Tíminn - 14.02.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. febrúar 1987
Tíminn 9
VETTVANGUR
Þóröur Kristjánsson:
Öhróðri á morgunvakt andmælt
Þriðjudaginn 27. jan. síðastlið-
inn var í þættinum á morgunvakt-
inni í ríkisútvarpinu, fólki gefinn
kostur á að hringja og tjá sig um
sjúkdóminn eyðni og varnir gegn
honum.
f þessum símatíma hringdi kona
ein, sem kallaði sig Önnu Snorra-
dóttur.
Kvenpersóna þessi notaði ekki
tíma sinn til þess að ræða um það
mál sem á dagskrá var, heldur
upphóf skammir og svívirðingar
yfir fjarstaddan mann án tilefnis,
þ.e.a.s. Guðmund Sveinsson
skólameistara.
Það sem kemur mér til að skrifa
þessar línur er sú fullyrðing kon-
unnar að Guðmundur Sveinsson
skólameisari Fjölbrautarskólans í
Breiðholti, áður skólastjóri Sam-
vinnuskólans að Bifröst, hafi verið
illa liðinn í Borgarfirði, og það svo
að fólk þar hafi viljað hann brott
úr héraði.
Ég fullyrði að kvenpersóna þessi
fer með staðlausa stafi. Og að hún
tali af kunnugleika þar um, eins og
hún lét í veðri vaka, er fráleitt.
Þegar sú merka menningarstofn-
un Samvinnuskólinn flyst að
Bifröst var það íbúum Norðurár-
dalshrepps mikið gleðiefni.
Þó hygg ég að fólk þar hafi ekki
Þetta hefði að sjálf-
sögðu ekki getað gerst
nema því aðeins að
stjórnendur skólans
tóku þessa stefnu
strax, og mótuðu það
samskiptaform sem
aldrei barskuggaáall-
an þann tíma sem þau
ágætu hjón séra Guð-
mundur Sveinsson og
frú Guðlaug Einars-
dóttir héldu þar um
stjórnvöl.
m
búist við að stjórnendur eða starfs-
fólk þeirrar stofnunar kæmi til með
að blanda náið geði við frumbyggj-
ana, heldur yrði þar um að ræða
sérstæða heild innan sveitarfélags-
ins, eins og víða mun títt við slíkar
aðstæður.
Sú varð þó ekki raunin á.
Skólastjórinn séra Guðmundur
Sveinsson tók strax upp þá háttu
að allir sem að Bifröst dvöldu, litu
á sig sem þegna sveitarfélagsins og
tóku þátt í störfum þess og félags-
lífi. Það má segja að Samvinnu-
skólinn hafi verið opið hús fyrir
alla sem í sveitarfélaginu dvöldu.
Þangað gat fólk leitað ekki síður
en til annarra nágranna, og það
kunnum við vissulega vel að meta.
Og lengi býr að fyrstu gerð.
Enda hefir sú samskiptavenja sem
þau hjón mótuðu, varað til þessa
dags, og það fáum við nágrannar
og sveitungar seint fullþakkað.
Það hefði þó verið lágmarks
kurteisi að mínu mati. Þess í stað
gripu þeir orðið af staðkunnugum
manni, sem vildi leiðrétta ósómann
í þessum sama þætti.
Því miður heyrði ég ekki þáttinn
í upphafi, og varð því að fá hann
Um leið og ég lýsi
þessa kvenpersónu
Önnu Snorradóttur,
sem áður er getið, al-
gjöra ósannindamann-
eskju að þeim óhróðri
semhúnfórmeð í um-
getnum þætti, og þótt-
ist hafa af kunnugleik í
Borgarfirði, hlýt ég að
lýsa ábyrgð á hendur
stjórnenda þáttarins,
fyrir að láta slíkt tal
vara svo lengi, og biðja
ekki viðkomandi einu
sinni afsökunar.
upptekinn frá ríkisútvarpinu, og
ber að þakka þá fyrirgreiðslu.
Þetta hefir allt tekið nokkuð
langan tíma, hér uppi í sveit, og
þess vegna er þetta greinarkorn
síðar á ferð en vera ber.
En þó seint sé, vil ég láta viðhorf
mitt, sem ég reyndar veit að er
einnig annarra hér sem til þekkja,
koma fram.
6. febr. 1987
Þórður Kristjánsson
Hreðavatni.
Á þeim tíma, sem liðinn er frá því
að 27. þingi KFS lauk í mars 1986,
hafa fjölmiðlar á Vesturlöndum ver-
ið óþreytandi við að setja fram
hugleiðingar þess efnis hvernig
ganga muni að framkvæma í raun
þau erfiðu verkefni, sem þingið
kvað á um. Það verður að segjast að
í þessum hugleiðingum er mikið af
efasemdum.
Meðan áhugamenn í spádómum
eru að fræðilegum hugleiðingum,
eru í Sovétríkjunum gerðar stór-
felldar ráðstafanir, verið að leita að
nýjum og óvenjulegum lausnum á
vandamálum á sviði félags- og efna-
hagsmála. Staðfesting á því er fund-
ur miðstjórnar KFS, sem lauk þann
28. janúar sl.
í íslenskum blöðum var minnst á
fundinn, á nokkur atriði í skýrslu
Mikhails Gorbatsjovs (að vísu á
ákaflega stuttu máli, þannig að ís-
lenskir lesendur eiga örðugt með að
átta sig á þeim vanda, sem Sovétrík-
in eru að takast á við). Þess vegna
hefur undirritaður ákveðið í eftirfar-
andi grein að fjalla um þau málefni
er tekin voru fyrir í skýrslu Gorbat-
sjovs, tilskipun þeirri, sem samþykkt
var á þinginu og í lokaorðum M.
Gorbatsjovs.
Um nokkrartölur
Þegar Mikhail Gorbatsjov ræddi
um verkefni þau er varða breytingar
í efnahagslífinu, nefndi hann stað-
reyndir og tölur máli sínu til
stuðnings. Á árinu 1986 hækkuðu
þjóðartekjurnar um 4rl% en meðal-
hækkunin á árunum 1981-1985 var
3,6%. Framleiðsla korns jókst næst-
um um 30 millión tonn á árinu 1986,
sem er 17%. Á þessum tíma átti sér
einnig stað mesta aukning á sviði
iðnframleiðslunnar á undanförnum
árum.
Jafnframt því sem sovéski leiðtog-
inn fjallaði um þessa og nokkra aðra
jákvæða ávinninga, viðurkenndi
hann hreinskilnislega, að „breyting-
in til hins betra gengi hægt“, ástæður
og rætur vandans í þjóðfélaginu
væru djúpstæðari en gert hefði verið
ráð fyrir áður og þar var ekki aðeins
átt við efnahagsmálin.
Hvers vegna dró
úr hraðanum
Það var mat M. Gorbatsjovs, að á
vissu stigi hefði farið að draga úr
þróunarhraðanum, að hlaðist hefðu
upp erfiðleikar og óleyst vandamál
og orðið vart stöðnunar og annarra
fyrirbæra, sem væru ekki eiginleg
sósíalismanum.
í hverju er ástæðan fólgin? í
Sovétríkin:
Snögg umskipti í
félagslegri og efna
hagslegri þróun
skýrslunni er komist að þeirri niður-
stöðu að undanfarið hefði bæði í
stjórnmálum og í reynd orðið vart
íhaldssemi og tregðu, viðleitni til að
losna við allt, sem ekki féll inn í hið
vanalega kerfi. Haft var að engu
megingildi kenningarinnar, sem felst
í nákvæmri framsetningu „allra
þeirra mótsagna, sem eiga sér stað í
lífinu“. Þar af leiðandi héldu fræði-
legar hugmyndir um sósíalismann
áfram að vera á stigi fjórða og
fimmta áratugarins, þegar verið var
að vinna að lausn annarra verkefna
í Sovétríkjunum. Ástandið á fræði-
lega sviðinu hafði neikvæð áhrif á
lausn praktískra vandamála. For-
dómar fóru vaxandi í garð greiðslu-
viðskipta og lögmálsins um kostnað.
Þetta hafði m.a. í för með sér happa-
og glappaafstöðu í efnahagsmálum,
hlutdrægni í verðmyndun og fram-
boði og eftirspurn var ekki sinnt. Að
lokum drógu þessi fyrirbæri og önn-
ur úr afköstum og félagslegri virkni
fólksins. Það er engin tilviljun að á
tímabili þriggja síðustu fimm ára
áætlana hefur ekki verið staðið við
megnið af verkefnunum. Efnahags-
lífið í heild var lítt móttækilegt fyrir
nýjungum, þunglamalegt og fram-
leiðsluhlutföllin voru röng. Þessi
neikvæða þróun náði til hins félags-
lega sviðs. Hjá vissum hluta fólksins
minnkaði áhuginn á þjóðfélagsmál-
um og fram komu andleysi og efa-
hyggja.
Leiðirtil að sigrast
á stöðnun
Það staðreyndir, sem nefndar eru
í upphafi þessarar greinar, eru nægi-
lega sannfærandi um, að sú uppbygg-
ing, sem hófst eftir 27. þing KFS
hefur þegar borið árangur. I loka-
orðum sínum á fundi miðstjórnar
lagði M. Gorbatsjov áherslu á að
jákvæð umskipti, sem orðið hefðu á
árinu 1986, væru afar mikilvæg: Þau
sýndu að sovéska þjóðin hefur öll
horfið til enduruppbyggingar. En
Gorbatsjov telur að meginstarfið sé
framundan, að aðeins sé búið að
leggja að baki upphafið á hinni
félaglegu og efnahagslegu tilraun.
Sú tilskipun, sem samþykkt var á
fundinum markar skýrt leiðir til að
sigrast á stöðnunarfyrirbærunum.
Hér á eftir verða nokkrar þeirra
nefndar, þar sem íslenskir lesendur,
einkum verkafólk, hljóta að átta sig
á þeim, að því er ætla ætti, þar sem
málefni lýðræðis, aðferðir til að
skipuleggja starf betur og stjórnun
framleiðsíunnar eru mjög til um-
fjöllunar, þar á meðal á íslandi.
1. Fundurinn fjallaði um nauðsyn
þess að beita alls staðar sósíalísku
lýðræði, auka sjálfstjórnun þjóðar-
innar. Gert verður átak til að auka
áhrif verkafólks til að velja starfs-
menn og hafa eftirlit með starfi
þeirra (hér er átt við leiðandi starfs-
lið á vegum flokksins. Aths. höfund-
ar).
2. Mikil áhersla verður lögð á
þróun lýðræðis á sviði framleiðslu. í
því markmiði verður m.a. komið á
fót ráðum vinnukollektíva í fyrir-
tækjum og samsteypum og munu
þessi ráð fá umboð í ýmsum málum
er lúta að framleiðslu, félagsmálum
og mannavali jafnframt því sem
almennir fundir vinnukollektíva fá
slík umboð. Nauðsynlegt er talið að
kjósa menn í stöðu yfirmanna í
fyrirtækjum, deildum, býlum, svo
og verkstjóra og meistara. Einnig
þarf að koma á samkeppniskerfi við
. kjör leiðtoga og sérfræðinga.
3. Nýttir verða betur möguleikar
til að þróa frumkvæði og sjálfstætt
starf verkafólks, gera stjórnun á
sviði efnahags og félagsmála lýð-
ræðislegri, sem er í höndum sam-
yrkjubænda og sovéskrar samvinnu-
hreyfingar.
4. Gert er ráð fyrir að fullkomna
sovéska kosningakerfið. Það er
mikilvægt að losna við kreddufestu,
gefa kjósendum tækifæri til að velja
milli hóps frambjóðenda og taka
virkan þátt í kosningaundirbúningn-
um á öllum stigum.
5. Mikil áhersla verður lögð á að
auka eftirlit með starfsemi starfs-
manna flokksins „að ofan“ og aðallega
„að neðan.“ I þessu skyni verður
tryggt að kjörnir og settir aðilar gefi
reglulega skýrslu til vinnukollektíva
og þegna og að verkafólk fái rétt til
að leggja mat á starf leiðtoganna og
að losa þá, sem ekki uppfylla
skyldur sínar, undan ábyrgð.
6. Gert er ráð fyrir að gera
viðbótarráðstafanir, sem beinast að
því að auka hreinskilni, þróun gagn-
rýni og sjálfsgagnrýni, einkum gagn-
rýni neðan frá. Hér verður að ganga
út frá því að afstaðan til gagnrýni er
mikilvægasta ábendingin um löngun
til að breyta og hæfileika til að
framkvæma enduruppbygginguna í
raun. Engir eiga að vera yfir gagn-
rýni hafnir og það eiga heldur ekki
að fyrirfinnast aðilar, sem ekki hafa
rétt til að gagnrýna.
Um mannaval
í tilskipun fundar miðstjórnar
KFS er lögð áhersla á, að sérhver
hlekkur í starfsemi ríkis, þjóðarbú-
skapar, þjóðfélags og flokks á að
vera í höndum fólks, sem eru sannir
brautryðjendur, sem gera sér fulla
grein fyrir nauðsyn þess að koma á
breytingum til hins betra, sem geta
brotið tregðuna og vanann á bak
aftur.
Sérstaklega er tekið fram að nauð-
synlegt sé að berjast gegn verndar-
stefnu, frændsemisfylgi og að starfs-
menn séu færðir upp á við í stöðu
vegna persónulegrar hollustu.
Hæfni til að leysa félagsleg vanda-
mál, skapa fólki hagstæðar starfsað-
stæður, lffskjör og þjónustu og að
skapa andrúmsloft skapandi leitar
meðal vinnukollektíva er skilyrðis-
laus mælikvarði á þroska leiðtoga.
Lýðræði er jafnnauðsyn-
legt og andrúmsloftið
Þessi orð mælti Mikhail Gorbat-
sjov í lokaávarpinu á fundi mið-
stjórnar. Ef við skiljum þetta ekki,
sagði hann, og ef við skiljum þetta,
en gerum ekki alvarlegar ráðstafanir
til að efla það og þróa, til að fá
verkafólkið í landinu inn í þróun
enduruppbyggingarinnar, þá verður
ekkert úr stefnu okkar, endurupp-
byggingin kafnar í fæðingu.
...Mér virðist sem hinum venju-
lega íslenska lesanda, sem þekkir
ekki gjörla inn á sovésk málefni, eða
hefur aðeins einhliða hugmynd um
þau, verði erfitt að komast að óvil-
hallri niðurstöðu eftir lestur ofan-
skráðs. Ýmislegt getur verið óljóst.
Það er skiljanlegt, þar sem hér er um
að ræða þróun, sem á sér stað innan
annars þjóðfélagskerfis. Hvað er til
ráða? Að fylgjast vandlega með
þeirri þróun, sem á sér stað í Sovét-
ríkjunum, þó ekki nema af þeirri
ástæðu að hún er langt frá því að
vera venjuleg, að hún er í engu lík
því sem er að gerast í nokkru
vestrænu landi.
Evgeni Barbukho,
Yfirmaður APN á íslandi,
Reykjavík, 30. janúar, 1987.