Tíminn - 18.10.1986, Síða 10
10 Tíminn
Laugardagur 18. október 1986
lllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR liiHHIIi....................................................... ...........lillll.................... ............I.................... ..................... . ............................................ '................................. "...................................................... .... .............................................................I........Illlllll..............
Norðurlandamót U-20 í handknattleik:
„Stefnum enn á 2. sæti“
- sagði Viggó Sigurðsson eftir tap gegn Svíum
fþróttirnar um helgina
Um helgina verða tveir leikir í
úrvalsdcildinni í körfuknattleik,
Haukar og KR keppa í Hafnarfirði
í dag kl. 14 og Valur og Njarðvík
mætast í Seljaskóla annað kvöld
klukkan 20. Þá verður einn leikur
í 1. deild kvenna, Haukar og ÍR
keppa í Hafnarfirði í dag kl. 15.30.
Helgin er róleg hjá handknatt-
leiksmönnum hér á landi, aðeins 5
leikir í 2. og 3. deild. Landsliðið
U-20 ára er í Noregi á Norður-
landamótinu og stúlknalandsliðið
U-18 ára er á Norðurlandamóti í
Danmörku.
Öskjuhlíðarhlaup ÍR verður á
morgun kl. 14. Hlaupnir eru 8 km
í karla og drengjaflokki en 4 km í
kvenna og sveinaflokki. Einnig er
skemmtiskokk, 4 km. Hlaupið
hefst við Hótel Loftleiðir og er
skráning á staðnum klukkutíma
fyrir hlaup. Þátttökugjald er kr.
200,-
Enska knattspyrnan:
Erfitt hjá Norwich
„Þetta var mjög góður leikur og
strákarnir börðust mjög vel. Þctta
leit mjög vel út en botninn datt úr á
10 mín. kafla í seinni hálfleik og
það gerði útslagið" sagði Viggó Sig-
urðsson þjálfari íslenska liðsins eftir
leikinn gegn Svíum í gær.
Lokatölur leiksins urðu 25-21 Sví-
um í hag eftir að staðan í leikhléi var
10-10.
íslenska Iiðið komst í 15-13 og
fékk boltann tvisvar en þá komu
fjögur mörk Svía í röð úr hraða-
upphlaupum sem komu eftir ótíma-
bær skot og staðan var orðin 15-17.
Eftir það var leikurinn alveg í járn-
um og íslenska liðið var aíltaf einu
marki á eftir upp í 19-20 en þá komu
aftur mörk úr hraðaupphlaupum,
gamli slæmi kaflinn sem virðist fylgja
íslcnskum handknattleikslandslið-
um og Viggó vildi nefna „Svíakom- |
plex" í þessum leik.
Svíarnir voru taldir vera með
sterkasta liðið fyrirfram og Viggó
var spurður hvcrnig honum litist á
framhaldið. „Við stefnum enn á
annað sætið" var svarið, stutt og
laggott.
Mörk íslenska liðsins skoruðu:
Sigurjón Sigurðsson 5(2), Þórður
Sigurðsson 4, Bjarki Sigurðsson 3,
Hálfdán Þórðarson 2, Gunnar Bein-
teinsson, Frosti Guðlaugsson, Jón
Kristjánsson og Árni Friðleifsson
eitt mark hver.
Andy Gray getur að öllum líkindum
ekki leikið með Aston Villa í dag
vegna meiðsla.
Norwich sem er í efsta sæti fyrstu
deildar í annað skipti í sögu félagsins
á erfiða leiki framundan. í dag mæta
þeir West Ham sem er í 4. sæti og er
sá leikur á heimavelli Norwich. Þá
taka við Wimbledon og Liverpool á
útivelli, Liverpool er núverandi
meistari en Wimbledon virðist á
nokkurri niðurleið eftir að hafa verið
í efsta sætinu í haust. Loks taka við
tveir heimaleikir, á móti Tottenham
sem er í 3. sæti og í mikilli sókn og
loks Manchester United sem ómögu-
legt er að segja um hvort verður
komið í sitt rétt form.
Þetta er ansi erfitt dæmi og ailt
eins líklegt að Norwich færist eitt-
hvað niður á við á töflunni eftir
þessa leiki cnda segist Ken Brown
framkvæmdastjóri alls ekki viss um
að liði sínu takist að halda toppsæt-
inu þó vissulega sé dvölin þar ágæt.
Shaun Elliott verður aftur á sínum
stað í vörn Norwich á morgun en
hann hefur átti við hnémeiðsl að
stríða. Allt bendir til að Elliott þurfi
ekki að fást við sóknarmanninn
Frank McAvennie í dag því hann er
meiddur á læri og gat ekki leikið
með skoska landsliðinu á miðviku-
dag.
Meiðsl hrjá einnig annan skoskan
leikmann, Andy Gray hjá Aston Villa
og líklegt að Gary Shaw eða Simon
Stainrod lciki í hansstað. Villa hefur
ekki tapað síðustu 6 leikjum og er
stefnan væntanlega að halda því
áfram gegn Watford í dag.
Annað botnlið, Manchester Unit-
ed fær væntanlega þrjá leikmenn til
baka úr meiðslum, Norman Whites-
ide, Kcvin Moran og Frank Stap-
leton. Manchester fær Luton í heim-
sókn. Luton hefur aldrei sigrað á
Old Trafford og er ekki búist við
breytingu á því í dag.
Skák:
Chiburdanicze heldur
heimsmeistaratitlinum
Maya Chiburdanidzc frá Sovét-
ríkjunum varð í gær heimsmeistari
kvenna í skák í fjórða skipti.
13. skák hennar og áskorandans
Yclenu Akhmylovskayu sem áður
hafði farið í bið lauk með jafntefli
án þess að vera tefld frekar.
Staðan í einvíginu er þá orðin
8-5 og dugir það Chiburdanidze til
að halda titlinum. Einvíginu verð-
ur þó haldið áfram þar til öllum 16
skákunum cr lokið en Chiburdan-
idze þarf hálfan vinning til viðbótar
til að tcljast sigurvegari í einvíginu.
arena
•Scndumí*
PÓSTKRÖFU
★ Leikfimi
^ Jassballet
'it Aerobik
^ Líkamsrœkt
Fimleikaskór
Jassballetskór
Heildsala—sími 10-3-30
Klapparstig 40.
A nom KUWMSriGS
0G GttCTVSGÓTU
S.IT7S3
SPORTVÖRUVERSLUN
INGOUFS
ÓSKARSSONAR
Navratilova orðin þrítug
og hefur aldrei
Martina Navratilova vann á mið-
vikudaginn sinn eittþúsundasta sigur
á tennisvellinum. Hún er nú þrítug,
á reyndar afmæli í dag, en hefur
engin áform um að leggja spaðann á
hilluna. Hún segir líkama sinn alls
ekki vera 30 ára gamlan. lil þess sé
hún í allt of góðri þjálfun en hjartað
sé aftur á móti mun eldra, hún hafi
þurft að ganga í gegnum margt unt
ævina.
Navratilova er fædd í
Tékkóslóvakíu en 18 ára gömul
fluttist hún til Bandaríkjanna. Það
var í fyrsta skipti í sumar sem hún
kom aftur til Tékkóslóvakíu þegar
hún keppti þar á stóru tennismóti.
Henni var vel fagnað þar og var
greinilegt að hún var hetja í augum
fólksins, alltaf þegar hún var að
keppa voru áhorfendasvæðin full-
skipuð og allir vel með á nótunum
og ekki laust við að tékkneska
tenniskonan Hana Madlikova félli í
skuggann.
Navratilova hefur 15 sinnuin sigr-
að á stórmótum, þar af 7 sinnum á
Wimbledonmótinu og stefnir hún
ótrauð að fleiri sigrurn á því móti.
Oftast allra hefur Helen Wills sigrað
á Wimbledonmótinu, alls 9 sinnum
á árunum 1927-1935 en Navratilova
stefnir að því að bæta það met.
Á Opna bandaríska meistaramót-
inu á þessu ári átti Navratilova í
mestu vandræðum í undanúrslita-
leiknum, hin 17 ára Steffi Graf frá
Vestur-Þýskalandi veitti henni harða
verið hressari
keppni en Navratilovu tókst loks að
vinna sigur 6-1, 6-7, 7-6 eftir langan
og strangan leik. Hún segist þó ekki
óttast nýjar upprennandi tennis-
stjörnur, samkeppni við þær geri sig
aðeins enn betri. Auk þess eigi þær
enn langt í land með að fá þá reynslu
sem þarf til að vera best, t.d. hafi
Graf aldrei einu sinni komist í úrslit
á stórmóti.
Hinsvegar séu allar þær sem taldar
eru í hópi 10 bestu tenniskvenna
heints mjög góðar og geti allar unnið
hver aðra. Og sjálf hefur Navratilova
reyndar tapað fyrir þeim flestum
einhverntímann.
Martina Navratilova hefur sigrað í 1000 tennisleikjum en sýnir engin
þreytumerki. Hún segist ætla að halda áfram þar til hún verður fertug.
10%
ALLT AÐp 11 WH\ AFSLATTUR
AF FÚAVARNAEAEFNUM
ALLT AÐ IAFSLÁTTUR
AF MALNINGU
OPIÐ
KL. 8-18 VIRKA DAGA
KL. 10 - 16 LAUGARDAGA
2 góðar byggingavöruverslanir.
Austast og vestast í borginni
Stórhöfða, sími 671100
v/Hringbraut, sími 28600.