Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Sunnudagur 28. september 1986 Seinni hluti EINAR KRISTJÁNSSON II operusongvan og ferill hans í Þýskalandi Þegar Einar Kristjánsson yfirgaf Dresden og gerðist 1. Ijóðræni tenór óperunnar í Stuttgart hafði hann tekið þátt í uppfærslum á fjöhnörgum óperum í Dresden þótt sjaldnast væri hann í stórum hlutverkum. Þau biðu hans hins vegar í Stuttgart. En í Dresden lagði hann ekki aðeins grunn að framtíð sinni á óperusviðinu, heldur lagði hann einnig rækt við aðra þá þætti, sem borið hafa hróður þýskrar tónlistarhefð- ar vítt um lönd, Ijóðasöng og óratóríusöng. Einar B. Pálsson prófessor heldur áfram frásögn sinni af ferli Einars og viö rekjum okkur áfram til loka dvalar Einars Kristjánssonar í Þýskalandi. hlutverki Don Ottavios í Don Giovanni eftir Mozart. „Einn af kcnnurum Einars við ópcrudeildina og mikill vcl- unnari var dr. Staegeman, sér- kennilegur maður með merkileg- am feril að baki. Stacgeman þessi var upphaflega doktor í luimanískum fræðum, gerðist síðan leikari og söngvari og síðast lcikstjóri við óperuna í Dresden. Það var m.a. gegnum kynnin við dr. Staegeman scm Einar fór að lcggja aukna rækt við Ijóðasönginn samhliða nám- inu í óperusöng, og öll árin scm hann starfaði í Þýskalandi hclt hann ljóðatónlcika víðs vegar um Eýskaland og í Austurríki." Um síðustu helgi gátum við um viðtal við Einar Kristjánsson í Vikunni fyrir 20 árum, en þar lýsir hann viðhorfum sínum til Ijóðasöngs. Þar segir hann með- al annars: „Öskurapi getur brillcrað í óperu - þar er allt málað grófum dráttum eins og í vcggmálvcrki - en gæti það aldrei á Ijóða- kvöldi, því að fíngerðustu pensl- ana kann liann ekki að nota. Hann handsamar aldrei á augna- blikinu heiminn, atburðinn og stemmninguna, sent býr í litlu Schubert lagi. Svoleiðislagsyng- ur maður að minnsta kosti 200 sinnum áður en maður lætur sér detta í hug að voga sér að syngja það opinberlega." í sama viðtali segir Einar að erfiðasta lag sem hann hafi nokkru sinni sungið sé smálag Schuberts við texta Go- ethes, Wanderers Nachtlied, Úber allen Gipfeln ist Ruh’ við texta Goethes, en það lag er aðeins 14 taktar, þar af syngur söngvarinn 11 takta. Um laga- flokkinn Vetrarferðina cftir Schubert, sem Einar flutti oft í Þýskalandi, segir Einar að hann hafi ekki getað hugsað sér að syngja hann fyrr en hann var kominn á fertugsaldur af ein- skærri virðingu fyrir verkinu en sömu sögu hafa víst margir söngvarar að segja. „Á þeim tíma sem Einar var við nám í Dresden var þýski ljóðasöngurinn að ganga í gegn- um miklar breytingar. Nú á tímum myndi okkur þykja sá söngmáti sem áður tíðkaðist skoplegur," segir Einar B. Pálsson. Það var í tísku að leggja svo yfirdrifnar tilfinningar í sönginn að fyrir nútímamann virkar það hlægilegt. Á fjórða áratugnum var þctta að breytast, menn áttu að vcra miklu hóf- stilltari í túlkun sinni, leggja áherslu á að koma hvcrri nótu til skila og stilla sig um lcikræna tilburði mcðan á flutningnum stóð, helst ekki gera mcira en að hreyfa hendurnar lítið eitt. Ljóðið og lagið átti að komast ótruflað til skila og söngvarinn átti ekki að draga athyglina til sín frá verkinu scm hann var að flytja. Ég hlustaði einu sinni á þann l'ræga Rússa Sjaljapin syngja þýsk Ijóðalög í Dresden og ég cr hræddur um að sá flutningur ætti ekki upp á pall- borðið í dag. , Fyrsti Ijóðakonsert Einars í Dresdcn er eftirminnilegur. í ópcrunni haföi hann kynnst ung- um píanóleikara, Otto Scháfer að nafni, sem starfaði þar sem „korrepetitor", en svo eru nefndir þcir sem hafa það verk með höndum að kenna söngvur- um hlutverk sín með aðstoð píanósins. Mcð þeim tókst góð vinátta og saman héldu þeir konsert þar sem Einar söng íslensk lög og píanistinn lék undir og lék einnig nokkur píanóverk. Ég man aö ég var uggandi fyrir þeirra hönd fyrir konsertinn og bjóst ckki við því að margir áheyrendur kæmu, en það var öðru nær, þeir fengu húsfylli og prýðilega dóma. Islensk lög og lög frá Norður- löndunum, cinkum sönglög Gri- egs voru oft á efnisskrám Einars í Þýskalandi en að öðru leyti fylgdi hann þýskum hefðum hvað efnisskrár varðaði, söng Schubcrt, Schumann, Brahms, Hugo Wolf og Richard Strauss. Þegar hann söng Strauss hér á landi eftir stríðið er mér næst að halda að það hafi verið í fyrsta sinn sem sönglög hans heyrðust hérlendis. Margir íslendingar stóðu í þeirri meiningu að þarna væri um að ræða einhvern með- liminn úr hinni frægu Strauss fjölskyldu." Einar Kristjánsson mun hafa haldið ljóðatónleika í yfir 30 bæjum og borgum í Þýskalandi, þar á meðal í Dresden, Berlín, Múnchen, Hamborg, Lúbeck, Kiel, Köln, Dússeldorf, Hagen, Múnster, Bielefeld, Stuttgart, Göttingen, Hildesheim og Frankfurt an der Oder. Þá hélt hann að minnsta kosti einu sinni ljóðakvöld í hinum fræga Musik- vereinsal í Vínarborg, en það var árið 1943. Að afloknu stríðinu, eða 1946 hélt Einar tónleika á íslandi og söng þá meðal annars Vetrar- ferðina, fyrstur íslendinga til að flytja þetta stórvirki í heild á tónleikum. Pessir tónlcikar voru haldnir á vegum kammermúsik- klúbbsins og þóttu meiri háttar tímamót í tónlistarlífinu í Reykjavík og var ekki að undra, ljóðasöngur var ekki mikið iðk- aður utan þýskumælandi landa á þessum tíma og jafnvel í tónlistarborgum þar heyrði það til viðburða að Vetrarferðin væri flutt. „Á árum mínum í Dresden var Vetrarferðin aðeins flutt einu sinni og ég missti af þeim tónleikum, en það var Elisabeth Sehumann sem flutti hana í það skiptið. Einar hafði allt til að syngja þetta verk, menntun og lífsreynslu. Það er því hörmu- legt til þcss að vita að áætlanir um að taka verkið upp fyrir útvarpið fóru út um þúfur, að nauðsynjalausu. Á þessum tíma var Vctrarferðin hvergi til á hljómplötu í heild. Hefðum við átt Einar Kristjánsson í Vetrar- ferðinni frá þessum tíma hefði það verið stórkostleg söguleg heimild. En íslendingar báru ekki gæfu til þess." I Dresden hófst einnig ferill „Við komum miklu af bú- slóð okkar fyrir hjá ættingjum mínum í Dresden," sagði Martha Papafoti Kristjánsson, ekkja Einars í stuttu samtali við Helgar Tímann. „Við trúð- um því ekki að Dresden yrði nokkurn tíma loftárásum að bráð. En það kom svo sannar- lega annað á daginn eins og allir vita." Þau hjón ákváðu að halda kyrru fyrir í Hamborg á hverju sem gengi og að eitt skyldi Einars sem óratóríusöngvara, en hann hafði aðaltenórhlut- verkin í flestum stærstu verkum á sviði kirkjutónlistar á ferli sínum, þ. á m. í öllum passíum Bachs, h-moll messunni og ganga yfir þau og dæturnar tvær. Þrátt fyrir stöðugar sprengjuárásir þraukuðu þau í borginni jafnvel eftir að óper- unni hafði verið lokað 1944. Þau gáfust fljótt upp á því að hlaupa í byrgi í hvert sinn sem loftvarnamerki voru gefin. Einar taldi að það myndi gera þeim lífið ennþá óbærilegra að vera á sífelldum flótta, betra væri að bíða þess sem koma skyldi. Þess vegna safnaðist fjölskyldan sarnan í eitt her- Magnificat, Messíasi eftir Hándcl og Requiem Mozarts svo fá ein séu nefnd. „í kaþólsku hirðkirkjunni og Frúarkirkjunni í Dresden var mikið fært upp af kirkjulegum bergi í íbúð sinni þegar loft- varnamerki voru gefin og beið uns hættan leið hjá, nema einu sinni. „Foreldrar mínir, systir mín og mágur misstu aleigu sína þegar Dresden var lögð í rúst í febrúar 1945. Systir mín kom til okkar í Hamborg og bjó hjá okkur með tvö börn sín. Kannske var það vera henn- ar í Hamborg sem bjargaði lífi okkar allra. Þegar loftvarna- merki voru gefin eitt kvöld í apríl gat hún ekki hugsað sér annað eftir reynsluna frá Dres- den en að flýja í byrgi. Þess vegna fórum við öll í loftvarna- byrgið að þessu sinni og það var í eina skiptið sem við gerðum það. Þegar hættan var liðin hjá var öli íbúðin okkar hrunin í rúst, nema tvær stofur. Ef við hefðum beðið í íbúðinni hefðum við ekki lifað árásina af. Þetta gerðist aðeins örfáum vikum fyrir lok stríðsins. Það F órum einu sinni í loftvarnabyrgi - og þá var heimilið lagt í rúst Það var um sumarið 1943, sem loftárásir Breta á Hamborg geisuðu fyrir alvöru með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúana. í júlí og ágúst mánuðum einum þetta ár fórust meira en 50 þúsund óbreyttir borgarar og meira en helmingur íbúðarhúsnæðis borgarinnar var lagður í rúst, auk hafnarmannvirkja og atvinnufyrirtækja. Óperan í Hamborg var meðal þeirra bygginga sem skemmdust í loftárásunum, en starfsemin varð ekki lögð niður heldur var hluti sviðsins tekinn undir áhorfendasvæði. Tónlistarið- kunina mátti með engu móti taka frá fólkinu á hverju sem gekk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.