Tíminn - 20.12.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.12.1986, Blaðsíða 13
Laugardagur 20. desember 1986 Tíminn 13 MINNING ■II lllllllllllllllli BÆKUR JON H. ARNASON frá Steinnýjarstöðum Jón Hinrik Árnason frá Stein- nýjarstöðum í Skagahreppi var fæddur á skemmsta degi ársins, 21. desember, 1898. Nú um helgina eru því liðin áttatíu og átta ár frá fæðingu hans. I því tilefni eru hér ritaðar nokkrar síðbúnar línur í minningu Jóns en hann lést 11. apríl síðastliðinn á Landspítalanum í Reykjavík. Útför hans var gerð frá Langholtskirkju 18. sama mánaðar. Jón H. Árnason var af hinni harðgeru, þrautseigu og nægjusömu aldamótakynslóð. Hann fæddist á Neðri-Mýrum á Skagaströnd. For- eldrar hans voru Helga Árnadóttir og Árni Sigurðsson. Jón var þriðji í röð níu systkina. Á níunda ári fór Jón í fóstur til Stefáns Sveinssonar og Unu Ólafsdóttur á Steinnýjar- stöðum. Næstu fjóra áratugina voru þeir heimili hans og löngum síðan var Jón kenndur við Steinnýj arstaði. Hann kvæntist árið 1922, Sigurlaugu Pálsdóttur, og hófu þau búskap í félagi við Stefán fósturföður sinn. Sigurlaug var einnig fósturdóttir þeirra Steinnýjarstaðahjóna. Faðir hennar drukknaði í sjóslysunum miklu á Skagaströnd síðast á öldinni sem leið. Móðir hennar og systkini fluttust þá til Vesturheims en Stein- nýjarstaðahjónin tóku Sigurlaugu í fóstur. Jón og Sigurlaug eignuðust þrjú börn. Stefán var elstur. Hann lést á þrettánda ári. Systurnar Ingi- ríður og Una Guðrún voru yngri. Þær ólust upp á Steinnýjarstöðum með foreldrum sínum og Stefáni „afa“. Þeir fósturfeðgar Jón og Stefán bjuggu í félagi um aldarfjórðungs- skeið. Þeir voru afar samhentir. Yngri meðlimir fjölskyldunnar hafa alla tíð litið á Stefán Sveinsson sem afa og langafa. Nýir tímar komu með breyttum búskaparháttum. Vélvæðingin hélt innreið sína í land- búnaðinn. Jón var alla tíð haldinn lifandi áhuga á nýjungum sem horfðu til framfara. Sem dæmi um það má nefna að hann og Páll Tómasson á Bakka, mágur hans, fengu sér í félagi eina af fyrstu sláttuvélunum sem komu í hreppinn. Þegar leið á æfina kom það í íjós að Jón hafði ekki heilsu til búskapar. Hann var lengst af æfinni slæmur fyrir brjósti. Ef ekki hefði komið til óvenju mikið þrek hefði lungnabólg- an sem lagði svo margan bóndann að velli bundið enda á ævi hans. Hey- rykið sem veist hefur mörgum bóndanum þungt í skauti varð þann- ig aðalástæða þess að Jón og Sigur- laug brugðu búi eftir lát fósturföður síns og fluttu til nýsköpunarstaðarins Skagastrandar árið 1949. Þá höfðu þau tekið Stefán son Unu dóttur sinnar í fóstur. Á þessum árum voru íbúar Skagastrandar fáir en upp- gangur var í þessum gamla verslun- arstað enda höfðu yfirvöld stórbrot- in áform um uppbyggingu hans. Jón og Sigurlaug áttu heimili á Ólafsvöll- um, litlu húsi í útjaðri staðarins ásamt Ingiríði dóttur sinni. Fyrstu árin á Skagaströnd vann Jón alla almenna verkamannavinnu sem til féll. Fljótlega hóf hann þó störf hjá Hólanesi hf. við fiskvinnslu. Fyrstu ár sjöunda áratugarins voru Skag- strendingum erfið. Húnaflóinn brást sjósóknurum eins og oft áður, erfið- leikar voru í útgerð og fiskvinnslu. íbúum fækkaði í nýsköpunarbæn- um. Menn reyndu ýmsar leiðir til að endurreisa atvinnulífið. Jón lagði sitt af mörkum til þeirra fyrirtækja sem hann hafði trú á og reiknaði þá ekki með að endurheimta framlag sitt. Hann bar hag heimabyggðar sinnar mjög fyrir brjósti og var bjartsýnn á að úr rættist þó illa áraði í bili. Jón hætti störfum hjá Hólanesi tæplega áttræður að aldri og hafði þá lokið langri og drjúgri starfsævi. Jón H. Árnason var ekki sáttur við að bregða búi þó örlögin hefðu hagað því svo. Fyrir honum eins og mörg- um öðrum bændum var búskapur meira en atvinna. Af þessum sökum hafði hann nokkurt sauðfé meðan hann bjó á Skagaströnd. Það lýsti allvel þolinmæði hans og natni hvernig hann annaðist féð. Þegar hann hætti tómstundabúskap gat hann með nokkru stolti bent á að allt hans fé voru verðlaunagripir þótt ekki væri búið stórt. Konu sína missti Jón 1965. Eftir það bjuggu Ingiríður og hann ein á Ólafsvöllum allt þar til að hann seldi Höfðahreppi eign sína 1981 og þau fluttu til Kópavogs. Þá var Skaga- strönd orðin uppgangsstaður aftur. Verkamannabústaðir höfðu verið reistir í túninu á Ólafsvöllum, rækju- vinnsla stóð við húsvegginn og fólki fjölgaði í staðnum. Jón H. Árnason hafði mjög heil- steypta skapgerð og var yfirvegaður. Eftir að hann hafði ákveðið sig var hann óhagganlegur og sáttur við sitt hlutskipti. Þannig var þegar hann ákvað að flytja frá Skagaströnd og setjast að hjá dætrum sínum í Kópa- vogi. Um mitt sumar fyrir fjórum árum ókum við tveir frá Héraðshæl- inu á Blönduósi suður. Þá var Jón afi minn 83 ára og við vissum báðir að hann ætti ekki eftir að líta gömlu sveitina sína aftur. Þegar við höfðum sest inn í bílinn spurði ég gamla manninn hvort hann vildi fyrst skreppa út á Skagaströnd. „Ætli það“ var svarið og við ókum suður yfir heiði án þess að líta um öxl. Gamli maðurinn sagði fátt en ég vissi hvert hugurinn reikaði. Síðustu árin átti Jón H. Árnason ásamt Ingiríði heimili að Digranesvegi 30 í Kópavogi. Þar bjó hann í sambýli við yngri dóttur sína Unu og mann hennar Geir Hansen pípulagninga- meistara. Þeim Skagstrendingum og Nesja- mönnum, sem voru nágrannar, vin- ir og vinnufélagar Jóns H. Árnason- ar hefur fækkað með árunum. Gaml- ir kunningjar minnast hans sem ósérhlífins, glaðværs og sanngjarns félaga. Hann var rólyndur og yfir- vegaður, hafði góða stjórn á skapi sínu og lagði gott til mála. Af þeim sökum var oft leitað til hans um þátttöku í félagsmálum. Á búskap- arárum sínum á Steinnýjarstöðum sat hann mörg ár í hreppsnefnd. Hann starfaði einnig í verkalýðsfé- laginu á Skagaströnd og var lengi trúnaðarmaður á vinnustað. Þótti hann laginn að leysa vandamál í rólegheitum án þess að til hávaða kæmi. Þeim Skagstrendingum, sem telja má til aldamótakynslóðarinnar fer fækkandi. Framlag þeirra til uppbyggingar staðarins fólst í ódrep- andi dugnaði, bjartsýni og ósér- hlífni. Jón vargóður fulltrúi þeirra. Hann var Skagstrendingur til ævi- loka og fylgdist með málum „heima“ eftir því sem dvínandi heilsa leyfði. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 11. apríl síðastliðinn. Stefán Ingólfsson LESENDUR SKRIFA Veðrið 28. apríl fyrir 10 árum í tilefni af hugleiðingum þing- manna föstudagsmorguninn 5. des- ember um líkur á vondu veðri 25. apríl langar mig til að reyna að draga upp mynd af veðri á Seyðisfirði 25. apríl 1977, eða réttum 10 árum fyrir fyrirhugaðan kjördag í vor, þar sem ég hef skrifaðar heimildir að fara eftir. Mánudaginn 25. apríl 1977 var austan stinningskaldi fyrst, síðan hvassviðri og haglhríð en mikil slydda með kvöldinu, hiti 1 stig. Að morgni 26. apríl urðum við fyrst vör við að við vorum orðin rafmagns- laus, en er betur var að gáð var síminn farinn líka, vorum við þar með algerlega sambandslaus við um- heiminn. Þennan dag var norðaustan stinningskaldi og krapahríð, hiti 0-1 stig, skyggni vart meira en 500-800 metrar. Ekki rofaði til svo neitt sæist og ekki þótti ráðlegt að fara til bæjarins vegna snjóflóðahættu. 27. apríl var norðaustan hvassviðri og slydduél af og til og rofaði svo til þennan dag að við sáum að snjóflóð höfðu fallið á veginn um 3-4 km frá bænum á tveimur stöðum. Ekki þótti heldur ráðlegt að fara til bæjar- ins þennan dag svo við urðum að sætta okkur við sambandsleysið. 28. apríl var enn norðaustan gola en úrkomulaust og var nú farið að huga að því að ná sambandi við umheim- inn, kom þá í Ijós að fyrsta snjóflóðið var um 4 metra þykkt og 168 metra breitt, annað snjóflóð var þar á veginum 28 m og það þriðja 64 m breitt. Þó að litlar líkur séu á, að veður verði jafn slæmt réttum 10 árum síðar sýnir þetta þó að við öllu má búast, jafnvel 25. apríl. Það er líka mjög miður, þegar þingmenn þurfa að geysast hér um kjördæmið á einhverri ógurlegri hraðferð og hafa engan tíma til að tala við kjósendur sína og heyra þeirra skoðanir og áhugamál. Ef ég man rétt þá var það þannig fyrir síðustu kosningar. Á þessu hefur orðið mikil breyting frá því að ég man fyrst eftir mér og ég lít svo á að samband þingmanna og hins almenna kjósenda hafi mikið rofnað og held ég að það sé mjög miður og ekki til þess fallið að örva áhuga fólks fyrir stjórnmálum. Þó þingmenn ferðist nú um í kjördæm- um oftar en bara fyrir kosningar grunar mig nú samt að helst hafi þeir nú eyrun opin þegar dregur að kosningum, svo það er afar slæmt ef þeir hafa ekki góðan tíma, einmitt fyrir kosningar. Svanbjörg Sigurðardóttir Hánefsstöðum Grímuklæddi riddarinn Ný teikni- myndasagaum Sval og Val eftir Caroline Courtney Bókaútgáfan Breiðablik hefur sent frá sér bókina Grímuklæddi riddarinn, eftir Caroline Courtney í þýðingu Eddu Óskarsdóttur. Þessi spennandi ástarsaga hefur sögusviðið 18. öld Englands. Um innihald bókarinnar: Grímuklæddi riddarinn er Komin er út hjá Iðunni ný bók í bókaflokknum um hina ráðsnjöllu og ævintýrafúsu blaðamenn, Sval og Val. Nefnist hún Tímavillti prófessorinn, og komast hetjurnar hugrökku hér í hann krappann eins og í fyrri bókum. Höfundar eru Tome og Janry. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. spennandi ástarsaga um ást og rómantík. Lúsindu, dóttir jarlsins af Waverly, er bjargað úr klóm stigamanna af grimuklæddum riddara, en tapar um leið hjarta sínu. „Sterkir armar hans héldu fast utan um hana, meðan þau riðu eftir auðum veginum gegnum ilmandi vornóttina. Lúsinda var sannfærð um, að hann heyrði hvernig hjarta hennar barðist. Mundi hann í raun og veru fara með hana þangað, sem hún hafði sagst eiga heima? Eða ætlaði hann að færa hana burt með sér? Faðir hennar stendur fast á þeirri ákvörðun sinni, að hún giftist Charles Somerford-manni sem hún hefur óbeit á. Hún verður að finna óþekkta manninn, hann einn getur bjargað henni. En hvernig á hún að fara að því? Hún veit ekki einu sinni hvað hann heitir. En Lúsinda er huguð stúlka og tekur málin í sínar hendur. “ BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES:............ 93-7618 BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HÚSAVÍK:....... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ... 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 ifiterRent ■ i VELSLEÐAMENN! Þá er snjórinn kominn. Allar viðgerðir og stillingar á vélsleðum. Kerti, olíur o.fl. Tangarhöfða 7 130 Rvk Sími 681135 Hestur í óskilum í Ölfushreppi er í óskilum bleikrauður hestur með stjörnu í enni, mark ógreinilegt. Hesturinn verður seldur á opinberu uppboði 29. þessa mánaðar kl. 16.00 að Kröggólfsstöðum hafi eigandi ekki gefið sig fram og greitt áfallinn kostnað. Hreppstjóri Ölfushrepps Jörð, orlofshús eða land fyrir orlofshús Starfsmannafélag óskar eftir kaupum á jörð, orlofshúsi eða landi fyrir orlofshús. T ryggar greiðsl- ur og greiðsluskuldbindingar. Tilboð merkt „Orlof“ sendist auglýsingadeild Tímans, Síðumúla 15, fyrir áramót.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.