Tíminn - 20.12.1986, Side 15
Laugardagur 20. desember 1986
Tíminn 15
um jól og áramót 1986
S1 VKk I Sl IÓLMUR - GRUNDARI UuR DUR f ró Rv ík fró Stykkishólmi l’AKKAAI CRI IDSLA 0í)St
(Súr 1. h«i f i: Scrl. Hclgd Péturssondr hf) Hiigg l d - og pdkkddfgreiðsld sérleyfishdfd i í Umferðdrmiðstöðinni er
opin um jól og órdmot scm hcr segir:
?3. dcs. Þr iðjuddg (Þorl.) kl. 09:00,19:00 kl. 18:00
?4. dcs. Miðv.ddg (Aðf.ddg) Engin ferð Engin ferð
?5. dcs. Timmtuddg (Jóldddg) Engin ferð Engin ferð ?(). dcs. Ldug.ird.ig k1. 07:30 - 18:00
?6. dcs. föstud.ig (ii. jíin k1. 09:00,19:00 k1. 18:00
?7. dcs. Ldugdrddg kl. 13:00 k1. 08:30 ?l. dcs. Sunnuddg kl. 10:00 - 17:00
- - ??. dcs. Mdnud.u) k1. 07:30 - ?1:30
31. dcs. Miðv. d.ig (Cdml.írsd. ) k1. 09:00 Lngin ferð
1. j.m. ( immtuddg (Nyórsddg) Engin ferð Engin ferð ?3. des. Þriðjud.ig (Þorl.) k1. 07:30 - 22:00
?. j.m. (östuddg k1. 09:00,19:00 kl. 18:00 ?4. dcs. Miðvikuddg (Aðf.ddg) k1. 07:30 - 14:00
I t«í Crunddrfirði fer bííl 1 klst . fyrir brottför fró Stykkishólmi ?5. des. 1 immtuddg (Joldddg) L0KAD
-Að öðru leyti er óbreytt dætlun- ?6. des. ( östuddg (II. jó1) L0KAÐ
31. dcs. Miövikurd.ig ( Gdmícírsd.) ... ki. 07:30 - 14:00
NORLÁkSHiil II 1 r«i Rv ík 1 ró Þorldkshöfn 1. jdll. 1 immtud.ig (Nýórsddg) L0KAD
(Scrl .luf i: SI3S hf) ?. J.II1. föstuddg kl. 07:30 - 21:30
? 3. dcs. Þriðjud.ig (Þorl.) k 1 . 11:00* 18:00 k1. 09:00,11:00, 1?:50 Að öðru leyti er .ifgreiösl.wi opin vlrkd cidgd kl. 07:30 - 21:30 og
?4. dcs. Miðv.ddg (Aðf.ddg) k 1. 10:00* 13:00 k1. 1?:50
?S. dcs. rimmtuddg (Jóldddg) Engin fcrð Engin ferð
?C>. dcs. 1 östud.ig 1 ( Il.jol) k 1. 16:30* ??':00' kl. 1?: 50,17: 30, ?(): 30 ^ Scrleyfi shdfdr viljd eindrcgið hvetjd foJk Lil dð komd með pdkk.i ;
31. dcs. Miðv.ddg (Cdmí«írsd. ) kl. 10:00* 15:00 kl. 1?:50 |)cir bcrist móttdkcndum örugglegd fyrir Jól.
i. jdn. fimmtuddg (Ny.irsddg) k1. ??:00 kl. ?0:30 f nnfrcmur livetjum við fólk dö mcrkjd p.ikkd sínd vdndlcgd með ndfn
Alhugið breyttan
opnundrt íma
við ferðir Herjólfs
UPI’LÝSINCAR UM PERÐIR MLR3ÓLFS 'símum 686464 og 98-179?, 98-1433
-Að öðru ieyti er óbreytt dætlun-
simdnuinmer mottdkend.i svo og nafnl senddndd.
begdi* pdkkd ervitjdð í p.ikkddlgreiðslu er nduðsynlegt dð vltd hverníng pdkkinn v.ir
merktur og hver er senddndi. Pessdr upplysingdr fiýtd mjög fyrir dfgreiðslu og
kemur í veg fyrir ó|)drf«i l)ið.
AIIAH NÁNAIU UI’PLVSINCAH UM fLRÐIR SLRLLYI JSLUFRLIDA UM JÓL 0C ÁRAMÓl CLIUR U.S.i. UMI LRÐARMIOSlÖOJNNI sími 91-??300
*CJ eðileg jól og gott og fdrsælt aýtt ór *
Höröur Högnason:
Fjársöfnun Rauða krossins
- er hún peninganna virði?
Skammt er sfðan íslenska þjóðin
vaknaði upp við vondan draum, er
til álita kom ráðvendni hjálpar-
stofnunar í meðförum hennar á
gjafafé til neyðarhjálpar erlendis.
Þótti mörgum dýr umbúnaðurinn
utan um krónur sínar, svo ekki sé
fastar að orði kveðið. Á svipstundu
var stofnunin rúin öllu trausti, um
leið og hún stórskaðaði tiltrú al-
mennings á fjárstuðningi við neyð-
arhjálp yfirleitt. Þegar tillit er tekið
til víðfrægs höfðingsskapar og
hjálpfýsi Islendinga til aðstoðar
bágstöddum meðbræðrum sínum,
þá er hér um mjög alvarlegan
trúnaðarbrest að ræða.
Um málsatvik þarf ekki að fjöl-
yrða. í augum undirritaðs skipta
orsakirnar meira máli, en þær vil
ég frekar rekja til reynsluleysis en
beins óheiðarleika. Byggi ég þá
staðhæfingu á löngum kynnum og
persónulegri reynslu í neyðarhjálp
erlendis á vegum annarrar stofnun-
ar: Rauða krossins. Hjálparstofn-
unin er ung að árum og hefur
hingað til skort flest það sem
nauðsynlegt er ungviði í uppeld-
inu, ef það á að komast til vits og
þroska: Stuðning, leiðsögn og aga.
Hún hlaut að læra af mistökunum,
og þau voru dýrkeypt.
Um Rauða krossinn gegnir öðru
máli. Hann er sjálfstæð og hlutlaus
alþjóðleg stofnun með 130 lands-
félög og um 250 milljónir félags-
manna innan sinna vébanda. hann
byggir á agaðri reynslu síðustu 123
ára í starfi sínu um allan heim. Á
alþjóðavettvangi sinnir hann
hverskyns neyðarhjálp í stríði og
náttúruhamförum. Landsfélögin
gegna mikilvægu hlutverki í heilsu-
vernd og neyðarvörnum hvert í
sínu landi. Rauði kross íslands
hlaut þessa reynslu í arf fyrir
rúmum 60 árum og hefur viðhaldið
henni og eflt síðan, í samvinnu við,
og undir vökulu auga móðursam-
takanna.
Fyrir 3 árum starfaði ég á skurð-
spítala Rauða krossins á landa-
mærum Thailands og Kamputseu.
Spítalinn var, og er enn, eina
athvarf þúsunda flóttamanna frá
Kampuseu er særast í vopnuðum
átökum og vegna jarðsprengja á
hverju ári. Reynsla mín þar var
dýrmæt á margan hátt: Ég sá þar
fyrst og skildi raunveruleikann í
þeim hryllingi, sem fjölmiðlar
heima í stofu fjalla um daglega og
nefna stríðsátök, flóttamanna-
vandamál og hungurvofu. Ég fann
þar hve gífurlega miklu er hægt að
áorka í hjálparstarfi með litlum
tilkostnaði. Og ég sá þar svart á
hvítu að nýtni og ráðdeild í með-
höndlun fjármuna er ekki aðeins
dagskipun hjá Rauða krossinum
heldur viðtekin venja hvort sem
það er á íslandi eða í flóttamanna-
búðum í Thailandi. En dæmin tala
sínu máli.
Rauði krossinn hefur rekið spí-
tala sinn í Khao-I-Dang flótta-
mannabúðunum síðan 1979.
Ennþá sjást engin merki um lausn
á vanda þeirra hundruða þúsunda
Kamputseumanna, sem flúið hafa
yfir landamærin til Thailands, og
enn geysa þar vopnuð átök, er bitna
hvað mest á þeim. Spítalinn er líka
óbreyttur frá upphafi: Bambus-
veggir, bárujárnsþak og steingólf.
Loftræsting sjálfvirk um gisna
veggina, en þakið vetnshelt. Rúm-
fleti sjúklinganna eru einföld og
standa þétt saman. Rúmfötin sam-
kvæmt venju notenda: Strámotta
og teppi. Var mér oft hugsað til fínu
sjúkrahúsanna heima, þar sem allt-
af var verið að „spara".
Hjúkrunarvörur, lækningatæki
og lyf voru af skornum skammti.
Ekki vegna slæmra samgangna,
heldur vegna þess að hægt var að
komast af án þeirra. Stuttir, hnit-
miðaðir listar sögðu til um það,
sem leyfilegt var að panta úr birgða-
geymslum Rauða krossins í
Bankok. Annað var ekki til um-
ræðu. Þótti mér oft nóg um, en
komst fljótt að því að þarna var
löng reynsla að tala sínu máli. Allir
hlutir voru gjörnýttir, þangað til
þeir duttu í sulndur, t.d. sárabindi,
umbúðir og s.frv. Jafnvel plast-
flöskur undan innrennsluvökvum
voru skornar til og notaðar sem
matarílát, vatnsglös, þvagflöskur
eða blævangir.
Lyfjalistinn var hörmulega stuttur.
Aðeins 2 verkjalyf voru leyfð.
þ.m.t. magnyl. Fúkkalyf voru 4 á
listanum og giltu strangar reglur
um hverjir máttu fá þau og í hvaða
tilfellum. Samt voru allir með ljót
sár mitt í skordýrafansinum, og
þeim var fæstum lokað fyrir en
eftir nokkra daga, eða þegar öll
merki sýkingar voru á braut. Það
er með ólíkindum hvað mannslík-
aminn ræður við að lagfæra sjálfur
og sú staðreynd var óspart notuð.
Rannsóknir voru fáar gerðar,
nema röntgenmyndatökur. Þvag-
rannsóknir engar og einu blóð-
rannsóknirnar voru blóðflokkun
og fjöldi rauðra blóðkorna. Annað
var bruðl.
Skurðstofurnar 2 voru tiltölulega
vel útbúnar, en lausar við allt
faglegt prjál. Grimm útsjónarsemi
ríkti þar sem annars staðar. í þeim
voru 5 skurðborð og jafnan unnið
við þau öll alla daga vikunnar.
Meðal annars varð þar til afsprengi
rándýrra beinbrotaáhalda, (ex-
ternal fixation), smtðað á staðnum,
er sparaði Rauða krossinum
hundruð þúsunda króna.
Blóðgjafir voru talsverðar á spít-
alanum, eins og gefur að skilja.
Stór hluti blóðsins var gefinn af
Rauða krossfélögunum í Japan og
Ástralíu. í sþarnaðarskyni var
blóði líka safnað í flóttamannabúð-
unum. Jafnvel á þessum vettvangi
var hægt að spara meira án þess að
stofna lífi og heilsu sjúklinganna í
hættu. Engum var gefið blóð fyrr
en öll blæðing hafði verið stöðvuð.
í sumum tilfellum var blóði blæð-
andi sjúklinga safnað saman og
þeim gefið það aftur. Og fyrir kom
að tappað var blóði af sjúklingum
fyrir aðgerð, ef sýnt þótti að blæð-
ing yrði mikil. Það fór ekki for-
görðum á meðan, og nýttist þeim
eftir aðgerðina.
Starfsfólk spítalans, fyrir utan
um 20 lækna og hjúkrunarfræðinga
voru ófaglærðir flóttamenn. Við-
tekin ráðdeild þeirra var ómetan-
leg, sem og vinnuframlag. Laun
þeirra voru í formi matvæla. Þeir
smíðuðu spítalann og allt innan-
stokks og héldu því við. Þeir sáu
um röntgenmyndatökur, blóð-
bankann, blóðrannskóknir, um-
búðagerð, sótthreinsun, birgða-
vörslu og ræstingar. Þeir hjúkruðu
sjúklingunum af stakri prýði undir
stjórn hjúkrunarfræðinganna og
önnuðust lyfjagjafir og blóðsýna-
töku. Á skurðstofu aðstoðuðu þeir
við svæfingar og aðgerðir. Þeir
færustu saumuðu saman þegar
sjálfri aðgerðinni var lokið og
margir voru hreinustu snillingar í
mænudeyfingum. Hækjur, hjóla-
stólar, sjúkrabörur og gerfifætur
smíðuðu þeir á staðnum með litlum
tilkostnaði. Án þeirra hefði R.K.
þurft að ráða mun fleiri lækna og
hjúkrunarfræðinga, en okkur 20.
Rauði krossinn veitir neyðar-
hjálp víðsvegar um heiminn á degi
hverjum. Khao-I-Dang er ekkert
einsdæmi um ráðdeild hans með
dýrmætt gjafafé. Samkvæmt minni
reynslu og annarra sendifulltrúa er
svo alls staðar. Þetta er vert að
hafa í huga núna, þegar fyrir
dyrum stendur landssöfnun Rauða
kross íslands undir nafninu
„Flóttamenn ’86“.
Lesandi góður. Þú getur linað
þjáningar ansi margra og veitt
þeim af yl og birtu jólahelginnar,
án mikils tilkostnaðar. Framlagi
þínu til Rauða krossins daganna
21-22. desember verður vel varið.
Hörður Högnason