Tíminn - 18.10.1986, Page 5
Laugardagur 18. október 1986,
Tíminn 5
Velaborg
Bútækni hf. Sími 686655/686680
Borgarstjórn:
Sjálfstæðismenn á
móti borgarafundum
Höfnuöu tillögu Framsóknarflokksins
Tillögu Sigrúnar Magnúsdóttur
borgarfulltrúa Framsóknarflokksins
um aukin tengsl borgarstjórnar við
borgarbúa og félagasamtök þeirra
var vísað frá á fundi borgarstjórnar
á fimmtudagskvöldið með atkvæð-
um sjálfstæðismanna. I tillögu Sig-
rúnar kom fram að efla bæri tengsl
milli borgarbúa og íbúasamtaka
hinna ýmsu hverfa, þannig að borgin
hefði frumkvæði að borgarafundum
í hverfunum í samvinnu við íbúa-
samtökin.
Davíð Oddsson oddviti sjálfstæðis-
manna bar fram frávísunartillögu og
sagðist telja að borgarfulltrúar ættu
sjálfir að standa fyrir viðtalstímum á
skrifstofu borgarstjórnar eða skrif-
stofum flokkanna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og
Bjarni P. Magnússon lýstu eindregn-
um stuðningi við tillöguna og hörm-
uðu mjög þessa einstrengingslegu
afstöðu meirihlutans. Pau bcntu á
að lýðræði kosti tíma og peninga, og
þættu illt að Sjálfstæðisflokkurinn
skyldi spara á þeim vettvangi. hm
Nýi búningurínn til vinstrí, en sá gamli til
Tímamynd: G.E.
Bifreiðaeftirlits-
menn í nýjum búningi
Starfsmenn Bifreiðaeftirlits
ríkisins státa nú af nýjum einkenn-
isbúningi, í krafti reglugerðar
dómsmálaráðuneytisins sem sett
var fyrir síðustu áramót.
Guðni Karlsson, forstöðumaður
Bifreiðaeftirlitsins vildi reyndar
ekki taka svo djúpt í árinni að
búningaskipti hefðu farið fram,
þetta hafi rétt vcrið önnur útfærsla.
Hinn brúngræni litur hcfði fengið
að halda sér. Belti, sem nú prýðir
búninginn væri sctt starfsmönnum
til hægðarauka, þegar þcir væru úti
í umferðinmni að stoppa bíla. Það
væri hægt að hafa endurskin í
beltinu og menn sæjust því betur.
Ekki hafi vcrið ráðinn sérstakur
fatahönnuður vegna þessa, þetta
væru staðlaðir einkennisbúningar.
Alls niunu vera um 40 skipaðir
bifreiðaeftirlitsmenn á landinu scm
skrýðast nú þcssuni nýja búning.
Söluturninn Staldrið:
Var slysagildra sam-
þykkt í borgarstjórn?
Sjálfstæöismenn ósammála
Að mati umferðarsérfræðinga var
slysagildra samþykkt í borgarstjórn
á fimmtudagskvöld. Júlíus Hafstein
lagði fram tillögu, þvert á samhljóða
samþykkt umferðarnefndar um að
leyfð yrði vinstri beygja í gegnum
umferðareyju í Stekkjabakka og yfir
tvöfalda akrein. inn að söluturnin-
um Staldrið. Röksemdir Júlíusar
voru þær að með byggingu umferð-
areyjar væri grundvöllur fyrir starf-
semi söluturnsins skertur, þar sem
hann bygðist á sölu gegnum bíla-
lúgu. Júlíus taldi rétt að gefa bráða-
birgðaleyfi í allt að eitt ár og sjá
hvort reynslan sýndi að um slysa-
gildru sé að ræða.
Það vakti athygli að Davíð Odds-
son og Katrín Fjeldsted greiddu
atkvæði með fulltrúm Framsóknar-
flokks, Alþýðubandalagsins og
Kvennalista, gegn atkvæðum ann-
arra sjálfstæðismanna og alþýðu-
flokksmannsins Bjarna P. Magnús-
sonar, sem skipti sköpum við sam-
þykkt tillögunnar.
ÓIi H. Þórðarson formaður Unt-
ferðarráðs sagði í samtali við Tím-
ann í gær að hér væri um að ræða
ákvörðun sem bryti í bága við grund-
vallaratriði í umferðaröryggi. hm
Ingi Karl Jóhannesson og Sigríður Ingvarsdóttir formaður íslandsdeildar
Amnesty International. Fyrir framan þau er þykk ársskýrsla samtakanna um
mannréttindabrot í 128 löndum sem höfð voru afskipti af á síðasta ári.
Tímamynd: Sverrir
Amnesty International:
Árleg vika helguð
„gleymdum föngum11
Mánudaginn 20. október hefst
árleg alþjóðleg vika á vegum Amn-
esty International, en samtökin hafa
um langan tíma unnið að sakarupp-
gjöf samviskufanga og gegn
ómannúðlegri meðferð, pyntingum
og dauðarefsingu allra fanga.
í ár er vikan helguð „gleymdum
föngum“. Vakin er athygli á örlögum
12 fanga frá 12 löndum, sem eru
valdir úr stórum hópi manna sem
hlotið hafa sömu örlög.
íslandsdeild Amnesty hcfur valið
fjóra af þessum tólf föngum til þess
að sinna sérstaklega með bréfaskrift-
um til viðkomandi þjóðhöfðingja og
yfirvalda. Módelbréf hafa verið sam-
in þannig að þeir sem hingað til hafa
gjarnan viljað hjálpa þessum föng-
um en ekki treyst sér til þess að
skrifa viðeigandi bréf, geta nú snúið
sér til íslandsdeildarinnar í Hafnar-
stræti 15 í Reykjavík eða einhvers
félaga Amnesty á íslandi og fengið
módelbréf í hendur. Aðeins þarf að
skrifa undir þau og setja í póst.
f tengslum við alþjóðavikuna sem
byrjar á mánudag mun verða haldið
námskeið fyrir þá sem vilja kynna
sér starf Amnesty International.
Námskeiðið verður haldið í Mennta-
skólanum í Hamrahlíð. Námskeiðið
skiptist á tvo daga, í dag frá kl.
15.00-18.00 og fimmtudaginn 23.
okt. frá 20.00-22.00. Miðvikudaginn
22. okt. verður Ijóðakvöld sem til-
einkað er viku þessari, en Sigurður
A. Magnússon hefur umsjón með
því.
Það er Ingi Karl Jóhannesson.
einn af stofnendum íslandsdeildar-
innar sem hefur umsjón með alþjóð-
legu vikunni að þcssu sinni. en hann
hefur ekki verið virkur þátttakandi
íslandsdeildarinnar nú um nokkurra
ára skeið fyrr en nú.
ABS
NOTAÐAR BÚVÉLAR
TIL SÖLU
1. URSUS 385 dráttarvél árgerð 1979.
2. I.H. 444 dráttarvél árgerð 1977.
3. FORD 300 dráttarvél árgerð 1973.
4. URSUS C 335 dráttarvél.
5. URSUS C 385 dráttarvél 4WD árgerð 1980.
6. URSUS 362 dráttarvél árgerð 1981.
7. New Holland 378 heybindivél árgerð 1982.
8. URSUS C 1004 4 WD. árgerð 1981.
9. 2 st. baggavagnar.
10. Rafmagnstalía 1. fasa árgerð 1982.
11. Taarup sláttutætari árgerð 1979.
12. Baggafæriband 15. m. 1 fasa árg. ’82-’84.
13. Baggafæriband 15. m. 1 fasa árg. 1982.
14. Heuma múgavél 6 hjóla árgerð 1982.
15. Taarup votheysvagnar.
16. Egeberg baggavagn, nýr.
17. Stoll heytætlur á vetrarkjörum.
18. Heimilisrafstöðvar 8 og 12 kw 3ja fasa (Nýjar).