Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 7
Sunnudagur 28. september 1986 Tíminn 7 Amsterdam: HUNDADRAMA í LEIKHÚSI Ekki voru allir á eitt sáttir um ágæti leikrits, sem frumsýnt var fyrir skemmstu í Amsterdam, né um frammistöðu leikaranna. Ailmargir áhorfendur gengu út áður en tjaldið féll til þess að láta í ljós hneykslun sína. Það sama gerði leikhússtjórinn. En meiri hluti áhorfenda tók sýn- ingunni vel og kastaði beinum og öðru lostæti til leikaranna í þakklætisskyni að sýningu lok- inni. Til að forðast misskilning verður að geta þess að leikararn- ir voru allir Elsass hundar, og leikritið hét „í hundana". Leikritið fjallar um klassískt efni: ung tík kemur heim til foreldra sinna og kynnir fyrir þeim ungan vin sinn af hinu kyn- inu. Vegna lesenda sem kunna að vera á leiðinni til Amsterdam og eiga þess vegna kost á að sjá sýninguna verður söguþráður- inn ekki rakinn lengra hér að sinni. Framleiðandi þessararsýning- ar er listamaður Wim Schippers, en leikararnir hafa verið í þjálf- un hjá lögreglunni í Amsterdam síðan í apríl og er þetta fyrsta leikritið í sögunni þar sem Am- sterdamlögreglan sér um alla þjálfun leikaranna. Á síðustu stundu leit út fyrir að hætta þyrfti við sýninguna eða fresta frumsýningunni vegna þess að upp komst að einn aðalleikaranna fór ekki tík ein- sömul. En fyrir rösklegan at- beina lögreglunnar tókst að þjálfa upp nýjan leikara í hennar stað. Auk áhorfendanna sem áður var sagt frá að hefðu gengið út, svo og leikhússtjórans hefur hópur dýraverndunar- manna mótmælt sýningunni og telur hana vera hundruðustu og elleftu meðferð á leikurunum. En þrátt fyrir þetta voru undir- tektirnar á frumsýningunni nægilega góðar til þess að tryggja framhald sýninga. Galvaniséraðar járnristar í öll fjárhús Heilbrigðir fætur og hreinni ull! Allar upplýsingar góðfúslega veittar hjá innkaupa- og sölumönnum. Verslunardeild Sambandsins Byggingavörur-Holtagörðum - Sími 61266 og kaupfélögin um land allt LA TTU límaiin i-:kki fijúga frá i>f.r ÁSKRIFTARSlMI 686300 ÓDÝRU DÖNSKU UNGLINGAHÚSGÖGNIN ERU KOMIN Svefnbekkir Skrifborð með yfirhillum Skrifborð án yfirhillna Bókahillur Kommóður Sófaborð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.