Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 3.desember 1986 Cgppof/dBosa OnpPmnG 192 IBm Pfopríntcr Viðskipta* og tðlvublaðið Nýkomið er út 6. tbl. 5. árg. af Viðskipta- og tölvublaðinu. Meðal efnis eru fréttir úr viðskiptalífi, sagt er frá nýstofnuðum fyrirtækjum og nýútkomnum bókum sem fjalla um tölvur og tölvutækni. Tækni- og tölvunýjungar er meðal fastra þátta. Af erlendu efni má nefna grein um afdrif breska dagblaðsins TO- DAY og viðureign eiganda þess viö verkalýðsforystu breskra prentara. Viðskipta- og tölvublaðið fjallar að staðaldri um hugbúnað. Ritvinnsla. Að þessu sinni er birt ítarleg lýsing á ritvinnslukerfinu „Word Perfect", þar sem gctið cr allra helstu eiginleika kerfisins, mismunandi notkun- ar þess, vinnslu og ýmissa sérverkefna svo sem prentsetningar o.fl. Þessi grein gefur einnig þýðingarmiklar upplýsingar sem koma að góðu gagni við val á hvaða ritvinnslukerfi sem er. Launakcrfi. ( þessu tölublaði er einnig ítarleg lýsing á tvcimur kerfum til útreikn- ings á launum. Bæði þcssi kerfi eru ætluð fyrir einkatölvur og eru hönnuð og sett upp af íslenskum hugbúnaðarfyrirtækj- um. Sölukerfi. Mörgum mun koma á óvart hve öflugt hjálpartæki ódýr einkatölva getur verið fyrir sölumann. Lýst er nýju íslensku sölukerfi og sýnt hvernig það eykur afköst sölumanns. Auk þess cru athyglisverðar greinar í blaðinu um tölvumál og bornir eru saman tveir algengir tölvuprentarar. Viðskipta- og tölvublaðið kemur út 8 sinnum á ári. Útgefandi er Fjölnir hf. Ritstjóri er Leó M. Jónsson. Úrval - tímarit fyrir alla Desemberhefti Úrvals er nýkomið út. í því kennir margra grasa: Þarna má finna Skopsögur, jólasögur og frásagnir. Jóla- sagan heitir „Tveir sem trúðu“, þá er Saga jólatrésins. Grein er f heftinu sem ber nafnið „Útrýmum heimavinnandi húsmæðrum". Frásögn af átta á reki í gúmmíbáti. Úr heimi læknavísindanna: Krabbamein. Þá er grein um „Hvers vcgna við verðum ástfangin". Þrjú ljóð eftir Gest Guðfinnsson eru í heftinu. (slenskir jólasveinar, grein í blaðinu er tekin úr Þjóðasagnasafni Sigfúsar Sigfús- sonar. Margt fleira efni er í heftinu sem er um 100 bls. að stærö. Ritstjóri er Sigurður Hreiðar. BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES:............ 93-7618 BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HÚSAVÍK:....... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .. 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: . 97-8303 interRent Óskað er eftir tilboðum í saumaskap á starfsmannafatnaði jökkum og buxum, v/Ríkisspítalanna. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð kl. 11.00 f.h. föstudaginn 19. des. nk. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 fHLEX 2006 Óskilahross í Sveinatungu Norðurárdalshreppi er í óskilum Ijósrauð hryssa, þriggja vetra, ómörkuð. Verður seld á uppboði miðvikudaginn 10. desember hafi eigandi ekki sannað eignarrétt sinn fyrir þann tíma. Hreppstjóri. Vantar starfsfólk á kjúklingabú til ýmissa starfa. Gott kaup fyrir gott fólk. Upplýsingar í síma 99-6053. t Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við fráfall Jóhanns Pálssonar, Skaftahlíð 28, R. Sigrún Björnsdóttir, Tinna Rut og Orri Páll Guðlaug Jóhannsdóttir Páll Jóhannesson Unnur Jónsdóttir Björn Guðmundsson systkini og tengdafólk. PLÖTUR Ný plata: Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir Nú er komin út ný íslensk hljómplata á vegum Hins Leikhússins sem heitir Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir. Höfundur laga og ljóða er Ólafur Haukur Símonarson, en um helmingur laganna er sóttur í samnefndan söngleik hans fyrir börn og fullorðna, sem nú er sýndur í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en hinn helmingurinn er úr stóru söngvasafni Ólafs, sem eins og kunnugt er, er einn vinsælasti og snjallasti dægurlagahöfundur okkar. Kötturinn, eins og platan er kölluð, hefur að geyma sautján lög. Annaðist Gunnar Þórðarson útsetningar og stjórnaði upptöku, en flytjendur söngvanna eru þau Edda Heiðrún Backman, Eiríkur Hauksson, Gunnar Guðmundsson, Jóhann Sigurðsson, Lísa Pálsdóttir og Ólafur Haukur. Efni plötunnar er fjölbreytt og skírskotar til flestra aldurshópa, en Hitt Leikhúsið hefur í starfi sinu reynt að rjúfa þá múra sem gjarnan eru reistir milli neytenda í landinu eftir aldri. Nægir að nefna eitt lag af Kettinum þessu til sönnunar, Vögguvísu, sem vinsæl varð og fleyg um allt land eftir keppnina um lagið í Eurovision-keppnina á liðnum vetri. Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir er fáanlegur á plötu og kassettu og fæst í hljómplötuverslunum um land allt. BUNAOARDEILO SAMBAHDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SiMI 38900 Athugið Þeir aðilar sem ætla sér að setja inn tilkynningar undir liðnum Flokksstarf, verða framvegis að skila þeim inn til blaðsins í síðasta lagi á hádegi, daginn fyrir birtingu þeirra. Skoðanakönnun á Vestfjörðum Skoðanakönnun um röðun á framboðslista framsóknarmanna í Vestfjarðarkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar fer fram dagana 6. og 7. desember 1986. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér í skoðanakönnunina: Egill H. Gíslason, Ólafur Þ. Þórðarson, Guðmundur Hagalínsson, Pétur Bjarnason, Gunnlaugur Finnsson, Sigurður Viggósson, Heiðar Guðbrandsson, Sveinn Bernódusson, Jón Gústi Jónsson, Þórunn Guðmundsdóttir. Magdalena Sigurðardóttir, .Skoðanakönnunin er opin öllum heimilisföstum Vestfirðingum sem eru fæddir fyrir 1. janúar 1972 (það er verða 16 ára á kosningaári) og lýsa yfir því að þeir styðji stefnu Framsóknarflokksins og séu ekki félagar í öðrum stjórnmálaflokki. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram frá 25. nóvember nk. hjá forsvarsmönnum Framsóknarfélaganna í hverju sveitarfélagi sem annast framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Einnig á skrifstofu flokks- ins að Rauðarárstíg 18 Reykjavík. Kjörstaðir verða opnir kjördagana í flestum sveitarfélögunum og auglýstir nánar á hverjum stað. Allar nánari upplýsingar gefur formaður kjörstjórnar Sigurgeir Magnússon Patreksfirði í símum 1113og 1320. Kjörstjórn. Jólabasar félags framsóknarkvenna í Reykjavík verður haldinn í Hótel Heklu laugardaginn 6. desember og hefst kl. 2. e.h. Eins og á undanförnum árum verður þarna margt góðra muna á góðu verði. Ullarvörur, rúmfatnaður, jólavörur, lukkupokar, happdrætti og laufa- brauðið vinsæla. Tekið verður á móti munum að Rauðarárstíg 18 á föstudag. Stjórnin. Framsóknarvist verður að Hótel Hofi sunnudaginn 7. des. kl. 14. Góð verðlaun. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra flytur stutt ávarp í kaffihléi. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Reykjavíkur. Framsóknarkonur Reykjavík Hittumst að Rauðarárstig 18 (kjallara), í dag miðvikudag kl. 13.30, bökum okkar vinsæla laufabrauð. Hafið með ykkur áhöld Mætið vel. Stjórnin Suðurland - happdrætti Drætti í skyndihappdrætti Kjördæmasambands framsóknarmanna er frestað til 8. des. n.k. Enn er hægt að fá miða í þessu einstæða happdrætti. Sölumenn í hverjum hreppi í kjördæminu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.