Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3.desember 1986 Tíminn 3 Verðhækkanir bættar: Alls4,59%hækkun á laun frá 1 .des - skv. úrskurðum launanefnda ASÍ og BSRB Launanefnd ASÍ og VSÍ úr- skurðaði einróma á fundi sínum í fyrrakvöld, að greiða skuli launþegum ASÍ þá 2,09% hækkun sem hefur orðið á framfærsluvísi- tölu fram að i. nóvember, umfram þau mörk sem miðað var við í febrúarsamningunum. í gær úrskurðaði einnig sú nefnd sem fylgist með þessum málum fyrir opinbera geirann og í eiga sæti fulltrúi BSRB, ríkisins og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra afhendir stjórn SVFÍ 8 milljónir sem verja skal til öryggismála sjómanna. Sjávarútvegurinn styður Slysa- varnafélag íslands hagstofustjóri sem oddamaður, á sama veg. Þessum 2,09% til viðbótar koma síðan umsamdar 2,5% launahækk- anir þann 1. desember. Laun félaga BSRB og ASÍ hækka því samtals um 4,59% frá og með 1. desember. Gabriel Chmura, hljómsveitarstjóri. Sólrún Bragadóttir, sópransöng- kona. Sjöttu áskriftartónleikar Sinfóníuhjómsveitar íslands: Sólrún Bragadóttir með Sinfóníu- hljómsveit íslands Sólrún Bragadóttir sópransöng- kona syngur með Sinfóníuhljóm- sveit íslands á sjöttu áskriftartón- leikunt vetrarins á fimmtudags- kvöld. Flutt verða tvö verk, Sinfónía nr. 39 í Es-dúr eftir Wolfgang Am- Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, afhendir Haraldi Henrysyni, forseta SVFI, fé til kaupa á neðansjávarmyndavél um borðí skólaskipinu Sæbjörgu. adeus Mozart og Sinfónía nr. 4 í G-dúr eftir Gustav Mahler. Sólrún stundaði fyrst söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlist- arskólann í Reykjavík, cn árið 1982 hélt hún til Bandaríkjanna, þar sem hún hefur lært við Tónlistardeild háskólans í Indíana. í fyrra vakti Sólrún rnikla athygli í Indíana, þar sem hún fór með hlutverk Donnu Önnu í óperunni Don Giovanni eftir Mozart. Síðar í vetur er hún ráðin til að syngja aðalhlutverkið í sögunni af Saltana keisara, óperu eftir Rimsky-Korsakoff, þegar hún verð- ur frumflutt í Indíana. Gabriel Chmura stjórnar tónleik- um Sinfóníunnar að þessu sinni. Hann stundaði framhaldsnám í Vín- arborg og París, en þar var Gary Bertini mcðal kennara hans. Árið 1971 vann hann eftirsótt verðlaun, kennd við hljómsveitastjórana Gu- ido Cantelli og Herbert von Karaj- an. Tclst hann nú meðal hinna allrafremstu ungra hljómsveitar- stjóra í Evrópu og er eftirsóttur víða um heim. EM/Starfskynning. Sjávarútvegurinn hefur undanfar- ið stutt vel við bakið á Slysavarnafé- lagi íslands, enda ekki úr vegi þar sem félagið hefur unnið mikið starf að öryggismálum sjómanna. Fyrst er að nefna framlag Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, en aðalfundur LÍÚ samþykkti að afhenda Slysavarnafélagi íslands neðansjávarmyndavél ásamt tilheyr- andi búnaði. í gjafabréfi LÍÚ til SVFÍ segir að á síðustu 10 árum hafi 50 manns drukknaði í höfnum landsins, þar af 25 sjómenn. Leit að hinum látnu hafi að langmestu leyti hvílt á björgunarsveitum SVFÍ, sem oft hafi lagt nótt við dag við leitar- störf. Reynslan hafi sýnt að neðan- sjávarmyndavél gjörbreyti öllum að- stæðum við slíkar leitir og því hafi aðalfundurinn ákveðið að færa SVFÍ þessa gjöf sem þakklætisvott fyrir fórnfús og óeigingjörn störf björgun- arsveita félagsins við leitir. Þá hefur sjávarútvegsráðuneytið afhent SVFÍ 8 milljónir króna sem ætlaðar eru til starfsemi SVFÍ að öryggismálum sjómanna. Fé þetta er hluti þess fjármagns sem stóð eftir við lok Tryggingasjóðs fiskiskipa, eftir að ný lög um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegs- ins tóku gildi. Gert er ráð fyrir að fénu verði fyrst og fremst varið til námskeiöahalds í öryggismálum um allt land og náið samstarf verði haft við samtök sjómanna. IIWIT OG U-R-&LFS Viðurkennd varahiutaþjónusta ÞAÐ ER SAMA AÐ HVAÐA VÉLARSTÆRÐ ÞÚ ER ALLTAF LÆGST Verð-miðast við fullbúna vél og gengi 24/10 ’86. ^ LJnafyrirgréfðsla, allt að 3 ár^ > LEITAR, OKKAR VERÐ IMT549DL .... 50 ha. kr. 328.000,- IMT567DL .... 65 ha. kr. 369.000.- IMT 567 DLDV 4WD .... 65 ha. kr. 428.000.- IMT569 DL .... 70 ha. kr. 393.000.- IMT 569 DLDV 4WD .... 70 ha. kr. 469.000.- IMT577 DL .... 78 ha. kr. 429.000.- IMT 577 DLDV 4WD .... 78 ha. kr. 498.000.- URSUS912 .... 85 ha. kr. 456.000.- URSUS 914 4WD . . . .... 85 ha. kr. 510.000.- URSUS 1012 4WD . . ... 100 ha. kr. 480.000.- URSUS 1014 4WD . . ... 100 ha. kr. 562.000.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.