Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Miðvikudagur 3.desember 1986 UTLÖND llllllllllllllllllllllli iiiiiiiiuiii Reagan Bandaríkjaforseti flutti sjónvarpsávarp í gær: óháð rannsóknarnefnd kannar vopnasölumálið - Frank Carlucci tekur við yfirmannsstöðu Þjóðaröryggisráðsins Washington - Reuter Reagan Bandaríkjaforseti ávarp- aði bandarísku þjóðina í sjónvarpi í gær og kvaðst hafa farið þess á leit við Edwin Meese dómsmálaráð- herra að hann léti óháða nefnd rannsaka hneykslismálið í kringum vopnasöluna til frans. Slík óháð rannsóknarnefnd var einmitt sett á laggirnar í Watergatemálinu fræga sem leiddi til afsagnar Nixons þáver- andi forseta. Þá tilkynnti forsetinn að hann hefði skipað Frank Carlucci, fyrrum starfsmann varnarmálaráðuneytisins og bandarísku leyniþjónustunnar CIA, í embætti öryggisráðgjafa í stað John Poindexters sem sagði af sér í síðustu viku vegna vopnasölu- málsins. „Ég hef heitið því að komast til botns í þessu máli,“ sagði forsetinn í byrjun sjónvarpsræðu sinnar í gær sem er hans önnur síðan íransmálið komst á forsíður helstu dagblaða heims. Reagan sagði Meese dóms- málaráðherra hafa látið sig vita að nægar ástæður væru fyrir því að óháð nefnd rannsakaði málið og hefði hann þá ekki hikað við að fara fram á að slík nefnd hæfi störf sem fyrst. Frank Carlucci, hinn nýi yfirmað- ur Þjóðaröryggisráðsins (National Security Council), hefur starfað und- ir stjórn bæði demókrata og repúb- likana. Hann er 56 ára gamall og þykir afar traustur ríkisstarfsmaður. ísrael: Ofbeldi gegn aröbum Árásir á araba í Jerúsalem og eignir þeirra hafa verið tíðar að undanförnu Jerúsalcm-Rcuter Israelska lögreglan tilkynnti í gær um fleiri einangraðar árásir á araba í Jerúsalem og eignir þeirra á sama tíma og tilkynning barst frá yfirvöld- um um að tveir Palestínumenn, grunaðir uni skæruliðastarfsemi, hefðu verið handteknir. Bensínsprengju var kastað inn í hús í múslimahverfi eldri borgar- hluta Jerúsaleni í fyrrinótt en enginn meiðsli urðu á fólki. Lögreglan sagði einnig að tveir bílar í eigu araba hefðu verið grýttir. Arabar í Jerúsalem hafa mátt þola nær daglegar árásir á sig eða eignir sínar eftir að ungur gyðingur, sem lagði stund á guðfræði, var stunginn til bana í gamla borgarhlutanum fyrir rúmum hálfum mánuði. Það eru öfgafullir gyðingar sem fyrir árásunum standa og hafa leiðtogar múslima í borginni farið fram á alþjóðlega vernd gegn ofbeldisverk- unum. Þá tilkynntu hernaðaryfirvöld í Israel um handtöku tveggja Pale- stínumanna sem grunaðireru um að hafa skipulagt árásir á hermenn á hinum herteknu Gólanhæðum. Sam- kvæmt heimildum telja ísraelsk yfir- völd að mennirnir tveir séu meðlimir samtaka er berjast fyrirfrelsun Pale- stínu og njóta stuðnings Sýrlend- inga. Leiðtogi hægrimanna á Spáni sagði af sér í gær: Krossfestingin fullkomnuð Madríd-Reuter Manúel Fraga, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar á Spáni, sagði af sér í gær og má tengja afsögn hans miklum deilum meðal spánskra hægrimanna síðan þeir töpuðu þingkosningunum í júnímánuði. Talsmaður Þjóðarbandalagsins (ÞBL), flokks Fraga, sagði hann hafa lagt inn „óafturkallanlega" afsögn sína eftir ófarir hægriflokk- anna í heimastjórnarkosningunum í Baskahéruðum Spánar er fram fóru á sunnudaginn. Talsmaðurinn sagði hinn 64 ára gamla Fraga, sem er með reyndari stjórmálamönnum Spánar og gengdi meðal annars ráðherra- embætti er Francó hershöfðingi var við völd, ætla að hætta sent forseti flokks síns og lciðtogi sam- steypu stjórnarandstöðuflokka á þingi. Þcir sent helst þykja koma til greina sem eftirmenn Fraga eru lögfræðingurinn Herrero De Minon, sem reyndar er cinn af varaforsetum ÞBL, og Abel Matut- es, auðugur fjármálamaður sem varð annar fulltrúa Spánar í Evr- ópubandalaginu en Spánn gekk í það í janúarmánuði. Miklar deilur hafa átt sér stað innan hægriflokkanna eftir ósigur- inn í þingkosningunum í sumar þar sem jafnaðarmenn undir stjórn Felipe Gonzalez forsætisráðherra héldu hreinum meirihluta á þingi. Tap bandalags hægriflokka í kosningunum á sunnudaginn þar sem það tapaði helming atkvæða og tveimur sætum á baskneska heimastjórnarþinginu gerði svo útslagið með það sem spænsk blöð hafa kallað „krossfestingu Fraga“. Samkvæmt heimildum innan spænska stjórnmálaheimsins hafa sumir foringjar hægrimanna, þar á meðal Herrero De Minon, lagt hart að Fraga að afturkalla afsögn sína og ein áhrifamikil kona innan ÞBL, Isabel Tocino, sagðist munu segja af sér í mótmælaskyni við þá sem neyddu „hinn mikla mann“ til að draga sig í hlé. Þá sýndi skoðanakönnun sem útvarpsstöðin SER gerði meðal fjórtán þúsund manna að tveir þriöju þeirra sem spurðir voru vildu að Fraga héldi áfram sem leiðtogi hægrimanna. Það eru hinsvegar sterk öll sem unnið hafa gegn Fraga og margir gagnrýnenda hans telja að þörf sé á yngri leiðtoga til að mæta kyn- slóðaskiptunum í Jafnaðarmanna- flokknum sem urðu þegar hinn 44 ára gamli Felipe Gonzalez tók þar við leiðtogastarfi. Við bjóðum þeim sem gerast fyrir áramót KAUPBÓT, 3 nýjar matreiðslubækur eftir hinn kunna sælkera SIGMAR B. HAUKSSON o.fl.en þær eru: 99 auðveldar hvers- dagsuppskrlftir Matur á glóðum Tólf hátíðarmatseðlar Bækur þessar eru miðaðar við íslenskar aðstæð- ur og matarvenjur. Notast er við odýrt hráefni í flestum tilfellum, og efnum sem eru til á ilestum heimilum. Með notkun þessara bóka geta spar- ast útgjöld heimilisins til mikilla muna. Eg undirritaður/uð óska eftir að gerast áskrifandi að TÍMANUM. 3 nýjar matreiðslubækur Sigmars B. Haukssonar verða sendar mér um leið og ég staðfesti umsókn þessa. Nafn Nafnnr. Heimili Sýsla Sími Póstnr. W Einnig er tekið við áskriftum ísíma 91-686500 Tíminn - Askrift Síðumúla 15, 105 Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.