Tíminn - 07.10.1986, Blaðsíða 1
p H _ STOFNAÐUR1917
Mminn
SFJALDHAGI
ailar upplýsingar
á einum staó í;
<£>> fyt!1** i
^ kgu 1
SAMVINNUBANKI jv f
ISLANDS HF.
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986-228. TBL. 70. ÁRG.
ISTUTTU MALI
■ II
|
RIKISUTVARPIÐ mun reka
útvarpsstöö í samvinnu viö utanríkis-
ráöuneytið vegna leiðtogafundarins og
veröur útvarpaö á ensku daglega frá
klukkan átta á morgnana til klukkan
10-15 á kvöldin frá miövikudagskvöldi
til mánudagskvölds. Útvarpað verður
á FM 89,3 og þar veröa sagöar fréttir,
útvarpaö beint frá ýmsum atburðum í
tengslum viö fundinn og milli dagskrár-
liða veröa fluttar aualýsingar á ensku
og tónlist. Tekið verður á móti fréttum
í síma 688188 og á móti auglýsingum
hjá auglýsingadeildinni.
ALBERT GUÐMUNDS-
SON iönaðarráöherra var einn 27
ráðherra víösvegar aö úr heiminum,
sem voru viöstaddir setningu 13. Al-
þjóöa orkuþingsins í Cannes í Frakk-
landi á sunnudag. Fjölmiölar í Frakk-
landi hafa sérstaklega getiö komu
Alberts á þingið og greindi Albert þar
frá íslenskum málefnum, m.a. atvinnu-
vegum, orkuiönaöi, og sýningu sem
hiö nýstofnaða fyrirtæki Orkustofnun
Erlendis hf. gengst fyrir í sambandi viö
þingiö, en 20 íslensk fyrirtæki taka þátt
í þeirri sýningu.
GLASGOW CELTIC,
knattspyrnuliðið skoska, hefur leitaó
aöstoöar geislunarsérfræöinqa til að
rannsaka hvort óhætt sé aö fara til
borgarinnar Kiev í Rússlandi og spila
þar gegn Dynamo Kiev, en Kiev er
aöeins í um 50 kílómetra fjarlægö frá
Tjernobylkjarnorkuverinu. Celtic á aö
spila viö Dynamo Kiev í Kiev' 22.
október og í Skotlandi 5. nóvember.
BANDARÍKJASTJÓRN
er að undirbúa nýja þjálfunaráætlun
fyrir uppreisnarmenn sem berjast gegn
stjórn Nicaragua aö sögn tímaritsins
Newsweek. Þjálfunin fer fram í her-
stöövum í Bandaríkjunum, nánar til-
tekið í Georgiu og Noröur Carolinu.
Uppreisnarmennirnir eru þjálfaöir í
meðferð loftvarnarflauga, léttra skot-
vopna, flutningaflugvéla og þyrlna.
JESSIE JACKSON, biökku
mannaleiötoginn kunni, mun setini-
lega ekki koma til íslands vegna leið-
togafundarins eins og fyrr haföi verið
taliö. Jackson hefur gjarnan haldið sig
á þeim stööum í heiminum sem líklegt
er að hann geti vakið athygli á baráttu-
málum sínum og hann vakti mikla
athygli í Genf fyrir ári þegar þeir
Reagan og Gorbatsjov ræddust viö í
fyrsta sinn.
ALLHARÐUR árekstur varö í
gær um kl. 19.30 á mótum Suðurlands-
vegar og Ofanbyggöarveqar. Bifreið
sem kom niður Ofanbyggoarveg ók í
veg fyrir bifreið sem var á leið austur
Suðurlandsveg. Þrenntvarflutt í slysa-
deild.
VORUMARKAÐURINNá
Eiöistorgi hefur verið seldur og keyptu
Sláturfélag Suöurlands og heildversl-
unin Sund verslunina sem verður eftir
endurskipulagningu rekstrarins opnuð
undir heitinu Vöruhúsiö Eiöistorgi.
Ebeneser Ásgeirsson mun áfram reka
húsgagnaverslun í húsinu.
KRUMMI
...ætli það þýði
nokkuð að reyna
að leigja reiðhjól-
ið...?
Reagan lendir í
Keflavík kl. 19
Hann býr í sendiráöinu. Ekki er komin nákvæm tímasetning á komu Gorbatsjovs
Línur eru nú loksins farnar aö
skýrast varðandi leiðtogafund
þann sem haldinn vcrður áJaugar-
dag og sunnudag. Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti keniur með þotu
bandaríska flughersins - Air foreC'
1 -. Vélin lcndir á Kcflavíkurflug-
velli kl. 19.05 á fimmtudag. Ákveð-
ið hcfur verið hvcrjir verða í ís-
lensku móttökunefndinni. Það
verða forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, forsætisráðherra
Steingrímur Hermannsson, utan-
ríkisráðhcrra, Matthías Á. Mathí-
esen, ásamt ráðuneytisstjórum og
forsetaritara.
Þyrla Landhelgisgæslunnar mun
flytja móttökunefndina fram og til
baka, en Kcflavíkurvegur vcrður
að öllum líkindum lokaður að
hluta. Reagan mun halda beint í
bandaríska scndiráðið, þar scm
hann mun búa á meðan á fundar- '
höldunum stendur.
Ekki hefur enn fengist nákvæm
tímasetning á komu Gorbatsjovs
Sovétlciðtoga, en líklega verður
það um klukkan 19 á föstudags-
kvöld.
Ekki cr enn Ijóst hvort Nancy
Reagan kemur mcð manni sínurn.
en líkur cru taldar gegn því, þar
scm Bandaríkjamenn hafa þegar
sent tilkynningu þess cfnis að Rea-
gan verði einn í för. Sterkur póli-
tískur leikur hjá Sovétmönnum.
segja menn.
Ronald Reagan mun heimsækja
Vigdísi Finnbogadóttur forseta ís-
„Ástandið“ í Reykjavík
Að vera bíllaus og búa í tjaldi í Laugardalnum er nú það flottasta sem uni getur í Keykjavík. Þá hel'ur
tekist að leigja hvoru tveggja oftast fyrir vænan dollarabunka. Hér að ofan getur að líta eitt gylliboðið
sem hótclgestum að Hótel Loftleiðum stóð til boða í fyrrakvöld. ’iimmnynd sverrir
Prófkjör og framboöslisti á Austurlandi:
HALLDÓR FÉKK NÆR
100% í 1.SÆTIÐ
mmmammM
„Það hefur ekki áður verið hald-
ið jafn glæsilegt kjördæmaþing á.
Austurlandi síðan ég fór að hafa
afskipti af stjórnmálum og mér
eldri menn kváðust ekki munaeftir
öðru eins. Þarna voru saman
komnir tæplega 170 fulltrúar alls-
staðar að úr kjördæminu. Eftir að
úrslit prófkjörsins lágu fyrir kom í
ljós að það er mikil eining um
listann, enda held ég að fullyrða
megi að það hafi tekist mjög vel til.
Það er almenn skoðun manna að
þessi framboðslisti - scm er hinn
fyrsti sem fram kernur að þessu
sinni - hafi mikinn byr. Það er því
mjög gott hljóð í okkur og viö
eruni bjartsýn," sagði Halldór Ás-
grímsson, sjávarútvegsráðherra og
þingmaður Austurlands.
Halldór sigraði mjög glæsilega -
með 157 atkvæði í fyrsta sæti - í
prófkjöri sem fram fór um fram-
boðslista framsóknarmanna á
Austurlandi um helgina. Næstur
honum kom Jón Kristjánsson með
91 atkvæöi í 1.-2. sæti, þá Jónas
Hallgrímsson með 123 atkvæði í
1.-3. sæti, fjórða var Guðrún
Tryggvadóttir með 67 atkvæöi í
1.-4. sæti, þá Þórhalla Snæþórs-
dóttir með 75 atkvæði í 1 .-5 sæti og
Vigdís Sveinbjörnsdóttir með 89
atkvæði í 1.-6. sæti. Framboðs-
nefnd raðaði síðan í 7.-10. sæti
listans. Sjá bls. 5. -HEI
lands á föstudag klukkan 16:30 til
17. Annars hafa þeir Rcagan og
Gorbatsjov báðir óskað eftir. því
að fá að vera í friöi að mestu. þar
sem þeir munu mikiöfunda mcðráð
gjöfum sínum. Gert er ráö fvrir að
Gorbatsjov heimsæki forseta Is-
lands á laugárdag áður cn lyrsti
fundur leiðtoganna hcfst. En þeir
munu halda þrjá fundi, tvo á
laugardag og einn snemma sunnu-
dags. Ronald Reagan mun halda
strax hcim á lcið eftir fundinn, en
vcgna tímamismunar munu Gor-
batsjov og frú verða eitthvað
lengur.
Þcssar upplýsingar komu fram á
fundi framvarðarmahna Reagans
og Gorbatsjovs með fulltrúum is-
lensku ríkisstjórnarinnarsem liald-
inn var í gær.
Ekki er cnn ákvcðið hvar Gor-
batsjov gistir. -ES
Undirbúningur
leiðtogafundar:
Upplýsingar
skortir enn
- koma Raisu
Gorbatsjovu krefst
aukinnar öryggisgæslu
Islenskir. bandarískir, og
sovéskir embættisménn héldú
sameiginlcgan fund seinnipart-
inn í gær. þarsem undirhúning-
ur fyilr leiðtogafundinn var á
dagskrá.
lngvi S. lngvnrsson ráöu-
nevtisstjóri i utanríkisráðu-
neytinu sagði við Tímann eftir
fundinn að rætt hafi verið um
ýmis fyrirkomulágsatriði og
reynt að fá niðurstöðu í ýmsum
óleystum málum. Ilann sagöi
að búiö væri að ákveða endan-
lega að fundarstaðurinn yrði í
Höfða og að ekki yrði fundað
á ficiri stööum, Hann sagði að
enn hefði ekki fengist vitneskja
um þaö hvcrjir cða hversu
margir yrðu í fylgdarliöum
leiötoganna og að cnn hcfði
ekki fengist staðfcsting á því
hvar Gorbatsjnv hjónijl myndu
búa. <
Böðvar Bragason lögreglu-
sijóri í Reykjavík sugði eftir
fundinn, að enn væri ekki búið
að ákveða endanlega hver
vcrkaskipting milli íslenskra
öryggisgæslusveita annars veg-
ar og öryggisvarða frá Sovét-
ríkjunum og Bandaríkjunum
yrði. „Þetta er enn allt í
vinnslu," sagði lögreglustjóri.
Aðspurður um hversu margir
erlendir óryggisveröir kæmu til
landsins í tengslum við lundinn
sagði hann að það væri ekki
gefið upp né vildi hann svara
þvf hvort þeir skiptu tugum
cða hundruðum.
Böðvár sagði að koma Raisu
Gorbatsjovu hingað til lands
hefði aukin verkefni öryggis-
gæslunnar íslensku í för meö
sér, en ekki væri um óyfir-
stíganlega aukningu að ræða.
-BG