Tíminn - 19.09.1986, Síða 10

Tíminn - 19.09.1986, Síða 10
10 Tíminn ! NEYTENDUR eftir Svanfríði Hagvaag Kjúklingur í tómatsósu með núðlum Pcssi auövcldi kjúklingaréttur er litríkur og bragðmikill. Það er eitt óvenjulegt viö þcnnan rétt og það er það að kjúklingurinn er soðinn í mysu. 1 stór holdakjúklingur salt nýmalaður svartur pipar 25 gr. smjör 2 msk. matarolía 1 laukur, fínsaxaður 6 msk. mysa 1 lítil dós tómatar Vi tsk. merian 350 gr. breiðar núðlur nýrifinn ostur. Skeriö kjúklinginn í 8 hluta. Skolið hann vcl og þerrið síðan með eldhúspappír. Kryddið vcl með salti og pipar. Hitið smjörið og olíuna í steikarpotti og þegar feitin er orðin vel heit eru kjúklingabitarnir steiktir þangað til þeir eru gulbrúnir á öllum hliðum. Takið bitana upp úr pottinum jafnóðum og þeir eru orðnir brúnir og geymið á diski. Látið laukinn í pottinn og steikið hann við lítinn hita í 5-6 mínútur og hrærið í öðru hverju. Látið út í mysuna og tómatana meö safanum og látið suðuna koma upp. Kryddið með merian og salti og pipar eftir smekk. Látið kjúklinginn ofan í pottinn og veltið honum upp úr sósunni. Setjið þétt lok á pottinn og látið malla við vægan hita í um það bil 1 klukkustund eða þangað til kjúklingurinn er orðinn meyr og sósan orðin jöfn. Um það bil 15 mínútum áður en kjúklingurinn er tilbúinn eru núðlurnar soðnar í stórum potti með vel söltuðu vatni þangað til þær eru næstum meyrar. Látið renna af þeim og hellið þeim á fat. Leggið kjúklinginn yfir núðlurnar og hellið sósunni yfir. Berið fram með rifnum osti. Kryddleginn kjúkling- ur með jógúrt Til þess að þessi réttur sé góður á auðvitað að grilla hann úti við. En þar scm nú er tekið að hausta og veðráttan leyfir það varla lengur að grillað sé úti, verður að láta sér nægja að gera það inni við. Athugið aðeins að byrja undirbúninginn nógu snemma svo kryddlögurinn nái að virka. 4 kjúklingahclmingar Vi meðalgúrka í smábitum salt 1 Vi dl. jógúrt Vi hvítlauksbátur, afhýddur og marinn I tsk. matarolía 1 tsk. hvítvínsedik pipar söxuð steinselja til skrauts Kryddlögur: 4 msk. matarolía 4 msk. sítrónusafi biti af sítrónuhýði 6 svört piparkorn, aðeins marin timian 1 hvítlauksbátur, afhýddur og marinn 1 tsk. salt. Þvoið kjúklingastykkin með rökum klút. Blandið saman öllum efnunum í kryddlöginn og látið í djúpa skál. Látið kjúklingastykkin þar í og veltið þeim upp úr kryddleginum. Þekið yfir með plasti og látið standa í ísskáp í að minnsta kosti 4 tíma. Snúið bitunum í kryddleginum einu sinni eða tvisvar. Búið nú til gúrkusósuna. Látið gúrkuna í skál og hrærið saltinu saman við. Látið standa í 15 mínútur. Blandið saman í annarri skál jógúrtinni, hvítlauknum, matarolíunni og edikinu. Síið frá gúrkunni eins mikinn vökva og hægt er. Blandið síðan gúrkunni saman við jógúrtina. Kryddið með salti og pipar. Þekið og kælið. Stráið saxaðri steinselju yfir sósuna áður en hún er borin fram. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er grillið hitað. Raðið kjúklingabitunum með skornu hliðina upp á ristina og setjið hana í um það bil 15 sm fjarlægð frá grillinu. Grillið við frekar vægan hita í 10-15 mínútur. Snúið stykkjunum, penslið þau með kryddleginum og grillið áfram í 10-15 mínútur í viðbót, eða þangað til skinnið er stökkt og gulbrúnt. Penslið bitana öðru hverju með kryddblöndunni á meðan þeir eru að steikjast. Þegar þetta er borið fram er jógúrtsósunni hellt í skál og hún sett á mitt fatið, kjúklingastykkjunum ersvo raðað utan um. Skreytið með sítrónubátum og steinselju. Berið fram með stórri skál af salati. Föstudagur 19. september 1986 Hreinar tennur - með nuddaðferðinni /fM Spurningar og svör um tannhreinsun Hvers vegna tannburstun? í munni okkar allra er fjöldi gerla. Sumir þeirra límast á tennurnar og mynda þar skán sem kallast tann- sýkla. Ef tannsýklan verður of þykk veldur hún tannskemmdum og tann- holdsbólgu. Því verður að fjarlægja tannsýkluna reglulega með tann- bursta - og tannþræði eða tann- stönglum. Hvernig á tannburstinn að vera? Tannburstinn á að vera mjúkur með mörgum þéttum hárum. Of harður tannbursti veldur sliti á tönnunum og sárum á tannholdinu. Tannbursti með slitnum og skældum hárum hreinsar ekki. Nauðsynlegt er að skipta reglulega um tannbursta, a.m.k. á tveggja mánaða fresti. Hvers vegna nuddaðferð? Með nuddaðferðinni er auðveldast að halda tönnunum hreinum uppi við tannholdið. Tannburstun með nuddaðferðinni er einnig auðveidari en aðrar aðferðir. Hve oft þarf að bursta? Tvisvar á dag, að loknum morgun- verði og að lokinni síðustu máltíð að kvöldi. Hversu lengi ætti að bursta? Þar til búið er að hreinsa tannsýkl- una af tönnunum að utan og innan. Hægt er að kanna árangurinn með því að tyggja litartöflu. Ef tannsýkla ereftirátönnunum litast hún, og sést hvar á að bursta betur. Hvaða tannkrem á að nota? Notaðu flúortannkrem. Það styrkir glerunginn og dregur úr tann- skemmdum. Einnig gefur það frískt bragð og gerir munnhirðuna ánægjulegri. Gakktu skipulega til verks, þegar þú burstar tennurnar. Burstaðu tennurnar í sömu röð i hvert skipti. Byrjaðu alltaf á sama stað, t.d. hægra megin að utan. Láttu bursta- hárin snerta tennurnar og vísa á skrá upp að tannholdinu. Ýttu á burstann svo að hárin þrýstist milli tannanna og að tannholdsbrúninni og nuddaðu. Síðanfærirðu burstann framar. Nuddaðu með stuttum hreyfingum fram og aftur sem nemur hálfri tannbreidd. Þannig heldurðu áfram þar til þú ert búinn með allar tennurn- ar í efri góm að utan. Haltu afram með innri hliðina á tönnunum í efri gómi. Gleymdu ekki að bursta bak við öftustu tennurnar. Þegar framtennurnar eru burstaðar að innan þarf að reisa tannburstann upp á endann og nudda upp og niður. Þegar búið er að bursta í efri gómi er haldið áfram í neðri gómi á sama hátt. Byrjað er að utanverðu aftast. Nuddaðu síðan hverja tönnina af annarri allt að þeim síðustu í tann- garðinum. Þegar búið er að bursta að utan- verðu er haldið áfram að innan. Þú byrjar aftast. Gleymdu ekki að bursta bak við öftustu jaxlana. Síðan færirðu burstann eftir tann- röðinni þar til þú kemur að aftasta jaxli hinum megin. Þegar þú burstar framtennurnar að innan þarf að reisa tannburstann upp á endann og nudda upp og niður. Síðan eru bitfletir jaxlanna burstaðir. Farðu vel ofan í skorurnar svo að þú fjarlægir tannsýkluna sem þar situr. Ekkert sakar þótt þú kyngir svolitlu fluortannkremi. Skolaðu síðan munninn. Með því fjarlægir þú lausa tannsýklu. Þvoðu burstann og láttu hann þorna. Að hreinsa milli tannanna Með nuddaðferðinni er hægt að fjarlægja tannsýkluna utan og innan af tönnunum. Tannburstahárin kom- ast ekki inn á milli tannanna. Því er einnig nauðsynlegt að nota tann- þráð eða tannstöngla. Tannsýkluna má lita með þar til gerðum litartöflum. Þú tyggur eina töflu, dreifir litnum með tungunni og skolar munninn. Litarefnið sest í tannsýkluna - á milli tann- anna og við tannholdsbrúnina. Tannþráður Fara skal með þráðinn alveg upp I glufuna milli tanna og tannholds. Dragðu síðan strekktan þráðinn upp og niður eftir tönnunum fyrst öðru megin tannbilsins, síðan hinum megin. Hreinsaðu svona öll tannbil í efri gómi. Þræðinum er rennt varlega milli tannanna. Eins er farið að ( neðri gómi. Gættu þess að skaða ekki tannholdið þegar þráðurinn sleppur ofan í tannbilin. Þráðurinn þarf að nuddast þétt við tennurnar allan tímann. Tannstönglar Þegar tannbilin eru opin, eins og hjá mörgum fullorðnum þar sem tann- holdið hefur rýrnað vegna tann- holdssjúkdóma, geta tannstönglar verið heppilegir. Bestir eru þrístrendir tréstönglar. Þeir mýkjast þegar þeir blotna I munnvatni, laga sig að tannbilunum og smjúga vel inn í þau. Hrjúft yfirborð þeirra hreinsar vel. Notið ekki sívala eða ferstrenda ostapinna. Það er mikilvægt að tannstönglun- um sé þrýst vel inn í gegnum tannbilið. Tilgangurinn er að hreinsa burt tannsýkluna, ekki bara að stanga úr matarleifar. Ýttu tannstönglunum inn og út nokkrum sinnum í hverju tannbili. Tannstöngullinn fjarlægir tannsýkl- una úr glufunni milli tannar og tannholds. Séu tennurnar skakkar þarf að beita tannstönglinum á ská til að ná inn á milli þeirra. Til að koma í veg fyriraðtannstöngl- arnir brotni er fingri stutt á grann- tennurnar. Þegar þeir eru færðir fram og aftur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.