Tíminn - 03.12.1986, Síða 8

Tíminn - 03.12.1986, Síða 8
Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson BirgirGuömundsson EggertSkúlason SteingrfmurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Átak í landbúnaði Þegar Jón Helgason, landbúnaðarráðherra tók við embætti vorið 1983 var staða landbúnaðarins mjög erfið. Árferði hafði verið slæmt, aðstæður á mörkuðum fyrir afurðir fóru versnandi, sala dróst saman og birgðir söfnuðust fyrir. Þar að auki var greiðslustaða bænda mjög slæm. í fyrstu var gripið til þess að leysa eftir föngum úr hinum bráða vanda, m.a. með skuldbreytingu sem tók til sjö hundruð bænda, en jafnframt hafinn undirbúning- ur varanlegri lausna enda ljóst að ekki var hægt að halda áfram á sömu braut í landbúnaðarframleiðslu og verið hafði. í samvinnu við bændastéttina var hafist handa um endurskoðun Framleiðsluráðslaganna og ný búvörulög tóku síðan gildi 1. júlí á síðasta ári. Með lagasetningunni voru gerðar veigamiklar breyt- ingar á skipulagi búvöruframleiðslunnar. .Mikilvæg stefnuatriði Framsóknarflokksins setja mark sitt á búvörulögin. Af þeim má m.a. nefna: Bændum er tryggt fullt verð fyrir ákveðið magn mjólkur- og sauðfjárafurða. Skýr ákvæði eru um verðmiðlun, þannig að fram- leiðendum er öllum greitt sama verð fyrir sömu vöru. Verulegu fjármagni er varið til framleiðslubreytinga og uppbyggingar nýrra búgreina. Staðgreitt er það afurðamagn sem bændur og ríkis- vald hafa samið um. Allt eru þetta veigamiklar breytingar til bóta fyrir bændastéttina. Pá hafa á grundvelli laganna Verið gerðir samningar um framleiðslumagn mjólkur- og sauðfjárafurða fyrir þrjú verðlagsár eða til ársins 1988. Við samningsgerðina mótaði landbúnaðarráðherra þá stefnu að bændum sem héldu áfram búskap, yrði að jafnaði tryggt fullt verð fyrir sama afurðamagn og á yfirstandandi verðlagsári, þannig að um frekari sam- drátt í búrekstri þeirra yrði ekki að ræða. í tengslum við þessa samninga hefur sérstöku fjár- magni verið veitt úr ríkissjóði til markaðsmála mjólkur og kindakjöts innanlands. Árangur þessa átaks er nú að koma í ljós á þann veg, að sala mjólkurafurða hefur vaxið og samdráttur er ekki lengur í kindakjötssölu innanlands. Stefnan í landbúnaðarmálum hefur verið harðlega gagnrýnd og eflaust má út á hana setja. Hitt vita flestir sem til þekkja að ekki var unnt að halda áfram framleiðslu landbúnaðarafurða eins og verið hafði. Mikil offramleiðsla var á mjólk og kindakjöti og ljóst að lögbundnar útflutningsbætur nægðu engan veginn til að mæta henni. Vera má að það hefði verið pólitískt auðveldara fyrir landbúnaðarráðherra að fylgja sömu stefnu og verið hafði en sú stefna var ábyrgðarlaus og í raun rekin upp á sker. Þetta vita allir sem til þekkja. Núverandi landbúnaðarstefna var mótuð í samráði við bændur. Eflaust má út á hana setja og viss atriði hennar þarf að endurskoða, en ef til lengri tíma er litið verður ekki öðru trúað en hún verði bændastéttinni til hagsbóta. 8 Tíminn Miðvikudagur 3.desember 1986 iiiiiiiiiiiiii GARRI Reiður maður Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins, skrifaði sér- kennilega grein í DV í fyrradag. l»að hefur komið fram fyrr í skrif- um hans í þetta blað að hann er mjðg reiður þessa dagana. Nánar til tekið er Ólafur Ragnar aðallega reiður út í Jón Baldvin Hannibals- son fyrir að vilja ekki mynda stjórn eftir næstu kosningar með Al- þýðubandalagi og Kvennalista. En í þessari síðustu grein segir Ólafur Ragnar m.a. þctta: „Hafskipsöfíin rerða áfram ífor- ystusveit Sjálfstæðisflokksins. Stjómarformaðurinn Albert Guðmundsson er að loknu próf- kjöri leiðtoginn íReykjavík. Friðr- ik Sophusson, sérstakur heiðurs- gestur á aðalfundum skipafélags- ins, varðnsesturí virðingarröðinni. Þorsteinn Pálsson, sem haldið hef- ur verndarhendi yfir forsprökkum fyrirtækisins og bankans, varð ótvíræður sigurvegari á Suður- landi. Matthías Bjarnason verður áfram Vestfjarðagoði Sjálfstæðis- flokksins, handhafí ráðherradóms í viðskiptamálum og sérstakur oddviti þeirra sem í sjónvarpi gefa fyrirskipanir um þögn fjölmiðla í Hafskipsmálinu. “ Garri kærir sig ■ sjálfu scr lítið um að fara að blanda sér í innan- flokksmál vina sinna í Sjálfstæðis- flokknum. Þó gerir hann ráð fyrir að ofantaldir menn hafi verið valdir í framboð eftir venjulegum lýðræðisreglum sem gilda innan stjómmálaflokka. Og það ætti þá að þýða að þeirra eigin flokksmcnn hafi talið þá þess trausts verða að skipa sæti sín áfram, hvað sem Ólafi Ragnari kann að finnast. Með öðrum orðum þá verður ekki betur séð en hér sé ein saman á ferðinni heift manns sem ræður sér ekki fyrir vonsku. 0g síðan Jón Baldvin En Ólafur Ragnar lætur ekki við þetta sitja, því að hann heidur áfram: „Með þessu liði ætlar Jón Baldvin að mynda ríkisstjórn. Þetta eru samstarfsmennimir sem eru efstir á óskalista Alþýðuflokks- ins. Kratarnir hika ekki við að framlengja pólitískt áhrifavald Hafskipsattanna sem áfram munu hafa lykiltökin í forystusveit Sjálf- stæðisfíokksins. Það er svo sem í stíl við annað að þegar þingmannaleifar Banda- lags jafnaðarmanna leituðu skjóls í Alþýðuflokknum þá hafi krafan um samstarf við Hafskipsöfíin orð- ið formlegt svar við spurningunni hvaða ríkisstjórn Alþýðufíokkur- inn vildi eftir kosningar. “ Nú hvarflar það ekki að Garra að fara að taka upp hanskann fyrir Jón Baldvin og daður hans við Sjálfstæðisflokkinn. Það er enn langt til kosninga og langt frá því tímabært að fara að geta sér til um það hvaða ríkisstjórnarmynstur komi þá til með að reynast farsæl- ast fyrir land og þjóð. Ábyrgir stjórnmálamenn setjast niður á slíkum stundum, ræða málin og mynda síðan þá ríkis- stjórn sem breiðust samstaða næst um hverju sinni og vænlegust er til framfara miðað við þau úrlausn- arefni sem hverju sinni eru brýnust. Stráksskapur En eins og Garri lýsti á dögunum þá er aðeins örstutt síðan þeir Jón Baldvin og Svavar Gestsson urðu sér rækilega til skammar í sjón- varpi og sýndu sig í því að hafa litla sem enga stjóm á skapi sínu þegar til átti að taka. Hér sér Garri ekki betur en að Ólafur Ragnar sé að sýna af sér nákvæinlega sama stráksskapinn. Slíkt háttarlag dugar ekki þegar um stjórn landsmála er að ræða. Og þessi framkoma þeirra þremenninganna lofar satt að segja ekki góðu um væntanlega þátttöku þeirra í ríkisstjórn. Garri. IIIIIIIIHIIIIIIIII VITTOGBREITT IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM^^^ ALLIR MALSVARAR LÁGLAUNAFÓLKSINS Margfrægir aðilar vinnu- markaðsins sitja nú og semja og fjölmiðlafárið 'kringum þá flytja véfréttir af gangi mála. Viðtöl á viðtöl ofan eru birt í blöðum, útvörpum og sjónvörpum, magn- þrungnar yfirlýsingar gefnar út, prófkjör blandast inn í kjarabarátt- una, sem svo er kölluð. Dramatísk- ir tilburðir eru sviðsettir fyrir fréttamannaskarann, sem ekki læt- ur sitt eftir liggja og kemur öllu skilvíslega á framfæri. Aðilar beggja vegna samninga- borðsins eru innilega sammála um eitt. Það er að bæta beri lökustu kjörin. Láglaunafólkið á sér trausta málsvara, þar sem aðilar vinnumarkaðsins eru á ferð. Það á einnig að baráttufúsa málafylgju- menn, sem aldrei láta þess ófreist- að, að tala máli þeirra, þegar því verður við komið. Það eru stjórn- málamennirnir ásamt með þeim sem langar til að verða stjórnmála- menn. Að bæta kjör þeirra lægst launuðu er baráttumál allra stjórn- málaflokka, allra stjórnmála- manna og vinnuveitenda og for- ystuliðs launþegahreyfinganna. Þeir sem skrifa í blöðin og tala í útvörpin vilja líka bæta kjör „þeirra lægstlaunuðu“ , og telja ríku þjóðinni til skammar hvernig með þá er farið. Láglaunadramatík í þeirri samningahrotu sem nú stendur yfir eru náttúrlega allir á einu máli um að bæta kjör „þeirra lægstlaunuðu." Það er svosem ekk- ert vandamál að hækka lágu laun- in. Aðilar vinnumarkaðsins komu sér saman um að gera það á nokkrum hvellfundum síðustu dag- ana í nóvember. Eitthvað dróst það samt úr hömlu enda ekki búið að því enn. En mikið er puðað í málinu. Yfir- og undirnefndir funda á víxl, útvíkkaðar stórnefnd- ir taka við ályktunum hinna nefnd- anna og um þær er þrúkkað fram og til baka og síðan lenda þær í sameiginlegum nefndum. Fulltrúar ríkisvaldsins eru kallaðir til og þjóðinni tilkynnt með dramatísk- um hætti að þeir leggi á sig vöku- nætur í þágu láglaunafólksins og alla tíð eru samningarnir rétt að smella í liðinn, enda allir sammála um að nú skuli rétta af hluta þeirra lægstlaunuðu. Spennan magnast Til að ná spennu í leikinn, þar sem allir keppa að sama markinu, að bæta kjör láglaunafólksins, eru settar upp skemmtilegar uppákom- ur fyrir fréttamennina, sem annars hefðu ekki frá neinu að segja. Hvort einhverjir samninga- manna hefðu viðrað sín á milli einhvers konar lausnarformúlu, var mál málanna í síðustu viku. Sumir sögðu þetta vera flokkspólit- íska sprengju, sem átti að snúa fylgi frá einum prófkjörskandi- datnum hjá allaböllum til annars. Þetta var mikið mál og er jafnvel farið að tengjast hafskipsmáli með dularfullum hætti. Að minnsta kosti er fyrrum stjórnarformaður þess félags farinn að fjalla um þá umræðu í bland við hafskipsmál og dugir ekki minna en heil síða í Mogga undir þær vangaveltur. Ágætt innlegg í baráttuna fyrir bættum kjörum láglaunafólks. Torskildar gátur Þegar aftur var farið að dofna yfir baráttunni miklu fyrir bættum kjörum láglaunafólksins urðu þau stórmerki að sjálfur brimbrjótur verkalýðshreyfingarinnar, formað- ur Dagsbrúnar, gaf skít í öll samráð um bætt kjör láglaunafólksins, og tilkynnti að sitt félag væri ekki með. Dagsbrúnarkarlarnir ætla sjálfir að berjast fyrir sínum kjörum, eins og reyndar endranær. Nú var uppi fótur og fit og fréttamenn fengu eitthvað til að moða úr. „Þokukenndarhugmynd- ir í gátuformi og ákaflega torskild- ar,“ sagði Guðmundur J. um samn- ingajapl samráðsins. Mikið var undirritaður feginn að lesa þessa yfirlýsingu frá dagsbrún- arformanni. Hefur nefnilega hald- ið hingað til að hann væri eini maðurinn í blaðamannastétt, sem hvorki nú eða áður hefur skilið hætishót í fréttum og yfirlýsingum af samningafundum aðila vinnu- markaðsins, jafnvel þótt hann hafi stundum verið að burðast við að skrifa fréttirnar sjálfur. En fyrst að brimbrjótur verka- lýðsins viðurkennir að hann skilji ekki það tungumál sem samninga- menn temja sér hlýtur öðrum að leyfast að opinbera vanmátt sinn í að rýna í þann þokumökk sem leikur aðila vinnumarkaðsins fer fram í. „Kleppur - hraðferð" og tíma- sprengja undir samningaborðinu, er haft eftir Jakanum um þá samn- ingagerð sem hann var að yfirgefa. Þótt brimbrjóturinn sé horfinn á braut situr allt samráðið eftir og telur sig vel geta komist af án Dagsbrúnar, rétt eins og Alþýðu- bandalagið, og fjasar við atvinnu- rekendur um að bæta kjör hinna lægstlaunuðu. Atvinnurekendur stefna að sama marki, en samt tekst ekki að semja. En láglaunafólkið er ekki á von- arvöl á meðan það getur borið fyrir sig jafn ötular baráttusveitir og raun ber vitni. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.