Tíminn - 18.10.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7
Laugardagur 18. október 1986
Ferð Mikhail Shirmans til Reykjavíkur bar árangur. Sovésk stjórnvöld hafa
nú leyst mál hans.
Sovétríkin:
Shirmanmálið leyst
Moskva*Reuter
Eitt þekktasta mannréttindamálið
í Sovétríkjunum var leyst í gær
þegar gyðingurinn Inessa Fleurova
fékk leyfi þarlendra stjórnvalda til
að fara til ísraels ásamt fjölskyldu
sinni til að gefa brottfluttum bróður
sínum beinmerg en hann þjáist af
hvítblæði. Þetta var haft eftir manni
Fleurovu, Viktor.
Bróðirinn er enginn annar en
Mikhail Shirman sem kom hingað til
Reykjavíkur á meðan á leiðtoga-
fundinum stóð til að vekja athygli á
máli sínu.
Fleurova er 37 ára gamall þjóðfé-
lagsfræðingur og gáfu sovésk yfir-
völd henni leyfi til að fara frá
landinu í ágúst síðastliðnum. Hún
vildi hinsvegar ekki fara nenia mað-
ur hennar Viktor og börn hennar tvö
fengju að fljóta með.
Þá stóð á föður Viktors sem ekki
vildi gefa syni sínum leyfi. Sovésk
stjórnvöld leystu hinsvegar málið
þannig að þau féllu frá hinni vana-
bundnu kröfu að faðirinn yrði að
gefa leyfi.
Sovéskir embættismenn höfðu
gefið í skyn fyrir leiðtogafund þeirra
Mikhail Gorbatsjovs og Ronald Re-
agans í Höfða að málið væri hægt að
leysa.
Frá sovésku fréttastofunni APN:
Ótti getur hleypt
af stað
kjarnorkustyrjöld
„Fólk spyr mig oft um hættuna
sem tengist þeirri staðreynd, að
samkvæmt vestrænum fjölmiðlum
hefur nýlega verið frá því skýrt að
í starfsliði stjórnstöðva kjarnorku-
eldllauga hafi verið eiturlyfjaneyt-
endur, menn sem þjáðst hafa af
ýmsum geðrænum veilum og
áfengissjúklingar," sagði sovéski
geðlæknirinn kunni, prófessor Nik-
olai Zharikov í viðtali við fréttarit-
ara INFO. „Ég held að þetta atriði
verði að skýra nánar. Heilbrigður
maður á vakt í stjórnstöð sem er
ábyrg fyrir því að gereyðingar-
vopnum er skotið á loft, gerir sér
Ijóst að hann er fyrsta skotmark
hefndaraðgerðar, jafnvel þótt það
hafi verið starfsbróðir hans á
fjarlægri stjórnstöð er studdi á
hnappinn. Auk þess skilur hann
hina þungu byrði siðferðilegrar
ábyrgðar á hugsanlegum dauða
hundruð þúsunda manna... að vera
aftökustjóri og samtímis maður
sem á að fara að taka af lífi er erfitt
að skilja hvað felur í sér, stöðug
streita án nokkurs léttis. Eina
frumstæða og ónáttúrulega leiðin
til þess að létta þessa byrði er að
grípa til áfengis og eiturlyfja. Nú.
ég þarf ekki að segja hve ægilega
ófyrirsjáanlegar og hættulegar at-
hafnir eiturlyfjasjúklinga og
drykkjusjúklinga á verði í kjarna-
vopnastjórnstöð geta verið.
Valda- og stjórnmálamenn sem
ráðskast með annað fólk eru mót-
tækilegir fyrir miklum ótta á kjarn-
orkuöld, og út frá þeini breiðist
óttinn til heilla þjóða eða jafnvel
meginlanda; ótti við hefnd fyrir
gerða árás og ótti við óvænta árás
á sig.. en eins og Mikhail Gorbat-
sjov orðaði það. þá er óttinn aldrei
neinn ráðgjafi og getur leitt til
verka sem hafa ófyrirsjáanlegar
afleiðingar í för mcð sér.
Komið hefur fram ný kenning
þess efnis að stöðugt álag (ótti við
dauða, óöryggi, kvíði, o.s.frv.)
geti orsakað erfðafræðilegar breyt-
ingar hjá komandi kynslóðum sem
áreiðanlega verða manninum ekki
til góðs. Ég trúi ekki á þessa
kenningu. Arfgengi mannsins hef-
ur þróast á þúsundum ára, og
maðurinn hefur alltaf búið við
ótta, þótt hann hafi ekki verið
jafnstórfelldur og vísvitandi rækt-
aður eins og á okkar tímum...
Sem geðlæknir langar mig að
víkja að sálfræðilegri og líffræði-
legri hlið þessa máls. Annars vegar
er óttinn eðlishvöt sem hvetur
vitsmunaveru til þess að virkja
krafta sína til athafna. Á hinn
bóginn er hann mjög streituvald-
andi og leiðir til taugaveiklunar,
einkanlega ef viðkomandi einstakl-
ingur hefur lengi verið undir miklu
álagi.
Hver er áhrifaríkasta leiðin til
þess að glíma við þennan ótta sem
nú hefur breiðst út um allan heim-
inn? Ég held það sé stjórnmála-
mannanna að „skrifa lyfseðil" með
bestu lækningunni. Það er nauð-
synlegt að fjarlægja orsök „heims-
óttans" eins fljótt og unnt er.“
(Unnið upp úr texta frá APN)
Finnska ríkisstjórnin:
Trúir risa-
veldunum
og getur
ekki annað
- Eru bandarísk og
sovésk herskip hlaöin
kjarnorkuvopnum
er þau koma til
finnskra hafna?
Helsinki-Reuter
Finnska ríkisstjórnin, undir
þrýstingi um að segja hvort
bandarískur tundurspillir scm
kom til hafnar í Finnlandi fyrir
liálfum mánuði hafi borið kjarn-
orkuvopn eður ei, hefur sagt að
hún geri ráð fyrir að herskip sem
landið heimsækja beri ekki kjarn-
orkuvopn.
Það voru meðlimir kommún-
istaflokksins á þingi sem kröfðu
Paavo Vaeyrenen utæanríkisráð-
herra svara um tundurspillinn.
„Finnska ríkisstjórnin er neydd
til að gcra ráð fyrir að fylgt sé
reglum um að kjarnorkuvopn og
sprengjur séu ekki höfð innan
hafsvæðis Finna þó aðeins sé um
skammvinnan tíma að ræða,"
sagði Vaeyrenen í svari sínu.
Utanríkisráðherrann sagði þaö
engin áhrif hafa á trú stjórnar
sinnar að reglum væri fylgt að
kjarnorkuveldin hvorki staðfesta
né ncita að skip þeirra beri kjarn-
orku þegar þau leggjast að finnsk-
um bryggjum.
Finnar hafa samþykkt að leyfa
ekki uppsetningu kjarnorku-
vopna á sínu landsvæði og hafa í
meira en tuttugu ár barist fyrir
því að Norðurlöndin verði gerð
kjarnorkuvopnalaus svæði.
: . ! «
;•' 'fjTSHF
Járnhálsi 2 Simi 83266 110 Rvk.
PrKthnif imsn
BÍLALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVIK:.... 91-31815/686915
AKUREYRI:...... 96-21715/23515
BORGARNES:............ 93-7618
BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: ... 95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR: ....... 96-71489
HÚSAVIK:....... 96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: ... 97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303
interRent
Laus staða
Staða starfsmanns rannsóknarnefndar sjóslysa,
sem skipuð var samkvæmt lögum nr. 21/1986 um
breytingu á Siglingalögum nr. 34/1985, er laus til
umsóknar.
Umsækjendur skulu hafa sérþekkingu á þeim
málum sem nefndin fjallar um.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríksins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir
31. október 1986.
Reykjavík, 10. október 1986
Samgönguráðuneytið.
Hús til niðurrifs
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í hús til niðurrifs og
brottflutnings
1. Þurrkhús BOH við Suðurvang 700 m2 steinhús
með timburþaki
2. Þrjár bogaskemmur á sama stað um 300 m2
hver.
3. Garðavegur 15 b 35 m2 íbúðarhús
4. Einiberg 13. 1150 m2 verkstæðishús.
Nánari upplýsingar verða gefnar í áhaldahúsi
bæjarins við Flatahraun. Húsin verða sýnd þriðju-
daginn 21. okt. Tilboðum skal skila þangað eigi
síðar en fimmtudaginn 23. okt. á eyðublöðum sem
þar fást.
Bæjarverkfræðingur
200 bækur til sölu
Þar á meðal:
Nýjarandstæöur vísure. SveinfráElivogum 1935
Ættarskrá Bjarni Þorsteinsson prestur 1930
Ljóömæli JónÁrnasonfráVíðimýri 1879
Gerviljóð ÁrnifráMúla 1946
Húnvetningur Ársritiö 1857
Ævisaga Halldóru Bjarnadóttur 1960
Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 6. árg. skinnb. 1934-1939
íáföngum Endurm. Dan Daníelss. 1937
Um þvert Grænland 1912-1913, Vigfús Sigurðsson 1948
Saga smábýlis 1920-1940 Hákon Finnsson í Borgum 1943.
Upplýsingar í síma 91-19573.
Bændur - Vélaeigendur
r*
Skortir ykkur afl í snjómoksturinn eða
jarðvinnsluna?
Við bjóðum einfaida lausn.
Forþjöppusett fyrir Massey Ferugson og Ford
dráttarvélar, einnig fyrir Land Rover og Toyota
díesel jeppa.
Einföld ísetning. 20-30% meira afl.
VÉLAKAUP HF. Sími 91-641045.
LATTU
l 1 U,
límamf
EKKI FLJUGA FRA PER
ÁSKRIFTARSÍMl 686300
Þeim öllum sem á margan hátt minntust mín á níutíu
ára afmæli mínu á þessu hausti þakka ég af heilum
hug. Kærar kveðjur.
Þórður í Haga.