Tíminn - 15.10.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.10.1986, Blaðsíða 16
Rjúpnaskyttur eru nú víða komnar upp á hálendið þar sem þær elta jólamatinn. Spáð er góðu rjúpnaári og því ættu flestir að hafa eitthvað upp úr krafsinu. Tímamynd: svernr. 15. október til 22. desember: Rjúpnaveiðin hófst í dag Rjúpnaveiðitíminn hófst í morgun. Samkvæmt heimildum Tímans ætla margir skotveiðimenn að halda til fjalla í dag og næstu daga. Tíminn hafði samband við Veðurstofu ísiands og spurðist fyr- ir um veðurhorfur á landinu. Magnús Jónsson veðurfræðingur varð fyrir svörum og sagði að gera mætti ráð fyrir kólnandi veðri og að nóttin hefði skiiað nokkrum snjó í fjöll. Sagði hann viðbúið að á morgun tækju við öllu meiri umhleypingar og því verra skotveður. En það hefur löngum farið sam- an annatími hjá björgunarsveitum og rjúpnaskyttum, þar sem þeir fyrrnefndu hafa þurft að leita að þeim síðarnefndu. Jón Grétar Sig- urðsson errndreki hjá Landssam- bandi Hjálparsveita skáta sagði í samtali við Tímann í gær að fyrir utan það að muna eftir skjólgóðum hlífðarfatnaði þyrftu menn að hafa meðferðis áttavita, neyðarblys og landakort og síðast en ekki síst að gera áætlun sem skilin væri eftir hcima og einhver vissi um. Nauð- synlegt er að halda sig við áður- gerða áætlun, svo ekki verði um óþarfa leitir að ræða vegna mis- skilnings. -ES Vertu í takt við I imann AUGLYSINGAR 1 83 00 dag róttirnar eru á bls. 8 í Starfsfólk skattstofanna stofnar kjarabaráttufélag: Borgarstjórn: Verður opnunartími verslana rýmkaður? Fyrir borgarstjórnarfundi scm haldinn verður annað kvöld, ligg- ur tillaga frá minnihlutaflokkunum um að endurskoða beri reglur um opnunartíma verslana í Revkja- vík. Tillaga minnihlutans er svona: „Borgarstjórn samþykkir að fela borgarráði að taka til endurskoðunar reglur um af- greiðslutíma verslana í Reykja- vík með það fyrir augum að rýmka hann. Við endurskoðun- ina skal hafa samráð við samtök hagsmunaaðila." Tíminn spurði Sigrúnu Magn- úsdóttur borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins hvers vegna til- laga af þessu tagi kæmi frá minni- hlutaflokkunum og sagði hún þá að til hafi staðið að veita tveimur verslunum í borginni bráða- birgðaleyfi til að hafa verslanirnar opnar á kvöldin. Minnihlutinn hefði talið, að fyrst á annað borð væri farið að hreyfa við þessum málum væri eins gott að endur- skoða þau í heild sinni og taka í því sambandi tillit til sjónarmiða neytenda sem og kaupmanna og starfsfólks í verslunum. Með þessu móti sagði Sigrún að öllum væri veittur sami réttur og hugs- anlega yrði komið í veg fyrir flókið undanþágukerfi. Samkvæmt heimildum Tímans virðast viðhorf borgarfulltrúa til opnunartíma verslana í Reykja- vík ganga nokkuð þvert á flokks- pólitísk viðhorf, enda margir ólíkir hagsmunir sem þar togast á. Fví má búast við fjörugum umræðum um málið í borgar- stjórn á morgun. -BG Verður engin skatt álagningnæstavor? Miðvikudagur 15. október 1986 „Okkur - starfsfólki skattstof- anna - þykir við vera farin að dragast aftur úr öðrum ríkisstarfs- mönnum og ætlum því að fara að berjast fyrir hærri launum. Það er líka auðvelt fyrir okkur að sjá hve við erum illa launuð þar sem við erum með laun allra annarra fyrir franian okkur allt árið um kring. Við verðum því áþreifanlega vör við hvar við stöndum - sem svekkir okkur kannski enn meira en aðra láglaunamenn," sagði Trausti Her- mannsson, starfsmaöur á skattstof- unni í Reykjavík og einn þriggja stjórnarmanna í nýstofnuöu starfs- mannafélagi skattstofanna. Augljóst virðist að félagarnir ættu nokkuð sterkan leik að beita upp- sögnum t.d. nokkru fyrir næstu skattálagningu. „Við gætum líka boðið ríkissljórn- inni það, að það komi bara engin álagning út. Það gæti heldur betur menntaðir eða ómenntaðir núorðið. Það er sama hvar er í skattkerfinu,, það viðurkenna allir að það helst enginn þar til lengdar. Við erum hér um 70-80 manns og mannskapurinn endurnýjast á svona 3 árum. Rennirí- ið er svo mikið út á hinn almenna markað. Það þykir ágætis stökkpall- ur fyrir menn að vinna hérna svona í 1-2 ár og fara svo í annað, á endurskoöunarskrifstofur eða til einkafyrirtækja," sagði Trausti. Einkafyrirtækin yfirbjóða þá ríkið til að fá hæfa menn í bókhaldið? „Já, það er gjarnan boðið í þá, og þarf svo sem ekki að bjóða hátt til að yfirbjóða skattstofurnar.“ Á skattstofunni sagði Trausti um mjög sérhæfð störf að ræða, þannig að það taki lágmark ár að komast almennilega inn í þau. Hverfi fólk síðan eftir þann tíma sé allt unnið fyrir gíg. Þessa miklu hreyfingu á starfsliði sagði hann því koma mjög niður á öllu starfi skattstofunnar og þeim er þar vinna. „Ég tala nú ekki um ef það á t.d. að fara að taka eitthvað á skattsvikunum - þá þarf að byrja á kerfinu. Byrja á því að reyna að halda fólkinu til þess að það sé hægt að halda eitthvað utan um það sem á að gera hérna. Það hefst ekki öðruvísi en með því að hafa hæft og reynt fólk á skattstofun- um,“ sagði Trausti. - HEI KÆTA ruglað kerfið og kannski hrist eitt- hvað upp í þeim,“ sagði Trausli. Félagið sagði hann stofnað sem hagsmuna- og kjarabaráttufélag. Aðildarfélagar gætu oröið 130 manns, þ.e allt starfsfólk skattstóf- anna í landinu, sem er í BSRB. Háskólamenn eru ekki í félaginu, en þá sagði hann raunar aðeins að finna nokkra á skattstofunni í Reykjavík. „Það vilja engir orðið ráða sig upp á þau laun sem í boði eru - hvorki Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík: Áróðri gegn Albert og Eykon dreift til gamla fólksins - leiðbeiningar um hverja setja eigi á listann Andstæðingar Alberts Guð- mundssonar iðnaðarráðhcrra í Sjálf- stæðisflokknum og Eyjólfs Konráðs Jónssonar hafa nú gripið til róttækra aðferða fyrir prófkjörið á laugardag, til þess að hafa áhrif á gamla fólkið í Reykjavík og leiðbeina því hvernig framboðslisti sjálfstæðismanna í Reykjavík verði best skipaður. Sendur hefur verið listi á elliheimili borgarinnar þar sem stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins meðal vist- manna er bent á hvernig niðurröðun- in skuli vera í prófkjörinu. Nafn Alberts Guðmundssonar er ekki á þessum lista né nafn Eyjólfs Konráðs og þriðji maðurinn sem ekki er á iistanum er Rúnar Guðbjartsson. Listinn sem dreift var er svona: 1. Birgir ísleifur Gunnarsson, 2. Friðrik Sophusson, 3. Ragnhildur Helgadóttir, 4. Geir Haarde, 5. Vilhjálmur Egilsson, 6. Jón Magnús- son, 7. María Ingvarsdóttir, 8. Guð- mundur H. Garðarsson, 9. Bessí Jóhannsdóttir, 10. Esthcr Guð- mundsdóttir, 11. Ásgeir H. Eiríks- son, 12. Sólveig Pétursdóttir. Talsverð óánægja hefur gert vart við sig meðal stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins með þau vinnubrögð sem hér eru stunduð, sérstaklega að verið sé að reyna að hafa áhrif á það fólk, sem veikast er fyrir áhrifum af þessu tagi, þ.e. ellilífeyrisþega. Tíminn hafði samband við Helenu Albertsdóttur, sem skipuleggur prófkjörsbaráttu Alberts Guð- mundssonar föður síns og spurði hana hvort þau myndu svara þessu með því að senda út svipað bréf. „Ef menn telja sér svona nokkuð til framdráttar þá þeir um það, en við höfum ekki og ætlum ekki að senda út neitt af þessu tagi. Ég tel mig vera upp yfir það hafna að vera með svona vinnubrögð," sagði Helena. Ekki er ljóst úr hvaða herbúðum leiðbeiningalisti þessi er upprunn- inn. _bg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.