Tíminn - 08.10.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.10.1986, Blaðsíða 11
Tíminn 11 Miðvikudagur 8. október 1986 lllllllllllll LESENDUR SKRIFA illllllllilllllll í tilefni útvarps- guðsþjónustu Á sunnudagsmorgni 31. ágúst 1986 hlustaði ég á útvarpsmessu.sem flutt hafði verið af séra Þorbirni Hlyn Árnasyni þann 11. júní 1986 í Borgarneskirkju. Ekki ætla ég að gera ræðuna í heild að umræðuefni, enda ekki ástæða til, en ein var sú setning, sem vakti mig til nokkurrar unrhugsunar. Hún er þessi: „Ekki þurfum vér að bera kinn- roða fyrir sögu kirkjunnar." (Ég hygg að hér hafi ég orð prestsins rétt eftir). Þetta er alhæfing sem hvetur mig til að bera fram fáeinar spurningar: 1. Getur nokkur með réttu sagt slíkt um alla sögu kirkjunnar frá upphafi? 2. Hefur kirkjan (sem stofnun, og þjónar hennar), ávalt farið eftir orðum guðs og starfað í anda hans? 3. Hvert er upphaf kirkju guðs? Er hún ekki jafngömul tilveru ísra- elsþjóðar? 4. Var það ekki sú kirkja sem lét lífláta Jesú Krist? 5. Var það ekki af völdum kirkjunn- ar sem krossferðir voru stundað- ar? 6. Var það ekki kirkjan sem stóð fyrir athöfnum rannsóknarréttar- ins í Evrópu? 7. Voru galdrabrennurnar ekki eitt af verkefnum kirkjunnar? 8. Var það ekki kristin kirkja, sem ofsótti einn mesta vitfrömuð síð- ari alda, Giordono Brúnó og lét síðan brenna hann á báli í Róm á hinu mikla hátíðarári sínu árið 1600? 9. Er hægt með réttu að halda því fram, þrátt fyrir þessar og ótal aðrar ávirðingar kirkjunnar að ekki þurfi að bera kinnroða fyrir sögu hennar að einu eða neinu leyti? Spyr sá er ekki veit. I.A. 111 BÆKUR Bók um heilagt brjálæði Komin er út bók eftir Jón Þorleifs- son sem heitir Heilagt brjálæði. Þar er fjallað um misskiptingu auðsins í þjóðfélaginu að fornu og nýju, vaxtamál, stórútgerðarmenn, al- þjóðlega auðhringa og fleira. Á bókarkápu er það boðað að mannkynið sé í útrýmingarhættu og fyrir því sjái eiturspúandi verksmiðjur og kjarnorkusprengjur, ásamt sífellt fullkomnari drápstól- um. Þar eru menn einnig hvattir til að lesa bókina og kynna sér þá hlið málsins sem „frjáls fjölmiðlun" leggi allt kapp á að fela fyrir alþýðu manna, þ.e.a.s. hlið taumlausrar auðgræðgi og brjálaðrar valdafíknar svokallaðra athafnamanna sem séu ófyrirleitnir og ábyrgðarlausir allra sinna gerða. Þetta er níunda bók höfundarins og tæpar 80 blaðsíður. Útgefandi er Letur hf. í Kópavogi. -esig VIÐSKIPTALIFIÐ ílllllllllllllll lllllllll illlillll FALL NAIRU í Nígeríu vargengi gjaldmiðilsins, nairu, í senn felit 26. september sl. og upp tekið „fljótandi gengi". upp- boðsgengi. Á vegum stjórnvalda mun fara fram vikulegt uppboð á gjaldeyri til vörukaupa. Á fyrsta uppboðinu var einn bandarískur dollari seldur á 4,6174 nairu í stað 1,5525 áður. Svarar það til 66,36% falls nairu. Þessar ráðstafanir munu vera að ráði Alþjóðabankans, en Nígería sótti nýlega um $ 450 mill- jóna lán hjá honurn. Langtímaskuld- ir landsins erlendis munu nema um $ 12 milljörðum. Af framleiðni í Bandaríkjunum Framleiðni vex nú hægar í Banda- ríkjunum en á eftirstríðsárunum. Frá 1948 til 1965 óx framleiðni vinnu um 3,3% á ári að jafnaði, en eftir 1965 dró úr vexti hennar. Frá 1977 til 1985 óx framleiðni vinnu að meðaltali um 0,7% á ári, (en síðasta árið, 1985 féll framleiðni vinnu um 0,3%, ef landbúnaður er undanþeg- inn). Skiptar skoðanir eru um ástæð- ur þessarar framvindu. Einkarekstur eflist í Alsír Tekjur Alsír af sölu á olíu og gasi til útlanda verða í ár um 40% minni en í fyrra. f árslok 1985 var gjaldeyr- isforði landsins $ 2,5 milljarðar, en erlendar skuldir um $ 17 milljarðar. í efnahagsmálum hefur verið breytt um stefnu frá dauða Hourari Boum- edienne. Horfið hefur meira að scgja verið frá uppskiptingu stór- jarða smábændum í vil. Hefur land- eigendum víða verið fengið fyrra land sitt aftur í hcndur, ekki síst í strandhéruðunum, en smábændum hafði sums staðar gengið illa að nytja það. Hafa sumir landeigendur efnast vcl og eru kallaðir „millionair- es du legume". í einkageiranum er um þriðjungur vinnandi manna og fer fjárfesting í honum vaxandi. Sett voru lög 1982, sem hcimila útlendum félögum að setja upp í Alsír fyrir- tæki, sem verða sameign þeirra og innlendra manna. Aðeins eitt stór- fyrirtæki hefur þó hafist þar handa. Siemens. Sameiginleg fyrirtæki Ráðstjórnarríkjanna og granna þeirra Frá því í október í fyrra hafa Ráðstjórnarríkin samið við allmörg lönd í Austur-Evrópu, önnur en Rúmeníu, um sameiginleg fyrirtæki, sem ýmist verða sett upp í Austur- Evrópu eða Ráðstjórnarríkjunum. Flest lúta þau að vélum og rafmagni og eru flokkuð undir hátækni. At- hygli vakti á Vesturlöndum, einkum Bretlandi og Svíþjóð, að 16. apríl í vor vakti forsætisráðherra Ráð- stjórnarríkjanna, Ryzhkov, máls á slíkum sameiginlegum fyrirtækjum við Japana, en hann mun ekki hafa hlotið góðar undirtektir. Stígandi BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 interRent ÁSKRIFTASlMI 68 63 00 VERTU I TAKT VIÐ Tíniatm Skrifstofumaður Fjármálaráðuneytið óskar að ráða starfsmann til LA rru Tímann F.KKI FLJÚfíA FRÁ l>FR ÁSKRIFTARSÍMI 686300 Er öryggi þitt ekki hjólbarða virði? UUMFERÐAR RÁO almennra skrifstofustarfa. Umsóknum sé skilað til fjármálaráðuneytisins fyrir 15. október 1986. Reykjavík 7. október 1986. CONTINENTAL Betri barðar undir bílinn allt árið hjá Hjólbarðaverslun Vesturbæjar, Ægissíðu 104. Sími % t Við þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður og afa Sigurðar Konráðssonar Varmalandi. Börn, tengdabörn og barnabörn. Ertu að byggja upp líkamann? Tíminn SÍÐUMÚLA 15 S686300 Við leitum að blaðberum til starfa víðsvegar um borgina. Ásendi Byggðarendi Tunguvegur Langagerði Jakasel Jórusel Kaldasel Kögursel Litlagerði Skógargerði Rauðagerði Borgargerði Sogavegur Einimelur Hofsvallagata Melhagi Neshagi Fornhagi Kvisthagi Ægissíða Hjarðarhagi Hafðu samband. 'i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.