Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 19
Sunnudagur 28. september 1986 Tíminn 19 Smurð lík notuð sem meðal íksmurningur af ýmsu tagi fyrirfinnst um allar jarðir. A sumum svæðum hefur sá siður verið löngu aflagður og aðeins hefðir og venjur sem minna á þá fornu hætti, en sums staðar hef- ur siðurinn lifað fram á okkar tíma, þó í litlum mæli sé. Múmíur hafa verið sveipaðar leyndardómsfullri hulu, því jafnvel trúað að í þeim byggi máttur og hver sá er raskaði grafarró þeirri hlyti verra af. Egypskri múmíu, en óhöpp höfðu elt þá er nærri henni komu, er kennt um að stórskipið Titanic sökk í sjó. Var það hennar síðasti grikkur og liggur hún nú með flakinu á hafsbotni, en skipið átti að flytja hana á sýningu. En þó að múmíur hafi vakið ugg og hræðslu manna og orðið skáldsagnahöfunum og kvik- myndagerðarmönnum ærið verkefni hafa þær einnig ljáð læknisfræðinni lið. Sú trú að egypskar múmíur hefðu verið smurðar með jarð- biki eða malbiki leiddi til þess að kostir þessara efna færðust yfir á sjálfa líkamana sem smurðir höfðu verið. Um miðaldir allt fram á 18. öld voru múmíur fluttar inn til Evrópu til sölu í apótekum og lyfjaverslunum og efnið sem fékkst með því að mylja múmíuna niður var sagt hafa mikil læknandi áhrif. Með tímanum gleymdist að kostur- inn, sem haldið var að múmíurn- ar hefðu, væri vegna bjksins og því fólst gildið í smurðum líkam- anum sjálfum. Þetta leiddi aítur til þess að framleiðsla hófst á smurðum líkömum, „múmí- um“, óbótamanna, sem teknir voru af lífi, og þeirra er framið höfðu sjálfsmorð. Með því var hugmyndin orðin algild um að smurður líkami hefði læknandi áhrif, þrátt fyrir að upphaflega hefði verið gerð tilraun til að ná bikinu í lyfjaglös með því að mylja múmíuna í smátt. Þrátt fyrir að virtir læknar, svo sem A. Paré, vísuðu kenn- ingunni um að múmíur hefði læknandi mátt á bug strax á 16. öld, var framleiðslunni haldið áfram allt fram á 18. öld. Má oft sjá mælt með efninu í lyfseðla- safni þessa tíma. í Austurlönd- um fjær eru múmíur enn seldar sem lyf, brytjaðar niður í glös, á lyfjamörkuðunum. /þj Tíðkast enn í Austurlöndum fjær Elsta múmía sem fundist hefur. Hún fannst nærri Kairó í Egyptalandi, sögð vera um 5000 ára gömul og kölluð Nefir. SKOTVEIÐIMENN Fæst í kaupfélögum um land allt og í sportvöru verslunum í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.