturhúsið í haust, það er það
sem þeir vilja. Hvað yrði svo sem
um þjóðina ef ekkert kjöt væri til
og það er sem mér sýnist kaup-
staðafólkið alveg hafa lyst á larnba-
kjötinu þegar það kemur í heim-
sókn. Oghvað stjórnmálamönnun-
um viðkemur þá er sama rassgatið
undir þeim öllum. Þeir eru ekki
fyrr komnir út fyrir túnfótinn en
þeir hafa gleymt öllu sem þeir lofa.
Það er ekki takandi á merinni mark
þótt hún mígi undan taglinu".
- í viðskiptunum
„Það er alveg sama hvað maður
leggur á vöruna þetta skilar engu,
þeir bara hækka tollana. Að ekki sé
nú minnst á bölvaðan söluskattinn
sem verður að standa skil á hvern
rnánuð, hvernig svo sem gengur.
Svo innheimtist ekkert hjá fólki nú
orðið, allir vilja borga með víxlum,
eða keditkortum sem aldrei fást
greidd að ég tala nú ekki um
ávísanirnar sem eru verra en
ekkert.
Sérðu þessar, allar falsaðar."
Svo dró hann ávísanabunka með
100 ávísunum upp úr skúffunni,
allar frá því í fyrra og undirskrifað-
ar af Jóni.
„Ég held ég hætti þessu veseni
og gerist bara bóndi úti á landi og
hafi það gott".
Þannig er nú það. Allir eru að
gera það gott nema ég. nál.