Tíminn - 15.10.1986, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 15. október 1986
Tíminn 9
Skipadeild fær
aukið landrými
Holtabakki orðinn of lítill
Hafnarstjórn Reykjavíkur hefur
samþykkt að úthluta Skipadeild
Sambandsins 20.000 fermetra land-
rými suður af núverandi athafna-
svæði deildarinnar á Holtabakka.
Þetta land liggur með sjónum, og
standa nú yfir á því framkvæmdir á
vegum Rcykjavíkurhafnar, en búist
er við að Skipadeild fái það afhent
fyrir áramót.
Flutningar Skipadeildar hafa auk-
ist stórlega á yfirstandandi ári frá
hinu síðasta. Þar á meðal má sérstak-
lega nefna að flutningar deildarinnar
á stykkjavörum hafa tvöfaldast og
flutningar á ferskfiski hafa rúmlega
fimmfaldast á milli áranna. Þessir
flutningar fara nær eingöngu fram í
gámum, svo að aukning á þcim
kallar aftur á aukið landrými á
Holtabakka.
Núverandi athafnasvæði Skipa-
deildar á Holtabakka er um 48.000
fermetrar. þar af rúmir 40.000 fer-
metrar malbikað geymslusvæði.
Ómar Jóhannsson framkvæmda-
stjóri sagði að þetta svæði væri allt
orðið fuhnýtt, og raunar væri komið
þar í öngþveiti varðandi aðstöðu til
vörumeðhöndlunar, einkanlega þó
til meðhöndlunar á gámum.
Ómar kvaðst ekki gera ráð fyrir
að byggður yrði nýr viðlegukantur á
þessú nýja svæði að sinni, heldur yrði
það fyrst og fremst nýtt til geymslu
á ýmiss konar útivörum og gámum.
Nú í sumar var lokið við að malbika
síðasta hlutann af eldra athafna-
svæðinu þarna, og stækkaði þá
gámavöllurinn um 5.000 fermetra
sem full þörf var orðin fyrir.
Ýmsar aðrar framkvæmdir standa
nú yfir eða eru fyrirhugaðar á næst-
unni á Holtabakka. Meðal annars er
verið að undirbúa byggingu á tengi-
húsi fyrir rafmagn og vatn fyrir
skipin niðri á hafnarbakkanum, og í
tengslum við það verður einnig
byggð aðstaða fyrir verkstjóra á
útisvæðinu.
Einnig hefur verið ákveðið að
flytja stjórnstöð og afgreiðslu um set
innan svæðisins. Fer hún yfir í þjón-
ustubyggingu sem þar er við hlið
. Dísarfel! hlaðið gámum við Holtabakka. Aðstaðan þar er nú orðin allt of þröng.
(Tímamynd: GE)
mötuneytis starfsmanna og verður
rétt innan við hliðið að hafnarsvæð-
inu. Á þetta að flýta allri afgreiðslu
og auðvelda hana til muna.
Þá er unnið að því að ganga frá
viðhaldsaðstöðu fyrir gáma í þessari
sömu byggingu, og einnig hefur
verið ákveðið að kaupa hillukerfi í
vörugeymsluna sem er í henni. Sú
breyting á að stórbæta alla meðferð
og auka afgreiðsluhraða á stykkja-
vörum. -esig
BAUKUMNN,
KJÖRBÓKIN OG
IANDSBANKINN
HJÁLRA ÞÉR
AÐNÁENDUM
SAMAN
Þegar lítið fólk ræðst í stórar
fjárfestingar er gott að minnast
þess að margt smátt gerir eitt
stórt. Smámynt sem safnað er
í sparibauk og síðan lögð á
Kjörbók stækkar og ávaxt-
ast hraðar en þig grunar.
Bangsa baukurinn fæst í öllum
sparisjóðsdeildum Lands-
bankans. Þegar spariféð úr
honum er lagt inn er Kjörbók-
in vísasta leiðin að settu
marki. Barnið, baukurinn og
bankinn leggjast á eitt;
tölurnar hækka og að lokum
ná endar saman.
Kennum börnunum okkar að
spara peninga og ávaxta þá,
það er gott veganesti og
gagnlegt.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna f 100 ár