Tíminn - 15.10.1986, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 15. október 1986
Tíminn 15
ÚTVARP/SJÓNVARP
Rás1 kl. 21.30
„Gull í lófa framtíðar“
- aldarminning Svöfu Þórleifsdóttr
„Gull í lófa framtíðar" nefnist
dagskrá seni er á Rás 1 í kvöld kl.
21.30 í tilefni aldarafmælis Svöfu
Þórleifsdóttur skólastjóra. lngi-
björg Bergþórsdóttir tók dag-
skrána saman en lesarar eru Herdís
Ólafsdóttir og Katrín Georgsdótt-
ir.
Um þessar rnundir er öld liðin
síðan Svafa Þórleifsdóttir fæddist
og er dagskráin gerð að því tilefni.
Svafa var skólastjóri á Akranesi
um langt skeið, m.a. stjórnaði hún
iðnskóla þar og var fyrsta konan
sem því starfi gegndi. Hún starfaði
mikið að uppeldismálum og kven-
réttindamálum og var um skeið
framkvæmdastjóri Kvenréttinda-
félagsins. Samband borgfirskra
kvenna gefur um þessar mundir út
bók með efni um og eftir Svöfu
Þórleifsdóttur og eru þar greinar,
sögur og ljóð eftir hana. Svafa lést
árið 1978.
Svafa Þórleifsdóttir var skólastjóri
á Akranesi um langt skeið og
stjórnaði þar m.a. iðnskóla
Bobby Ewing er enn við sama heygarðshornið. Fagra daman í fangi hans
hér er engin önnur en Pricilla Presley (ekkja Elvis) sem leikur lennu
Wade.
Sjónvarp kl. 22.
HASKOUNN
1986
Stöð 2 kl. 19.50
DALLAS
Þá geta Dallas-aðdáendur glaðst
á ný. í kvöld kl. 19.50 byrjar Stöð
2 að sýna þcssa vinsælu framhalds-
þætti.
Nú má búast við að farið veröi
að læsa dagskrá Stöðvar 2 þannig
að hinn fræga „lykil", eða öðru
nafni afruglara, þurfi til að gcta
notið dagskrárinnar til enda. En
þeir „lykillausu" geta samt sem
áður fylgist með fyrri hluta dag-
skrárinnar og Dallas er einmitt
sýnt á þeim tíma sem ölluni er
frjálst að horfa á.
Það eru ekki eingöngu mál sjúkrahússins sem læknarnir Elena Bach og
Klaus Brinkmann ræða yfir vínglasi á verönd yfirlæknisins.
Sjónvarp kl. 20.10:
Sjúkrahúsið í Svartaskógi:
Töfralindin óholla
Töfralindin nefnist sjötti þáttur-
inn frá sjúkrahúsinu í Svartaskógi,
sem sýndur verður í kvöld kl. 20.10.
Töfralindin í Finzingen drcgur
að sér straum gesta eftir að fréttir
Rás 1 kl. 22.20
I Aðaldalshrauni
Jóhanna Á. Steingrímsdóttir segir frá
Á miðvikudagskvöldum kl.
22.20 leiðir Jóhanna Á. Stcin-
grímsdóttir hlustendur Rásar 1 um
Aðaldalshraun og greinir þá frá
ýmsu sem því tengist.
Fyrir tveim árum var Jóhanna
með þáttaröð í útvarpinu sem nefnd-
ist Á bökkum Laxár og urðu þeir
mjög vinsælir. Má búast við að
þættir Jóhönnu um Aðaldalshraun
verði um slóðir sem hún tala um
slóðir sem hún þekkir mæta
vel.
Alls verða þættirnir 8 cn sá í
kvöld er annar í röðinni.
hafa birst blöðum um lækninga-
mátt hennar. Fyrrverandi sjúkling-
ur á sjúkrahúsinu í Svartaskógi
hefur fengið sjónina aftur cftir að
hafa neytt vatnsins úr lindinni. Nú
bíður fólk þolinnrótt í biðröð dag
sem nótt eftir að fá aö reiöa fram
100 kr. fyrir einn lítra af þessu
kraftaverkavatni.
Brinkmann yfirlæknir lætur
rannsaka þetta „töfravatn" og í
Ijós kemur að það cr mun óhollara
en venjulegt kranavatn og inni-
heldur m.a.s. saurgerla. Hann
skýrir frá þessum niðurstööum op-
inberlega og rcitir þar með bæjar-
stjórann í Finzingen til reiði.
Fleira bcr til tíðinda.
Háskólinn 1986 er ný heimilda-
mynd um Háskóla íslands og starf-
senii lians. Hún verður sýnd í
Sjónvarpinu kl. 22 í kvöld.
Um þessar mundir er þess
minnst á margvíslegan hátt að 75
ár eru liðin frá stofnun Háskóla
íslands. Eins og nærri má geta
hefur skólinn og öll starfscmi hans
tekið gífurlcgum brcytingum á
þessum tíma, einkum hafa breyt-
ingarnar verið stórstígar á undan-
lörnum u.þ.b. 20árum. I myndinni
í kvöld verður fjallað um kennslu í
hinum ýmsu deildum háskólans,
rannsóknarstörf og stúdentalífið.
Framleiðandi er Kynningarþjón-
ustan og Lifandi myndir í samvinnu
við háskólann. Umsjón hefur
Magnús Bjarnfrcðsson með liönd-
um en hann cr einnig þulur ásamt
Höskuldi Þráinssyni prófessor.
Sigmundur Guðbjarnason, núver-
andi rektor Háskóla íslands, tók
við því cmbætti haustið 1985.
RlKISÚJVARPIÐ
Miðvikudagur
15. október
6.45 Veöurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir
7.03 Morgunvaktin. - Páll Benediktsson,
Þorgrímur Gestsson og Guðmundur
Benediktsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30
og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynn-
ingar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.20.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barnanna: „Fljúg-
andi stjarna" eftir Ursulu Wölfer Kristin
Steinsdóttir byrjar lestur þýðingar sinnar.
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleik-
ar, þulur velur og kynnir.
'■'9.35 Lesið úr forustugreinum dagblaóanna.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir
10.30 Land og saga. Umsjón: Ragnar Ág-
ústsson.
11.00 Fréttir
11.03 íslenskt mál. Endurtekinn þáttur frá
laugardegi sem Guðrún Kvaran flytur.
11.18 Morguntónleikar a. „Morguntónlist"
eftir Benjamin Britten. Ríkisfílharmoníu-
sveitin í Lundúnum leikur; Richard Bon-
ynge stjórnar. þ. „Tólf kontradansar" eftir
Ludwig van Beethoven. St. Martin in-the-
Fields hljómsveitin leikur; Neville Marrin-
er stjórnar. c. Menúett i G-dúr eftir
Ludwig van Beethoven. Christian Larde
og Alain Marion leika á flautur. d. Sónata
nr. 3 i C-dúr eftir Robert Schumann. Karl
Engel leikur á þíanó.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Börn og umhverfi
þeirra. Umsjón: Sverrir Guðjónsson.
14.00 Miðdegissagan: „Undirbunings-
árin“, sjaHsævisaga séra Friðriks
Friðrikssonar Þorsteinn Hanneson les
(7).
14.30 Norðurlandanótur. Danmörk.
15,00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Landposturinn. Á Vestfjarðahringn-
um.
Umjón: Finnbogi Hermannsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Stjórnendur: Kristin
Helgadóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Siðdegistónleikar. a. Klarinettu
kvintett i B-dúr op. 34 eftir Carl Maria von
Weber. Sabine Meyer og félagar í Kam-
mersveitinni i Wúrttemberg leika. b. Pi-
anólög eftir Igor Stravinski. Michel Beroff
leikur.
17.40 Torgið Siðdegisþáttur um samfé-
lagsmál. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar. Samkeppni og sið-
ferði Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son flytur annað erindi sitt: Leiðir áætlun-
arþúskapur til alræðis?
20.00 Ekkert mál Bryndis Jónsdóttir og
Sigurður Blöndal sjá um þátt fyrir ungt
fólk.
20.40 Gömul tónlist.
21.00Ýmsar hliðar Þáttur í umsjá Bern-
harös Guðmundssoanr.
21.30 „Gull í lófa framtiðar" Dagskrá um
Svöfu Þórleifsdóttur skólastjóra í aldar-
minningu hennar. Ingibjörg Bergþórs-
dóttir tók saman. Lesarar: Herdis Ólafs-
dóttir og Katrin Georgsdóttir.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 í Aðaldalshrauni Jóhanna Á. Stein-
grímsdóttir segir frá. (Frá Akureyri).
22.40 Hljóðvarp Ævar Kjartansson sér um
þátt i samvinnu við hlustendur.
23.10 Djassþáttur - Tómas R. Einarsson.
24.00 Fréttir. Daqskrárlok.
og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Guðríður
Haraldsdóttir sér um barnaefni kl. 10.05.
12.00 Létt tónlist
13.00 Kliður. Þáttur i umsjáGunnars Svan-
bergssonar. (Frá Akureyri).
15.00 Nú er lag. Gömul og ný úrvalslög að
hætti hússins. Umsjón: Gunnar Salvars-
son.
16.00 Taktar. Stjórnandi: Heiðbjört Jó-
hannsdóttir.
17.00 Erill og ferill Erna Arnardóttir sér um
tónlistarþátt blandaðan spjalli við gesti
og hlustendur.
18.00 Dagskrárlok
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,10.00 11.00,
12.20,15.00,16.00 og 17.00
Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá
mánudegi til föstudags.
17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik
og nágrenni - FM 90,1 MHz.
18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrennni. FM 96,5.
Héðan og þaðan Umsjón: Gísli Sigur-
geirsson. Fjallað er um sveitarstjórnar-
mál og önnur stjórnmál.
létta tónlist, spjallar um neytendamál og
stýrir flóamarkaði kl. 13.20.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgju-
lengd. Pétur spilar og spjallar við hlust-
endur og tónlistarmenn.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00.
17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson i
Reykjavik siðdegis. Hallgrímur leikur
tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við
fólk sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00 og 19.00.
19.00-21.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson í
kvöld Þorsteinn leikur létta tónlist og
kannar hvað er á boðstólum í kvik-
myndahúsum, leikhúsum, veitingahús-
um og viðar í næturlifinu.
21.00-23.00 Vilborg Halldórsdóttir spilar
og spjallar. Vilborg sníður dagskrána
við hæfi unglinga á öllum aldri. Tónlistin
er í góðu lagi og gestirnír líka.
23.00-24.00 Vökulok. Fréttamenn Bylgj-
unnar Ijúka dagskránni með fréttatengdu
efni og Ijúfri tónlist.
y«-9
i umsjá Kolbrúnar
tjáns Sigurjónssonar
BYL GJAN
Miðvikudagur
15. október
6.00- 7.00 Tónlist i morgunsárið.
Fréttir kl. 7.00.
7.00- 9.00 Áfætur með Sigurði G. Tóm-
assyni. Létt tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður lítur yfir blöðin, og spjallar við
hlustendur og gesti.
Fréttir kl. 8.00 og 9.00.
9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum
nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og
ræðir við hlustendur til hádegis.
Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00.
12.00-14.00 Á hádegismarkaói mað Jó-
hönnu Harðardóttur. Jóhanna leikur
Miðvikudagur
15. október
17.55 Fréttaágrip á táknmáli
18.00 Úr myndabókinni - 24. þáttur.
Barnaþáttur með innlendu og erlendu
efni. Gamla klukkan (SVT), Að nætur-
lagi (YLE), Grísli og Friðrik, Rósi ruglu-
kollur, Ofurbangsi, I Klettagjá, Villi bra-
bra og Við Klara systir. Umsjón: Agnes
Johansen
18.50 Auglýsingar og dagskrá
19.00 Prúðuleikararnir - Valdir þættir. 3.
Með Paul Williams Ný brúðumyndas-
yrpa með bestu þáttunum frá gullöld
prúöuleikara Jim Hensons og sam-
starfsmanna hans. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
19.30 Fréttir og veður
20.00 Auglýsingar.
20.40 Sjúkrahúsið i Svartaskógi (Die
Schwarzwaldklinik) 6. Töfralindin Þýsk-
ur myndaflokkur í tólf þáttum sem gerist
meðal lækna og sjúklinga í sjúkrahúsi i
fögru fjallahéraði. Aðalhlutverk: Klaus-
júrgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha
Hehn, Karin Hardt og Heidelinde Weis.
Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
21.00 Smellir. Umsjón: Skúli Helgason og
Snorri Már Skúlason.
21.25 Heilsað upp á fólk. Steinólfur Lár-
usson í Ytri-Fagradal. Sjónvarpmenn
hittu að máli á liðnu hausti bráðhressan
og framsynan bónda i Ytri-Fagradal á
Skarðsströnd sem baukar við ýmislegt
fleira »n búskapinn. Myndataka: Örn
Sveinsson. Hljóö: Agnar Einarsson. Um-
sjón og stjórn: Ingvi Hrafn Jónsson.
22.00 Háskólinn 1986. Ný heimildamynd
um Háskóla Islands og starfsemi hans.
Fjallaö er um kennslu í hinum ýmsu
deildum, rannsóknarstörf og stúdentalif-
ið. Framleiðandi: Kynningarþjónustan og
Lifandi myndir i samvinnu við Háskólann.
Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson sem
einnig er þulur ásamt Höskuldi Þráinssyni
prófessor.
22.40 Fréttir í dagskrárlok.
STOD 7VO
ISLENSKA SJONVARPSFElAGiD
Miðvikudagur
15. október
17:30 Myndrokk
17.55 Teiknimyndir.
18.25 Þorparar (Minder) - breskur grín- og
spennuþáttur.
19.25 Fréttir.
19.50 Dallas - bandarískur framhaldsþátt-
ur.
20.40 Hinn gjörspillti (My Wicked, wicked
ways) Kvikmynd um ævi leikarans og
átrúnaðargoðsins Errol Flynn.
23.40 Hungrið („The Hunger") - Bandarísk
kvikmynd með Catherine Deneuve og
David Bowie í aðalhlutt
01 00 Dagskrárlok.