Tíminn - 18.10.1986, Síða 13
Laugardagur 18. október 1986
Tíminn 13
Gott atvinnuástand
hjá Ólafsfirðingum
- þrátt fyrir að tveir togarar séu úr umferð
Örn Þórisson, fréttarilari Tímans i Kljótum:
Ágætt atvinnuástand hefur verið á
Ólafsfirði í sumar og er enn, þrátt
fyrir að tveir af togurum bæjarbúa
séu bilaðir. Ólafur Bekkur hefur
fiskað ágætlega og næg atvinna hefur
verið í báðum frystihúsum á
staðnum. Þokkalegt hefur verið að
gera hjá iðnaðarmönnum þrátt fyrir
að nýbyggingar séu litlar. M.a. hefur
verið unnið að malbikun gatna og
steypingu á gangstéttum bæjarins.
Síðastliðinn vetur var mjög slæmt
atvinnuástand á Ólafsfirði en fisk-
verkun er uppistaðan í atvinnulífi
bæjarins eins og víða annarsstaðar.
Nú er verið að draga frystitogarann
Sigurbjörgu til Englands, þar sem
gert verður við skipið. Áð sögn
Svavars Magnússonar hjá Magnúsi
Gamalíelssyni hf. sem gerir út Sigur-
björgin standa vonir til að viðgerð
ljúki í lok nóvember, en skipið á að
afhenda tólf dögum eftir að síðasti
gírinn kemur. Ljóst er að viðgerð á
skipinu verður mjög kostnaðarsöm/
Sigurbjörgin átti eftir um 380 tonn af
kvóta sínum en af því má geyma
liðlega tvö hundruð tonn fram yfir
áramót.
Þriðji togari Ólafsfirðinga, Sól-
bergið, hefur verið í klössun í Þýska-
landi undanfarið og er væntanlegur
upp úr næstu mánaðamótum. Sól-
bergið á tiltölulega lítið eftir af
sínum kvóta.
reiLAUSAR STÖÐUR HJÁ
J WJ REYKJAVIKURBORG
Sálfræöingur - Stuðningsfólk
Sálfræöing vantar í heila eða hálfa stööu hjá
Dagvist barna í Reykjavík. Ennfremur stuönings-
fólk, þ.e. fóstrur og þroskaþjálfa, til aö sinna
börnum meö sérþarfir, á dagvistarheimilum Reykja
víkurborgar. Sérstaklega vantar nú stuöningsfólk
á heimilin löuborg og Suðurborg í Breiðholtshverfi.
Upplýsingar gefur Guörún Einarsdóttir sálfræðing-
ur í skristofu Dagvista barna í símum 27277 og
22360.
Umsöknum ber aö skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknar-
frestur er til kL 16.00, föstudaginn 7.11.’86.
Ný plata:
hljómsveitin Svefngalsar:
Spilduljónið
Útgáfufélagið Blaðstýft-aftan hef-
ur sent frá sér plötuna „Spilduljón-
ið“; stóra skífu með ljóðum og
lögum nýrrar hljómsveitar er nefnir
sig Svefngalsa. Hér er um að ræða
hljómsveit skipaða fólki úr öllum
áttum, og er tónlistin sérstaklega
tileinkuð íslenskri náttúru, útiveru
og íslenskum landbúnaði. Hljóm-
sveitina skipa: Guðrún Gunnars-
dóttir, söngur, Júlíus Hjörleifsson,
söngur, Sigurgeir Sigmundsson,
gítar, Níels Ragnarsson, hljómborð,
Björn Vilhjálmsson, bassi, Birgir
Baldursson, slagverk.
Platan inniheldur frumsamin lög
með ýmsu sniði frá sveiflu í pönk, og
hún er tekin upp í Hljóðrita. Upp-
tökum stjórnaði Björgvin Gíslason.
Nú með haustinu munu Svefngals-
ar sýna sig í margmenni, bæði með
tónleika- og dansleikjahaldi.
Grammið annaðist dreifingu. Símar
12040 og 19873.
FRYSTI-0G K/ELIKLEFAR
tHbúnir á mettfma
Ur Barkar einingum færð þú frysti- og kæli-
klefa af hentugri stærð, níðsterka, þægilega
að þrífa, auðvelda í
uppsetninguogeinangr-
aða með úreþan,
-besta einangrunarefni
sem völ er á.
Hentug grunnstærð
á einingum margfaldar
notagildi klefanna
þannig að þeir reynast
kjötvinnslur, mötuneyti, veitingahús, hótel,
heimahús og alls staðar þar sem þörf er á
vandaðri geymslu til
kælingar og frystingar.
Krðkalæsingar,
einfaldar en sterkar
tryggja skjóta og
trausta uppsetningu.
Níðsterk klæðning
meðplasthúðauðveldar
fullkomið hreinlæti.
frábær lausn fyrir verslanir, fiskvinnslur, Hringifl eða skrifið eftir frekari uppiýsingum
Barkar frysti-og kæliklefar leysa vandann víðar en þig grunar
J^BÖRKUR hf
( 9 HJALLAHRAUNI 2 • SIMI 53755 • POSTHOLF 239 • 220 HAFNARFIflOI
Útboð
Tilboð óskast í framkvæmdir við 1. áfanga Lista-
safns Kópavogs v/Hamraborg. í verkinu felst
gröftur, sprengingar og lagnir í grunni, steypa á
sökkulveggjum og leiðslukjallara, fylling undir
botnplötu, svo og holræsalagnir frá húsgrunni og
færsla á aðalæð Hitaveitu Reykavíkur. Útboðs-
gögn veröa afhent á tæknideild Kópavogs, Fann-
borg 2, 3. h. gegn 5.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað mánudaginn 3. nóvember kl.
11 og veröa þau þá opnuð aö viðstöddum þeim
bjóðendum sem þar mæta.
Bæjarverkfræðingur.
Auglýsing
frá landbúnaðarráðuneytinu um innflutning
jólatrjáa
Ráöuneytið vekur athygli á því, að samkvæmt 42.
grein laga nr. 46/1985 er innflutningur jólatrjáa
óheimill, nema meö leyfi landbúnaöarráðuneytis-
ins.
Umsóknir, með upplýsingum um tegund, fjölda,
gæöi, stærð og verð, sendist sem fyrst til landbún-
aðarráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík.
Landbúnaðarráðuneytið
16. október 1986
vegagerðin Utboð - snjómokstur
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í snjó-
mokstur á eftirtöldum vegum:
1. Norðurlandsvegur, Akureyri - Kross, (45 km).
2. Norðausturvegur, Kross - Húsavík, (44 km).
3. Norðausturvegur, Auðbjargarstaðir - Kópasker,
(60 km).
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
Akureyri og Húsavík frá og með 20. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 3. nóvember 1986.
Vegamálastjóri.
Opið hús
Munið opna húsið í Háskóla íslands á morgun
sunnudag frá kl. 10.00 til 18.00.
Alls verða 19 byggingar opnar og allir velkomnir.
Háskóli ísiands.