Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Miðvikudagur 3.desember 1986 VETTVANGUR Benedikt Vilhjálmsson, Egilsstöðum Flugvöllur á Egilsstöðum Flugbraut (lendingarsvæði) Á Egilsstöðum er flugbraut (lendingarsvæði) sem hróflað var upp rétt um 1950, og hefur fengið andlitslyftingu nokkrum sinnum síðan. Gaman þætti mér að fylgjast með umræðu og skrifum bifreiða- eigenda ef vegir okkar væru í dag eins og þeir voru fyrir tæpum fjörutíu árum. Sannleikurinn er sá, að í flugvallarmálum erum við íslendingar á algeru steinaldarstigi, og er raunalegt til þess að vita að þjóð með jafn ríkan þjóðernis- rembing og við höfum, skulum eiga þrjá flugvelli sem nefna má því nafni, þar af tvo sem útlending- ar hafa byggt fyrir okkur. Upphæð- ir til flugvalla-uppbyggingar á ís- landi hafa hingað til verið það smánarlegar að það er viðkomandi ráðuneyti og undanförnum ríkis- stjórnum til ævarandi vansæmdar. Rígur Á undanförnum árum hcfurekki svo mátt minnast á flugvöll á Egilsstöðum að Sauðkrækingar og Húsvíkingar hafi ekki risið upp og talið fram ágæti síns staðar, með varaflugvöll í huga fyrir milli- landaflug. Hér fyrir austan vantar flugvöll fyrir daglegan rekstur, enda er umferð um völlinn hér um fimm sinnum meiri en á hvorum hinna flugvallanna. Rígur þessi hefur m.a. valdið því að ekkert hefur verið ákveðið um upphaf framkvæmda hér fyrir austan, en óeðlilegum upphæðum hefur verið varið í flugvöll á Sauðárkróki. Nátttröll Linkind okkar hér fyrir austan á samt stærstan þáttinn í að fram- kvæmdir eru ekki hafnar, og því miður er nátttröll víða á ferð, eins og kemur fram í Austra fyrir nokkru, þar sem formaður SSA bendir á það að það sé liðin tíð að þingmaður segi við ritara sinn „skrifaðu eitt stykki flugvöll". Háðið sem þarna brýst fram er því miður einkennandi fyrir hugsunar- hátt of margra hér eystra, og á meðan ráðamenn eru haldnir hon- um er ekki vón á góðu. Ekki er langt síðan núverandi formaður SSA og kumpánar fóru á fjörur við þingmenn og báðu um eitt stykki frystihús, einn togara og eina höfn. Aurbleyta Árlega er hætta á að flugvöllurinn á Egilsstöðum lokist vegna aur- bleytu um lengri eða skemmri tíma. Með yfirkeyrslu, sem kostar um 3 milljónir í hvert sinn, má minnka líkurnar vcrulega. Yfir- keyrsla þessi endist tvö til þrjú ár í senn og þá endurtekur sig sama sagan. Hér er því enn einu sinni kontið á framfæri áskorun um að hefja framkvæmdir, við vitum að þingmenn munu í vorlofa flugvelli, en það gerðu þeir einnig síðast. Við viljum ekki loforð, við viljum framkvæmdir og krafan er að koma flugvellinum inn á fjárlög næsta árs með 45 millj. kr. og taka í notkun nýja flugbraut á Egilsstöðum sumarið 1990. Benedikt Vilhjálmsson. Kostnaður Flestum vex í augum sá kostnað- ur sem fylgir flugvallargerð, en fyrir þá upphæð sent fer til vega- mála á einu ári, má ljúka við flesta flugvelli á landinu með varanlegu slitlagi og búnaði sem til þarf, svo þeir megi kallast nothæfir. Mjög athugandi væri að sleppa einu ári úr í vegagerð og verja þeirri upp- hæð í flugvallargerð, sami mann- afli, tæki og búnaður nýtist, því það er svipuð aðgerð að leggja vegi og byggja flugvelli. Þegar flugvellir rísa orðið undir nafni getum við kinnroðalaust látið borga lending- argjöld sem nánast eru engin nú og verja þeirri upphæð í viðhald og til að mæta þeirri þróun, sem stöðugt á sér stað. 10áraáætlun Það má ljóst vera að tillagan hér að framan nær aldrei fram að ' ganga vegna þrýstings frá kjósend- um, sem verða persónulega varir við lélegt ástand vega og þrýsta á um endurbætur. Ef hins vegar væru áætlaðar í flugmál sem svarar 10% af þeirri upphæð sem varið er til vegamála, þá væri hægt að ljúka uppbyggingu flugvalla á 10 árum, en samkvæmt drögum að fjárlög- um 1987 myndi upphæðin sam- svara 200 milljónum til nýfram- kvæmda. Egilsstaðaflugvöllur Fyrir Austurlandið allt gegnir Egilsstaðaflugvöllur mikilvægu hlutverki og er nú svo komið að árlega fara um hann ca 50 þúsund manns og samsvarar það því að hver Austfirðingur fari hér um völlinn um fjórum sinnum á ári. Hver heilvita maður getur því séð að það eru ekki Egilsstaðabúar og Héraðsmenn einir sem nota völlinn. 1 framhaldi af því skilur maður ekki sinnuleysi sveitar- stjórnarmanna og þingmanna fyrir framgangi þessa máls. Upphæð sem þyrfti að verja til flugvallarins næstu þrjú ár er um 45 milljónir á ári og mætti þá fá 2000 m langa braut með varanlegu slitlagi, ljós- um og færslu á þeim aðflugsbúnaði sem fyrir er, ásamt minniháttar aðgerð á flugstöðvarbyggingunni til að gera hana vatnshelda. Á næstu tveim árum þar á eftir yrði varið um 55 milljónum samtals, í endurbætur á aðflugsbúnaði, kaup- um á fullkomnari snjóruðnings- tækjum, ljúka breytingum á flug- stöðvarbyggingunni og fl. Heildar- upphæðin nálægt 190 millj. deilist því á 5 ár. Ekki þykir það mikil upphæð þegar smíða skal brú yfir Ölfusá fyrir nokkrar hræður eða vegskála í umdæmi samgöngu- málaráðherra. Þegar flugvellir rísa oröið undir nafni getum viö kinnroðalaust látið borga lendingargjöld sem nánast eru engin nú og verja þeirri upp- hæð í viðhald og til að mæta þeirri þróun sem stöðugt á sér stað. ■""" w logn þessa dagana og léttskýjað, þar af heiðskírt nokkra daga. bað hvarflar því að manni að einhverjar aðrar ástæður en veðurfræðilegar liggi fyrir því að Sauðárkrókur er valinn. Eyða á í eina óarðbæru fjárfestinguna enn, fjárhæð sem nýtast myndi betur á Egilsstöðum, þar sem umferð er miklu meiri og brautin myndi nýtast sem varavöll- ur á meðan Sauðkrækingar ná sáttum innbyrðis. Aurblcyta sem þessi hindrar allt flug. „Flugvollunnn a Egilsstoðum, þegaraurbleytahrjáirhann. Myndir Einar Halldórsson. Vafasamur heiður Á undanförnum tuttugu árum hafa nokkrum sinnum komið hing- að flugvélar sem framleiðendur hafa verið að prófa við erfiðar aðstæður, vélar sent ætlaðar eru þriðja heiminum, þar sem lélegir eða engir flugvellir eru, en notast þarf við sand eða slétta mela. Sumir eru uppveðraðir af þessum heimsóknum, en við sem vinnum við flug skynjum hve hrikalegt ástand flugvalla er hér þegar fram- leiðendur finna hvergi eins lélega flugvelli á meginlandi Evrópu eins og hér, en þó með fullri þjónustu er varðar eldsneyti og viðbúnað. Upphefðin er svipuð og ef hópar kæmu til landsins að kanna lága greindarvísitölu, og veldu sér Al- þingi sem starfsvettvang. Krókur á móti skynsemi Það hefur legið í loftinu undan- farin ár að varavöllur fyrir landið verði á Sauðárkróki, og nú um daginn var það svo staðfest af ráðamönnum. Sá böggull fylgdi þó skammrifi að NATO myndi hugs- anlega taka þátt í kostnaði að einhverju leyti og þar með voru heimamenn komnir í hár saman. Vikuna 1.-8. nóv. sl. fylgdist ég með veðri í Reykjavík, á Sauðár- króki og vinnu minnar vegna á Egilsstöðum. Veðurfar á Sauðár- króki og Reykjavík var svipað, oft suðlæg átt með éljagangi og tvíveg- is var fellt niður flug vegna élja- gangs í Reykjavík og oft frestað, en á Egilsstöðum var mikið um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.