Tíminn - 15.10.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.10.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn "'■ WU MINNING Miövikudagur 15. október 1986 Þórir Baldvinsson í dag, miðvikudag, er til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík Þórir Baldvinsson, arkitekt og fyrrverandi forstöðumaður Teikni- stofu landbúnaðarins. Við Þórir vor- um frændur og vinir, því hann og Guðrún, móðuramma mín, voru systkinabörn. Þórir var orðinn 85 ára þegar hann lést og búinn að lifa flesta jafnaldra sína, þótt heilsulítill væri lengst af, og enda þótt hann hefði verið rúmfastur í ein þrjú ár kom mér fráfall lians að sumu leyti á óvart. Útaf fyrir sig hefði hann allt eins getað orðið 100 ára, sem nú minnir enn á þá lexíu að maður á að vera duglegri að rækta frændsemi og vináttu, ekki síst þegar í lilut eiga ntenn eins og Þórir, sem var allra manna gáfaðastur og skemmtilegast- ur. Þórir var með hávöxnustu mönn- um sínnar kynslóðar, þótt fáir núlif- andi muni eftir honum öðru vísi en hálfbognum, því rúmlcga tvítugur að aldri fékk hann lömunarveiki vestur í Bandaríkjunum og var lam- aður ncðan mittis æ síðan. Hins vegar sagðist Þórir einu sinni hafti verið að ganga með lágvöxnum manni eftir Kirkjustræti - Þetta hefur verið kringunt 1920 - og mættu þeir þá Guðmundi Hannessyni prófessor sem kom fyrir hornið á Alþingishús- inu. Þegar hann sá þá Þóri bað hann þegar í stað um leyfi til að mæla hann þarna á staðnum, en Guð- mundur var að safna „statistík" um líkamshæð íslendinga. Litla mann- inn mældi Guðmundur ekki. Þórir Baldvinsson fæddist á Granastöðum í Köldukinn 20. nóv- ember 1901, sonur Balvins Baldvins- sonar og Kristínar Jónsdóttur. Eftir gagnfræðapróf frá Akureyri hélt hann til Vesturheims að læra húsa- gerðarlist og lauk prófi í arkitektúr frá háskóla í San Francisco árið 1926. Að loknu námi starfaði hann um tíma á teiknistofu í San Fran- cisco, en árið 1930 tók hann til starfa á Teiknist'ofu landbúnaðarins í Reykjavík þar sem hann starfaði í tæpa fjóra áratugi, til ársins 1969 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var forstöðumaður teiknistof- unnar frá 1937. Þórir teiknaði mörg hús í bæjum og sveitum um land allt, m.a. Alþýðuhús Reykjavíkur við Hverfisgötu, gamla Mjólkurstöðvar- húsið við Laugavcg, sem nú á að verða Þjóðskjalasafn, og eldra versl- unarhús Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Hann skrifaði sntásögur og Ijóð í blöð og tímarit undir dulnefn- inu Kolbeinn frá Strönd; skrifaði einnig um byggingamál og var um tíma ritstjóri tímaritsins Dvöl. Mér þótti Þórir afar merkilegur maður og óvcnjulegur. Hann sigrað- ist á fötlun sinni með glæsibrag - margir hafa að sönnu sigrast á ennþá mciri fötlun - og lifði góða og ríka ævi, og eftir að Itann eltist tók hann að rækta andann líkt og líkamsrækt- armenn rækta skrokkinn: Þórir las átta tíma á dag, og reyndi að muna og melta allt sem hann las: bók- menntir, Ijóð og vísindi, og kannski margt fleira. Hann las verk nýrra Nóbelshöfunda jafnóðum, mest í enskum þýðingum að sjálfsögðu, og var áskrifandi að margvíslegum tímaritum. Hann hélt óskertum and- legum kröftum til hinsta dags. Þórir var fulltrúi dálítils hóps manna, sem nú er að hverfa: þeirra, sent ungir fóru til Bandaríkjanna milli stríða og komu aftur heim. Þessir menn eiga sameiginlega mikla trú á lífið og „möguleikana", vísindin, framfar- irnar og framtíðina. Þeir trúa því, að hver sé sinnar gæfu smiður, fylgjast vel með og láta sér detta margt t hug. Þctta eru raunar bestu eiginleikar Bandaríkjamanna, sem þessir menn hafa tileinkað sér, en mig grunar að þessir eiginleikar séu einnig að hverfa vestra. Þótt hver sé sinnar gæfu smiður getur enginn farið að dæmi Munc- hausens baróns og hafið sjálfan sig upp á hárinu hjálparlaust - Munc- hausen braut náttúrulögmálin, en Þórir fékk stuðning hinnar bestu eiginkonu, Borghildar Jónsdóttur. arkitekt Án Borghildar hefði Þórir verið sem strá í vindi, þrátt fyrir viljaþrek sitt og skaphörku. En með Borghildi var hann sterkur, heimili þeirra hlýlegt menningarheimili og húsfreyjan fá- gætur meistarakokkur. Þau eignuð- ust þrjú börn, Hrafn sem starfar í Brussel, kvæntur Guðrúnu Bjarna- dóttur, Beru, kennara, sem gift er Nirði P. Njarðvík, og Svölu, mynd- listarmann í Washington, sem gift er Melhem Salman hjá Alþjóða gjald- eyrissjóðnum. Engum er ætlað eilíft lif, a.m.k. ekki hérna megin grafar, þannig að tæplega gerir héraðsbrest þótt háll- níræður maður falli frá. En samt er harmur kvcðinn að ástvinum Þóris, slíkur vinur og fjölskylduhöfuð sem hann var. Við Helgasendum innileg- ar samúðarkveðjur á Fornhaga 25. Sigurður Steinþúrsson Kenndu mér, líkt þér, bjarkar blað, að blikna glaður, er haustar að, bíður mín sœlla sumar; ódáins mitt á akri tré aftur þá grœr, þótt fölnað sé, og greinar grœnka hrumar. Ósjálfrátt komu mér þessar Ijóð- línur í hug þegar mér barst helfregn Þóris Baldvinssonar. Hann kvaddi lífið með líkum hætti og bleikt laufið sem fellur til jarðar þegar haustblær- inn andar. Með honum er genginn óvenjulegur maður, fjölhæfur og fjölmenntaður. Þegar ég hugsa til þeirra fjölmörgu manna, sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni, er hann í hópi þeirra sem ég tel hvað mestan ávinn- ing að hafa blandað geði við. Til þess bar margt. Hann var maður bjartsýni og viljastyrks, hollráður, góðviljað- ur og skarpskyggn. Hann bjó yfir víðtækri þekkingu og var alla ævi sílesandi og drakk í sig nýjar kenn- ingar og vitneskju um flest á milli himins og jarðar með sama áhuga og æskumaðurinn. Þórir Baldvinsson skorti aldrei umræðuefni og sú um- ræða var alltaf fræðandi og mennt- andi. Hann var mikill humanisti í bestu merkingu þess orðs. Hann átti mörg hugðarefni, cn gat að sjálf- sögðu ekki sinnt þeim öllum eins og hann vildi. Samt fékkst hann við Ijóðagerð og ritstörf og ég ætla að hugur hans hafi alla tíð verið bund- inn bókmenntum og bók- menntaiðju, enda mörg skáld oggóð í frændgarði hans. Sköpunarþrá sinni gat hann svalað við teikniborð- ið. Þórir Baldvinsson var arkitekt að mennt og vann ævistarf sitt á þeim vettvangi. Ég hafði stundum orð á því við hann að cnginn maður á íslandi fyrr né síðar hefði sett svip- mót sitt á byggðir landsins eins og hann. Hann veitti tciknistofu land- búnaðarins forstöðu um langa tíð og frá hans hendi eru komnar tcikning- arnar að sveitabæjum og penings- húsuni um allt land. Hann sagði mcr að það hafi ekki alltaf verið auðvclt að vinna þetta verk. Hann vissi að oftar en ekki var byggt af litlum efnum og því varð að kosta kapps um að byggingaframkvæmdirnar yrðu viðkomandi ekki ofviða. Hann sagði mér einnig að hann hefði reynt eftir getu að afla sér vitneskju um staðhætti og umhverfi þeirra bygg- inga scm átti að reisa og reyna að fella þær með smekklcgum hætti inn í landslag og umhverfi þannig að prýði yrði að. Þórir Grani Baldvinsson - eins og hann hét fullu nafni - fæddist á Granastöðum í Kaldakinn 20. nóv- entber 1901. Foreldrar hans voru Kristín Jónasdóttir frá Sílalæk og Baldvin Baldvinsson. Foreldrar hans fluttu skömmu síðar að Hálsi í Kinn og síðar að Ófeigsstöðum þar sem þau áttu heima til æviloka. Þórir Baldvinsson var í föðurætt af hinni nafnkunnu Illugastaðaætt og í móð- urætt bæði búhöldar og góðskáld, svo að hann var frændmargur í héraði. Föðuramma hans Guðrún Oddsdóttir var ættuð sunnan úr Árnessýslu og Þórir minntist hennar alltaf með mikilli hlýju, enda mun gamla konan hafa haft mikil áhrif á hann og mótað margt það í fari hans sem fylgdi honum ævina á enda. I ætt hennar var margt um þjóðhaga smiði og hagleiksfólk svo að áhugi á öllu sem laut að tækni og hugkvæmni bjó í báðum ættum. Þórir Baldvinsson fæddist inn í voröld íslenskra sveita. Fyrsti ára- tugur þessarar aldar boðaði bændum og búaliði trú á gæði landsins og framfarirnar komu líkt og lygn straumur og styrktu það sérstæða menningarlíf sem einkenndi Þing- eyjarsýslu á þessu skeiði. Einhvern veginn komst Benedikt á Auðnum á snoðir um það að sveinninn væri bókgcfinn og sendi honum bækur til lestrar sem hann valdi sjálfur, enda fór svo að Þórir hvarf úr foreldrahús- um og hóf skólagöngu á Akureyri, en hafði líkt og löngum var með unga menn, lítið brautargengi annað en góðar gáfur og sterkan vilja að brjótast áfram til mennta. Þegar markinu var næstum náð gripu for- lögin fast í taumana. Vestur í Amer- íku veiktist hann af lömunarveiki og var hætt kominn. Hann gekk því ekki heill til skógar meiri hluta ævinnar. Þá sást best Itvað í honum bjó, hvernig hann tók þessu þunga böli. Ég heyrði hann aldrei með einu orði bera sig upp undan þeim örlaga- brotsjó sem yfir hann gekk. Ég gat aldrei greint beiskju eða öfund vegna þeirrar byrðar sem hann mátti búa við og bera ævina á enda. Slík karlmennska er aðdáunarverð og fyrir það mat ég hann meira en flestá aðra menn sem ég hefi þekkt. Samt var hann að mínu mati mikill hamingjumaður og þar sann- aðist áþreifanlega hið fornkveðna að hver er sinnar gæfu smiður. Heilladísin var kona hans Borghild- ur Jónsdóttir sem hann gekk að eiga 20. október 1934. Hún bjó honum fagurt heimili og henni fylgdi birta og hlýja hvar sem hún fór. Þau eignuðust 3 mannvænleg börn og í ellinni bættust barnabörnin í hópinn. Ég kynntist Þóri Baldvinssyni ekki að marki fyrr en seint á ævi hans. Við vorum sveitungar og honum þótti það tal allgott að láta hugann reika aftur til horfinna stunda heima í sveit og enda þótt hann væri víðförull og heimsborgari bar hann í brjósti órofatryggð við æskustöðv- arnar oguppruna sinn. Hann fylgdist með lifandi áhuga með öllu sem þar gerðist og horfði til framfara og betra mannlífs. Hann bar síns heimalands mót í hug og hjarta alla ævi. Þegar ellin sótti fastar að tók hann því með sama æðruleysi og öðru sem örlögin færðu honum. Hann gat því gert orð Klettafjallaskáldsins að sín- um undir ævikvöldið: Og hugarrór stigið á hviluna þá að liinstu, sem við ég ei skil: svo viss, að í heiminum var þó enn hver von mín með Ijós sitt og yl, það lifi sem best var t sálu mín sjálfs að sólskinið verður þó til. Aðalgeir Kristjánsson Þórir Baldvinsson arkitckt og fyrr- um forstöðumaðurTeiknistofu land- búnaðarins er kvaddur í dag. Lokið er langri ævi og mikilli hetjusögu. Þórir Grani, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur 20. nóvember 1901 á Granastöðum í Kaldakinn. forcldrar hans voru hjónin Kristín Jónasdóttir frá Sílalæk í Aðaldal og Baldvin Baldvinsson frá Naustavík. Þau hjón fluttust árið 1905 að Hálsi í Kaldakinn og síðan árið 1910 að Ófeigsstöðum í sömu sveit þar sem ættmennin enn búa. Baldvin á Ófeigsstöðum, sem lengi var oddviti Ljósvetninga, var sonur Baldvins Sigurðssonar er bjó bæði á Vargsnesi og Naustavík í Náttfaravíkum en síðan á Granastöðum, Kristjánsson- ar Jónssonar á Illugastöðum í Fnjóskadal. Kona Baldvins Sigurðs- sonar amma Þóris var Guðrún Odds- dóttir komin sunnan úr Árnessýslu. Kristín móðir Þóris var dóttir Jón- asar Guðmundssonar bónda á Síla- læk í Aðaldal ogGuðrúnar Jónsdótt- ur frá Stórutungu í Bárðardal. Þórir ólst upp á góðu menningar- heimili þar sem búið var vel að sínu og þó að úr litlu væri að spila á okkar mælikvarða nú skorti ekkert miðað við kröfur þess tíma. Meira var þó um hitt að þar var fylgst vel með, ekki aðeins í málefnum sveitarinnar þar sem húsbóndinn var í forystu heldur og með málefnum héraðs og þjóðar. í þeim var fólkið einnig þátttakandi og góðir liðsmenn, og þangað bárust nýir straumar utan úr hinum stóra heimi. Baráttan fyrir félagslegum umbót- um, aukinni fræðslu, bættum atvinnuháttum og efnahag átti allan hug fólksins. Bjartsýni, félagshyggja og trú á framfarir einkenndi fólkið á morgni aldarinnar. Með þetta að vegarnesti lagði Þórir ungur út í hinn stóra heim. Hann fór í Gagnfræðaskólann á Akureyri og brautskráðist þaðan vorið 1922. Um haustið settist hann í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík. Veikindi töfðu hann það mikið frá námi vcturinn 1922-23 að hann sá að það mundi seinka honum heilan vetur ef áfram skyldi halda. Hann var ákveðinn í að vcrða arki- tekt og var bent á að því námi gæti hann lokið í Bandaríkjunum án þess að fara lengra í menntaskóla, og að góður háskóli væri á því sviði í San Francisco. Þar mundi hann einnig geta unnið fyrir sér með náminu. Hann breytir því ráði sínu og ákveður að komast vestur með ein- hvcrju móti. Þá er kominn til Reykjavikur, Högni Indriðason frá Fjalli í Aðaldal frændi Þóris og er einnig ráðinn í að komast til San Francisco þar sem Þrándur bróðir hans stundaði byggingastarfsemi. Þeir félagar fengu flutning mcð tog- ara til Englands og far frá Liverpool með stóru innflytjcndaskipi til Tor- onto í Kanada. Er þeir hugðust kaupa sér farmiða til vesturstrandar- innar hittu þeir hjálpsaman Norð- mann er bauðst til að kaupa fyrir þá farmiðana, en þar var ös mikil en þeir vantreystu sér í málinu og fengu honum farareyrinn. Hann fór til að kaupa miðana en kom ekki aftur og þeir stóðu uppi peningalausir. Nú var ekki um annað að ræða en að fá sér vinnu og unnu þeir fyrst saman á sveitabæ, en Högni gat fyrr haldið áfram fyrir peninga sem hann fékk frá Winnipeg og skildu þeir þar. Þórir vann sig vestur eftir fylkj- um Kanada og síðan til Bandaríkj- anna. Síðasta áfanga ferðarinnar fór Itann með skipi frá Seattle til San Francisco og var komið fram í júlí en frá Reykjavík var haldið 15. mars. Þórir stundaði nú byggingavinnu hjá Þrándi og vann með þeim bræðr- um og fyrir þá að teikniverkefnum með náminu árin sín í San Francisco. Siðar varð hann meðeigandi að fyrir- tækinu. Námið hóf hann haustið 1923, var í tækniskóla 1923-25 og í arkitekta- deild Californíuháskólans í San Francisco 1924-1926. Árið 1926 veiktist Þórir alvarlega af lömunarveiki og var um skeið vart hugað líf. Hann var mánuðum sam- an á sjúkrahúsi og frá störfum til ársins 1928. Hann gat því ekki lokið prófi við skólann en fór að vinna á teiknistofu sem m.a. annaðist verk- efni fyrir þá félaga. í kreppunni sem skall á í Banda- ríkjunum 1929 misstu þeir félagar allt sitt og Þórir ákvað að halda heim eins og alltaf hafði staðið til. Til Reykjavíkur kom hann 15. mars 1930 réttum sjö árum eftir að þeir Högni héldu frá landi með togaranum. Lokið vár mikilli ævintýraför. áföll og óheppileg atvik settu óneit- anlega strik í reikninginn, en með dugnaði, óbilandi þrautseigju og skapfestu yfirvann Þórir alla erfið- ieikana. Hann aflaði sér þeirrar menntunar er hann dreymdi um eingöngu fyrir eigin rammleik. Fötlun sína er hann hlaut af löm- unarveikinni lét hann aldrei á sig fá og sinnti umfangsmiklum störfum, sent oft fylgdu mikil og erfið ferða- lög, til jafns við þá sem fullfrískir voru. Þórir gcrðist nú starfsmaður Teiknistofu landbúnaðarins sem stofnuð var með heimild í lögurn um Byggingar- og landnámssjóð við hinn nýstofnaða Búnaðarbanka. Forstöðumaður hennar varð hann 1937 og gengdi því starfi til ársins 1969 að hann lét af störfum sakir aldurs. Þau þrjátíu og níu ár sem Þórir Baldvinsson starfaði fyrir landbúnað og bændur þessa lands urðu meiri framfarir í sveitunum en hægt er að lýsa með fáum orðuni. Ræktunarbylting gekk yfir, stór- virkar vélar umbyltu landinu, búvél- ar leystu handverkfæri af hólmi og framfarir urðu stórstígar á öðrum sviðum. En það, sem breytti svipmóti sveitanna hvað mest og það sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.