Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 13
Tíminn 13 Miðvikudagur 3.desember 1986 SAMTI'NINGUR ■I iiiiimiiiiiiiiiii Ingólfur Davíösson: Hagalagðar (þriöja grein) „Fann Magnús nokkuð?“ Stórbóndinn og kaupmaðurinn Magnús Sigurðsson bjó á Grund í Eyjafirði frá 1874 og fram um 1916. Hann var framkvæmdamaður mikill og útsjónarsamur. Lét reisa Grund- arkirkju, en hún var vígð haustið 1905 og þótti einhver fegursta kirkja landsins. Magnús varð snemma vel efnum búinn, enda ráðdeildarsamur í besta lagi. Gengu af honum margar sögur og ein á þessa leið: Það var verið að grafa fyrir grunni á Grund og undir kvöld var komið niður á hellu allmikla, sem tafsamt reyndist að koma upp. Magnús bað menn að hætta starfi og koma heim til kvöldverðar, hellan gæti beðið til morguns. Þegar verkamenn komu að gryfjunni um morguninn, virtist sumum sem hreyft hefði verið við hellunni frá kvöldinu áður. Hellan náðist fljótlega upp og fannst ekkert merkilegt við gröftinn. En sögur komust á kreik um að Magnús mundi hafa velt hellunni til um nóttina og fundið fjársjóð undir henni! Væri það upphaf auðs hans. Getið var til, að sjóðurinn væri frá dögum Grundar-Helgu, scm bjó á Grund með manni sínum 1350-1385 og var mikil höfðingskona. Hún lét, að bónda sínum fjarverandi, taka af lífi Smið hirðstjóra og Jón skráveifu, er þar voru á ferð með óaldarflokk árið 1361. II. Freistingin var mikil! Gestur kom á bæ og baðst gisting- ar. Bóndi var ekki hcima, hann var sjómaður og oft fjarverandi vikum saman. Vel var tekið móti gestinum, sem hafði frá mörgu að segja. Voru gestir eins konar fréttablöð fyrri tíma. Þeim varð tíðlitið hvoru til annars gestinum og húsfreyju um kvöldið og fór vel á með þeim. Gestur kvaðst þurfa eldsnemma á fætur að morgni því hann vildi leggja nemma á hlíðina. Húsfreyja sagði að kaffi skyldi hann þó hafa áður en hann færi á stað. Hún bakaði pönnu- kökur um kvöldið og lét þær á disk á hillu yfir rúmi sínu. Gestinum var vísað til sængur gegnt rúmi hús- freyju, en allt fólkið svaf í baðstof- unni eins og þá var venja. Nú var slökkt á lýsislampanum og sofnuðu allir brátt nema gesturinn og konan, þeim var eitthvað órótt. Loks stend- ur gesturinn upp og læðist yfir að rúmi húsfreyju sem beið í ofvæni. Gesturinn hallar sér yfir rúm hennar, seilist upp á hilluna, tekur pönnu- kökudiskinn og læðist með hann í ból sitt! Sagt var að húsfreyja hefði kvatt gestinn heldur þurrlega um morgun- inn! III. Mælt mál á Hornströnd- um um aldamótin Eyfirskir hákarlamenn áttu talsverð viðskipti við Hornstrend- inga og létu vel af þeim kaupskap, en þótti heimamenn stundum æði sérkennilcgir í orðum. Hákarlamað- ur ætlaði upp á loft á einum bænum og gengur að stiganum, en þá kallaði heimasætan á eftir honum: „Varaðu þig maður minn, það er sleipt í krákunni“. Hann varð ókvæða við, en að ófyrirsynju, hann skildi bara ekki mállýskuna. Á öðrum bæ var rætt um fannkyngi og ófærð og segir bóndi mjög erfitt núna að „draga krákuna á hárunum". Skiljið þið orðtökin hornstrensku? IV. Þörfin var brýn Skólapiltar á Möðruvöllum áttu oft í glettingum. Til dæmis stríddi Árni fiðlari oft Gústa sjómanni meinlega. Árni gat leikið jafnvel á einn streng í fiðlu sinni og sá næst- besti á þrjá. Árni var tóbaksmaður mikill og leið illa tóbakslausum, en vissi að Gústi átti tóbak. Fer nú bónarveg að honum og kvaðst skyldu borga vel tóbaksbita. Veður var gott, skólapiltar stóðu úti og voru að leika sér að því að kenna hundi ýmsar kúnstir. Gústi lét Árna ganga lengi eftir sér en segir loks að hann geti fengið væna tóbakstölu ef hann vildi kyssa á rassinn á hundin- um að piltum ásjáandi! Árni gekk að þessum skilmálum og fékk tóbakið. Sagt var að hann hefði stundum tuggið fóðrið á tóbaksyasa sínum. V. Þær voru mjólkurlegar stóru kindurnar á Möðruvöllum Kona Hjaltalíns skólameistara var af tignum ættum, alin upp í Reykja- vík, barst á í klæðaburði, lék á píanó, hið eina í sveitinni, og var hofmannleg í framgöngu, en sam- lagaðist lítt sveitasiðum og búskap- arháttum. „Fallegt er undir þúsund kvíaám, þær hljóta að mjólka vel“ varð henni að orði er hún sá nokkra hrúta nærri kvíunum. Hjaltalín svar- aði á ensku! VI. Hjaltalín og bibllan Hjaltalín hóf jafnan kennslustund með því að lesa valdan kafla úr ritningunni, en þá helgu bók geymdi hann í skúffu í kennaraborðinu. Einn morgun var han óvenjulengi að taka fram biblíuna, sat álútur yfir borðinu með hendurnar í hvarfi og roðnaði á svip. Dregur síðan upp biblíuna og les eins og hann var vanur. En svo var mál með vexti að einhverjir gaurar höfðu saumað striga utan um bókina.en Hjaltalín tókst að rífa hann, án þess að nemendur sæju. VII. Ég horfi yfir hégómann Stefán kennari var áhugasantur á mörgum sviðum auk grasafræðinn- ar. Vildi m.a. gera nemendur mannborlega og frjálsa í framgöngu. Einu sinni var hann með hóp nem- enda, rétt hjá skólanum, við æfingar af fyrrnefndu tagi og var glatt á hjalla. Hjaltarín horfði á úr loft- glugga. Stcfán sér hann og segir: Líst þér ekki vel á þetta hjá okkur? „Ég horfi yfir hégómann," svaraði Hjaltalín. Þá rann Stefáni í skap, og hljóp inn. VIII. Hvort er betra? Haugaríi cr versta illgresi á ís- landi, en einstaka menn eta óvin sinn arfann og sumir telja hann hollan við magakvillum o.ll. Nú er arfa eytt mcð lyfjum en man ég þá tíð þegar kvenfólk og unglingar voru látnir krjúpa á lepp í görðununt og reyta arfa, stundum í rigningartíð og þótti þetta hundleiðinlegt verk. Á stórbýli einu á vestanverðu landinu var mikið stri'ð við arfann og tímdi bóndi varla að taka fólk frá heyskap til að reyta hann, en garð- arnir voru stórir. Nú bar svo við, að nokkrar fínar frúr úr höfuðstaðnum komu í heimsókn og gistu nokkrar nætur. Frúrnar höfðu heyrt að fcrsk- ur arfi væri hollur og fóru sumar þeirra út í garð að ná arfa til neyslu, þær söxuðu hann saman við skyr. Þetta fréttu gárungarnir í grennd- inni, þeir koma til bónda alvarlegir í bragði og segja arfavandamál hans farsællega leyst. Hann skuli bara hýsa frúrnar sem lengst. Það humm- aði í bónda, en svo hrökk upp úr honum: „Nei, þá vil ég heldur arfann“. Getið skal þess, aðundirrit- aður hefur fengið arfa, fínsaxaðan ofan á smurt brauð, á myndarheimili á Austurlandi. Mynd sýnir stórbýlið Grund. Kirkjuna gaf Magnús söfnuðinum, en bændur lögðu fram vinnu við timburflutningana frá Akureyri fram að Grund. Kirkjan var bændakirkja og hvíidi sú skylda á kirkju- og jarðareiganda að kosta smíðina. Orgel í kirkjuna gaf Magnús síðar og kostaði það álíka og til var í kirkjusjóði er Magnús hóf bygging- una. AÐUTAN ...... ..I.. .. Boðskapur til þjóða og þjóðþinga um heim ailan Nýlega sendi sovéska þingið ávarp til þjóðþinga og þjóða heims, þar sem komu fram ákveðnar tillögur, sem beinast að því að draga úr spennu á alþjóðavettvangi. Með það í huga að söguleg örlög allra ríkja og þjóða eru sameiginleg, og í ljósi þeirrar hættu sem yfir vofir á kjarnorkuhelför og þeirrar brýnu nauðsynjar að koma í veg fyrir hana, telur Æðsta ráð Sovétríkjanna nauð- synlegt að ávarpa öll þjóðþing og allar þjóðir heimsins. Leiðtogafundur Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í Reykjavík markaði efnislega nýtt stig í því að skapa heim án kjarnorkuvopna. Við vitum nú: Það er hægt að útrýma öllum kjarnorkuvopnum, og það nú á æviskeiði þessarar kynslóðar. Það var með þetta fyrir augum sem land okkar lagði fram hina djörfu en viðráðanlegu áætlun sfna. Sovétríkin leggja til að strategísk- um sóknarvopnum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna verði fækkað um 50% á fimm árum. Á næstu fimm árum þaráeftir, þaðeraðsegja 1996 yrði öllum slíkum vopnum sem eftir stæðu, búið að útrýma. Við leggjum til að Sovétríkin og Bandaríkin skuldbindi sig til að nota sér ekki rétt sinn til að fella úr gildi samninginn frá 1972 um takmörkun gagneldflaugakerfa - sá samningur er án tímatakmarka - í næstu 10 ár, og fari stranglega eftir öllum ákvæð- um hans. Við erum á móti Geim- varnaráætluninni og við viljum styrkja ABM-samninginn. Við leggjum að lokum til að Sovétríkin og Bandaríkin setjist að samningaborði um algera stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn. Hugmynd okkar er að öll þessi róttæka kjarnorkuafvopnun, sem Sovétríkin leggja til, fari fram undir ströngu eftirliti, þar á meðal alþjóð- legu eftirliti á staðnum. Þessar róttæku tillögur sem upp eru taldar hér að framan, móta einn heilstæðan pakka. í pakkanum er jafnvægi milli hagsmuna og tilslak- ana, jafnvægi í að nema burt sameig- inlegt áhyggjuefni okkar, í að varðveita öryggishagsmuni okkar sem eru innbyrðis tengdir. Reykjavíkurfundurinn vakti ekki aðeins vonir. Hann færði einnig fram í dagsljósið ertiðleikana sem mæta manni á leiðinni til kjarnorku- vopnalausrar veraldar. Sú niður- staða sem verulegur hluti almenn- ings í heiminum hefur komist að, að Stjörnustríðsáætlun Bandaríkjanna, hin svokallaða SDl-áætlun, hafi ver- ið það sem samkomulag í Reykjavík strandaði á, er algerlega rétt niður- staða. Það kom greinilega fram í Reykjavík. Stjörnustríðsáætlunin er tilraun til að ná hernaðaryfirburð- um, til að finna leiðir til að heyja kjarnorkustríð og vinna það. Söguleg reynsla sannar að Sovét- ríkin hafa alltaf fundið hæfilegt andsvar við öllu sem ógnað hefur öryggi þeira. Það munu þau einnig gera í framtíðinni. Sovétríkin hafa næga vitsmunalega, tæknilega, vís- indalega og iðnaðarlega möguleika til þess. En Æðsta ráð Sovétríkjanna gerir sér þess fulla grein, að þróun geim- vopna, með vígbúnaðarkapphlaupi sem er afskaplega dýrt og sérstak- lega hættulegt svið, sviftir stjórn- málamennina möguleikanum á að hafa hönd í bagga með atburðarás- inni. Tæknilegur galli, eða mistök, bilun í tölvu geta komið af stað óafturkallanlegum hörmungum. Engum má leyfast og loka dyrun- um að kjarnorkuvopnalausri framtíð sem opnaðar voru í Reykjavík. Æðsta ráð Sovétríkjanna lýsir því einróma yfir að Sovétríkin draga enga tillögu til baka sem lögð var fram í Reykjavík og miðar að því að útrýma öllum kerfum kjarnorkuvíg- búnaðar. Sovéska sendinefndin í Genfarviðræðunum hefur fyrirmæli um að framfylgja þessum tillögum öllum í heild. Æðsta ráð Sovétríkjanna leggur áherslu á að einhliða stöðvun Sovét- ríkjanna á öllum tilraunum með kjarnorkuvopn, sem lýst var yfir fyrir meira en 15 mánuðum, er enn í gildi. Enn er tfmi þangað til 1. janúar 1987, fyrir Bandaríkin til að hlýða nú að lokum á rödd skynsem- innar, og verða við kröfum hundraða milljóna fólks um heim allan, sem krefst þess að stöðvaðar verði til- raunir með kjarnorkuvopn. í því tilfelli myndu Sovétríkin heldur ekki hefja að nýju kjarnorkusprengingar. Þar með væri stigið stórt skref í átt til kjarnorkuafvopnunar. (Frá sovésku fréttastofunni APN)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.