Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Sunnudagur 28. september 1986
Múmíur,
skrímsli og
mafíósar
- sérkennilegur belgískur listamaöur
lýsir Las Vegas og bandarískum
skemmtanaiðnaöi
Slnatra, - undirheimakóngur á veldisstóli?
Nat King Cole.
Dean Martin og Jerry Lewis.
boxhringnum og víðar að eru
samankomnar í Las Vegas.
í tíu ár hafði hann teiknað og
málað, en fleygt öllu burtu,
vegna þess að það var aðeins
framhald á „Rock Dreams“ bók-
inni. Pví varð hann að byrja frá
grunni. Hann fékk sér leigt í Las
Vegas og lét slúðurdálkablaða-
menn kynna sér borgina.
Drýgsti heimildamaðurinn varð
roskinn karl í snjóhvítum perlu-
saumuðum fötum, sem alla ævi
hafði ekki gert annað en að
komast að því hver hefði sængað
hjá hverjum, hvaða eiturlyfja
hver neytti og svo áfram.
Hin nýja bók Peelleart er afar
ögrandi. Hann segir: „Það eru
ekkert nema skrímsli sem mest
láta á sér bera í Las Vegas. En
líka skrímsli hljóta að eiga sér
cinhvcrn bakgrunn."
Hann hefur sökkt sér niður í
gamlar bækur og blöð og horft á
gamlar kvikmyndir. Um síðir
var hann búinn að safna nöfnum
þrjú hundruð persóna í minnis-
bók sína. Hann fór á hljómleika
hjá píanóleikaranum Liberace,
sem er eitthvert merkilegasta
fyrirbrigði er þar finnst. „Ég
varð að drekka mig fullan áður
en ég fór á hljómleikana. Öðru
vísi var ekki hægt að horfa á
þessi ódæmi," sagði hann.
Fimm sinnum var hann búinn
að mála myndina at' Liberace og
fimm sinnum fleygði hann
henni. „Ef menn ganga að verk-
efninu í haturshug, verður
myndin ósönn," segir hann.
Því varð hann að byrja á að
semja eins konar frið við Liber-
ace. Nú má sjá hvar stjarnan
situr aleinn í Cadiallac og strýk-
ur hvíta púðulhundinum sínum,
sem er hinn eini sanni vinur
hans.
Yfir myndinni hvílir mikill
tómleiki. Hér eru ekki sagðar
sögur, eins og í „Rock Dreams",
- hér eru engar skrýtlur eða
hótfyndni, heldur aðeins kuldi.
Þegar Elvis Presley sést koma út
úr flugvél, er eins og hann sé að
stíga út úr frystigámi.
Bókin byrjar með mynd af
glæpaforingjanum Bugsy Siegel,
Sammy Davis gengur inn á hótel um vængjadyr.
sem kom út úr nóttinni í New
York í því skyni að taka völdin
í Las Vegas. Henni lýkur líka
með mynd af sama manni. í
byrjun sést afbrotamaðurinn
sem ungur og glæsilegur maður,
sem lítur fram á veginn inni í
plussbólstruðum bar. í lokin sit-
ur Siegel aleinn í stórum stól
útlifaður saurlífisseggur,
skömmu fyrir sjálfsmorð sitt.
Frank Sinatra situr eins og
forseti í hægindastól, eins og
höfðingi allra myrkraaflanna.
John F. Kennedy, sem var á
sífeldum þeytingi til Las Vegas í
því skyni að hafa uppi á nýjum
og nýjum stúlkum, er sýndur
með fjóra Mafíubófa í kring um
sig. Peelleart lætur aðeins sjást í
bakið á þeim: „Annað væri of
hættulegt. Þetta eru voldugir
menn í Bandaríkjunum."
Gamla tvíeykið, Dean Martin
og Jerry Lewis, sem mörgum
skemmtu á fyrri tíð, sitja eins og
klessur á sundlaugarbarmi. Pe-
elleart sýnir fyrrum heimsmeist-
arann í boxi, Joe Lewis, þar sem
hann er að kveikja sér í síga-
rettu. Hann er þarna orðinn
gamall og niðurbrotinn maður,
sem klykkti út með því að láta
ferðamenn í Las Vegas borga
sér peninga fyrir að taka í hönd
sér. í bókinni má líka sjá eftir-
mann hans, Sugar Ray Robin-
son, máta smoking. Fyrirmynd-
in er úr gamalli kvikmynd með
Erol-Flynn.
Kvikmyndavinir fá líka sitt,
því Peelleart er stöðugt að sækja
sér efnivið í gamlar kvikmyndir
frá Riefenstahl til Orson Welles.
Þótt Peelleart ætti við fjár-
hagsvanda að glíma meðan hann
vann að myndinni, féll hann
aldrei í þá freistni að fara út í
auglýsingamennsku.
Hann olli útgefandanum tals-
verðum vonbrigðum, því hann
hafði átt von á æsilegu myndefni
frá Las Vegas, þar sem neonljós-
in blikkuðu, byssur voru á lofti
og Mafían veifaði eiturlyfja-
sprautunni. En myndirnar urðu
æ fábrotnari og kuldalegri.
Sennilega er „The Big Room"
fyrsta bókin um Las Vegas, þar
sem engin neonljós er að sjá.
Kuldinn er allsráðandi. Flugvélin sem Elvis Presley gengur út
úr minnir á ísskáp.
Píanóleikarinn Liberace, - einmana maður inni í Cadillac.
F
JL ERÐAMENN ættu ekki að
villast í Rue de Charonne. Þetta
er lítil gata í úthverfi Parísar,
þar sem hvarvetna eru litlar
húsgagnavinnustofur, þar sem
smiðirnirsitjaog klambra saman
borðum og stólum, líkt og fyrir
hundrað árum.
Guy Peelleart býr uppi á
fjórðu hæð. Hann hefur fjarlægt
alla milliveggina úr íbúðinni og
búið til stóran sal. Hann hefur
opnað loftið upp í rjáfur og
byggt út yfir svalirnar. Á palli
uppi undir þakinu hefur hann
komið sér upp lítilli vinnustofu.
Þaðan gefst þessum málara og
teiknara sýn yfir París. En við-
fangsefni hans eru öll á eina
bók. Hann málar myndir af
„ástarhatri" stnu á Bandaríkjun-
um.
Hann vakti hcimsathygli í
byrjun áttunda áratugarins með
myndabók sinni „Rock Dreams",
sem var saga rokksins í
myndum. Þar birti hann háðu-
legar myndir af ýmsum popp-
stjörnum og myndir sem snertu
einkalíf fræga fólksins. Þetta var
eins og myndskreytt biblía rokk-
aðdáandans. Raunsæið í mynd-
unum var eins og skráargat
handa málaranum, sem hann
kíkti gegn um inn í einkaheim
viðfangsefnanna.
Þegar hann var í New York
bauð Lou Reed honum eitt sinn
i partí. „Hvernig veistu þetta?"
skepnan þín, varð hinum fræga
söngvara að orði er þeir hittust.
Þessum hóglífismanni, sem
þekkti vel til skuggaheimalífern-
is þeirra frægu fannst það ein-
kennilegt að Belgi, búsettur í
París, - maður sem hann aldrei
hafði hitt, - hafði málað eins
konar sálgreiningu af honum.
Hann hafði komið auga á ýmsa
snögga bletti söngvarans: Stór,
galtóm augu, sem allt höfðu séð,
en gátu ekkert tjáð.
Nú hefur Peelleart sent frá sér
aðra bók. Sú nefnist „Stóra
herbergið" og hefur þegar verið
þýdd á nokkrar tungur. Þetta er
dapurleg bók, þar sem banda-
rískar stjörnur úr skemmtana-
heiminum og undirheimunum,