Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 18
18Tíminn
Sunnudagur 28. september 1986
Minjar Rómaborgar í
endurnýjun lífdaganna
Mörg af frægustu listaverkum
Rómaborgar hafa verið hulin
sjónum áhorfenda um árabil,
þar sem ferðamenn hafa búist
við að fá að líta augum fræg verk
frá gullöld Rómaveldis hafa að-
eins vinnupallar mætt sjónum
þeirra. í munni sumra ferða-
langa hefur Rómaborg hlotið
viðurnefnið „Borg hinna eilífu
viðgerða“ af þessum sökum. En
viðgerðirnar hafa gengið sein-
lega, verkin eru mörg og merk,
og takmörk fyrir því hvað ríkis-
kassinn ítalski hefur þolað að
leggja til þess að halda við
þessum tröllaukna menningar-
arfi. En nú eru breyttir tímar.
ítalir eru komnir á þá skoðun að
það sé ekki aðeins verkefni ríkis-
ins að varðveita þennan arf, og
síðustu ár eru ítölsk stórfyrir-
tæki farin að leggja fé í viðhald
listaverka áalmannafæri. Ferða-
menn í Rómaborg geta því brátt
búist við að sjá meira en útlínur
hinna fjölmörgu verka og
minnismerkja sem prýða borg-
ina.
Allt frá því á síðasta áratug
hafa yfirvöld í Róm brugðist við
skemmdum á listaverkum með
því að hjúpa þau, verja þau fyrir
veðri og vindum, meðan þess
var beðið að peningar gæfust til
að hefjast handa við viðgerðir.
Meðal fjölmargra verka sem
þannig urðu „ósýnileg“ eru
marmaraörk Konstantínusar
réttvið Koloseum, súlurTrajans
og Antóníusar, stór hluti bað-
húss Caracallasar og Díóklet-
íanusar og gullhýsi keisarans
Nerós. En nú eru horfur á að
sumar þessara minja verði af-
hjúpaðar á ný fyrr en yfirvöld
höfðu reiknað með vegna hinna
nýtilkomnu fjárframlaga.
Pað var árið 1980 sem Vatí-
kanið braut ísinn og leitaði til
einkafyrirtækis um fjármögnun.
Pá tókust samningar við fyrir-
tækið Nippon television um
þriggja milljón dollara framlag
til viðgerðar á málverki Miche-
langelos í þaki Sixtínsku kapell-
unnar. í staðinn fékk hið jap-
anska fyrirtæki einkarétt á
myndatökum af hverjum hlutan-
um af verkinu eftir öðrum, eftir
því sem viðgerðinni miðar. Búist
er við að þessu verki ljúki árið
1993.
Margir ítalir eru tortryggnir á
þessa nýju leið, sem Vatíkanið
fór 1980 og vilja ekki að menn-
ingararfleifð þeirra verði bráð
auglýsingaherferða stórfyrir-
tækja. En engu að síður hafa
ítölsk fyrirtæki sýnt vaxandi
áhuga á þessari nýju tegund af
fjárfestingu, í samvinnu við sam-
tök áhugasamra einstaklinga.
Rómabanki hefur lagt fram
100 milljónir líra (um 3.0 mill-
jónir ísl.króna) til að ljúka við-
gerð á bronsstyttunni af Markúsi
Árelíusi keisara, sem stóð á
Kapítólshæðinni í Róm. Styttan
var fjarlægð af torginu 1980 og
hefur ekki enn verið komið þar
fyrir á nýjan leik. Henni lá við
eyðileggingu af völdum margra
alda veðrunar.
Stórfyrirtækið Italgas hefur
lagt 250 milljónir líra (7,5 mill-
jónir ísl. króna) til viðgerða á
friðaraltari Ágústusar keisara.
Þá hefur tryggingafyrirtækið
Assitalia boðið 32 milljónir ísl.
króna til viðgerða á hinum fræga
Trevi gosbrunni.
„Tilkoma einkafyrirtækjanna
hefur verið eins og hressandi
gustur,“ segir einn af tilsjónar-
mönnum listaverka og minja í
Rómaborg og bætir við að nú
sjáist fyrir endann á ýmsum
stórverkum sem áður hefði verið
haldið að yrðu aldrei börn í
brók.
Talsmaður Rómabanka sagði
nýlega að arfur ftala væri svo
stór að það væri ekki hægt að
mæla hann með neinum nýtileg-
um mælistikum. „Ríkið hefur
engin tök á að anna öllu því
viðhaldi sem nauðsynlegt er, og
því verða stærri fyrirtæki líka að
skilja sinn vitjunartíma."
Mörg fyrirtæki telja að aukið
álit almennings á þeim vegna
viðleitni þeirra til að halda við
listaverkum og minjum sé næg
ástæða til að láta féð af hendi
rakna.
En samhliða þessu hefur tek-
ist að ljúka stórverkefnum á
vegum ríkisins, t.d var nýlega
unnt að opna Koloseum, tákn
Rómaborgar í augum alheims-
ins, að nýju eftir verulegar við-
gerðir.
Veggir Ampileikhússins hafa
sprungið illa í tímans rás, vegna
veðrunar, umferðar, jarðskjálfta
og fleiri þátta. Nú hefur tekist
að binda þá saman að nýju með
nútíma bindiefni sem notað er
við nýbyggingar.
í nýlegu viðtali sagði einn af
æðstu minjavörðum Rómaborg-
ar að þegar hann kom til Rómar
í fyrsta sinn hafi hann séð fólk
vera að þrífa og gera við gamlar
minjar með afar frumstæðum
aðferðum.
„Menn hafa aflað sér mikillar
reynslu í að gera upp og endur-
nýja málverk, en vandinn er sá
að okkur skortir ennþá þekk-
ingu og reynslu við endurnýjun
á marmara,“ segir prófessor
Adriano la Regina í viðtali við
tímaritið Panorama.
KROSSGÁTANNr 509