Tíminn - 20.12.1986, Qupperneq 9

Tíminn - 20.12.1986, Qupperneq 9
Laugardagur 20. desember 1986 Tíminn 9 VETTVANGUR Magnús G. Friðgeirsson: Svar til formanns sauðfjárbænda Furðufrétt um markaðsmál Illt þótti Jóhannesi Kristjánssyni formanni Landssambands sauð- fjárbænda að hafðar væru í frammi leiðréttingar á málflutningi hans í fjölmiðlum að undanförnu. Til þess að setja ofaní menn sem viðhefðu þann ósið að svara fyrir sig samdi hann grein í Tímann þann 16. desember sem hafði í öndvegi þá stórfrétt að kjötsýni hefði úldnað á Kennedy-flugvelli í New York. Var greinilegt að þetta atvik var að hans mati eitthvað það markverðasta sem gerst hefur að undanförnu á markaðssviðinu og fékk það áherslu eftir því. Hvað gerðist? Til Búvörudeildar bárust þær óskir að væntanlegur viðskiptavin- ur þeirra landssambandsmanna óskaði eftir 5 skrokka sýnishorni (52 kíló eftir snyrtingu), með flugi til Bandaríkjanna. Sýnishornið var útbúið og sent með flugi 27. maí sl. Þann 10. júní barst okkur skeyti frá væntanlegum kaupanda þess efnis að sýnishornið hefði ekki náð lengra en til New York en það átti að sendast til Washington. Póstreglur þeirra Bandaríkja- rnanna eru hins vegar þannig að sýnishorn má ekki vega meira en 25 kíló til þess að geta kallast sýnishorn og gat því sending þessi ekki fengið meðferð sem slíkt og þurfti að fá tollmeðferð. Móttak- andinn taldi of umsvifamikið að standa fyrir því auk þess sem slík tollmeðferð hefði þurft að eiga sér stað í New York sem var komu- staður sendingarinnar til landsins, en hann bjó í Washington. Sýnis- hornið sem um ræðir var ekki sett í frysti meðan á þessari töf stóð og því gerðist það að það úldnaði við að vera geymt langtímum saman í hita. Það skal undirstrikað að Bú- -vörudeildin afgreiddi kjötsýnið eins og óskað var eftir, og getur hver láð henni sem vill að hafa ekki þekkt póstreglur þeirra Banda- ríkjamanna út íhörgul, þegar jafn- vel heimamenn virtust ekki gera það. Tveim dögum eftir að okkur barst fregin af þessu sendum við nýtt sýnishorn (að þessu sinni minna en 25 kíló) og barst það til væntanlegs kaupanda með skilum. Heildartöf á sýnishornaskilunum vegna þessa varð því 2 vikur og ástæður tafarinnar ekki upprunnar hjá Búvörudeildinni. Hver var skaðinn? Tæpast er hægt að ætla að sá markaður sem fyrir var í Banda- ríkjunum hafi breyst við þetta. Ekki teljum við líklegt að þetta hafi haft áhrif á verðiag þar í landi né heldur þá magnmöguleika sem fyrir hendi voru í markaðinum sem slíkum. Skaðinn er sennilega í stuttu máli 2ja vikna töf á að sýnishorn næði til væntanlegs kaupanda ásamt og með því að Búvörudeildin varð fyrir því tjóni að 5 skrokkar eyðilögðust. í öllum venjulegum tilvikum hefði deildin einungis sent eins skrokks sýnis- horn en að sérstakri ósk kaupenda var að þessu sinni sendir 5. Ef viðskiptavinurinn hefði verið í beinum tengslum við okkur hefð- um við hafnað þessu og sent einn skrokk. Hinsvegar er Ijóst að slíkt hefði hlotið ámæli frá þér þar sem hvert tækifæri er notað til að færa til verri vegar það sem verið er að gera. í ljósi þess sendum við eins og um var beðið. Hvernig standa mál nú? Sérstakir merkimiðar hafa verið prentaðir til að uppfylla allar kröf- ur sem markaðurinn fer fram á. Pökkun er hafin. Ekki hefur tekist Athugasemdir við málatilbúnað Jóhannesar Kristjánssonar Þann 16. desember s.l. birtist í Tímanum grein frá formanni Landssamtaka sauðfjárbænda og þar sem nafn undirritaðs er nefnt í þessari grein og tvívegis ranglega farið með tilvitnanir, er nauðsyn að leiðrétta eftirfarandi. Engin formleg beiðni hefur kom- ið um að sölumenn yrðu sendir til Austurríkis eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl. Hér er rangt farið með af greinarhöfundi. Strax eftir Chernobyl slysið var haft samband við fjölda aðila í þeim löndum er ætla mátti að geislavirkra áhrifa gætti. Viðbrögð þessara aðila voru mest á einn veg. Neysla kjöts af grasbítum hafði stórminnkað og innflutningur því ekki nauðsynlegur. Sömuleiðis er vísað til fundar með Sigurgeiri Þorgeirssyni þar sem lýst hafi verið yfir að sérvalið kjöt á Bandaríkjamarkað hefði verið notað í annað og allt útflutn- ingsverkað kjöt búið um mánaða- mótin júlí-ágúst. Hér er enn farið með rangt mál. Útflutningur dilka- kjöts af framleiðslu 1985 stóð fram í septembermánuð 1986 eins og þeir vita sem vilja afla sér upplýs- inga og fara með rétt mál. Telji Jóhannes Kristjánsson þörf á að tilgreina nafn undirritaðs í misvel heppnuðum skrifum sínum er lágrnarkskrafa að rétt sé farið með. Búvörudeild Sambandsins hefur alla tíð kappkostað að eiga gott samstarf við bændur um sölu afurða þeirra bæði innanlands og á erlendum markaði. Það traust sem deildin hefur áunnið sér hjá bænd- um má ekki eyðileggja með óvönd- uðum málflutningi. Jóhann Steinssun, staðgengill frainkv.stj. Búvörudcildar. að fá væntanlegan kaupanda til að svara okkar skeytum allt frá í október. Þrátt fyrir þetta erum við að klára þessa pökkun til þess að vera í stakk búnir til *að senda vöruna án tafar ef honum þóknast að gera sig líklegan til kaupa. Fulltrúi ykkar dr. Sigurgeir Þor- geirsson hefur einnig reynt að fá viðbrögð frá þessum væntanlega kaupanda, en án árangurs enn sem komið er. Skipspláss er tilbúið til að taka við sendingunni strax og hægt er að ganga frá skilmálum. Hver er hin eiginlega markaðsstaða í Bandaríkjunum? Eins og þá, sem fylgst hafa með þessum málum á undanförnum árum kann að reka minni til, var Búvörudeildinni legið mjög á hálsi fyrir að koma ekki með kaupendur sem vildu greiða hátt verð í Banda- ríkjunum. Landssamband sauð- fjárbænda tók því málið í sínar hendur. Búvörudeildin lýsti því þá yfir að hún myndi ekki stunda annað sölustarf í þeim markaði á meðan þeirra tilraun væri í gangi til að tryggja að það starf væri ekki truflað. Fyrsta tilraun mistókst. Seinni tilraunin, sem nú er verið að . i. fjalla um, gefur eftirfarandi mögu- leika, að því gefnu að kaupandinn sýni vilja til að taka við vörunni. Verðhugmyndir sem gefnar hafa verið upp myndu skila um það bil 24,1% af verði. Kaupandinn, sem varla er hægt að kalla því nafni, þar sem hann er ekki tilbúinn að kaupa vöruna heldur að taka hana í umboðssölu, vill hafa opinn kostn- aðarreikning á vörunni. Ekki er ólíklegt að kostnaður sem til fellur nemi allnokkrum upphæðum. Skilaverðsprósentan mun minnka árferði skapast kjötfjöll hjá fram- leiðslulöndunum og sókn þeirra á markaði verður öflugri. Verðlag fer niður þegar þannig árar. Að mati undirritaðs er því mesta hagsmunamál fyrir sauðfjárbænd- ur að tryggja sér þá neyslu sem fyrir er á innanlandsmarkaðinum. Ekki er fjarri lagi að ætla að það geti haldist í 9.500 tonnum ef vel er á haldið. Þessu til viðbótar eru okkar hefðbundnu markaðir sem taka 2.500 tonn. Samanlagt gerir þetta 12.000 tonn, sem hægt er að selja árlega á besta fáanlegu verði á heimsmarkaðinum. Það magn sem nú er umfram þetta er vandi sem þarf að leysa einu sinni og koma honum frá í eitt skipti fyrir öll. Það er skammtíma ráðstöfun sem ekki er ástæða til að byggja upp markað fyrir til langtíma, með ærnum tilkostnaði. Forystusaudinn skortir yfirsýn Ætla mætti að við jafn erfiðar aðstæður sem nú eru í landbúnað- inum þyrfti forystan að vera örugg, ábyrg og skelegg. Ríður þá mikið á að þeir sem í forystusveit eru afli sér heimilda um stöðu mála og taki á vandanum. Ekki er það háttur góðra forystu- sauða að standa út í flagi og róta svo duglega í kringum sig að ein- ungis þeim sjálfum brest sýn. Fyrir einhverra hluta sakir hefur formað- urinn þó haft þennan siðinn á hvað varðar Búvörudeildina allt frá upp- 'hafi. Hann notar hvert tækifæri til að agnúast út í starfsemi hennar og gildir einu hvort hann þarf að fara með rétt mál til þess að ekki. Nú er mál að linni. Búvörudeildinni hefur tekist að halda uppi góðum samskiptum við flesta aðra. Það er því umhugsunarefni hvort ekki væri athugandi fyrir Jóhannes' Kristjánsson að snúa sér til þeirra sölusamtaka sem hann tilheyrir og kanna hvort þau geti ekki leyst úr þeim vandamálum sem hann hefur á hendi á þann hátt sem hann sættir sig við. Þó svo að hér sé nokkuð fast kveðið að, viljum við hjá Búvöru- deildinni eindregið koma því á framfæri við alla þá sem hagsmuna hafa að gæta, að við erum tilbúnir að starfa í nánu samstarfi við þá sem hafa í huga að starfa með okkur af heilindum og drenglyndi. Hnútuköst innbyrðis eru fánýt. Vandamál landbúnaðarins eru veruleg. Þau verða ekki leyst far- sællega nema allir aðilar, sem að landbúnaðinum standa taki hönd- um saman í þeim einarða ásetningi að knýja fram bestu lausnir sem fáanlegar eru honum til handa. Virðingarfyllst. Magnús G. Friðgeirsson framkvæmdastjóri í samræmi við það. Hver verður lokatalan? Kannski 15%. Viðskul- um sjá til. Á sínum hefðbundnu mörkuðum hefur Búvörudeildin náð 30-45% af verði. Það er veru- lega fyrir ofan heimsmarkaðsverð á dilkakjöti. Á þessa markaði höf- um við selt 2.500 tonn árlega og leyfði undirritaður sér að kalla það góðan árangur. Sú spurning vaknar hversu lengi á að bíða eftir því að sá viðskiptaaðili sem Landssamband sauðfjárbænda er að takmarka okkur við,svari. Um leið og lands- samtökin gefa um það orð að þau séu hætt markaðsstarfi sínu í Bandaríkjunum, mun Búvöru- deildin Ieita eftir viðskiptamögu- leikum í Bandaríkjunum eftir sín- um leiðum. Allir tilburðir deildar- innar til að gera það á meðan þetta er í gangi erum við hræddir um að myndi vera túlkað til verri vegar og að verið væri að vega að ykkar starfi. Því bíðum við átekta. Heimsmarkaður dilkakjöts Sú staða er nú uppi í framleiðslu málum dilkakjöts í heiminum að heildarframleiðslan er vaxandi og verulega umfram neyslu. í slíku

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.