Tíminn - 19.09.1986, Qupperneq 20

Tíminn - 19.09.1986, Qupperneq 20
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu sem leikur gegn Sovétmönnum í Evrópukeppninni næstkomandi miðvikudag var valið i gærkvöld. Liðið er skipað sömu leikmönnum og stóðu sig svo vel gegn Frökkum á dögunum, gerðu jafntefli 0-0 við Evrópumeistar- ana. Leikurinn gegn Sovétmönnum verður jafnvel enn erfiðari en gegn Frökkum, lið þeirra er mjög sterkt og leikur skemmtilega knattspyrnu. Sjá íþróttasíðu bls. 11. fflSPSBBSSflBBfiflfififififlflflMlgflflfiSflflflfiflflftflflflflflflflftSMflfltfflfiflnsfBfiffltfiflflflflMlflfiflMflgBftBbÆMfftSflpspBIBfflMPffffllffSKiy RESSA KÆTA AUGLÝSINGAR 1 83 00 Föstudagur 19. september 1986 Ferðaskrifstofan Úrval og fleiri: Byggja sumarhúsa þorp í Húsafelli sem á að opna í febrúar Fyrstu 15 íbúðirnar í nýju sumar- húsaþorpi, sem ferðaskrifstofan Úrval, ásamt Kristleifi á Húsafelli og fleiri feröaþjónustumönnum á Vesturlandi, ætla að byggja rétt við verslunar- og þjónustumiðstöðina á Húsafelli eiga að vera fullbúnar í janúarlok n.k., að því er fram kom á fundi með Matthíasi Kjartanssyni frá innanlandsdeild Úrvals í gær. Og það er líka eins gott að áætlunin standist, þvíÚrval er þegar búin að selja 100 útlendingum snjósleðaferð- ir með gistingu í nýju húsunum, sem Síld til Finnlands og Svíþjóðar: Niðurstaða í næstu viku „Það hafa nú að undanförnu stað-' ið yfir viðræður við kaupendur í hclstu markaðslöndum okkar öðrum en Sovétríkjunum, einkum Svíþjóð og Finnlandi. Viðeigum von á því að niðurstöður úr þeim viðræðum muni liggja fyrir mjög fljótlega," sagði Gunnar Flovenz hjá Síldarútvegs- nefnd við Tímann í gær um stöðu mála varðandi sölusamninga á saltsíld. Aðspurður sagði Gunnar ekki útilokaö aö þessar niðurstöður gætu legið fyrireinhverntíma í næstu viku. Gunnar sagði cnnfremur að vegna hárra tolla í Evrópubandalags- löndunum yrði ekki um neinar sölur að ræða þangað, enda toilar á saltsíld þar hærri en á tlestum öðrum vörum. Hins vegar benti hann á að sala á frystri síld þangað væri tollfrjáls. Hvað varðar viðræður við Sovét- trtenn sagði Gunnar að Síldarútvegs- nefnd hefði fengið það staðfest að viðræður muni fara fram í Reykjavík í lok september cða byrjun október og öllum ágreiningscfnum væri í raun skotið á frest þangað til. Ljóst er að jafnvel þó af samning- um verði við Svía og Finna getur það orðið ákveðnum vandkvæðum bundið að hefja söltun upp í þá ■ samninga áður en búið er að semja við Sovétmenn, þar sem stærri síldin hefur venjulega farið til Norður- landa en sú smærri til Sovétríkjanna. Ótrúlegt er að síldin verði öll það stór og líklegra að hún verði eitthvað blönduð, og geta þá skapast erfið- leikar varðandi hvað eigi að gera við smærri síldina. Síldarsaltendur bíða því enn í óvissu en í vikunni héldu þeir aðal- fund í báðum félögum sínum, Félagi síldarsaltenda á Norður- og Austur- landi og Félagi sfldarsaltenda á Suðurlandi. Eftir talsverðar deilur náðist samkomulag um hvernig síld- arsaltendur skiftu söltunarkvóta á milli sín, þ.e. hvernig bæri að hindra að saltað yrði langt umfram samn- inga. Undanfarin tvö ár hefur kerfið verið þannig að síðustu 20% af því magni, sem salta á á vertíðinni hefur verið skipt niður á milli söltunar- stöðva á grundvelli þess hversu mik- ið viðkomandi söltunarstöðvar höfðu saltað næstu 7 árin á undan. Á aðalfundum félaganna komu síð- an stjórnir beggja félaganna með tillögu um að hlutfall þess magns scm sett cr undir kvóta yrði hækkað t 40% af heildarsöltuninni og að miðað yrði við 8 ár í stað sjö, þ.e. að árinu í fyrra yrði bætt við þau sjö ár sem áður hafði verið miðað við. Niðurstaðan varð sú, að 25% heild- armagnsins verður tekið undir kvóta og miðað verður við síðastliðin átta ár í úthlutun til cinstakra stöðva. -BG eiga að hefjast í febrúarbyrjun. íbúðirnar 15 cru í hringlaga bygg- ingu. Hringurinn innan þeirra verð- ur yfirbyggður með gleri og upphit- aður. Þar verður m.a. stórt grill sem íbúarnir geta notað sér. f hverri íbúð (um 39 ferm.) verður stofa, eldhús, bað og 2 svefnherbergi með svefn- plássi fyrir 6 manns. Annað slíkt hús, ásamt þjónustuálmu á stðan að verða tilbúið fyrir næsta vor. Áætlað er að þessi áfangi, þ.e. 30 íbúðir og þjónustuálma kosti um 40 milljónir króna. Verði aðsóknin mikil er áætl- að að halda áfram að byggja, enda komast um 4 eða 5 slík hús fyrir á því svæði sem þegar hefur verið skipulagt og síðan er nóg viðbótar- land á Húsafelli verði um enn frekari byggingar að ræða. Að sögn Matthí- asar er gert ráð fyrir að húsin verði leigð í viku í einu og giskað á að lcigan verði um 10-12 þús. krónur á viku fyrir húsið. Fyrstu gestirnir sem vitað er um verða danskir, þýskir og franskir snjósleðaáhugamenn. Að sögn Matthíasar líst Evrópumönnum svo vel á slíkar ferðir að þegar er búið að selja 100 slíkar án þess að farið sé að auglýsa þær. Þótt snjósleðamennirnir séu fyrstu gestirnir sem vitað er um er hið nýja sumarhúsahverfi ekki síður ætlað okkur hinum innbornu. Hringhús með 15 íbúðum sem Róbert Pétursson arkitekt hefur hannað og á að verða tilbúið til útleigu fyrir ferðamenn á Húsafelli eftir rúma 4 mánuði. Miðjan er með glerþaki og upphituð - sem sagt sumar allt árið um kring. „Bókaþjóð á krossgötum“ „Bókaþjóð á krossgötum“ eru ein- kunnarorð Bókaþings 1986, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum þann 23. september nk.. Bókaþing voru árviss atburður hér á árum áður og voru þau þá haldin á vegum Félags íslenskra bókaúgefenda. f fyrra var síðan haldið Bókaþing í Borgarnesi eftir nokkurra ára hlé, og nú hafa þeir aðilar sem að því þingi stóðu tekið sig saman og mynd- að Bókasamband Islands. En það er einmitt Bókasambandið sem stendur að Bókaþingi 1986. Á Bókaþinginu á Lofleiðum verða haldnir fjöldamargir fyrirlestrar um stöðu bókarinnar, sölumál, bóka- söfn, skattlagningu bóka, nýja tækni og bækur, auk fyrirlestra um Bóka- sambandið. Að sögn formanns, Bókasambandsins, Ólafs Ragnars- sonar verða þessir fyrirlestrar sem þarna verða fluttir, gott veganesti fyrir sambandið til að moða úr, þegar leggja þarf línurnar um fram- tíðarstörf Bókasambandsins. Þingið hefst kl. 9.00 árdegis og stendur til kl. 18.00 og er öllum þeim er greiða 500 kr. í aðgangseyri opið. phh Hollenskir sölumenn Volkswagen og Audi og eiginkonur þeirra. Jan J.W. der Beek, yfirmarkaðsstjóri situr í gamla góða fólksvagninum. Sölumennska: Tímamynd Sverrir Töfrar íslands selja Volkswagen Hollenskir sölumenn í heimsókn Aðdráttarafl og töfrar fslands áttu stærsta þáttinn í nýju sölumeti á Volkswagen og Audi bifreiðum í Hollandi fyrri part þessa árs. Sölu- menn fyrirtækisins í Hollandi áttu möguleika á fslandsferð, ef þeir næðu ákveðnu sölumarki á þeim tíma. Þetta varð til þess að sölumenn lögðu sig sérstakiega fram í starfi sínu og voru ákaft studdir af eigin- konum sínum, sem einnig var boðið í ferðina. Dæmi voru til um að eiginkonan skellti sér með eigin- manni sínum í sölumennskuna. Þetta kom fram í einkaviðtali, Jan J. W. van der Beek, yfirmarkaðs- stjóra VW og Audi í Hollandi, við Tímann. Hann var staddur hér á landi með fyrsta hóp hinna duglegu sölumanna og eiginkvenna þeirra. Vegna ótrúlega góðs árangurs sölu- mannanna varð verðlaunahafahóp- urinn mun stærri en búist var við. 150 af 400 sölumönnum fyrirtækisins náði tilsettu sölumarki og var það langtum betri árangur en nokkru sinni hefur náðst. Samvinnuferðir er, sér um skipulagningu ferðarinnar átti ekki annars úrkosti en skipta honum í þrennt. Annar hópurinn kom í gær og sá þriðji á laugardag. Alls eru þetta um 350 manns. Van der Beek sagði að samkeppni sem þessi væri fastur liður í starfsemi fyrirtækisins í Hollandi. Hann sagði þetta glæða áhuga sölumannanna og það sem meira væri um vert, þetta fengi eiginkonur þeirra til að fylgjast með starfi eiginmanns síns á jákvæð- ari hátt en ella. Forsenda ánægðs og áhugasams sölumanns er ánægð eig- inkona scm fylgist með starfinu af áhuga. Van der Beek sagði að yfirleitt hafi ferðir þessar verið farnar til Miðjarðarhafslanda, en nú hafi verið ákveðið að breyta til. Eftir nokkra umhugsun hafi fsland orðið fyrir valinu, þar sem íslandsferð sé talin virkileg ævintýraferð í Hollandi. HM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.