Tíminn - 20.12.1986, Qupperneq 12

Tíminn - 20.12.1986, Qupperneq 12
12 Tíminn Senn líður að áramótum! Þeir bátar sem legið hafa í reiðileysi á hafnarsvæð- inu, og fluttir hafa verið á sorphaugana við Gufunes, verð brenndir á borgarbrennunni, gefi eigendur sig ekki fram við skipaþjónustustjóra Reykjavíkurhafnar fyrir 29. desember 1986. Framkvæmdastjóri — Auglýsingastjóri Þjóðólfur auglýsir störf f ramkvæmdastjóra og auglýsingastjóra laus til umsóknar. Hægt er að sækja um störfin hvort fyrir sig eða sam- eiginlega. Upplýsingar veitir Lísa Thomsen formaður blaðstjórnar, í síma 99-2670. Umsóknum skal skilað til Lísu Thomsen, Búr- felli 3 Grímsnesi, 801 Selfossi fyrir 20. des- ember. I. stýrimaður I. stýrimann vatnar á 170 lesta línubát frá Patreks- firði. Upplýsingar í síma 94-1477. Vélavörður Vélavörð vantar á 200 lesta línubátfrá Patreksfirði Upplýsingar í síma 94-1477 t Sonur okkar, bróöir og mágur Hilmar Arnar Hilmarsson andaðist á Landakotsspitala miðvikudaginn 10. desember og fer útförin fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 22. desember kl. 13.30. Hilmar Árnason Ásdís Jónsdóttir Jón Grétar Hilmarsson Þórir Hilmarsson Þórhildur Helgadóttir Gunnar ArnarHilmarsson Sigríður Sverrisdóttir Knútur Arnar Hilmarsson Laugardagur 20. desember 1986 UMSÖGN Samræður um kenningu Búddha Francis Story Skúli Magnusson islenskaði Víkurútgáfan Með nokkrum inngangsorðum um höfund bókarinnar er okkur sagt að hann hafi vcrið fæddur á Bretlandi árið 1910en lóára gamallsnúið baki við kristinni trú og tekið búddhatrú. Þessar samræður eru þannig að herra Thompson biður upasaka nokkurn að greiða úr nokkrum spurningum fyrir sig. Upasaka merk- ir leikur fylgismaður Búddha. Upa- saka þessi leiðir svo herra Thompson í allan sannleika. Með þessu móti eru fræðin flutt og kenningunni komið til skila. Hér geta menn því fengið að mínu viti allgott yfirlit um kenningu búddha- trúar og heimspeki þá sem hún er grundvölluð á. Þetta er engin kappræðubók. Thompson er leiðitamur og tekur fræðunum ekki með mikilli gagn- rýni. Álit fræðarans á kristnum dómi tekur hann gott og gilt enda þótt kristnar kirkjudeildir séu margar og ósamhljóma. Illt verk skal hata en elska manninn, segiríslenskt máltæki. Það er þjóðlegt orðalag á því að guð hati syndina en elski syndarann. Þetta segir fræðarinn að sé rökleysa og nánast hugsanavilla. Syndarinn geti ekki unnið guði neitt mein. Thompson kyngir þessu öllu. Hann minnist ekkert á þá raun sem foreldri hlýtur af óláni barna sinna og virðist ekkert gera með það að afturhvarf og betrun er líklegri ef þeim villta er mætt með samúð og kærleika og má þó segja að sá sem ekki veit það sé slappur í uppeldis- fræðinni. Hér miðar Thompson raunar við það að guð kristinna manna geri „meiri kröfur til mann- anna hvað varðar ást og fyrirgefn- ingu en til sjálfs sín“ og er það að vísu rétt samkvæmt því sem stundum hefur verið. 1 boðað. Hér er gengið fram hjá því að löngum hafa verið innan kristninnar kennimenn og kirkjufeður sem treyst hafa góðum guði til að koma öllum börnum sínum til þroska, þó að erfitt væri, og kostaði ærin átök og áreynslu. Þegar spekingur búddhatrúar seg- ir það synd að tortíma sóttkveikjum og meindýrum og leggur hann áherslu á það að með heilbrigðu lífi verði maðurinn ónæmur fyrir sjúk- dómunum. Það er mikið til í því, en myndi það ekki stafa af því að þá er líkami mannsins viðbúinn að drepa þessar sóttkveikjur fremur en að fyllast af þeim án þess að það komi að sök? í Thompson sporum hefði ég spurt hvort mannkindin mætti drepa af sér lús eða baða fé sitt. Og svo skulum við muna að grösin eru líka lifandi. Það eru engin gild rök fyrir því að krefjast þess að þetta fræðslurit væri kappræðubók. Það er hún ekki og þarf alls ekki að vera. Kenningin er flutt einhliða og andmælalaust. Við því er ekkert að segja. Búddhasiður stefnir að því að sigrast á þjáninguni með því að svæfa langanir sínar. Okkur á Vest- urlöndum er mörgum skapi nær að vilja lifa með þjáningunni og „kenna til í stormum sinna tíða“. Þar setja menn sér mark og mið, lifa fyrir löngun sína svo að þjáningin verður blandin yndi og nautn þeirrar lífsbar- áttu sem stefnir fram til betri heims. En þakksantlega skulum við taka fræðslu um búddhasið og meta það sem vert er að okkur gefist kostur á þekkingu á honum. H.Kr. Skáld skrifar um skáld Kristján Karlsson: Hús scm hrcyfíst, sjö Ijóöskáld, Almcnna bóka- félagiö, 1986. Á kápu þessarar nýju bókar eftir Kristján Karlsson bókmenntafræð- ing eru þessi ummæli höfð eftir Halldóri Laxness um aðferðir hans við bókmenntarýni: „En svona eiga bókmenntafræðingar einmitt að hugsa og skrifa um bækur... þá verður bókmenntagagnrýnin líka það sem hún á að vera: sérstök listgrein innan bókmenntanna." Hér hefur Halldór Laxness að mt'nu viti bæði rétt fyrir sér og rangt. Hann hefur rétt fyrir sér í því að Kristján Karlsson ástundar fyrst og fremst þá tegund bókmenntarýni sem er listgrein út af fyrir sig; hann leitast við að beita aðferðum lista- mannsins til að nálgast verk annarra höfunda. Hins vegar hefur Halldór rangt fyrir sér í því að það sé þannig sem bókmenntarýnin eigi að vera. Þótt gaman geti verið að því að fá hæfilegan skammt af listrænni bók- menntarýni með öðru þá er hætt við að við kæmumst seint að kjarna bókmenntanna, þróun þeirra og list- rænu samhengi, ef við köstuðum. fyrir róða öllum aðferðum hinnar vísindalegu rýni sem stunduð er við bókmenntadeildir háskóla. Með öðrum orðum þá eru þessar ritgerðir Kristjáns þeirrar tegundar sem ekki myndu duga sem háskóla- ritgerðir, en þar með er alls ekki verið að gera lítið úr þeim. Hann beitir þvert á móti aðeins talsvert Krístján Karlsson bókmennta- fræðingur. öðrum aðferðum en þar er gert; kannski er réttast að segja að hann beiti eigin skáldgáfu, sem eins og við vitum er töluvert mikil, til að skilja verkin sjálfur og túlka þau fyrir öðrum. Hér eru á ferðinni sjö greinar um jafnmörg skáld, og hafa allar birst áður sem inngangar að útgáfum á verkum þeirra. Bjarni Thorarensen ryður hér brautina, og er þar á ferðinni gagnleg og almenn umfjöll- un um verk hans, þar sem meðal annars er við það fengist að skýra hvers vegna hann orti ekki meira en raun ber vitni. Síðan kemur ýtarleg yfirlitsgrein um Einar Benediktsson, þar sem því er m.a. varpað fram að hann muni hafa sótt töluvert í myndmál sitt og hugmyndaheim til Björns Gunn- laugssonar, spekingsins með barns- hjartað sem orti Njólu. Mér sýnist Kristján ekki sanna þetta hér, og er þá komið að því að þetta efni þyrfti að taka upp með aðferðum vísinda- legrar bókmenntarýni, leita að bein- um tengslum og rökum með og á móti. Þar næst kemur skilgóð grein um Stefán frá Hvítadal, og önnur um Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum, skáldkonu sem er kannski minna þekkt en hún verðskuldar en fær hér mjög vel viðeigandi túlkun á ljóðum sínum. Þá koma tvær ritgerðir um þá Tómas Guðmundsson og Magnús Ásgeirsson, báðar efnismiklar og greinargóðar. í bókarlok er svo grein Kristjáns um Stein Steinarr, sem vakti á sínum tíma töluverðar deilur meðal bók- menntamanna þegar hún kom fyrst út í Kvæðasafni og greinum hjá Helgafelli 1964. Með hæfilegri ein- földun er hugmynd Kristjáns sú að þá einmanakennd og einangrun, sem víða ríkir í ljóðum Steins, megi skýra með því að hann hafi ekki viljað fara þá einu leið sem lá út úr slíkum ógöngum, það er að leita sér huggunar í kristinni trú. Kristján segir Stein vera miklu skyldari Hall- grími Péturssyni en hinum upplýstu og víðsýnu skáldum 19. aldar, og kvæði hans séu það sem hann nefnir trúarljóð með neikvæðu forteikni. Og greininni lýkur hann með þessum orðum: „Trúaður eða trúlaus er hann í flokki hinna mestu trúar- skálda vorra.“ Ég sé ekki betur en hér sé aftur varpað fram spurningu sem aldrei hefur verið svarað til fulls og geti þess vegna sem best orðið áhugafólki um ljóð Steins hið ákjósanlegasta ágreiningsefni núna um jólin og áfram. Þar að auki er bókin góður inngangur fyrir þá sem vilja byrja að kynna sér verk þessara sjö skálda. -esig t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför Jóns Gunnlaugssonar frá Klaufabrekknakoti í Svarfaðardal Hátúni 10, Reykjavik Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól Guðbjörg Magnúsdóttir og börnin

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.