Tíminn - 07.10.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.10.1986, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. október 1986 Tíminn 5 Verðkönnun NRON: Mikligarður ódýrastur í 15 af 19 tilfellum Mikiigarður var glæsilcgur sigur- vegari með lægsta verðið á 15 af alls 19 vörutegundum í verðkönnun sem Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis, ASÍ og BSRB gerðu i niu verslunum norðan Suðurlandsbraut- ar þann 30, september s.l. Meöal- verð Miklagarðs á öilum 19 vöruteg- undunum var 11-12% lægra en í þeim tveim búðum öðrum sem allar vörutegundirnar fengust í og um 8% lægra en í Kjötmiðstöðinni á þeim 16 vörutegundum sem þar fengust. En Kjötmiöstöðin hefur sem kunn- ugt er aftur og aftur komið mjög vel út úr verðkönnunum. Mesti verömunur ntilli verslana var 55% á Dún-mýkingarefni. eða frá 45.50 kr. til 70.70 kr. Yfir 30% verðmunur var á þriðjungi vöruteg- undanna. sem kömumin náði til. - HEI Fernir tón- leikar Fcrnir tónleikar verða nú í vikunni til styrktar Kvenna- athvarfinu í Reykjavík og mun Bubbi Mort-hens opna þá alla. Tvennir tónleikar verða á Akur- eyri á fimmtudagskvöldið, einir á Selfossi á föstudagskvöld og síð- an einir á Selfossi á sunnudag. Tónleikarnir á Akureyri fara fram samtímis í Sjallanum og Dynheimum og munu sömu lista- mennirnir konta fram á þeim báðum. Fað eru Bubbi, Bjarni Tryggvason, hljómsveit Ingimars Eydal, Skriðjöklar og Stuðkom- paníið auk dansflokks frá Dans- stúdíói Alís. Fyrri tónleikarnir á Selfossi verða á Hótelinu og þar koma fram Bubbi, Guðjón Guðmunds- son og Kristján Hrafnsson, Trinty og Kikk. Seinni tónleikarnir verða í Félagsbíói á sunnudag kl. 14.00 og þar koma fram Bubbi, Guðjón og Kristján og Bjarni Tryggvason ásamt l'leiri lista- mönnum. Allur ágóði af þessum tónleik- um rennur til Kvennaathvarfsins til viðgeröa á húsnæði samtak- anna. Aösögn Viðars Arnarsson- ar umboðsmanns Bubba Morthens vantar Kvennaathvarf- ið tiú um 600 þúsund til að koma húsnæði sínu í mannsæmandi horfog vonaðist Viðartil að þessi upphæð safnaðist á hljómleikun- um nú í vikunni og lokahljóm- leikum sem verða í Háskólabíói 18. óktöber. -Hð- VEREXyEStA|WRDGTSIA Vorutcgundir Holtskjör Langh.v. 113 Kjötmióst. Laugalæk 2 KRCN Langh.v.130 Langnoltsval Langh.v. 174 Laugarás Noróurbr. 2 Lakjarkjör Brekkulæk 1 Mikligaróurj SS 1 Sundaval v/Holtaveg jGlæsibæ ÍKleppsv.150 Kism. haesta og lægsta Kr: verós %: Sirkku molasvkur 1 kg 48,00 44,40 46,50 51,05 48,90 43,10* 44,30 I 47,15 7,95 18,4 Juvel hveiti 2 kp 53.50 53,95 56.35 58,40 57,45 43,50* 54,00 56,20 14,90 34,3 Otahafrámjöl950g 79,50 76,65' 82,70 87,50 77,85 69,90* 90,20 74,90 20,30 29,0 Rivcr ncc hriserjón 454 e 28,90 29,60 29,50 31,40 35,90 29,15 26,85* 35,70 34,70 9,05 33,7 Libbvs tomatsósa 340 g 44,00 42,55 43,00 45,50 44,90 45,10 36,90* 39,60 4.,15 8,60 23,3 SS pvlsusinncp 200 g 35,90 34,40 35,35 36,50 31.60-* 33,00 33,00 36,45 4,90 15,5 Fransmanfr.kanöflur 700 e 102.00 99.90 95,00*- 102,50 98,50 7,50 7,9 Ðraga kaffi. gulur 250 g 104,00 109,50 104,95 114,05 105,00 99,90 91,90* 104,10 92,90 17,60 19,2 Don Pcdrokaffi200g 68,90*- 90,00 92,35 23,45 34,0 Vcx þvottacfni 700 g 72,50 73,10 72,00 77,60 72,90 64,70.*. 67,50 71770 12,90 19,§ Dún mýkingarcfni 11 45,50 4F 66,60 70,70 66,90 66,40 58,95 64,10 66,00 25,20 55,4 Hreinol grznt 0.51 46.50 43.00 46.80 46,80 41,10* 46,80 46,60 5,70 13,9 Lux sápa 85 g 18,90 19,30 17,75 20,00 19,50 19,20 17,50* 20,30 18,05 •3,30 18,9 Vim nestiduft 500 g 35,35 32,85 35,00 43,50 32,65* 41,20 40,55 10,85 33,2 Handy Andv500ml 53,00 * 58,00 58,95 53,90 54,30 53,70 58,00 57,80 5,95 11,2 Sjálftfiii (Fnnn) 0.51 118,60 106,95 119,20 100,50 104,95 96,90 * 118,25 22,30 23,0 Papco WC-pappír. 2 rúllur 37.00 34.35 38,00 40.95 34.00 31.00-* 37.70 38.50 9,95 32,1 Gillette comour rakv.bl.5 nk 190,80 185,30 199,90 169,00* 197,00 191,00 30,90 18,3 Lotus futura domub. 10 stk 71,00 71,45 69,10 72,10 71,30 68,60*- 72,15 72,55 3,95 5,8 Háskóli íslands 75 ára: 50 Apple tölvur keyptar til H.í. á sérstökum afmæliskjörum Háskóli Islands hefur keypt 50 Macintosh Plus einmenningstölvur 8 Laser Writer Plus tölvuleisiprentara ásamt viðbótarbúnaði svo sem harða diska, aukadrif og prentara. Búnað- ur þessi vegur samtals 1,3 tonn og kostaði um 3,5 milljónir króna. Skýringin á því hversu ódýr þessi búnaður er, er sá að Apple fyrirtæk- ið vcitti að meöaltali helmingsafslátt á þcssum tölvubúnaði í tilefni 75 ára afmælis Háskólans. Þess má einnig geta, að Apple tölvufyrirtækið hefur um nokkurt skeið veitt háskólum víða í hciminum sérstök kjör, en afslátturinn sem hér um ræðir cr þar fyrir utan. Apple fyrirtækið gaf há- skólanum reyndar 5 tölvur í vor og einn leiserprentara í vor, og var það byrjunin á þessum stóru viðskiptum. Tölvur þessarsem háskólinn hefur nú eignast fara á mismunandi staði innan hans. Raunvísindastofnun fær 12, yfirstjórn háskólans 3, rcikni- stofnun 1. heimspekideild 1, raun- vísindadeild 8, tannlæknadeild 5, félagsvísindadeild og Félagsvísinda- stofnun fá 6, guðfræðideild 7, læknis- fræði og hjúkrunarfræði 5 og verk- fræði 2. Myndin var tekin þegar tölvubúnaðurinn var ailientur, en stærstur hluti hans er nú kominn í notkun og er mikil búbót fyrir liáskólann. Fyrsti fram- boðslistinn ákveðinn Á kjördæmisþingi framsókn- armanna á Austfjörðum sem hald- ið var um síðustu helgi var endan- lega gengið frá framboðslista Framsóknarflokksins í Austur- landskjördæmi fyrir væntanlegar Alþingiskosningar. Er þetta fyrsti framboðslistinn sem ákveðinn er. Kosið var í 6. efstu sætin en uppstillinganefnd raðaði fram- bjóðendum f 7.-10. sæti. Eftirtaldir skipa listann: 1. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, Höfn. 2. Jón Kristjánsson, alþingismað- ur, Egilsstöðum. 3. Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri, Seyðisfirði. 4. Guðrún Tryggvadóttir, meina- tæknir, Egilsstöðum. 5. Þórhalla Snæþórsdóttir, útgáfu- stjóri, Egilsstöðum. 6. Vigdís Sveinbjörnsdóttir, hús- móðir, Egilsstöðum, 7. Einar Baldursson. framkvæmda- stjóri, Reyðarfirði. 8. Jóhanna Guðmundsdóttir, skrif- stofumaður, Breiðdalsvík. 9. Kristinn Magnússon, sjómaður, Vopnafirði. 10. Þórdís Bergsdóttir, húsmóðir Seyðisfirði. 1. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra. 4. Guðrún Tryggvadóttir, meina- tæknir. 2. Jón Kristjánsson, alþingismað- ur. 5. Þórhalla Snæþórsdóttir, útgáfu- stjóri. 3. Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri. 6. Vigdís Sveinbjörnsdóttir, hús- móðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.