Tíminn - 19.09.1986, Side 9
Föstudagur 19. september 1986
Tíminn 9
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
VETTVANGUR
Framboðsmál flokkanna
1 hönd fer síðasta þing þessa
kjörtímabils og stjórnmálafiokk-
arnir eru nú í óða önn að búa sig
undir kosningar á næsta suntri, eða
jafnvel fyrr. Fyrsti liðurinn í þess-
um undirbúningi er. að ilokks-
menn hinna ýmsu flokka koma sér
saman um frambjóðendur í kjör-
dæmunum og eru menn og konur
um allt land þessa dagana að skipa
sér í fylkingar. Prófkjör, forvöl, og
skoðanakannanir eru því að verða
áberandi þáttur í flokksstarfinu og
Tíminn gerði á því lausleg könnun
í gær hvernig þessi mál stæðu hjá
flokkunum.
Framsóknarflokkur
í Reykjavík, á Reykjanesi og á
Vestfjörðum hefur engin endanleg
ákvörðun verið tekin um með
hvaða hætti frambjóðendur verða
valdir, en verið er að þinga um það
þessa dagana. Talað hefur verið
um að hafa einhvers konar próf-
kjör í Reykjavík, þó ekki hafi enn
varið ákveðið hvenær eða mcð
hvaða hætti slíkt prófkjör verði. Á
Vestfjörðum eru skiptar skoðanir
á því hvort hafa eigi prófkjör og
mun enn vera nokkuð í það að
niðurstaða fáist þar. enda menn
enn að líta í kringum sig eftir
frambjóðendum. Á Reykjanesi
hefur ekki verið tekin endanleg
ákvörðun um hvað eigi að gera, en
þó mun prófkjör í einhverri mynd
vera þar á dagskrá.
Á Vesturlandi hefur verið ák-
veðið að hafa „hálfopið" prófkjör,
þar sem flokksmenn og þeir sem
gefa stuðningsyfirlýsingu við Fram-
sóknarflokkinn hafa þátttökurétt.
Þetta prófkjör er bindandi ef um
50% þátttöku er að ræða.
Á Norðurlandi vestra, Norður-
landi eystra. Austurlandi og
Suðurlandi verður fyrirkomulagið
þannig, að ákveðin svæði innan
kjördæmanna skila inn tillögum
um menn, það sem kallað hefur
verið skoðanakönnun, en síðan
verður valið af þeim lista á endan-
lega listann á kjördæmisþingi. Á
Norðurlandi eystra og vestra og á
Suðurlandi eru skoðanakannanir
nú í þann veginn að fara af stað og
endanlegar ákvarðanir verða síðan
ekki teknar fyrr en komið er langt
fram í október og jafnvel nóv-
ember. Á Austurlandi hefur þessi
skoðanakönnun þegar farið fram
og búið að velja úr 6 manna lista.
Sjálfstæðisflokkur
Prófkjör með einhverjum hætti
hefur þegar verið ákveðið hjá Sjálf-
stæðisflokknum í þrentur kjör-
dæmum, Reykjavík, Vestfjörðum
og Norðurlandi eystra og búist var
við að prófkjör yrði samþykkt í
Reykjanesi á kjördæmaráðsfundi
í gærkvöld. I Reykjavík hefur
verið ákveðið lokað prófkjör, þar
sem einungis flokksmenn hafa rétt
til þátttöku og verður það haldið
18. október, en framboðsfrestur-
inn fyrir það rennur út í dag, 19.
september.
Á Vestfjörðum verður prófkjör
11.-12. október, en framboðsfrest-
ur rann út 13. september sl. Á
Vestfjörðum verður aðeins kosið
um 4 efstu sætin á lista sjálfstæðis-
manna og ntun sú niðurröðun
verða bindandi. Á Noröurlandi
eystra verður prófkjör 18. október,
og rennur framboðsfrestur fyrir
það út á morgun laugardaginn 20.
september. Prófkjörið verður lok-
að þ.e. aðeins fyrir flokksbundna
sjálfstæðismenn. í gærkvöldi lá i'yr-
ir tillaga stjórnar í Kjördæmisráði
Reykjaness um að „hálfopið" próf-
kjör fari þar fram 1. nóvember. en
í slíku mega taka þátt flokksbundn-
ir menn og þeir sem gefið hafa út
stuðningsyfirlýsingu.
í Norðurlandi vestra hefur ekk-
ert verið ákveðið um framboðsmál
og verður trúlega ekki gert fyrr en
á kjördæmisráðsfundi 25. október
eða 1. nóvember. Enn er óljóst
með hvernig málum vcrður fyrir
komið á Austurlandi, Suðurlandi
og á Vesturlandi, en raddir hafa
verið uppi um að ekki verði próf-
kjör í Vesturlandskjördæmi.
Alþýðubandalag
Hjá Alþýðubandalaginu hefur
cngin ákvörðun verið tekin um
framboðslistamál. Listarnir eru
ákveðnir í hverju kjördæmi fyrir
sig og frá 28. septcmber til 18.
október verða haldin kjördæma-
þing í kjördæmunum þar scm
ákvarðanir verða teknar um þessi
mál. Það cr nokkuð Ijóst að forval
mun verða nokkúð víða, cn hjá
Alþýðubandalaginu hefur það ver-
ið algeng leið að hafa tvær umferðir
þar sem fyrri umferðin er tilnefning
nokkuð stórs hóps manna og síðan
í scinni umferðinni er valið úr þeim
hópi á endanlega listann.
Alþýðuflokkur
í lögum Alþýðutlokksins frá
flokksþinginu 1984 er kveðið svo á
að kjördæmin verði að „viðhafa"
prófkjör viö listauppstillingar, en
það er kjördæmunum í sjálfsvald
^ett með hvaða hætti þessi prófkjör
eru. þ.e. hvort það er opið cða
lokað og hvenær það er haldið.
Aðeins hefur verið endanlega
ákveðið um prófkjör hjá Alþýðu-
flokknum í einu kjördæmi, en þaö
er Norðurland vestra. Það verður
8. nóvember og opið öllum. Búist
er við að prófkjörin hjá Alþýðu-
flokknum verði almennt haldin á
tímabilinu í kringum mánaðamót-
in október/nóvember. Kjördæmis-
þing eru á dagskrá á næstu vikum
og munu þau væntanlega ákvcðá
um prófkjörsmál. Þannig vcrða
kjördæmisþing bæði á Austurlandi
og á Vesturlandi um næstu helgi,
27.-28. sept., og nú unt helgina
verður haldiö kjördæmisþing í
Norðurlandi eystra. Varðandi
Austurland munu framboðsmál
skýrast enn frckar eftir flokksþing
Alþýöuflokksins 3.-15. október, en
þá mun koma í Ijós hvort formaður
flokksins mun fara fram á Austur-
landi eða ekki.
Kvennalistinn
Engin formlcg ákvörðun hefur
verið tekin hjá hinum ýmsu
„öngum" (kjördæmisdeildum)
Kvennalistans unt framboð til
næstu alþingiskosninga. Þó er það
talið næsta víst að þær muni bjóða
fram í einhverjum kjördæmum og
koma þá helst til greina, Reykja-
vík, Reykjanes, Norðurland eys-
tra, Suðurland og Austurland.
Jafnframt er trúlegt að við val á
lista Kvennalistans verði beitt
sömu eða svipuðum aðferðum og
þær beittu í borgarstjórnarkosn-
ingunum í Reykjavík í vor, þar
sem fram fórskoðanakönnun með-
al kvcnnalistakvenna um fram-
bjóöendur og síðan valið af þeim
óskalista á endanlcgan lista. Sér-
stökum erfiðleikum gæti sú stefna
Kvennálistans valdið við val á lista
að skipta mjög ört um fulltrúa í
ábyrgðarstöðum, þar sem almenn
ánægja var í þeirra röðum með
frammistöðu sinna þingmanna á
síðasta kjörtímabili. Því er búist
við að einhverjar þeirra muni verða
áfram í framboði en aðrar detta út.
Bandalag jafnaðar-
manna
Hjá Bandalagi jafnaðarmanna
Itafa menn lítt hugleitt framboðs-
mál enn, aö öðru leyti en því að
fyrir liggur að boðið verður fram í
öllum kjördæmum eins og síðast.
Um aðferðir við listauppstillingar
gilda engar fastmótaðar rcglur hjá
Bandalaginu og eru listarnir
ákveðnir í hverju kjördæmi fyrir
sig. Ekki er búist við að til próf-
kjöra þurfi að koma í ncinu kjör-
dæmi og því verði um listauppstill-
ingar i hefðbundnum stíl að ræða.
-BG
Halldór Kristjánsson, frá Kirkjubóli
Ur stríði Dana við drykkjuskapinn:
MADUR OG AFENGI
Á síðasta ári kom út í Danmörku
lítil bók sem mig langar til að
kynna lesendum Tímans, af og til.
Þetta er kver um áfengismál. Höf-
undurinn er læknir að nafni Finn
Hardt.
Fjarri fer því að Finn Hardt sé á
móti áfengisneyslu. Hann mælir
ekki með bindindi nema sem neyð-
arúrræði í vissum tilfellum. Hann
vill að menn drekki eins og þcir
þola. En hann veit átakanlega vel
að sumir freistast til að drekka
meira en þeir þola. Og það nokkuð
margir.
Segja má að ofneysla áfengis sé
hættuleg á þrjá vegu. Eitt er það að
menn drekka frá sér vitið, verða
ofurölvi, ölóðir, eða jafnvel drekka
sig í rot. Annað er það að stöðug
og langvinn áfengisneysla bugar
líffæri mannsins og spillir heilsu
hans. Hið þriðja er það að menn
verða háðir áfengi þannig að þeir
verða sídrykkjumenn. Sú hætta er
áþekk hvaða tegundir sem menn
drekka. Eins er það að hætta af
ölvuðum ökumönnum er svipuð
hverjar áfengistegundir sem
drukknar eru.
Þar sem íslendingar eru brenni-
vínsþjóð en Danir eru öðru fremur
bjórþjóð er sitthvað sundurleitt
um drykkjuna og áhrif hennar. Því
er sérstaklega fróðlegt fyrir okkur
að heyra um læknisreynslu í Dan-
mörku. Hér kemur það enn til og
skiptir verulegu máli í sambandi
við íslenska löggjöf að gott er að
vita skil á reynslu þjóða sem neyta
bjórsins ríkulega.
Einkunnarorð þessarar bókar,
sem hér verður kynnt eru: Jákvæð
heilsa. Bókin heitir: Skál - og hvad
sá? Mér skilst að þar með vilji
læknir minna á að eftirköstin eru
jafnan tvísýn ef farið er að skála.
Undirfyrirsögn er svo: Áfengi og
líkami þinn.
Bókin hefst svo á formála eftir
annan lækni, doktor og yfirlækni.
Þar segir að áfengi sé hluti af illu
«4. „
Ya_t}
og góðu í heiminum og um hvort
tveggja sé hér fjallað en bókin sé
yndislega laus við siðferðileg við-
horf án þess að vanmeta þær stað-
reyndir að áfengi er í tölu hættuleg-
ustu efna sem menn hafa lært að
brugga og brúka.
Þar er líka sagt að skaðleg áhrif
áfengis séu verulegt heilbrigð-
isvandamál á Vesturlöndum, kvíð-
vænlega víðtækt og nái alltaf yngra
og yngra fólki allra stétta og sé að
ná jafnt til karla og kvenna.
Finn Hardt byrjar bók sína með
yfirliti um áfengið og manninn.
Áfengis nutu menn áður en sögur
hófust. Gersveppurinn sem breytir
sykri í áfengi vann sitt verk þúsund-
ir ára án þess að menn vissu hvað
þar var að ske.
Snemma hefur mönnum verið
Ijóst að best var að drekka varlega.
Hér er mynd af nokkrum línum úr
heilræðabálki frá Egyptalandi ná-
lega þrjú þúsund ára gamalt. Efni
þeirra er eitthvað á þessa leið:
Teygaðu ölið ekki stórym,
illorður skaltu ekki vera,
en ölvaður veistu ekki
hvað þú sjálfur segir.
Missirðu fóta og meiðir þig
aðstoðar þig enginn,
en drykkjubræður þínir kalla:
Fleygið þeim fulla út.
Heimsæki þig einhver
til að hitta þig að máli
finnur hann þig flatan á jörðu
eins og værirðu ómálga barn.
Frægt er hversu Grikkir og Róm-
verjar dýrkuðu vínguði sína. Bakk-
usarhátíðirnar urðu svo sukksamar
og mannskæðar að öldungaráðið í
Róm bannaði þær árið 186 f. Kr.
Arabar kunnu tyrstir manna að
eima áfengi og framleiddu brenni-
vín mcð allt að 30% styrklcika um
árið 800. En Múhamed var bind-
indismaður og réði fólki sínu að
hafna áfengi þar sem Satan ætlaði
sér mcð áfcngi og fjárglæfraspilum
að kveikja fjandskap með mönnum
og glcpja þá til að gleyma guði.
Rétttrúaðir túlka þctta heilræði
spámannsins scm kröfu um bind-
indi.
Öldum saman hcfur áfengi verið
notað scm meðal og ýmsir á það
trúað sem lífsins vatn (aqva vitac)
sem „lengdi ævina, væri vörn við
ólund, örvaði hjartað og varðvcitti
æskuna". Og allt til þessa hefur
áfengi verið notað í margskonar
iyf •
Síðan segir Finn Hardt:
Hvcrs vegna þurfum við ölvun-
ar?
Fræðilega ættu menn að geta
lært að lifa lífi sínu svo að þeir væru
ánægðir og þyrftu engin örvandi
meðul. En þvílík aðlögun er fágæt
og næstum eingöngu hjá trú-
hneigðu fólki.
Miklu flestir, nú sem fyrr, virðast
eiga erfitt með að fella drauma og
þrár til samræmis við nakinn veru-
leika hvcrsdagslcikans. í ölvunar-
ástandi er mögulegt stund og stund
að gleyma þessum mun á draumum
og veruleika. ölvunin leysir okkur
líka frá þeirri streitu og spennu
sem við öll crum daglega oiurscld
í lífsbaráttunni.
í léttri ölvun er okkur auðveld-
ara að opinbera gáfur okkar og
hæfileika okkur sjálfum og öðrurn
til glcði. Þess vcgna cr örðugt að
hugsa sér a.nt.k. hinn vestræna
heim án hins hefðbundna vímuefn-
is áfcngisins.
Þrátt fyrir reynslu óteljandi ára
af áfcngi höfum við ekki lært að lifa
eftir því góða ráði sem Sírak gaf
300 árum fyrir tímatal okkar:
„Vín cr ntanninum vatn lífsins
drckki hann það í hófi.
Hvað er lífið þeim er vantar vín!
Þaðer fráöndverðu ætlað til gleði.
Hjartans yndi, ánægja og gleði
er víndrykkja til hressingar á hent-
ugum tíma.
Höfuðverki, hncisu og smán
veldur víndrykkja með vonsku og
þjarki.
Ofdrykkja leiðir heimskingja í
hrösun, hún eyðir þrótti, en eykur
sár“.
Síraksbók 31.27-31.
Hér langar mig til að bæta því
við að héðan cru komin þau frægu
orð sem Jón Thoroddsen leggur
Grími meðhjálpara í munn í Manni
og konu: „Hóflega drukkið vrn
gleður mannsins hjarta". Honum
mun hafa þótt viðeigandi að Grím-
ur ruglaðist á „guðs útvöldum" og
eignaði Salómon það sem Sírak
átti.