Tíminn - 07.10.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.10.1986, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 7. október 1986 Tíminn 15 lllllllllllllllllllllllllll MINNING lllilllll Guðmundur Guðmundsson Hallbjarnareyri, Eyrarsveit Effco þurrkan læknar ekki kvef En það er óneitanlega gott að snýta sér í hana heimilisstörfin, sem áður virtust óyfirstíganleg, að skemmtilegum leik. Óhreinipdin bókstaflega leggja' á flótta þegar Effco þurrkan er á lofti. Hún er svo stór og mjúk og særir nebbann ekki neitt. Svo þegar kvefið er batnað getur þú notað afganginn af rúllunni til annarra hluta, eins og t.d. til að þrífa bílinn, bátinn, sumarbústaðinn og svo getur þú að sjálfsögðu notað hana til algengustu heimilisstarfa. Það er eitthvað annað að þrífa með Effco þurrkunni. Hún gerir Effco;þurrkan fæst á betri bensínstöðvum oa versLunum. Heildsala ^löggdeylir — EFFCO síml 73233 KEffco-purrtcart W, BRIDGE Fæddur 9. júní 1915 Dáinn 23. september 1986 Þann 23. september síðastliðinn andaðist á heimili sínu Guðmundur Guðmundsson, Hallbjarnareyri í Eyrarsveit. Guðmundur var fæddur í Nýjubúð í Eyrarsveit þann 9. júní 1915, sonur hjónanna Guðmundar Guðmunds- sonar og Jensínu lngibjörgu Níels- dóttur, sem þá bjuggu í Nýjubúð. Ekki ætlar sá sem þessar línur ritar að gera neina allsherjar úttekt á lífshlaupi Guðmundar heitins. Upp- vaxtarár hans hafa að sjálfsögðu mótast af venjunr þess tíma sem var að aðstoða foreldra sína við búverk, róa til fiskjar og annað slíkt. Guðmundur hóf búskap á Hall- bjarnareyri 1948 ásamt konu sinni Marfu Elíasdóttur, frá Hallbjarnar- eyri. Á þeirri jörð var hans hugur alla tíð síðan. Hann var góður bóndi fór vel að öllum skepnum og annað- ist vel. Nú fyrir nokkrum árum fór heilsan að bila, en lagði hann aldrei á sjúkrahús að heitið gat. Og þar Krístinn Guðbrandur Harðarson: Eilífír sólargeislar, útg. höf. Rvk. 1986. bessi ljóðabók er gefin út af höfundi í 300 árituðum og tölusett- um eintökum og að ýmsu leyti nýstárleg. Að því er segir í kynn- ingu, sem fylgdi með til okkar, er þetta fyrsta ljóðabók höfundar og ljóðin samin á síðustu tveimur árum. I bókinni, sem er 73 blaðsíður, eru 85 ljóð sem skiptast í fjóra kafla. Þar er þess einnig getið að höfundur hafi myndlistarmenntun að baki og starfi sem myndlistarmaður og kennari. Bókin verður til sölu í stærri bóka- verslunum og hjá höfundi. Það rifjaðist upp fyrir mér við lestur þessarar bókar að stundum hafa bókmenntafræðingar beitt þeirri aðferð við könnun skáldverka að telja í þeim orð, flokka í sundur nafnorð, sagnorð, lýsingarorð o.s.frv., og reikna út prósentutölur um hvert um sig. Ástæðan er sú að höfundur beitir skáldskaparaðferð sem rhér þykir mjög trúlegt að myndi leiða í ljós mjög hátt hlutfall nafnorða ef Ijóð hans væru meðhöndluð með þessari aðferð. Með öðrum orðum þá eru ljóð hans mjög stuttorð og samanþjöpp- uð. Þau eru nánast sett saman af lykilorðum einum saman, en hann hefur lagt sig fram við að hreinsa utan af þeim öll fyllingarorð og það sem gefur frásögninni hold og blóð í venjulegu lausu máli. Hann yrkir þarna um býsna fjölbreytileg efni, en m.a. eru mörg ljóð framan af bókinni sem lýsa ýmsum atriðum úr mannkynssögunni sem við þekkjum frá tímum Grikkja, Rómverja og nálægra þjóða. Þar er til dæmis ljóð sem heitir Jarteikn og er dæmi um þetta: Dareios Persakonungur mold og vatn (jarteikn) viturmaður, víðsýnn og kappsfullur öflugur herskipafloti blómleg verslunarborg herskipaflotinn tvístraðist í ofsaveðri straumar í þröngu sundinu (479) f. Kr.) 488 f.Kr. landleið vestur Litlu-Asíu Xerxes Persakonungur Og um Pál postula er þarna Ijóð sem heitir Páll frá Tarsos: fyrstu kristnu söfnuðirnir kom að þau hjónin keyptu hús úti í Grundarfirði og voru þar viðloðandi fyrst og fremst á vetrum. Það var ekki góður kostur fyrir hann að slíta sig frá jörðinni, en eigi má sköpum renna. Það var erfitt verk fyrir eljumanninn að leiða fé sitt til förg- unar og játa þar með vanmátt sinn. Það fór ekki svo fyrir tilstyrk góðs frænda, sem fóðraði og annaðist hluta bústofnsins á vetrum nú síð- ustu ár. Fyrir það veit ég að hann var þakklátur. Það var þá að einhverju að hverfa að vori og meðtaka ný líf, og annast heyskap til næsta vetrar. Það fór svo þann 23. síðastliðinn þegar hann var að smala land sitt ásamt öðrum, að þar leit hann síðast yfir Hallbjarnareyri og búsmala sem lengst af átti hug hans nær óskiptan. Þeim Guðmundi og Maríu varð fimm barna auðið. Þau eru: Berta gift Daða Hinrikssyni búsett á ísa- firði. Jensína gift Guðna Gústafssyni búsett á Grundarfirði. Svava gift Guðmundi Emanúelssyni búsett á Ólafsvík. Magnea gift Ólafi Birni Krístinn Guðbrandur Harðarson. kristniboð meðal heiðinna kristnir söfnuðir í stórborgum trúfræði kristinnar kirkju ofsóknir gegn kristnum mönnum keisarinn og kristindómurinn pyndingar og píslarvættisdauði Þarna er ort um margt fleira, sem hér er ekki rúmt til að rekja, og allt í sama stílnum. Meðal annars er þarna nokkuð löng ferðasaga vestan af fjörðum og suður á land, sem öll er sett saman af slíkum svipmyndum sem bregður fyrir augun út um Gunnarssyni búsett í Grundarfirði. Guðmundur sem býr með norskri konu, búsettur í Noregi. Guðmundur var góður vinur vina sinna, hafði ánægju af að hitta fólk og spjalla. Félagslyndur og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, söngelskur og lagvís. Ég vil nú að leiðarlokum þakka fyrir þau kynni sem urðu með for- eldrum mínum og honum er þau komu aðflutt í Eyrarsveit 1952. Og síðan eftir að móðir mín dó, helst vinátta þeirra og heimsóknir hvors til annars þar til faðir minn andaðist á síðastliðnu ári. Kynni mín af Guðmundi voru með eindæmum góð og þroskandi enda fór þar hugljúfi og góður drengur. Hugur minn reikar nú til aldraðs föður hans. Að endingu viljum við hjónin votta Maríu konu hans börn- um og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð Tryggvi Gunnarsson Brímilsvöllum bílgluggann og fleira mætti nefna. Þetta er nýstárleg aðferð sem ég minnist ekki að hafi verið beitt í sama mæli í ljóðabókum nú nýverið. Þetta er ferskt og kveikir vissulega áhuga. Aftur á móti er álitamál hvort ekki sé full mikið að fá í hendur heila bók sem nánast byggist einvörðungu á þessari einu aðferð. Meiri fjölbreytni í skáldlegum til- þrifum hefði kannski ekki skaðað hér. - esig Frá Bridgesambandi íslands Skráning í fslandsmót kvenna og yngri spilara í tvímenningskeppni, sem spilað verður helgina 25.-26. október nk., er hafin hjá Bridge- sambandi íslands. Bæði mótin verða með Barometer-sniði og ræðst spila- fjöldi af fjölda þátttakenda. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út miðvikudaginn 22. október og eftir þann tíma geta spilarar ekki búist við að komast að. Þátttökugjald er kr. 3.000 pr. par. Ársþing Bridgesambandsins verð- ur haldið á Hótel Borg, laugardaginn 18. október nk., og hefst kl. 10 árdegis. Innan vébandasambandsins eru nú 49 félög. Forseti þess er Björn Theodórsson. Stofnanakeppni Bridgesambands íslands og Bridgefélags Reykjavíkur verður spiluð núna í október. Skrán- ing er þegar hafin hjá Bridgesam- bandi íslands (s: 18850). Fyrirkomu- lag verðup með sama sniði og undan- farin tvö ár, þ.e. Monrad-fyrirkomu- lag alls 9 umferðir með 3-10 spilum í leik, þrjú kvöld. Fyrirtæki, stofnan- ir og félög mega senda ótakmarkað- an fjölda sveita. Þátttökugjald pr. sveit er kr. 6.000, en í hverri sveit mega vera allt að sex spilarar. Spila- dagar verða sem hér segir: 1.-3. umferð miðvikudaginn 29. október, 4.-6. umferð laugardaginn 1. nóv- ember og 7.-9. umferð þriðjudaginn 4. nóvember. Öll keppnin verður spiluð í Hreyf- ils-húsinu v/Grensásveg og hefst spilamennska kl. 19.30 á kvöldunum og kl. 13 á laugardeginum. Nv. Stofnanameistarar er sveit Ríkis- spítala (karlar), fyrirliði Sigurður B. Þorsteinsson. Landsbikarkeppnin virðist ætla að verða vinsæl hjá bridgefélögunum. Flest (öll) stóru félögin verða með, en eins og komið hefur fram er Landskeppnin spiluð á spiladögum félaganna, vikuna 13.-17. október. Tölvugjöf hefur verið send formönn- um allra félaganna, þannig að þá er það einungis skráningin sem eftir er, en félögin verða fyrirfram að skrá keppéndur í næstu viku (nöfn og nafnnúmer) til að mæta spilagjafa- þörf er að keppni kemur. Frá Bridgesambandi Reykjavíkur Reykjavíkurmótið í tvímennings- keppni verður spilað í nóvember. Undanrásir verða spilaðar í Hreyfils- húsinu sem hér segir: 1. uniferð fimnitudaginn 20. nóvember, 2. urn- ferð laugardaginn 22. nóvember og 3. umferð sunnudaginn 23. nóvem- ber. Úrslitakeppnin verður svo spiluð á sama stað helgina á eftir, laugar- daginn 29. nóvember og sunnudag- inn 30. nóvember. (Iaugardag, sunnudag og sunnudagskvöld). Vakin er sérstök athygli á breyttu fyrirkomulagi á tvímenningskeppn- inni. í stað þess hefðbundna fyrir- komulags sem verið hefur síðustu árin (og gengið sér til húðar að mati flestra) þar sem 27 efstu pör úr undanrás auk meistara fyrra árs hafa komist í úrslit, verður úrslitapörum fækkað niður í 20 pör og spiluð 5 spil milli para, alls 95 spil í úrslitakeppn- inni. Þessi 20 pör verða fundin eftir nýrri aðferð. Meistarar síðasta árs eru inni í myndinni að þessu sinni. Hin 19 pörin koma sem hér segir: Eftir tvær fyrri umferðirnar í undan- rás, mynda 24 efstu pörin úrvalshóp og keppa um 16 sæti í úrslitakeppn- inni. Hin pörin sem lenda í 25. sæti og neðar eftir tvær fyrri umferðir í undanrásum mynda annan hóp og keppa um 3. sæti í úrslitakeppninni. í þeim hópi er heimilt að hætta keppni eftir tvær umferðir í undan- rás, sem þó enginn skyldi gera. því skor allra para (í úrvalshópi og áskorendahópi) gildir tvöfalt í þriðju umferð. Með þessari breyttu skipan mála í Reykjavíkurmóti í tvímenning 1985 er verið að „fiska" eftir: a) Meiri keppni í undanrás en verið hefur b) Gera mótið sjálft þjálla og aðlað- andi fyrir keppendur c) Nota þá möguleika sem tölvuút- reikningur býður uppá. d) Fá bestu spilarana hverju sinni í úrslit e) Og einfaldlega betra mót Þessar hugmyndir eru hér með lagðar fram til kynningar, svo og til staðfestingar á auglýstum spiladög- um. Skráning fer fram í félögunum í Reykjavík og hefst um næstu mánaðamót. í beinu framhaldi má geta þess að Bridgesamband Reykjavíkur hefur ákveðið að hrinda af stað Bikarkeppni í vetur í Reykja- vík. Fyrirkomulag yrði með svipuðu sniði og Bikarkeppni Bridgesam- bandsins og keppt verður um silfur- stig. Tímamörk verða rúm milli umferða enda hugsað sem létt viðbót við reglulega vetrarspilamennsku Reykjavíkurspilara. Bridgefélag Hornafjarðar Vetrarstarfið hjá Bridsfélagi Hornafjarðar er komið af stað með pomp og prakt og fyrsta alvöru- keppni vetrarins er þriggja kvölda tvímenningur, þar sem spilað er um þátttökurétt á Áusturlandsmóti. Eft- ir 1. umferð erstaðan þessi. (Meðal- skor 110): Jón Skcggi Ragnarss. - Ðaldur Kristjánss. 158 Árni Stefánsson - Jón Sveinsson 122 Kristján Ragnarsson - Bragi Bjarnason 117 Þorsteinn Sigjónsson-Sumarliöi Hrólfsson 117 LYKILORDASTILL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.