Tíminn - 15.10.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 15. október 1986
Steingrímur Hermannsson:
NU ÞARF AD VINNA BETUR
EN NOKKRU SINNI FYRR
Tímamynd: Pjetur
Eins og fram kemur í frétt á
forsíðu hefur Steingrímur Her-
mannsson, formaður Framsóknar-
flokksins, ákveðið að bjóða sig fram
í Reykjaneskjördæmi í næstu alþing-
iskosningum. Þetta er ekki skyndi-
ákvörðun heldur gerð að vel athug-
uðu máli og er tilgangurinn fyrst og
fremst að styrkja stöðu flokksins í
þéttbýlinu þar sem hann hcfur átt í
vök að verjast síðari ár.
í viðtali viðTímann lor Stcingrím-
ur ekki dult með að honum er
eftirsjá að sínu gamla kjördæmi þar
scm hann á traust fylgi en það verður
ekki á allt kosið og það er Framsókn-
arflokknum lífsnauðsyn að efla trú
kjósenda í þéttbýli á flokknum og
stefnumálum lians. Um þetta sagði
Steingrímur Hermannsson.
- Ég get ekki neitað því að ég hef
mjög miklar áhyggjur af því að fylgi
flokksins hrakaði mjög í síðustu
sveitarstjórnarkosningum. Og skoð-
anakannanir benda til þess að við
stöndum hér höllum fæti, ckki síst í
Reykjaneskjördæmi.
Að þessu athuguðu hef ég ákveðið
að gefa kost á mér til framboðs í
Reykjaneskjördæmi.
Samtímis hef ég töluverðar
áhyggjur af Vestfjarðakjördæmi.
Ég vil skilja við mína vini þar sátta
og kjördæmið í góðu lagi. Ég vil að
þar geti orðið sem víðtækast sam-
komulag og ég mun leggja á það
áherslu, áður en stillt verður upp
listum i þessum tveim kjördæmum
að slíkt samkomulag geti tekist og
þá líka samstaða um
góðan mann, þcircru margir til, sem
taki við fyrsta sæti flokksins í Vest-
fjarðakjördæmi. Ég hef að vísu
aldrci skipt mér af framboðum,
nema með því að gefa kost á mér,
en ég vil fá tækifæri til að fara vestur
og ræða þessi mál við menn af
fullkominni hreinskilni og vitanlega
er alveg ljóst að þótt ég fari fram í
Rcykjaneskjördæmi mun ég verða
áfram til takst fyrir Vestfirðinga ef
þeir vilja leita til mín.
Ég vil taka það fram að mér er
Reykjaneskjördæmi að sjálfsögðu
mjög kært. Far á ég heima, þar á ég
mjög mikið af kunningjum og þar á
ég fleiri frændur en nokkurs staðar
annars staðar á landinu og ég er viss
um að mér mun falla ákaflega vel að
starfa í Reykjnncskjördæmi. Vel má
scgja að ég verði starfandi fyrir tvö
kjördæmi á eftir.
En aðalatriðið hjá mér er, að um
þetta geti tekist samstaða, bæði hér
og líka fyrir vestan. Að því verður
að vinna á næstunni, áður en gengið
er endanlega frá uppstillingu.
Hel'ur þú orðið var við óánægju
meðal stuðningsmanna þinna fyrir
vestan vegna orðróms um að þú
hygðist skipta um kjördæmi?
- Já, ég hef orðið var við mikla
óánægju stðan þetta kom til tals. Ég
met þann stuðning scm mér er
þannig sýndur, en ég hef líka heyrt
hjá mörgum, þegar þeir segja þú
verður að halda hér ál'ram, þú hefur
sagt sjálfur að þú viljir vera hér og
við höfum reiknað með að það
stæði, að þá segja þeir einnig að þeir
skilji vel að vandi flokksins í þéttbýl-
inu er mjög mikill. Stuöningsmenn
mínir fyrir vestan segja að ég þurfi
ekkert að hlaupa þaðan þar sem ég
á öruggt sæti. Ég hef líka fengið að
heyra hjá sumum Vestfirðingum að
ég sé þeirra þingmaður og hafi
engan rétt tii að fara þaðan.
En mjög margir þeirra hafa sýnt
þessari ákvörðun minni skilning um
leið og þeir tjá mér sína óánægju
með að ég bjóði mig ckki fram fyrir
vestan.
Ef ég væri ekki formaður
flokksins mundi ég örugglega halda
áfram scm þingmaður Vcstfirðinga.
Þetta er aðeins spurning um hvað
mér bcr að gera sem formaður
flokksins.
Er ckki mikið verk fyrir höndum
að vinna upp fylgi Framsóknar-
flokksins í Reykjarieskjördæmi?
- Ég fer fyrst og fremst fram með
þeim ásetningi að sýna í verki að
Framsóknarflokkurinn er ekki síður
þéttbýlisflokkur en dreifbýlisflokk-
ur. Ég mun kynna störf og stefnu
flokksins í kjördæminu og ég fer
fram í trausti þess að allir leggist á
eitt að vinna flokknum fylgis í kjör-
dæminu. Ég veit að það hefur oft
verið unnið vel á þessu svæði en nú
þarf að vinna betur en nokkru sinni
fyrr.
OÓ
Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra vildi:
Óbreytt framlög
til húsnæðismála
- en Þorsteinn skar og ríkisstjórnin samþykkti.
„Kemur okkur vart illa“, segir Sigurður E.
Guðmundsson hjá Húsnæðisstofnun
„Eg vildi halda óbreyttu Iramlagi
til þessara mála, en Ijármálaráð-
herra taldi að þetta yrði fullnægjandi
á þennan hátt og það samþykkti
ríkisstjórnin," sagði Alexander
Stefánsson, félagsmálaráðherra þeg-
ar Tíminn ræddi við hann um fyrir-
hugaðan niðurskurð á fjárlögum til
húsnæðismála um 300 milljónir
króna.
„Fjármálaráðherra vísar í at-
hugasemdir sem nefndin sem samdi
frumvarpið lét fylgja með því. Þar
var tekið dæmi, aðef Byggingarsjóð-
„Þarf að tala
við náms-
menn fyrst“
í næstu viku mun Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra
hefja viðræður við námsmanna-
hreyfingarnar um þau drög scm
nú liggja fyrir að lögum um ■
námslán. Að því búnu verða
drögin og athugasemdir náms-
manna lagðar fyrir ríkisstjórn og
ræddar í þingflokkunum.
„Ég vil ekki tjá mig um þessi
drög fyrr en ég hef rætt þau við
námsmannasamtökin því ég er
búinn að lofa þeim því að hafa
samráð við þau áður en loka-
ákvarðanir verða teknar. Að því
búnu þarf að ræða drögin í ríkis-
stjórn því aðeins formaður Fram-
sóknarflokksins hefur fengið þau
í hendur,“ sagði Sverrir Her-
manttsson er Tíminn bað hann
um að tjá sig um drögin sem
stjórnskipuð nefnd hefur nú
skúað til hans.________ABS
ur ríkisins fengi einn milljarð frá
ríkinu, þá nægði það fyrir þá sem eru
að byggja eða kaupa í fyrsta sinn, en
einhver skerðing yrði hjá þeim sem
væru að byggja/kaupa í annað eða
þriðja sinn. Þetta eru þau rök sem
hann er með, en aðalrökin eru
náttúrlega þau að ríkissjóður varð
einhvers staðar aö bera niður með
sparnað.
Mitt mat er það að fjármagn það
sem byggingarsjóðirnir fá sé viðun-
andi, og þó það fullnægi kannski
ekki öllum þá verður að taka mið af
aðstæðum í þjóðfélaginu" sagði
Alexandcr Stcfánsson.
„Ég á ekki von á því að þetta eigi
cftir að koma illa við okkur. Það
getur vel verið að þetta eigi eftir að
breyta einhverju cn þá verðum við
bara að gjöra svo vel og haga okkur
í samræmi við það. Það má bregðast
við svona stöðu með ýmsum hætti
hér og við höfum oft gert það,“ sagði
Sigurður E. Guðmundsson, famkv.
stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins,
þcgar Tíminn bar undir hann niður-
skurðartillögu ríkisins í húsnæðis-
málum.
„Við höfum ýmsa aðra tekju-
stofna, fyrsta lagi okkar eigin tekjur
og síðan lántökur frá lífeyrissjóðun-
um og skyldusparnaði unga fólksins.
En við erum nýbúnir að fá frumvarp-
ið inn á borð til okkar og höfum þvf
ekki farið nákvæmlega ofan í saum-
ana á þessu. En ég er alveg klár á því
að við komum til með að hafa það
sem viðunandi er. Ég er ekkert
kvíðinn yfir því, enda hefur yfirleitt
verið séð til þess áður en yfir lýkur,
að við hefðum nokkurn veginn nægi-
legt fé. Það hefur líka margoft sýnt
sig að þessir hlutir geta breyst í
meðförum þingsins," sagði Sigurðwr
E. Guðmundsson. PUH
Skemmtiferðaskipin sem komu til landsins vegna leiðtogafundarins eru nú öll farin aftur. í gær sigldi Bolette út
úr Reykjavíkurhöfn og þar með gefst íslendingum ekki lengur færi á að kaupa sér bjórkollu. Tímam.vnd: Margréi
Rainbowsamningur
til umræðu á þingi
Samningurinn um „Rainbow-
málið" var tekinn til fyrri umræðu í
sameinuðu þingi í gær þegar Matthí-
as Á. Mathiesen utanríkisráðherra
mælti fyrir þingsályktunartillögu um
fullgildingu samnings milli íslands
og Bandaríkjanna til að auðvelda
framkvæmd varnarsamstarfs ríkj-
anna. En stjórnvöld höfðu lagt
áherslu á að afgreiða þetta mál hið
fyrsta.
Talsverðar umræður urðu um
þingsályktunartillöguna. Þeir þing-
menn stjórnarflokkanna, sem tjáðu
sig um málið lýstu yfir stuðningi við
samkomulagið og hið sama gerðu
þingmenn Alþýðuflokksins.
Talsmaður Kvennalistans sagði að
þingmenn listans væru andsnúnir
samkomulaginu og myndu sitja hjá
við afgreiðslu málsins en ekki greiða
atkvæði gegn henni. Þingmenn Al-
þýðubandalagsins lýstu hins vegar
yfir algerri andstöðu við samkomu-
lagið og ásökuðu ríkisstjórnina fyrir
að stunda hermang með gjörð slíks
samnings, því gildistaka hans fæli í
sér að hyglað yrði einstökum
íslenskum skipafélögum. Síðan var
þingsályktunartiHagan samþykkt til
annarrar umræðu og vísað til utanrík-
ismálanefndar.
ÞÆÓ