Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 16
16 Tíminn Sunnudagur 28. september 1986 BARNSMORÐIN A SKARASTÖÐUM Fyrir rúmri öld varð uppvíst um þessi hrylli- legu grimmdar- verk, sem enn eru talin með fádæmum í réttarsögu hér á landi. Þann 12. nóvember fyrir 122 árum, þ.e. árið 1864 var dómur kveðinn upp að Geitaskarði í Húnavatnssýslu sem mönnum nú þætti harla strangur. 26 ára gömul stúlka og 27 ára karlmaður voru bæði dæmd til að höggvast og höfuð þeirra setjast á stjaka að fornum sið. En hver var sá glæpur sem refsa varð með slíkum hætti? Stór hefur hann verið, því í desember 1866 staðfestir hann Hæstiréttur í Kaupmannahöfn. Þegar við heyrum málsatvik liggur líka við að okkur þyki slíkur strangleiki ekki með öllu óskiljanlegur, enda allt málið blandað svo fáheyrðri grimmd að ódæmalegt er. En hverfum nú aftur til ársins 1863 og kynnum okkur fólk og heimilishagi að Skárastöðum í Húnavatnssýslu. Einar lagði barnið í rúm móðurinnar og réði það af dögum með því að leggja þumalfingrinum á ennið hægra megin utarlega ofan við augnabrúnina... ETTA ár bjó þar bóndi nokkur, Jón Einarsson að nafni, sextugur að aldri. Hann var tvíkvæntur og hafði átt fimm börn með fyrri konu sinni, er nú voru hjá honum á Skárastöðum. Þar á meðal voru tveir synir, Einaí 26 ára og Guðmundur 27 ára, en líka dæturnar Þórey 18 ára og Mildríður 15 ára. Þá var á heimilinu niðursetningur, 11 ára drengur að nafni Guðni. Síðari kona Jóns hét Guðrún Illugadóttir, 44 ára og áttu þau saman tvær dætur ungar, sem ekki koma við þessa sögu. Sauðaþjófnaður og hórdómur Þeir feðgarnir Jón og Einar voru lítil fyrirmynd í héraði sínu, því þeir urðu báðir uppvís- ir að sauðaþjófnaði, sem Guð- rúnu konu Jóns var snemma kunnugt um. Hafði hún tvívegis orðið vitni að því sumarið og haustið 1863 að þeir feðgar tóku kindur úr annarra fé og skáru á laun til matar heima við. Var Guðrúnu þetta mikill þyrnir í augum, þótt ekki fengi hún að gert eða þyrði frá að segja, en þeir feðgar báðir ofstopamenn og illir viðskiptis, ef þeim mislík- aði. En fljótt kom í ljós að Guð- rúnu var ætlað að afbera fleira en þetta. Á heimilið höfðu ráðist tvær vinnukonur, þær Margrét Gunnlaugsdóttir, 28 ára og Guð- björg Guðmundsdóttir, 26 ára. Höfðu þær ekki verið ýkja lengi á heimilinu, þegar húsfreyja veitti því athygli að báðar voru teknar að þykkna undir belti. Áttu eftir að rísa af þessu hin ægilegustu glæpamál. Segir hér fyrst af stúlkunni Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Með komu hennar á heimilið virðist allur friður hafa horfið af heimilinu á Skárastöðum. Jón Einarsson var sextugur að aldri og kona hans Guðrún 16 árum yngri, en þegar hin unga vinnu- stúlka kom á heimilið héldu karlinum engin bönd. Á grasa- fjalli um sumarið leggst vinnu- konan með húsbónda sínum og frá þeirri stundu var Guðrún Illugadóttir orðin hornreka á eigin heimili. Varð hún meira að segja fyrir misþyrmingum af hálfu manns síns. Eitt kvöld þetta sumar var vinnumaður á heimilinu, Jóhann að nafni, kvaddur til að bjarga húsfreyj- unni, er maður hennar hafði slegið hana niður úti á túni og stóð yfir henni og sparkaði í hana. Á jólaföstu trúði Guðbjörg húsmóður sinni svo fyrir því að hún væri orðin ólétt og mundi hún aldrei lýsa föður að barninu annan en þann rétta - Jón Ein- ársson. Guðbjörg svaf í sama rúmi og yngstu dætur Jóns af fyrra hjóna- bandi, Þórey og Mildríður, og fór það ekki fram hjá þeim er faðir þeirra var að laumast undir sængina hjá ungu vinnukonunni um nætur. Var það eitt sinn að Jón sparn svo fast í andlit Mild- ríði í ástarhitanum að hún fékk óstöðvandi blóðnasir. Dæturnar vissu vel að Guðbjörg var ólétt orðin eftir föður þeirra. Barninu fyrirkomið En þegar kom fram á Góu tók Guðbjörg skyndilega upp á því að þverneita því við Guðrúnu húsfreyju að hún væri ólétt. Tók hún að klæða af sér þungann, fór jafnan í sokka og úr þeim standandi og á annan hátt reyndi hún að láta líta svo út að hún væri kona heil. Skorinn hafði verið kálfur á bænum og blóðið úr honum látið standa í krukku í skáp yfir rúmi Guðrúnar hús- freyju. En er á leið tók Guðrún eftir því að það lækkaði í krukk- unni. Hana grunaði að Guð- björg mundi nota blóðið til þess að rjóða með nærföt sín, svo fólk héldi að hún hefði á klæðum. Á vinnuhjúaskildaga fluttist hún burt af bænum og réðist í vist að Ytri-Reykjum. Var þá sú kona farin af heimilinu sem mestum deilum hafði valdið milli hjónanna, en lítið batnaði samlíf þeirra samt. En mjög hefur Guðrún hús- freyja orðið undrandi þegar Guðbjörg kom í heimsókn á sitt gamla heimili um sumarið. Fyrr- verandi vinnukona hennar var orðin tággrönn! Sagði Guðrún húsfreyja að hún skyldi ekki eiga þann vin er hún gerði þetta fyrir oftar. Viðurkenndi Guð- björg þó ekkert og gekk útí fjós þar sem hún sat einsömul um stund, en sneri svo aftur hnuggin og grátbólgin. Nokkru síðar lagði hún af stað til grasa ásamt annarri stúlku frá Ytri-Reykjum og Jóni bónda. Það sem í rauninni hafði gerst var það að Jón bóndi varð hinn versti við Guðbjörgu er hann frétti að hún væri ólétt. Vildi hann fyrst neita faðerninu og vildi láta hana lýsa vinnumann sinn föður að því, en Guðbjörg neitaði. Brá hann þá á það ráð að hvetja hana til þess með ýmsu móti að „láta barnið ekki koma í ljós.“ Var Jón stundum svo hugstola að hann hótaði að fremja sjálfsmorð ef barnið fæddist, en Guðbjörg bað hann með faðmlögum og fögrum orð- um að gera það ekki. Á Ytri-Reykjum svaf hún hjá einni vinnukvennanna. Þrem vikum eftir að þangað kom kenndi hún fæðingarhríðanna um nótt. Staulaðist hún þá fram á tún og ól þar meybarn. Hún hafði engin verkfæri með sér og sleit naflastrenginn og fór þá barnið að gráta. Vafði hún það í klútrýju, án þess að binda fyrir strenginn og hélt því svo í kjöltu sinni, þar til það var dáið. Síðan gróf hún það í mold með berum höndunum. Nokkrum dögum síðar kom hún aftur á staðinn og hafði með sér reku. Hún tók upp barnið og gróf það á ný skammt frá beitar- húsunum á Ytri-Reykjum. Kom þá yfir hana æði svo hún vissi ekki hve lengi hún var að þessu né hvar hún hafði grafið barnið. Gröf þess fannst raunar aldrei, þrátt fyrir mikla leit.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.