Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. september 1986 Tíminn 5 GULLIBETRI Umsjón: Hjördís Árnadóttir Ólympíuleikarnir í Berlín 1936: Sigurhátíð JESSE OWENS - þrátt fyrir kynþáttastefnu mótshaldaranna I lympíuleikarnir í Berlín 1936 hafa löngum verið taldir til mestu áróðursíþrótta- móta fyrr og _____________| síðar. Það sem fyrst kemur þó upp í hugann þegar Berlínarleikarnir eru nefndir á nafn er stórkostlegur árangur Jesse Owens sem sigraði í fjórum greinum, 100 m hlaupi, 200 m hlaupi, langstökki og 4x100 m boðhlaupi. Því má skjóta hér inní að þetta eru einmitt sömu greinar og Carl Lewis sigraði í á Ólympíuleikun- um í Los Angeles 1984. Það sem merkilegast þótti við afrek Ow- ens var sú staðreynd að hann var svartur og fór það mjög fyrir brjóstið á Hitler og hans stuðningsmönnum og samræmdist alls ekki hugmyndum hans um yfirburði aríska kynstofnsins. Og hann lét það berlega í ljós með því að láta það ógert að bjóða Owens til heiðursstúku sinnar og óska honum til hamingju eins og hann gerði við aðra sigurvegara á leikunum. Það er reyndar merkileg staðreynd að Hitler hafði lítið með undirbúning Ólympíuleikanna að gera. Berlínarborg hafði fengið leyfi til að halda þá áður en hann komst til valda og hafði Hitler takmarkaðan áhuga á undirbúningi þeirra. Það sem hann vildi var að Ólympíuleikunum yrði valinn staður í Berlín til frambúðar, þar vildi hann byggja leikvang fyrir 450.000 manns og talaði hann oft um hvílík skömm það væri fyrir Þýskaland að hafa leikvang sem tæki aðeins 100.000 manns. Auk þess var hann enginn sérstakur áhugamaður um íþróttir og var ekkert um það gefið að á leikjunum kepptu íþróttamenn af „óæðri“ kynstofnum. En það breytir ekki þeirri staðreynd að leikarnir voru not- aðir til að sýna heiminum upp- byggingu og glæsileika þriðja ríkisins. Framkvæmd leikanna var höfð öll hin glæsilegasta og allt gert til að hrífa gestina. Við opnunarathöfnina var leikvang- urinn upplýstur með risastórum ljóskösturum sem áttu að vera tákn um mikla tæknilega upp- byggingu í hinu nýja Þýskalandi. Þeir voru síðar notaðir til að leita uppi sprengjuflugvélar bandamanna er þær flugu yfir Berlín. Gera varð ýmsar tilslakanir til að fá að halda leikana og bæta álit manna út á við. Reynt var að sýna fólki fram á að þær ljótu sögur sem heyrst höfðu frá Þýskalandi um gyðingahatur væru ekki sannar, t.d. var gyð- ingastúlku bætt í þýska liðið og and-gyðinglegar veggmyndir voru teknar niður. Þá voru helstu áróðursblöð fjarlægð af blaðsölustöðum meðan leikarnir fóru fram. Það bjó þó alltaf undir niðri að sýna fram á yfirburði Þjóð- verja á íþróttasviðinu og sanna þar með kenningu Hitlers um að hinir ljóshærðu og bláeygu aríar væru æðsta stig „kynstofnapýra- mýdans“. Það tókst að nokkru leyti, Þjóðverjar hlutu 33 gull- verðlaun á leikunum, mun fleiri en Bandaríkjamenn sem hlutu næst flest gull. En það var hinn blakki Owens sem var maður leikanna og sigraði alla bestu hlaupara Þýskalands og einnig Luz Long sem hafði verið stærsta von Þjóðverja í lang- stökkinu. Það að Hitler skyldi ekki sjá sóma sinn í því að óska Owens Óumdeilanlega maður leikanna, Jesse Owens sigraði m.a. björtustu von Þjóðverja í langstökkinu. Frá setningarathöfn Berlínarleikanna, Hitler gengur inn á völlinn við hlið forseta alþjóða Ólympíunefndarinnar. Gisela Mauermayer hélt uppi heiðri heimamanna og sigraði í kringlukasti, kastaði 47,63 m. til hamingju var um allan heim álitin óíþróttamannsleg fram- koma og jafnvel hreinn dóna- skapur. Þær raddir hafa þó heyrst að hann hafi aðeins verið að fylgja þeim tilmælum Ólym- píunefndarinnar að hann byði ekki íþróttamönnum til heið- ursstúku sinnar, nefndin hafði ekki talið það viðeigandi. En það komu einnig fram nýjungar á Berlínarleikunum, nýjungar sem við í dag þekkjum sem hefðir. f Berlín var í fyrsta skipti byggt sérstakt Ólympíu- þorp og boðhlaup með kyndil sem tendraður var í Grikklandi var líka hlaupið þar í fyrsta skipti. Þá voru Berlínarleikarnir fyrstu „pressuleikarnir" þar sem blöð, útvarp og hinn nýi fjöl- miðill sjónvarp fylgdust gjörla með öllu sem gerðist. í sumar, 50 árum eftir leikana voru nokkrir af bestu íþrótta- mönnunum sem kepptu á leikunum spurðir um minningar sínar þaðan. Tilfinningar sínar sögðu þeir vera nokkuð blendnar, spennan og gleðin sem fylgdi góðum árangri var ofarlega í huga margra en einnig var rætt um misnotkun og póli- tískan áróður. En það sem allir voru sammála um var að stór- kostlegur árangur Owens væri það minnisstæðasta af öllu. Það er athyglisvert að bera Glæsilegar fimleikasýningar voru eitt af því sem gladdi augu áhorfenda á leikunum. saman árangur Owens og hlaupara nútímans. Owens hljóp 100 metrana á 10,3 sek. og hafa ber í huga að það var á malarbraut. Heimsmetið í 100 m hlaupi er 9,93 sekúndur en það er sjaldgæft að hlaupið sé undir 10 sek. Og í dag hlaupa menn á gerviefnisbraut sem veit- ir mun betri spyrnu en mölin. Algengur sigurtími í frjáls- íþróttamótum í Evrópu er 10,20 -10,25 sek svo ljóst er að Owens hefur verið gífurlega fljótur á sínum tíma enda er hann talinn sá albesti og í hópi með Carl Lewis og nú síðast Ben Johnson sem á besta tímann í ár 9,95 sek. mirage Gæsaskot cever Höfum nú fyrirliggjandi hin frábæru Mirage gæsa- skot. 38 grömm 42 og 76 magnum Kaupfélögin um allt land og sportvöruverslanir í Reykjavík VIÐSKIPTAVINIR! Erum fluttir að Grandagarði 11 (sami sími) W HF HAMAR Grandagarði 11 Sími2 21 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.