Tíminn - 08.10.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.10.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarfréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50,- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Nýr lífsstíll Landssamband framsóknarkvenna hélt nýverið ráð- stefnu í Keflavík sem bar heitið „Nýr lífsstíll, betra þjóðfélag“. Markmið ráðstefnunnar var að vekja umræður um þær breytingar sem orðið hafa á þjóðfélaginu á allra síðustu árum og hvernig bregðast skuli við þeim. í framhaldi af ráðstefnunni hafa framsóknarkonur gefið út blað sem ber heiti > ráðstefnunnar og í því eru kynnt sjónarmið þeirra og erindi sem flutt voru á ráðstefnunni. í erindi sem Unnur Stefánsdóttir formaður LFK flutti á ráðstefnunni, lagði hún á það áherslu, að jafna þyrfti launakjör fólks í landinu, samræma lífeyrissjóðareglur, gera því auðvcldara að eignast húsnæði og síðast en ekki síst að hvetja fólk til jákvæðra lífsviðhorfa. Um þetta atriði sagði Unnur Stefánsdóttir: „Það þarf að vera sjálfsagður hlutur að einstaklingurinn finni að hann ber ábyrgð á sjálfum sér og getur fengið miklu áorkaö með breyttu hugarfari og betri lífsmáta. Á þessu sviöi getur ríkisvaldið haft mikilvæga forustu. í Noregi t.d. hefur verið mörkuð opinber neyslustefna og ríkisvaldið leggur fram fjármuni til að hafa áhrif á hollt mataræði og hvetur til almennrár heilsuræktar. Það er tímabært að við íslendingar mótum okkar neyslu- stefnu.“ Enginn vafi er á því að íslendingar geta á margan hátt bætt sinn lífsmáta. Hér ríkir gífurlegt vinnuálag á fólki og lítið er um frístundir. Af þessu leiðir að fólk hefur ekki tíma eða gefur sér hann ekki, til að sinna áhugamálum sínum sem þó hverjum manni er nauðsynlegt að gera. Ástæða er til að ætla að þetta komi til með að breytast á næstu árum. Sjálfsagt er að opinberir aðilar, ekki síst sveitarfélög, geri sér grein fyrir þessari þróun og komi til móts við þarfir fólksins m.a. með því að bæta aðstöðu þess til heilbrigðra tómstundastarfa. Á síðustu árum hefur áhugi fyrir heilsurækt aukist til, muna og flestir gera sér ljósa grein fyrir þýðingu þess að fara vel með líkama sinn og bæta þar með heilsuna. Gífurlegum fjármunum er varið í heilbrigðisþjónust- una og fullyrða má að með auknum fyrirbyggjandi aðgerðum á sviði heilsuverndar má draga stórlega úr þeim kostnaði. Það er því þjóðhagslega hagkvæmt að verja fjármunum til átaks á þessu sviði. Því ber að leggja áherslu á að framlög hins opinbera til íþrótta og æskulýðsmála dragist ekki saman, því á þeim vettvangi er hvað best unnið að þessum málum. Þeim sem best þekkja til þeirra málaflokka og vinna að framgangi þeirra finnst oft og tíðum þeir mæta litlum skilningi stjórnvalda varðandi sínar hugmyndir. Þessu þarf að breyta. Um þetta sagði Unnur m.a. „Okkur framsóknarkon- um finnst umræða um velferð fólks andlega og líkamlega hafa verið allt of lítil, sérstaklega hefur stjórnmálaum- ræðan mjög lítið beinst að þessum þáttum. Við viljum hafa frumkvæði að því að koma af stað umræðu um þessi mál innan Framsóknarflokksins og hefja undirbún- ing að stefnumörkun“. Frumkvæði framsóknarkvenna er eftirtektarvert og full ástæða til að hvetja þær til að halda áfram við þetta starf. Miðvikudagur 8. október 1986 Högum okkur eins og siðuð þjóð Íslendingum ætlar að takast að verða sér ærlega til skaminar i sambandi við leiðtogafundinn. Forsmekkurinn al' |>ví i'ékkst í há- degisfrettuin litvarpsins í gær. Fréttaritarinn á Spáni las útdrátt úr grein í virtu lilaði þar í landi um undirbúning lundarins og fjallaði inntak hennar um okur og græðgi. Lpphaf gullæðisins hólst er síð- degishluð nokkurt ærði upp doll- arasult lítilinótlegra sálna með því að birta óstaðfestar tröllasógur um hvað hægt væri að græða ofboðs- lega með því að leigja ibúðir. Aðrir fjölmiðlar liafa fetað dyggilega í sporin og margtíundað hiis- næðisekluna og að háar upphæðir væru i boði fyrir legupláss. Gróðapungar ganga á lagið og falbjóða lnis sín og hila og guð má vita livað fyrir háar upphæðir. En sannleikuriiin cr sá að þcgur er séð l'yrir þiirfum allflestra sein hingað koma vegna fundarins og ferðaskrif- stofufólk hefur ekki við að alþakka fleiri íbúðir eða herbergi og veröið er ekki hærra en gerist og gengur ylir mcsta fcröamannatimann á sumrín. Fréttir um fréttamenn AHt fréttaflæðið og fjiil- miðlahamagangurinn varðandi fundinn hefur varla veriö um annað en fréttir og fréttanicnn. Tíndar eru til allar þeirra tiktúrur, verið er að setja upp sjónvarpssendistöð hér og aðra þar, margþvælt er uiu þann gífurlega fréttamannastraum sem liggur til landsins og allu þá stórbrotnu aðstöðu sem þeir þurfa. Enn sem koinið er hefur fréttaefnið ekki reynst mikið unnaö í erlenduin fjöhniðluni cn tiltiningur úr al- fræðibókum um land og þjóð og peningagræðgi innfæddra. Svo skaut gyðingahatur upp koll- inuni, eða þannig var það túlkað af þeim sem vilja halda svoleiöis vak- andi, en því niáli hefur verið hjarg- aö í horn og vnnandi reyna frétta- menn ekki mcira til að mistúlka orð og gjörðir íslenskra ráða- manna. Deleríum í Höfða Draugagangurinn á Höfða hefur vcrið ærið fréttaclni víða um heim endu dyggilega undirpúkkað af ís- lenskum draugatrúarniönnuin. Flestir íslenskir draugar eiga scr einhvern uppruna og skýringu. Svo er ekki um Höföadrauginn. Hann er enskur að ætt og uppruna. Hann varð til í viskýsollnum kolli breska sendiherrans sem bjó í húsinu á sínum tíma. Sá var búinn að vera drukkinn í nokkra áratugi þegur hann forframaðist til sendihcrra- tignar á íslandi. Eins og allir vita fer brennivín öllu verr í kollinn á fólki á íslandi en anuars staðar i hciminum og síst mun breski tign- armaöurinn hafa dregið úr vana sínum þegar hann var sestur aö á Höfða. Engin furða þótt hann hati oröiö cinhvers var og skrifaði hann merkar skýrslur uin draugagang til utanríkisráöuncytis síns og bað þess lcngstra orða að hann fengi að skipta um bústað. Síöan hafa ís- lendingar haldið sögunni uin draugaganginn á lofti og er nií delerium sendiherrans fyrrvcrandi orðið heinisfrægt. íslenskir ráðamenn og þeir sem skipuleggja allt tilstandið hafa haldið vel á máluni og er engin ástæða til annars en treysta því að allar ytri aðstæður hins merku fundar fari sómasamlega úr hendi. En fjölmiðlafólk ætti að venja sig af að gera meira en góðu húfi gegnir úr því þótt örfáar þúsundir cmbættisniannu og fréttaliðs koini til landsins og láta sem allt sé i liers hönduin þess vegna. Fjöldinu er síst ineiri en venja-er til þegar ferðamannastraumurinn er ,hvað mestur yfir sumarmánuðlna. Besta landkynningin er aö fólk haldi ró sinni og uingangist þá útlcndinga sein hingað konia cins og góðum og siðuðuin gcstgjöfuni sæmir. Garri. VÍTTOG BREITT Fjarkennsla og framhaldsmenntun Árið 1940 stofnaði Samband ísl. samvinnul'élaga lítið fyrirtæki scm þá nefndist Bréíaskóli SÍS. Mark- nriðið var að auðvclda því fólki, scm ckki átti heimangengt í skóla. að stunda nám í þeim greinum sem hugur þcss stóð til. Þcgar fyrsta árið hófu 280 manns þar nám í fjórum námsgreinum. Bréfaskólinn hcfur starfað sam- fcllt síðan og veitt tugþúsundum fólks fjölþætta menntun. Sam- bandið rak hann citt til 1965, en þá varð Alþýðusamband íslands með- cigandi. Árið 1975 bættust fleiri fjöldasamtök í hóp eigenda, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimanna- samband íslands, Kvcnfélagasam- band tslands og Stéttarsamband bænda. Þetta er rifjað hér upp í tilefni af orðum sem rektor Háskóla íslands lét falla á laugardaginn í ræðu sinni á afmælishátíðinni í Háskólabíói. Þar skýrði hann frá því að nú í haust myndi hefjast svo kölluð fjarkennsla á vegum Háskólans. Fyrsta verkefnið þar verður. að því er hann sagði, námskeið ti! kennsluréttinda fyrir réttindalausa kennara. Háskólarektor sagði jafnframt að þar á bæ yrðu menn nú að búa sig undir aukna fjarkennslu og jafnvel opinn háskóla þar sem nemendum væri veitt margvísleg menntun án tillits til aldurs, búsetu eða fyrri menntunar. „Með aðstoð útvarps og sjónvarps, myndbanda- og tölvutækni er unnt að færa skólann til nemandans og bæta aðstöðu nemenda í grunnskólum og framhaldsskólum hvar sem cr á landinu,"sagði rektorenn frcmur. Það skal tekið undir það hér með háskólarektor að fjarkennsla á vafalaust rnikla framtíð fyrir sér. Allir tæknimöguleikar á því sviði hafa gjörbreyst og Háskólinn hefur líka breyst að því leyti að hann er ekki lengur lokuð stofnun fyrir útvalda heldur opin menntastofn- un fyrir flesta þá sem þurfa á menntun að halda. Þctta er í samræmi við þá þróun sem er að eiga sér stað hvarvetna á Vestur- löndum. En hinu má ekki gleyma að samvinnuhreyfingin og launþega- samtökin hafa á liðnum árum sýnt hrósvert frumkvæði og framtak á sviði fjarkennslu. Senn líður að því að Bréfaskólinn hafi starfað í hálfa öld . og hann hefur unnið ótöldum fjölda fólks ómetanlegt gagn. Þar er mikil reynsla á þessu sviði samansöfnuð, og hana þarf að nýta. Jafnframt því að Háskólinn hyggur að fjarkennsiu þarf líka að styðja vel við bakið á Bréfaskólan- um. Annað vakti líka athygli í ræðu háskólarektors. Hann vék þar að námi eftir stúdentspróf utan hins hefðbundna háskólakerfis og sagði m.a.: „Aukin þörf er fyrir stutt og hagnýtt nánr að loknu stúdents- prófi. Slíkt nám getur hentað ýms- um ncmendum betur en hið hefð- bundna háskólanám og það getur jafnframt hentað betur ýmsum at- vinnugreinum. Slíkt nám mætti skipuleggja þannig að kostur væri á frekara námi við Háskóla tslands." Þetta rifjar aftur upp annað og nýrra framtak á vegum samvinnu- hreyfingarinnar. Nýbúið er að breyta Samvinnuskólanum á þann veg að í framtíðinni verður á boðstólum í Bifröst nám á tveim síðustu árum framhaldsskölastigs, en í framhaldsdeild skólans í Reykjavík er ætlunin að á næstu árum hefjist stutt og hnitmiðað framhaldsnám í viðskiptagreinum fyrir fólk með stúdcntspróf. Ef til vill verður ofan á að laga það nám að einhverju leyti að námi í Háskóla fslands, í samræmi við orð rektors. Slíkt verður að koma í ljós á sínum tíma, en hitt er Ijóst að samvinnuhreyfingin er einnig á þessu sviði að svara kalli tímans. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.