Tíminn - 14.02.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.02.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn ÚTLÖND Laugardagur 14. febrúar 1987 Ifréttayfirliti SÍDON, Líbanon — isra- elskar herþyrlur gerðu loftárás- ir á stöðvar Palestínumanna í grennd við hafnarborgina Sídon. Þetta var önnur árás israelsmanna á Líbanon á jafnmörgum dögum. Ásásin var greinilegt merki um að ísraelar myndu halda áfram að beita herafli þrátt fyrir að er- lendum gíslum sé haldið í Líbanon og reynt sé að semja um skipti á þeim. GENF — Forsvarsmenn Al- þjóða Rauða krossins sögðust ekki standa í samningaviðræð- um um lausn erlendra gísla í Líbanon. Þeir viðurkenndu þó að vera ( sambandi við alla aðila. MOSKVA — Kona var barin og fimm aðrir mótmælendur handteknir í mótmælaaðgerð- um í Moskvu. Fólkið krafðist lausnar gyðingsins losif Beg- uns sem situr í fangelsi fyrir andófsstarfsemi. Þetta voru fimmtu mótmælaaðgerðir stuðningsfólks Beguns á jafn- mörgum dögum. STOKKHÓLMUR Stjórnendur sænska ríkissjón- varpsins sökuðu starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Stokkhólmi um að reyna að koma í veg fyrir sýningar á sovéskri heimildarmynd um morðið á Olof Palme. Þar er meðal annars getum að því leitt að bandaríska leyniþjón- ustan CIA hafi látið drepa for- sætisráðherrann Palme. KAUPMANNAHÖFN - Danska lögreglarl sagði að 38 ára gamall brennuvargur hefði viðurkennt að hafa valdið elds- voðanum í hóteli í Kaup- mannahöfn í september árið 1973. Þarfórust35 manns, þar af tuttugu bandarískir ferða- menn. MADRÍD — Ný átök brutust út milli óánægðra stúdenta og lögreglu í Madríd, höfuðborg Spánar, þegar stúdentarnir gengu að menntamálaráðu- neytinu til að krefjast þess enn einu sinni að ekki þyrfti að taka inntökupróf til að komast inn í háskóla landslns. AMSTERDAM — Verðlaun fyrir Ijósmynd ársins árið 1986 fóru til bandarísks Ijósmyndara fyrir mynd sem nefnist „Eyðni í Bandaríkjunum". Hún sýnir 42 ára samkynhneigðan mann í hjólastól stuttu fyrir dauða sinn. Líbanon: - Sjítar komu sér aftur fyrir í Maghdousheh í gær - Beðið eftir leyfi til að fá að flytja matvæli inn í flóttamannabúðir Palestínumanna Reuter- Bardagamenn úr hópi Amalsveita sjíta í Líbanon komu sér í gær aftur fyrir í hernaðarlega mikilvægu þorpi í suðurhluta landsins. Yfirtaka sjíta á þorpinu Maghdousheh, sem þeir misstu í hörðum bardögum við Pal- estínumenn í nóvember á síðasta ári, gæti leitt til þess að alvarlegar friðarumleitanir yrðu hafnar til að binda enda á hið svokallaða búðastr- íð milli sjíta og palestínskra bardag- amanna. Þessi átök hafa sett svip sinn á innanlandsástandið í þessu stríðshrjáða landi síðustu mánuðina. Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar komu vel vopnaðir sjítar sér fyrir í varnarvirkjum í þorpinu, drógu að hún flagg Amal- hreyfingarinnar og komu fyrir stórri mynd af Ayatollah Khomeni trúar- leiðtoga í íran. Amalsjítar höfðu áður sagt að þeir myndu ekki aflétta umsátiinu kringum flóttamannabúðir Palest- ínumanna í Beirút og Suður-Líban- on fyrr en Maghdousheh kæmist aftur undir þeirra stjórn. Þorpið er helsti áningarstaðurinn við þjóðveg- inn er liggur eftir strönd Líbanons. Yfirtaka sjíta fylgdi í kjölfar yfir- lýsingar sýrlenskra stjórnvalda í fyrrakvöld að vopnahléi hefði verið komið á í kringum flóttamannabúð- irnar. í gær bárust svo fréttir frá þeirri stofnun Sameinuðu þjóðanna sem sér um hjálparstarf til palestínskra flóttamanna í Líbanon að Amal- hreyfing sjíta væri að skipuleggja hleðslu á matvælum frá stofnuninni. Þau matvæli átti að fara með inn í Bourj Al-Barajneh flóttamanna- búðirnar rétt utan við Beirút. Talsmaður stofnunarinnar sagði hana hafa gert samkomulag við Na- bih Berri leiðtoga Amalsjíta um að þrír flutningabílar fengju að fara með matvæli inn í búðirnar gegn því að dreift yrði matvælum úr þremur flutningabílum til fólks, annara en Palestínumanna, sem hefðist við fyr- ir fyrir utan búðirnar. f Bourj Al-Barajneh búðunum, sem eru rétt hjá aðalflugvelli Beirút- borgar, búa nú um tólf þúsund Palestínumenn, mest konurogbörn. Ástandið er þar vægast sagt slæmt og hefur flóttafólkið þurft að leggja sér hunda, ketti og jafnvel rottur til munns. Einnig er vitað að sumt fólk hefur farið fram á undaþágu frá trú sinni til að geta lagt sér mannakjöt til munns ef allt annað þrýtur. Talsmaður stofnunar SÞ sagði í gær að ekkert „grænt ljós“ hefði verið gefið fyrir raunverulegri dreif- ingu matvælanna þrátt fyrir að sam- komulagið hefði verið gert við Berri. Sagði talsmaðurinn að ekki væri nóg að semja við Berri heldur þyrfti að tryggja stuðning á ýmsum lægri vald- astigum í Amalhreyfingunni. Friðarumleitanir og tilraunir til að fá að senda matvæli inn í flótta- mannabúðir Palestínumanna komu þó ekki í veg fyrir að sjítar skytu sprengju á Bourj Al-Barajneh búð- irnar síðdegis í gær. Að sögn tals- manns Palestínumanna létust fimm börn í þessari árás. Amalsjítar komu sér aftur fyrir í hernaðarlega mikilvægu þorpi í gær. Gæti það skipt sköpum í átökum þeirra við palestínska bardagamenn? Suður-Afríka: Castro í ónáð Stjórnvöldum í Suður-Afríku er hvorki gefið um Castro né Kúbu Jóhanncsarborg-Reuter Fidel Castro Kúbuleiðtogi á ekki upp á pallborðið hjá þeim sem gegna ritskoðunarhlutverki í Suð- ur-Afríku og fylgjast með því sem inn í landið er flutt. Það sannast á því að bæði mynd um Kúbu nútím- ans og bók Kúbuleiðtogans, „Fidel Castro um Chile", eru á bannlista yfir það sem flutt er inn í landið. Á bannlistanum má einnig finna bók um samkynhneigða, barm- „Heilagt stríð fyrir frelsun gísla“ í Líbanon: Frelsið gíslanna í nafni Múhameðs Reuter- Múslimahópur sem kallar sig „Fleilagt stríð fyrir frelsun gísla“ fór þess á leit í gær að öllum erlendum mönnum sem haldið er í gíslingu í Líbanon verði sleppt. Beiðni þessi kom fram í handrit- uðum orðsendingum til blaða í Líb- anon þar sem mannrán voru ekki sögð í samræmi við múhameðstrú. Hvatti hópurinn öll þau neðanjarð- arsamtök í Líbanon sem halda gísl- um föngnum að láta þá lausa strax. Tveir aðrir hópar sem kenna sig við heilagt stríð, „Heilagt stríð“ og „Heilagt stríð fyrir frelsun Palest- ínu“, halda nú níu útlendingum í gíslingu, þar af fimm Bandaríkja- mönnum. „Látið ekki heiminn halda að múslimir séu þeir sem víki frá trú sinni“, sagði í orðsendingu þessa nýja hóps. „Sýnið þeim að múslimar séu siðferðislega sterkir í trú sinni. Við hvetjum ykkur til að láta alla gísla lausa því islamskur siður bannar að menn séu teknir í gíslingu“, sagði ennfremur. _ Að minnsta kosti 26 útlendingum er nú haldið sem gíslum í Líbanon. merki með slagorðinu „Gerum hass löglegt" og almanak Sameinuðu lýðræðishreyfingarinnar sem eru stærstu samtök landsins er berjast gegn aðskilnaðarstefnunni. ÚTLÖND UMSJÓN: Heimir Berqsson BLAÐAMAÐUR Páll Símon í Zimbabwe Harare-Reuter Bandaríska poppstjarnan Paul Simon, eða Páll Símon upp á ís- lenska vísu, kom til Zimbabwe í gær þar sem hann hyggst halda stærstu hljómleika í landinu síðan Bob Mar- ley and the Wailers léku þar í tilefni þess að landið fékk sjálfstæði árið 1980. Með Páli Símon í för voru nokkrir hinna suður-afrísku blökkumanna sem léku með honum á þeirri frá- bæru plötu „Graceland" sem gefin var út á síðasta ári. Platan hefur selst í meira en fjórum milljónum eintaka en hefur einnig unnið það sér til frægðar að vera gagnrýnd af Miðstöð Sameinuðu þjóðanna gegn kyn- þáttaaðskilnaðarstefnu. Símon heldur tvenna hljómleika í. Harare, höfuðborg Zimbabwe, og er búist við að um tvö þúsund manns komi frá nágrannaríkinu Suður-Afr- íku til að hlýða á kappann. Það var einmitt í Suður-Afrtku sem Páll tók upp plötu sína og var það tilefni gagnrýni frá áðurnefndri stofnun SÞ. Páll Símon hefur hinsvegar sent stofnuninni bréf þar sem hann segist vera andvígur aðskilnaðarstefnunni og hafa ekki brotið menningarbann það sem sett hefur verið á Suður- Afríku með því að hljóðrita plötuna þar. Miðinn á hljómleika Páls Símons í Zimbabwe kostar aðeins um sem samsvarar 200 íslenskum krónum og rennur ágóðinn af hljómleikunum til góðgerðarstarfsemi. ER AD ROFA TIL í BÚDASTRÍDINU?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.