Tíminn - 07.10.1986, Blaðsíða 14
f r
14 Tíminn
í II ! BÆKUR llllllllillllllllll llllllllllillllllillllllllllll llll ||i||ilill||Wiil!iiiillllfl||!lllllllllll^
i
BILALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.91-31815/686915
AKUREYRI:.....96-2lfl 5/23515
BORGARNES:.........93-7618
BLÖNDUÓS:.....95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR:.95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.....96-71489
HÚSAVÍK:....96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ......97-1550
VOPNAFJÖRÐUR:.97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ..97-8303
interRent
Þriðjudagur 7. október 1986
T7Tu
Varahlutir
í FORD
dráttarvélar
ágóðu verði
MðlMySMHF
Jámhálsi 2 Simi 83266 TIORvk
Pósthólf 10180
ÖLL ALMENN PRENTUN
LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
• Hönnun
• Setning
• Filmu- og plötugerð
• Prentun
• Bókband
PRENTSMID JAN
I éddda h f.
^SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR
SÍML 45000
Vertu í takt við
Tímann
AUGLÝSINGAR 1 83 00
I faðmi fialla blárra
Jón Þ, Þór
Saga ísafjarðar
og Eyrarhrepps hins forna.
II. bindi.
Félags- og menningarsaga 1867-1920
Sögufélag ísfirðinga.
Þetta er allmikil bók, nokkuð á
fjórða hundrað blaðsíður í stóru
broti, vönduð að frágangi með mörg-
um myndum.
Sú leið hefur verið valin aö skipta
sögunni í kafla svo scm titillinn
bendir til. í þessu bindi cr því ekkcrt
um atvinnulíf þó að oft verði raunar
að skírskota til afkomu og atvinnu-
ástands í sambandi við félagsmál og
mcnningu.
Þessi kaflaskipting veldur nokkr-
um endurtekningum. Hins vegar er
ekki gott að sjá að önnur tilhögun
væri betri. Hér á við að vitna til þess
er dæmi cru til í fornum lýsingum af
fólkorustu er margir atburðir gerð-
ust í senn „og má ekki jafnskjótt frá
öllum segja“. Spurningin verður þá
helst sú hvort betur hefði farið að
byrja á atvinnnusögunni svo mjög
sem atvinnulíf er undirstaða og
baksvið alls annars mannlífs. Petta
skiptir þó ekki miklu og raunar engu
þegar ritið er komið í hcild.
Pessi saga er unnin af sam-
viskusemi og nákvæmni. Heimildir
hafa verið kannaðar af natni og
höfundur fer vægilega í ályktanir
þcgar heimildum slcppir. Urnsögn
hans og dómar um menn sem við
sögu koma eru hófsamirog raunsæir.
Eyrarhrcpps hins forna er lítið
gctið í þessu bindi. Þar liygg ég þó
að hefði veriö frá einhverju að segja.
Búnaðarfélag var til í Eyrarhreppi.
Góðtemplarastúka og ungmenna
félag vur til í Hnífsdal. Hvernig var
háttað harnafræðslu í hreppnum?
Voru ekki messur fluttar í Hnífsdal.
Hér cr þó veriö uð segja sögu
Eyrarhrepps hins forna.
Vera má að betur þyki farið að
gera þessu efni skil í 4. bindi þegar
félgsmálasagan eftir 1920 verður
sögð. Um þaö skal ekki dæmt hér en
trúað gæti ég uð t.d. gamlir Hnífs-
dælingar væru langeygir eftir því.
Þess cr getið á bls. 208 að 13
horgarar héldu l'und til undirbúnings
lestrarfélagi. Hannes Hafstein, Þor-
valdur læknir og Þorvaldur prestur
voru kosnir í undirbúningsnefnd og
félagið var stofnað 11. janúar 1897.
Þegar þetta var hufði bókasafn
kaupstaðarins verið starfandi um
skeið og litlar líkur eru til uð átt hafi
að stofna lestrarfélag til að taka við
starfi þcss. Mér þykir líklegt að
þetta lestrarfélag hafi átt að starfa
líkt og Lestrarfélag Reykjavíkur.
Nú er skylt að játa að ég veit lítið
um Lestrarfélag Reykjavíkur. Fyrir
50 árum var Kristján Kristjánsson
fornhókasali að selja bækur úr eigu
þess. lnnan á hókarspjöld var límd
Félagaskrá. Þar má sjá að helstu
menntamenn hafa verið í félaginu
svo sem biskup, landshöfðingi, land-
læknir, landfógeti o.s.frv. Bækur
félagsins hafa gengið milli félags-
manna og á félagaskrána átti að
skrifa hvenær bók var meðtekin og
skilað. Félagsmenn voru liðlega 50.
Ég veit aö sönnu ekki hvenær
Lestrarfélag Reykjavíkur var
stofnað. Sú bók, sem ég hef nú fyrir
augum hóf göngu sína scint á ári
1900. Það er svo ágiskun mín að
félagið hafi verið til 1895, Hannes
Hafstein hafi verið í því og honuni
liafi dottið í hug að slíkt félag gætu
/Allir vita, en »umlr\
gleyma - //y
að reiðhjól barna eru
best geymd inni að
vetrarlagi. ||uigBRD*fl
þeir líka haft menntamennirnir á
tsafirði.
Þegar sagt er frá Vatnsveitu ísa-
fjarðar er minnst á tekjur af vatns-
sölu til skipa og sagt: „Auk þess sem
bæjarbúar greiddu vatnsskatt".
Nú man ég ckki betur en ég hafi
lesið í Skutli sr. Guðmundar frá
Gufudal, - þá lítt kominn af barns-
aldri:
„Vatnsskattur er enginn á Isa-
firði" og í framhaldi af því var sagt
að sá kommúnistiski siður licfði
haldist síðan á dögum Hannesar
Hafsteins.
í sambandi viö vatnsveituna er
getið uni vatnspósta hér og þar unt
bæinn. Þeir hafa komið í stað brunn-
anna og menn hafa átt að sækja vatn
þangað eins og í brunnana áður.
Sennilega hafa húseigendur sjálfir
kostað lögn inn til sín en öllum verið
frjálst að sækja í póstinn end-
urgjaldslaust.
Svo er til orða tekið að „fjandvin-
irnir“ Skúli Thoroddsen og Hannes
Hafstein hafi setið saman í bæjar-
stjórn ísafjarðar. Þeir voru auðvitað
andstæðingar en óhætt niun að segja
að allt hafi farið skaplega með þeim.
Unnur Skúladóttir sagði mér að
Hunnes Hafstein liefði stundum leit-
að ráða til Skúla í sambandi við
embættið. Einhvern tíma hefði The-
ódóra spurt Skúla hvort honum
þætti ástæða til að vera að hjálpa
Jón Þ. Þór.
Hannesi. Skúli hefði svarað því einu
til að þetta væri auðveldast fyrir
hann. Skúli mun ekki hafa verið
heiftrækinn maður.
Fátt niun verða fundið að máli og
stíl þessarar sögu. Þó kann ég ekki
við að segja: „Enn átti þó eftir að
leysa ýmsan vanda" og vafasöm er
notkun orðsins ávirðingar á bls. 104.
Eins mun það hæpið að kalla emb-
ættislausa lækna sem störfuðu í bæn-
um aðstoðarlækna.
Svo er eitt hégómlegt atriði. Heið-
ursmerki það sem Sölvi Thorsteins-
son hafnsögumaður og veitingamað-
ur fékk við konungskomuna 1907 er
lægsta gráða dannebrogsorðunnar
eins og myndin líka sýnir að hann sé
útnefndur dannebrogsmaður. Þó að
mynd af fílsorðunni sé í bréfshaus
orðunefndarinnar er engin ástæða
til að nefna hana í þessu sambandi.
Hún var cinkum ætluð konungborn-
um og Salmonsen segir að árið 1916
hafi aðeins ellefu menn af borgara-
legum ætturn hlotið þá upphefð að
bera fílinn.
Saga ísafjarðar er þáttur úr þjóð-
arsögunni. Á það má líta að íbúar
ísafjarðarsýslu og kaupstaðar voru
miklu stærri hluti þjóðarinnar fyrr-
um en nú er. Ætli þeir hafi ekki verið
nálægt 13% þjóðarinnar þegar Ijóð-
skáldin Guðmundur Guðmundsson
og Jónas Guðlaugsson og tónskáldið
Jón Laxdal voru samtímis heima-
menn á ísafirði. Nú er það fólk sem
heima á í héraðinu kannske innan
við 3% þjóðarinnar. Hér er því
mikil breyting og örlagarík á orðin.
Scgja má að slíkar hugleiðingar
komi þessari sögu lítið við en þær
eru þó meðal þess sem sprettur fram
og leiðir af lestri þessarar bókar. En
hvað sem framundan kann að vera
skal þessari sögu tekið með þökkum.
H.Kr.
AB-BÆKUR NUIAR
Frá Almenna Bókafélaginu var
okkur að berast listi yfir þegar
útkomnar og væntanlegar bækur
þcirra í ár. Þegar útkomnar hjá AB
eru Viðskipta- og hagfræöingatal,
Smásögur Listahátíðar 1986, fjórða
bindi af Leikrituni Shakespeares í
þýðingu Helga Hálfdanarsonar og
lYlannlýsingar, þrjú fyrstu bindin af
ritsafni Sigurðar Nordals.
Þá eru allmargar bækur væntan-
legar á næstunni. Á yngri áruin
nefnist bók þar sem Jakob Ásgeirs-
son ræðir við Kristján Albertsson
um liðna tíma, ísland á 19. öld er
listaverkabók eftir Frank Ponzi, og
eftir Mátthías Johannessen kemur
smásagnasafn sem heitir Konungur
af Aragon og aðrar sögur. Þá kemur
smásagnasafn eftir Indriða G. Þor-
steinsson sem heitir Átján sögur úr
álfheimum, og tvær skáldsögur eru
væntanlegar, Eftirmáli regndrop-
anna eftir Einar Má Guðmundsson
og 1 kyrrþey eftir Helga Jónsson. Þá
kemur bók eftir Halldór Halldórsson
sem heitir Ævisögur orða og er í
bókaflokknum Islensk þjóðfræði, og
þrjár ritgcrðabækur, Hús sem hreyf-
ist, ritgerðir um bókmenntir eftir
Kristján Karlsson, Hvað ertu
tónlist? ritgerðir um tónlist og tón-
skáld eftir Árna Kristjánsson, og
„Eina jörð veit cg eystra,“ ritgerð
um Halldór Laxness eftir Sigurö
Hróarsson.
Eftir Louis Rey kemur bókin
Grænland - Kristalsheimur í þýð-
ingu Sigrúnar Laxdal, og einnig eru
væntanlegar tvær barnabækur. Jóla-
sveinahókin eftir Iðunni Steinsdótt-
ur. og Sigling Dagfara, barna- og
unglingabók eftir C.S. Lewis sem
Kristín Thorlacius þýddi. Þá kemur
bók eftir Múllenheim sem nefnist
Bismarck, um sjóorustuna þegar
herskipið Bismarck var skotið niður
af foringja úr áhöfn skipsins.
í bókaklúbbi AB hcfur komið út
ein bók í mánuði það sem af er
árinu. Þar á mcðal eru þrjú bindi af
Sögu niannkyns, Brennu-Njáls saga,
Gamli maðurinn og hafið eftir Hem-
ingway, Stikilberja-Finnur eftir
Mark Twain, íslenskar skaupsögur,
Dætur frú Liang eftir Pcarl S. Buck.
Tíundi maðurinn cftir Graham
Greeneog Rósa eftir Knut Hamsun.
í Ijóðaklúbbi AB cru komnar út
tvær Ijóðabækur, Áfangastaður
myrkrið eftir Jóhann Hjálmarsson
og Ljóðmæli eftir Kristján Jónsson
Fjallaskáld. Þar eru enn væntunlcgar
tvær bækur nú í ár, Haustregn eftir
Heimi Steinsson og Daggardans og
darraðar eftir Pjetur Hafstein Lárus-
son. - esig
„Ritgerð um ríkisvald“
eftir Johne Locke
Hjá Hinu íslenska bókmenntafé-
lagi cr komin út bókin Ritgerð um
ríkisvald eftir John Locke. Er þetta
tuttugasta bókin í ritröðinni Lær-
dómsrit Bókmenntafélagsins. ís-
lensk þýðing er eftir Atla Harðarson
sem einnig skrifar inngang og
skýringar.
í kynningu forlagsins á bókinni
segir m.a. að Ritgerð um ríkisvald
(Second Treatise of Civil Govern-
ment) eftir John Locke (1632-1704)
sé eitt af áhrifamestu ritum heini-
spekisögunnar, og stjórnmálasög-
unnar líka. Bókin varð til á byltingar-
tímum í Bretlandi, og hún átti eftir
að verða ein rótin að stjórnbylting-
um 18. aldar, hinnar umerísku 1776
og hinnar frönsku 1789, Á 19. öld
bárust svo áhrif hennar um víða
veröld, til Indlands og Suður-Amer-
íku og víðar. í inngangi sínum segir
Atli Harðarson m.a. um bókina:
„Aðalniðurstaða Ritgerðar um
ríkisvald er sú að valdsvið ríkis-
stjórnar sé afmarkað af því umboði
John Locke
sem henni hefur verið fengið og að
þetta umboð hljóti að vera takmark-
að því enginn maður, eða hópur
manna, geti fengið stjórninni umboð
til að brjóta gegn náttúrurétti eða
troða á réttindum fólks.“ - esig