Tíminn - 14.02.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.02.1987, Blaðsíða 1
ISTUTTU MALI iia ST ARFSM ANN Afélag Búnaöarbankans hefur sent frá sér ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nú fyrir skemmstu. (ályktun- inni lýsir starfsfólkið yfir ánægju sinni með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar og viðskiptaráðherra að falla frá svo- nefndri sameiningu Búnaðarbanka og Útvegsbanka. LISSER Frost-Larsen, sem er eitthvert þekktasta vöðvabúnt af kvenkyni, kemur hingað til lands um helgina og mun gerast gestakennari hjá Líkamsræktarstöðinni í Borgartúni næsta hálfa mánuðinn. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Lisser hnyklar vöðva sína fyrir íslendinga því hún hefur komið hingað til lands tvisvar áður. SJONSTOÐ íslands var tekin formlega í notkun í vikunni. Hlutverk stofnunarinnar verður m.a. að annast hverskonar þjónustu við sjónskerta, s.s. sjúkdómsgreiningu, úthlutun sér- hæfðra hjálpartækja, þjálfun og hvers konar endurhæfingu sem sjónskertir þurfa á að halda. Sjónstöðin er til húsa að Hamrahlíð 17 í Reykjavík. ÓLAFUR HAUKSSON, einn af umsjónarmönnum þáttarins I takt við tímann, hefur verið settur af sem stjórnandi þáttanna. Þykir sem auglýsingatengt efni hafi farió yfir þau mörk sem telst eðlilegt í sjónvarpi. Gengið var frá málinu á fundi Útvarp- sráðs í gærdag. FRAMBJÓÐENDUR í aðalsætum framboðslistanna skulu ekki koma fram í sjónvarpi nema í sérstökum kosningaþáttum, fréttum eða fréttatengdum þáttum. Þetta var ákveðið á fundj Útvarpsráðs í gær. Einnig komst Útvarpsráð að því að þeir dagskrárgerðarmenn sem sæti eiga á framboðslistum skuli leystir frá dagskrárgerð. Það hefur nú þegar gerst með Margréti Heinreksdóttur fréttamann, en hún á sæti á framboðs- lista Alþýðuflokksins. SJÁLFSBJÖRG, landssam- band fatlaðra, gengst nú fyrir opnum fundum með stjórnmálamönnum, þar sem málefni fatlaðra verða rædd. Fyrstur til að mæta á fund með sam- bandinu verður fjármálaráðherra. Síð- an mun formaður Alþýðubandalagsins taka við og þá forsætisráðherra. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Sjálfsbjarg- arhúsinu í hádeginu á þriðjudag. NORSKA Ólympíunefndin hefur ákveðið að þeim íþróttamönnum þjóð- arinnar sem teknir eru fyrir að nota ólögleg lyf til að ná betri árangri í íþrótt sinni, verði framvegis bannað að keppa á Ólympíuleikum og er um lífstíðarbann að ræða sem ekki verður mildað. Að sögn talsmanns norsku Ólympíunefndarinnar hafa öll sérsam- bönd íþróttasambandsins nema skautasambandið samþykkt þessa ák- vörðun. KRUMMI „ Ekki beinlínis lukk- unar pamfíll. “ Viðræður íslendinga og Sovétmanna um sölumál: BÚNADARBANKI ATHUGAR MÖGULEIKA Á MÓTKAUPUM Fulltrúar frá Midland bank í Bretlandi með í ráðum Undanfarna daga hafa umfangs- miklar viðræður farið fram um sölusamninga milli fslendinga og Sovétmanna um sölu á fiski, kjöti og ull. Menn frá Sjávarafurðadeild hafa verið að semja um sölu á freðfiski, menn frá Búvörudeild eru að leita fyrir sér með mögulega sölu á kjöti og Heimir Hannesson frá Búnaðarbanka og menn frá Álafossi eru að athuga með sölu á ull og möguleika á sölu á kjöti í mótkaupum. „Okkar samninganefnd í fisk- málum opnaði viðræður um mögu- lega kjötsölu í Moskvu sl. þriðju- dag, en í henni voru Ólafur Jónsson, Benedikt Sveinsson og Benedikt Jónsson starfsmaður sendiráðsins í Moskvu. Þeir áttu fund með sovéska kaupandanum, en það er sami aðili og hefur keypt fisk af okkur íslendingum hingað iilf Sá aðili er eins konar innkaupa- stofnun. Hjá honum vöknuðu ýms- ar spurningar sem við höfum svar- að og nú bíðum við eftir frekari viðbrögðum. Þeir hafa lokið sínum samningaviðræðum og ætla sér væntanlega að klára þær yfir telex eða öðruvísi, það scm upp á vantar," sagði Magnús G. Frið- geirsson framkvæmdastjóri Bú- vörudeildar Sambandsins. Verslunarfulltrúi Sovétmanna hér í Reykjavík, Boris Radiviloff hefur undirbúið þessar viðræður. „Heimir Hannesson fór á vegum Búnaðarbankans til Moskvu til að kanna sölu á ullarvörum og ef til vill kjöti. Einnig eru með í för menn frá Álafossi og Midland bank í Bretlandi," sagði Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbank- ans. Búnaðarbankinn stofnaði á síð- asta ári til viðskipta við aðra banka varðandi mótkaup sem er sérstök leið banka um allan heim til að aðstoða seljendur og kaupendur í sambandi við vöruskipti. „Sambandið er að hugsa um sölu á kjöti sem ekki er hugsuð sem liður í mótkaupum. Þeir eru að athuga hvort þeim tekst að semja við Rússa um beina sölu á kjöti. Heimir er hins vegar að athuga með möguleika á mótkaupum sem Midland bank tæki hugsanlega þátt í og er til taks með að liðka fyrir samningum ef bein sala tekst ekki, því þá kæmu til skoðunar þessi mótkaup. Við höfum sett okkur í samband við Midland bank í Bret- landi í þessu sambandi, því hann hefur sérhæft sig í viðskiptum við austurblokkina,“ sagði Stefán. -ABS Fræðsluráð: Fundurboðaður þann 23. feb. Ragnar Júlíusson formaður fræðsluráðs og skólamálaráðs Reykjavíkur hefur ákveðið að boða til fundar í skólamálaráði nk. mánudag. Fræðslustjórinn í Reykjavík hefur óskað eftir því við formann fræðsluráðs að boðað verði til fundar í ráðinu og mun fræðsluráðsfundur verða haldinn mánudaginn 23. febrúar. Fundur hefur ekki verið í fræðsluráði síðan 24. nóvember. ítarlega er fjallað um ágreininginn sem upp er kom- inn um skólamálaráð á bls. 5. SKUGGARNIR STYTTAST Þetta er langur skuggi. En með hækkandi sól mun hann styttast sem aðrir skuggar. Þorri er senn búinn og við tekur Góa þann 22. febrúar og þá er orðið stutt í vorið og síðan sumarið. TímamyndSverrir OKURMÁL: „LÁN“ í ÓLÁNI - munaði einum degi að slyppi við dóm Eins og kunnugt er datt botn- veriðkveðniruppí„okurmálum“ Hann nagar sig þó sennilega í inn úr öllum ákærum í okurmál- þeim sem upp komu í kringum handarbökin yfir að hafa ekki inu eftir dóm Hæstaréttar, á Hermann Björgvinsson, en þó staðið í viðskiptum deginum þeirri forsendu að eftir 11. ágúst hefur verið dæmt í okurmálum í seinna, því hann er dæmdur fyrir 1984 hafi Seðlabankinn opinber- Keflavík, Reykjavík og Akra- víðskipti sem áttu sér stað þann lega falið viðskiptabönkunum nesi. Dómunum f Reykjavík og 10. ágúst 1984, en frá og með það hlutverk að auglýsa hæstu Keflavík hefur báðum verið næsta degi, þcim 11. agúst voru leyfilegu vexti, sem honum hafi áfrýjað, sem og öðrum dómi af allar ákærurvegna „okurmálsins'1 ' hins vegar verið óheimilt að gera. tveimur á Akranesi. felldarniður. Það mætti því segja Ákvörðun Seðlabanka lá hins Hinn dómurinn á Akranesi er að þetta hafi verið hálfgerð „ól- vegar fyrir fyrr, eða þann 2. ágúst sennilegi eini fullnustudómurinn ánsviðskipti“, sem þarna áttu sér þó svo hún hafi ekki öðlast „giidi“ f okurmálinu sem upp hefur vcrið stað. -phh fyrr en níu dögum seinna. kveðinn og hcfur hinn sakfelldi Hingað til hafa fáir dómar þegar byrjað að greiða sekt sína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.