Tíminn - 08.10.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.10.1986, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. október 1986 Tíminn 7 Framboðslistinn 1.-6. sæti. Nauðsynlcgt cr að skipuleggja landbúnaðarframleiðsluna þannig aðsem mestrar hagkvæmni ségætt. 1 því skyni cr stjórnun mikilvæg svo unnt sé að bæta kjör bænda. Ef takast á að halda eðlilegri byggð í sveitunum þarf að Ijúka endurskipulagninu landbúnaðar- framleiðslunnar sem fyrst, m.a. með því að styðja myndarlega við búháttabreytingu í svcitum. Langt cr um liðið síðan Austfirð- ingar urðu almcnnt sammála um að nauðsynlcgt væri að byggja upp orkufrekan iðnað í fjórðungnum. Þingið vill leggja á það áherslu, að niðurstaða fáist í viðræðum um byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, þannig að fram- kvæmdir hefjist sem fyrst. Þingið fagnar því frumkvæði og áhuga sem komið hefur fram uin eflingu ferðamannaþjónustu á Áusturlandi. Slík atvinnustarfsemi er vel til þess l'allin að auka fjölbreytni og trcysta búsetu víða á Austurlandi. Þingið telur að það sé mjög brýnt að opinber stjórnsýsla og rckstur bankakerfis í landinu verði tekin til róttækrar endurskoðunar. Þingið harmar hversu seint hcfur gengið í þeim cfnum og telur það vera með brýnustu úrlausnarefnum á næstunni. Bankakerfið á fyrst og fremst að þjóna undirstöðuatvinnuvegun- um og hagsmunum almennings. Núverandi bankakerfi er orðið alltof dýrt og því verður að fækka bönkum og sameina. Ennfremur má ncfna heilbrigð- iskerfið sem er orðið of dýrt miðað við þá þjónustu sem það vcitir. Við endurskipulagningu þess þarf að gæta meira jafnræðis mcðal landsmanna. Þingið fagnar þeirri umræðu sem orðið hefur um utanríkismál. ís- lendingar eiga aö sýna sem mest sjálfstæöi í utanríkismálum í sam- starfi vestrænna þjóða. Tryggja ber vinsamlcg samskipti við austur og vestur. Leiðtogafundur stór- veldanna er mikilvægt tákn um það, hversu lítil þjóð getur áorkað til að tryggja frið og vinna að afvopnun. Rctt er að taka varnar- samninginn við Bandaríkin til endurskoöunar. Þingið telur að góöur grundvöll- ur hafi veriö lagöur að áframhald- andi framfarasókn íslensku þjóðar- innar í tíð núverandi ríkisstjórnar. Því séu nú aöstæöur til að vinna að auknu jafnræði í þjóðfélaginu, sem hafi það að aðalmarkmiði, að tryggja búsetu í landinu öllu. Þing- iö varar við þeim öfgakenndu upphlaupum, sem veröur vart í íslcnsku stjórnmálalífi til vinstri og hægri, sem taka lítt tillit til ís- lenskra aðstæðna. Hvorki frjáls- hyggja né ríkisforsjá henta ís- lensku þjóðfclagi. Þingið telur að Framsóknar- flokkurinn eigi að ganga óbundinn til næstu kosninga og leggja á það höfuðáhcrslu að koma í veg fyrir að öfgastefnur til hægri og vinstri nái áhrifum í þjóöfélaginu. Stjórn K.S.F.A. Standandi frá vinstri, Ólafur Sigurðsson, Jón Guðmundsson og Jörundur Ragnarsson. Sitjandi frá vinstri, Arnfríður Guðjónsdóttir, Þórhalla Snæþórsdóttir, Óla Björg Magnúsdóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir. Fulltrúar á Aukakjördæmisþingi bíða þess að skila kjörgögnum. Austramynd B.V. Stjórnmálaályktun framsóknarmanna á Austurlandi Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, stóð þjóðin frammi fyrir miklum vandamálum. Kjör- dæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi fagnar þeim árangri sem ríkisstjórnin hefur náð á ýms- um sviöum. Tekist hefur að ná stjórn á verðbólgunni og verulega hefur dregið úr skuldasöfnun er- lendis. Atvinna er næg og þjóðar- tekjur meiri en nokkru sinni fyrr. í Ijósi þess alvarlega ástands, sem var í upphafi kjörtímabilsins, er hér um mjög mikinn árangur að ræða. Framsóknarflokkurinn gekk til síðustu kosninga undir kjörorðinu „Festa - sókn - framtíð". Þar viðurkenndi flokkurinn þau vanda- mál sem framundan voru og hefur tekist á við þau í samræmi við þann grundvöll sem þá var lagður. Breytt stefna í stjórnun fiskveiða undir forystu Framsóknarflokks- ins, hefur verið mjög þýðingarmik- il í þessu sambandi. Sú tekjuaukn- ing sem oröið hefur kemur fyrst og fremst frá sjávarútveginum. Standa þarf vörð um þá stefnu og tryggja hana betur í sessi. Þótt margt hafi gengið vel, bíða mörg verkefni úrlausnar og á þau þarf Framsóknarflokkurinn aö leggja áherslu á næstunni. Fisk- vinnslufyrirtæki búa ekki við nægi- lega traustan grundvöll og því þarf að hraða fjárhagslegri endurskipu- lagningu þeirra og ýmsum tækni- legum endurbótum, þannig að rekstrargrundvöllur þeirra veröi bættur. Þau skref sem stigin hafa verið til menntunar fiskvinnslu- fólks og sá grundvöllur sem lagður hefur verið að starfsréttindum þeirra er mjög mikilvægur. Meö þvf er lagður grunnur aö bættum kjörum fiskvinnslufólks. Þingiö tclur aö nota cigi auknar þjóðartckjur (il að bæta hag lág- launafólks og jafna lífcyrisrctt fólks í cinuni lífcyrissjóöi allra landsmanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.